Morgunblaðið - 14.05.2000, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
49,7% Hafa aðgang að Netinu heima
Með aðgang að Netinu?
Greint eftir kyni á heimili í vinnu í skóla Nei
Karlar 52,1% 41,5% 15,5% 30,5%
Konur 47,2% 37,1% 22,1% 31,7%
Greint eftir fjölskyldutekjum,
300 þús. kr. eða meira 65,5% 55,8% 22,5% 14,3%
200 - 299 þús. kr. 54,3% 43,6% 18,1% 23,4%
100- 199 þús. kr. 36,2% 26,1% 16,1% 28,2%
Undir 100 þús. kr. 26,1% 15,9% 8,7% 62,3%
Greint eftir búsetu á heimili í vinnu í skóla Nei
Höfuðborgarsvæðið 53,5% 42,9% 18,6% 26,4%
Landsbyggðin 44,5% 34,5% 18,9% 37,5%
Greint eftir aldri
55 - 75 ára 22,2% 16,3% 2,0% 67,3%
45 - 54 ára 47,1% 27,5% 3,6% 34,1%
35-44 ára 56,5% 56,5% 6,1% 24,5%
25-34 ára 61,7% 52,7% 15,6% 18,6%
16-24 ára 57,7% 26,0% 54,6% 16,3%
Meðalnotkun á Netinu
klst. á viku
2------------------------------------
1------------------------------------
feb.‘98 sept.'98 mars‘98 nóv.'98
Reuters
SVEITARFELOGIN
Skýrt og skorinort
LOGIN
Frumvarp um
rafrœna undir-
skrift vœntanlegt
Gert er ráð fyrir að miðstöð upp-
lýsingatækni verði í Bókasafni
Hafnarfjarðar þegar það flytur að
Strandgötu 1. Safnið verður þá í
miðbænum, steinsnar frá þeim stað
á norðurbakka hafnarinnar þar sem
hugsanlegt er að Listaháskóli ís-
lands verði staðsettur.
í miðstöð upplýsingatækni er
ráðgert að almenningur hafi greið-
an aðgang að upplýsingatækninni í
bókstaflegri merkingu, bæði vélum
og hugbúnaði auk góðrar aðstöðu til
skrafs og ráðagerða.
I framtíðarsýn Hafnarfjarðar er
gert ráð fyrir að þar geti verið gerj-
unarsvæði fyrir frjósama frum-
kvöðla sem vinni að hugmyndum á
byrjunarstigi. Þannig geti almenn-
ingur fengið aðgang að helstu tækni
og tækninýjungum og fylgst með
þróun á sviði upplýsingatækni.
Hugmyndin er sú að tölvur verði
víðs vegar um safnið en á einum til
tveimur stöðum verði tölvuklasar
eða ver. Annars vegar fyrir fólk að
tylla sér niður í einhvers konar al-
menningi nálægt aðalinngangi, jafn-
vel með kaffíbolla, flakka um Netið
eða vinna að verkefnum. Hins vegar
gæti verið tölvuver annars staðar í
húsinu þar sem er meira næði til
viðameiri verkefnavinnu.
Draga verður mörk þess
sem má og má ekki
Nú er unnið að hönnun safnsins
og ekki hægt að segja fyrir um ná-
kvæmlega hvernig málum verður
háttað að þessu leyti, eftir því sem
Jóhann Guðni Reynisson, forstöðu-
maður upplýsinga- og kynningar-
mála í Hafnarfirði, tjáði Morgun-
blaðinu.
Jóhann nefndi að meðal fjöl-
margra atriða sem geti verið að
finna á uta.is, eða hvaða nafni sem
allsherjarvefur fyrir Hafnarfjörð
mun nefnast, megi nefna landupp-
lýsingar af ýmsu tagi - sem nefna
megi bæjarvefsjá.
Þannig geti áhugasamir skoðað
margvíslegar upplýsingar um ein-
stök hverfi og götur, íbúasamsetn-
ingu og fleiri lýðfræðilegar upplýs-
ingar.
Hann segir að í þessum efnum
séu menn þó enn á hugmyndastigi,
enda verði að draga mörk þess sem
má og má ekki varðandi upplýsing-
ar úr þjóðskrá ög verði það gert í
samráði við tölvunefnd.
