Morgunblaðið - 14.05.2000, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 21
LISTIR_________________
Útlitið er gott
MYNDLIST I —flir --------
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Claudio Rizzi og Ólína Gyða Ómarr sópransöngkona á æfíngu.
Claudio Rizzi í
Bústaðakirkju
Ljósmynd/Halldór Bjöm
Hluti af ljósmyndaverkum Kristins Más í Galleríi Oneoone við Laugaveg.
CLAUDIO Rizzi heldur orgeltón-
leika í Bústaðakirkju á þriðjudags-
kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru meðal
annars verk eftir Bach, Buxtehude,
Brahms, Couperin, Bizet og Mozart.
Gestur hans á tónleikunum verður
Olína Gyða Omarr sópransöngkona.
Claudio Rizzi er ítalskur tónlistar-
maður sem kom til íslands árið 1997
til að vinna hjá íslensku óperunni.
Hann útskrifaðist sem organisti árið
1989 og hefúr mikla þjálfun og
reynslu í söng- og tónlistarkennslu.
Ólína lauk 7. stigi við söngskólann í
Reykjavík og stundar nú söngnám
hjá Alinu Dubik.
Aðgangseyrir á tónleikana er 1.500
kr.
Gallerí Oneottne,
Laugavegi 48b
LJÓSMYNDAPRENT
KRISTINN MÁR
INGVARSSON
Til 22. maí. Opið á verslunartíma.
UNDANFARIÐ hefur mátt
merkja örlitla breytingu á afstöðu
okkar íslendinga til ljósmyndarinnar
með þeim afleiðingum að æ fleiri ung-
ir listamenn taka upp þessa ágætu
tækni, sannfærðir um að þar fari einn
af mikilvægustu miðlum okkar tíma.
Reyndar má slá því föstu að ljós-
myndin hafi loksins tekið af skarið í
atburðalýsingum og fáir láti sér til
hugar koma að festa stóra heimsvið-
burði á striga. Eftir að Jeff Wall sló í
gegn með risastóra, baklýsta ljós-
myndafleka hafa menn komist að því
að Manet og Degas nútímans eru ekki
málarar heldur ljósmyndarar.
Ástæðan er einfóld. Ljósmyndin
festir á augabragði líkamsbm-ði, fas,
andlitsfall og tjáningu með nákvæmni
sem málverkið leikur vart eftir nema
með svo mikilli tímasóun að varla
svarar kostnaði. Haldi menn að með
þessu sé málverkið að glata gullnu
tækifæri til að hafa áhrif má til gam-
ans fullyrða að málarar hafi löngu
fyrr verið hættir að skrá atburði á
risafleti. Það þarf helst að fara aftur
fyrir miðja 19. öldina til að finna mál-
ara sem túlka sögulega atburði með
einhverri sannfæringu. En hvað þá
með Picasso og Guemica gæti ein-
hver spurt.
I fyrsta lagi er sú mynd ekki raun-
sæ. Hún fangar ekki hina sorglegu
loftárás öðruvísi en með táknrænum
hætti. Frásögninni var fyrir löngu
búið að farga úr málaralistinni. Eini
glæpurinn sem hægt er að klína á
ljósmyndlistina er að hún skuli hafa
endurheimt það sem löngu var glatað.
Eða væri ekki gaman að sjá hvem-
ig málari færi að því að „ná“ myndefn-
inu sem finna má í ljósmyndum Krist-
ins Más Ingvarssonar? Myndir þess
unga manns eru einfaldlega svo hend-
ingarkenndar að varla væri hægt að
varðveita í þeim safa augnabliksins ef
málari ætti að standa í nokkrar
klukkustundir eða dægur og þráast
við að lýsa því sem þar er að finna.
Reyndar færir Kristinn Már sér í
nyt aðferð við upphengingu mynda
sinna sem finna má hvarvetna í
myndlist liðinna áratuga. Ljósmyndir
hans em óreglulegar ljósmyndaraðir,
en sem slíkar ríma þær afar vel sam-
an.
Yfirskrift sýningarinnar, „Looking
Good“, fær hann af forsíðu tískublaðs.