Jóhann segir að í þessum efnum
séu Hafnfirðingar í viðræðum við
embætti borgarverkfræðings í
Reykjavík um samstarf, en þar á
bæ hafi mikið verið unnið á þessu
sviði.
Hann nefnir einnig að unnið sé að
því að lagnakerfi Vatnsveitu og Raf-
veitu Hafnarfjarðar verði til á tölvu-
tæku formi í sama tilgangi, en ýms-
ir kortagrunnar séu nú þegar til.
• Akranes:
Metnaðarfullur og góður vefur
með fréttum, pistlum og handhæg-
um upplýsingum. Tengimöguleikar
mættu vera meiri.
www.akranes.is
• Akureyri:
Mjög gegnsær og handhægur vef-
ur sem býður upp á fréttir, upplýs-
ingar og líflegar umræður. Með
þeim betri hérá landi.
www.akureyri.is
• Árborg:
Meðalgóður vefur þótt ritara fund-
argerða virðist um síðustu áramót
hafa þrotið örendi. Helstu upplýs-
ingar á sínum stað og útlit ágætt.
www.selfoss.is
• Borgarbyggð:
Einn besti vefur íslensks bæjarfé-
lags, vel uppsettur meó fjölbreytt-
um tengimöguleikum og ríkur aö
innihaldi. Til fyrirmyndar,
www.borgarbyggd.is
• Garðabær:
Nokkuð góöur vefur, prýðilega
uppfærður og fær plús fýrir nýjar
fréttir. Mætti hins vegar vera gegn-
særri.
www.gardabaer.is
• Grindavík:
Prýðilegur vefur að mörgu leyti,
nokkuð gegnsær og reynir að miðla
fréttum úr bæjarlífinu. Umræðu-
vettvangur setur skemmtilegan svip
ávefinn.
www.grindavik.is
• Hafnarfjörður:
Besti bæjarvefurinn hér á landi,
prýðilega gegnsær og greinilegt að
Hafnfiröingar hafa mótað sér skýra
stefnu í upplýsingamálum. Útlit ein-
falt og gott og fjölmargir góðir tengi-
möguleikar.
www.hafnarQordur.is
• Hveragerði:
Vefurinn til fyrirmyndar, vel hann-
aður og innihaldsrikur. Fréttir, fund-
argerðir og aörar upplýsingar allt á
sínum stað.
www.hveragerdi.is
• ísafjarðarbær:
Ágætur vefur, helst mætti setja
út á fábreytt og litlaust útlit hans.
Helstu upplýsingar fyrirliggjandi, en
vantar þó eiginlega forsíðu og fréttir.
www.isaQoidur.is
• Kópavogur:
Prýðilega gegnsær, en líður fyrir
slælegan yfirlestur ritaös máls.
Sums staðar em grunnupplýsingar
orðnar úreltar, en í heild er vefurinn
yfirmeðallagi.
www.kopavogur.is
• Mosfellsbær:
Mosfellingar hafa nýlega tekið sig
á, en vefur bæjarins var mjög slak-
ur.,Nokkra furöu vekur að ekki skuli
hafa verið gengið lengra, en breyt-
ingin er allténd til batnaöar. Skortir
víða netföng bæjarstarfsmanna og
stofnana.
www.mosfellsbaer.is
• ÓlafsQörður:
Ýmsar upplýsingar, þar á meóal
fróðleikur um sögu bæjarins, en
minna fer fyrir handhægum tenglum
fyrir bæjarbúa. Virðist enn á vinnslu-
stigi.
www.olafsQordur.is
• Reykjanesbær:
Gegnsær og skipulegur vefur
sem er býsna mikill að umfangi.