Kristinn Már lærði ljósmyndun í
Kaupmannahöfn hjá Morten Bo og
sýningin í Galleríi Oneoone er fyrsta
einkasýning hans. Hann sýnir því
merkilega sannfærandi tilþrif, sem
hljóma trúlega vegna þess að lista-
maðurinn er hluti af þeim heimi sem
hann festir á filmu. Hitt er ekki eins
sannfærandi að hann skuli sýna tölvu-
prent í stað ekta ljósmynda. Smá-
vægilegur feill, en þó nægilega stór til
að taka rækilega til bæna.
Halldór Björn Runólfsson
-----------------
Sumarlegur
djass á Sóloni
SUMARLEGUR .djass verður á
Múlanum, Sóloni íslandusi, í kvöld,
sunnudagskvöld, kl. 21.
Fram koma Omar Einarsson gít-
arleikari og félagar. Á efnisskránni
eru léttir djass-standardar, nýir og
gamlir, bossa nova og swing í bland.
Hljómsveitina skipa Ómar Einars-
son gítarleikari, Kjartan Valdimars-
son píanóleikari, Jóhann Ásmunds-
son bassaleikari og Jóhann
Hjörleifsson trommuleikari.
M-2000
Sunnudagur 14. maf.
Islenska óperan. Kl. 20.30.
Sólrún Bragadóttir og Einar
Steen-Nökleberg. Þetta er fyrsti
þáttur í í tónleikaröðinni Nord-
vest Musik sem er á dagskrá
Menningarborgar og nær einnig
til Færeyja og Grænlands.
Mánudagur 15. maí.
Hveragerði - blómstrandi bær
Þungmiðja dagskrárinnar er
Hverasvæðið þar sem gestum og
gangandi er boðið í vettvangs-
ferðir, að bragða á framleiðslunni
og sagt frá líf- og jarðfræði
svæðsins. Blómstrandi bær er
eitt af samvinnuverkefnum
Menningarborgar og sveitarfé-
laga.
SumarPLÚS
Vika í Portúgal
23 maí.
Flugsæti á mamm
Dammörk
Billumd Gautaborg Alícamtc
19.450 24.900. 25.400.
flugvallarskattar 3.540 kr. ekki innifaldir flugvaliarskattar 2.740 kr. ekki innifaldir flugvallarskattar 2.650 kr. ekki innifaldir
allar nánari upplýsingar fást hjá sölu- og umboðsmönnum
Má VISA þér á laegsta vcrðið?
550
miðað við 2 í stúdíói á Sol Doiro.
Innifalið: Flug, gisting i 1 viku og flugvallaskattar.
Dammörk
Portúgal
27. júní
Krít
10. júlí
22.395 43.005 40.645
kr
ánann
Innifalið: Flug, bílaleigubíll í A flokki í 1 viku
og allir fiugvallarskattar.
M.v. að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11 ára ferðist saman.
Ef2fullorðnirferðast saman er verðið 26.740 kr*
6.000 afsláttur á mann 17. júní, 24. júní og 5. júlí.
Þú getur bókað á retiru
Innifalið er flug, gisting á Sol Doiro í 2 vikur, flugvallaskattar
og 10.000 kr. afsláttur fyrir Visa-korthafa.
M. v. að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11 ára ferðist saman.
Ef 2 fullorðnir ferðast saman er verðið 56.550 kr.*
10.000 kr. afsláttur á mann í brottför 27. júní.
á mann
Innifalið: Flug, gisting í 2 vikur á Dolphin, flugvallarskattar
og 10.000 kr. afsláttur fyrir Visa-korthafa.
M.v. að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11 ára ferðist saman.
Ef 2 fullorðnir ferðast saman er verðið 54.990 kr*
10.000 kr. afsláttur á mann í brottför 10. júlí
1 Miðað er við að ferðin sé að fullu greidd með VISA.
Umboðsmemm Plúsferða um allt lamd
V/SA
Akranes• S: 431 4884
Blðnduós• S: 452 4168
Borgames* S: 437 1040
Dalvík'S. 466 1405
Isafjörður • S: 456 5111
Sauðárkrókur • S: 453 6262/896 8477
Akureyri• S: 462 5000
HöfwS: 4781000
Egilsstaðir • S: 471 2000
Se/foss* S: 4821666
Vestmannaeyjar • S: 481 1450
Keflavík-S: 421 1353
Griudavik’ S: 426 8060
Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 535 2100 • Fax 535 2110 »Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is