Fréttir, umræður og allar upplýsing-
ar á einum stað auk fundargerða og
nauösynlegra netfanga.
www.mb.is
• Reykjavíkurborg:
Stór og umfangsmikill vefur, sem
fremur hefur verið líkt viö kóngulóar-
vef en upplýsingavef. Einstakar
stofnanir standa sig vel í miölun
upplýsinga, en umfangsmiklar
breytingar til batnaðar munu fyrir-
hugaðar á hausti komanda.
www.reykjavik.is
• Seltjarnarnes:
Býður upp á afar skemmtilega
undirsíðu bóksafns bæjarins og
stendur sig þokkalega, t.d. hvað
varðar fundargerðir. Hins vegar
vantar netföng margra starfs-
manna, sem er afleitt á vef sem
þessum.
www.seltjamames.is
• SigluQörður:
Mjög góður vefur, raunar einn sá
besti hér á landi. Greinilega talsvert
lagt upp úr nýjum upplýsingum og
einföldu aðgengi. Til fýrirmyndar.
www.siglo.is
• SkagaQörður:
Einfaldur vefur sem gerir sitt
gagn, en mætti vera markvissari.
Fréttirúrbæjarlífinu skortir.
www.skagaQordur.is
• Vestmannaeyjar:
Ágætur upplýsingavefur og
skemmtilega hannaður. Til fyrir-
myndar að birta lista yfir netföng
helstu fyrirtækja og stofnana bæjar-
félagsins. Vantar þó fréttir úr bæjar-
lífinu.
www.vestmannaeyjar.is
• HornaQörður:
Hornfirðingar voru í mörgu braut-
ryðjendur í að taka Netið f þjónustu
sína, en hin síðari ár hafa þeir að
nokkru leyti misst dampinn og
bjóða t.d. upp á nokkurra mánaða
gamlar fréttir. Hins vegar hæfir
brautryðjendum á Höfn að betri tím-
ar eru í vændum og þeir hyggjast að
nýju skipa sér í fremstu röð í upp-
lýsingatækninni.
www.hornaQordur.is
SAMFARA upplýsingabylt-
ingunni hefur athyglin
beinst að ýmsum lögfræði-
legum álitaefnum sem
varða Netið og vefi þess.
Þar kemur margt til, m.a. hvernig
sannreyna megi sendanda og viðtak-
anda gagna sem send eru um Netið
og einnig hvort rafræn gögn njóti
sömu stöðu í lagalegu tiiliti, eða hvort
setja þurfi um þau sérstakar reglur.
Eitt af þeim álitaefnum sem upp
hafa komið samfara aukinni notkun
Netsins í upplýsingatækni, er sú
spuming hvort rafræn miðlun upp-
lýsinga sé fullnægjandi birting
þeirra.
Kristján Andri Stefánsson, deild-
arstjóri í forsætisráðuneytinu, hefur
m.a. fjallað um þetta í erindi.
„Öll miðlun upplýsinga á Netinu
telst enn sem komið er til nokkurs
konar aukaþjónustu af hálfu hins op-
inbera og engin sett ákvæði gera ráð
fyrir að miðlun upplýsinga með raf-
rænum hætti teljist nægileg birting
eða fullnaðarbirting. Á hinn bóginn
er hagræði af rafrænni miðlun upp-
lýsinga sem þessara augljós og ekki
vafi á því að með tímanum ætti raf-
SAMFARA aukinni miðlun
hvers kyns upplýsinga á
Netinu vakna spumingar
um öryggismálin. Hversu
ömggar era upplýsingar
þær sem fara um upplýsingahrað-
brautina?
Nokkuð ör þróun hefur orðið í þess-
um efnum á síðustu árum, nú era til
fyrirbæri eins og dulkóðun upplýsinga
og eldveggir kringum móðurtölvur.
Enn er þó staðan sú að skv. könn-
unum er nokkuð í að almenningur
treysti Netinu fullkomlega fyrir verð-
mætum upplýsingum, t.d. númeram á
greiðslukortum, þótt fáir geri athuga-
semd við það þegar t.d. þjónustufólk á
veitingastöðum hverfur frá með
greiðslukort í lengri eða skemmri
tíma.
Frekari kröfur um
öryggi og vemd
Ljóst er að um leið og stjómsýslan
verður rafræn í auknum mæli verður
að gera frekari kröfur um öryggi og
vemd þeirra upplýsinga sem um Net-
ið fara.
Með dulkóðun er upplýsingum
komið þannig fyrir að þær era ein-
göngu skiljanlegar þeim sem hefur
undir höndum viðeigandi dulmálslyk-
il. Því er grandvöllur rafrænnar und-
irskriftar að persónuleg staðfesting sé
send með þeim hætti að viðtakandinn
geti verið viss um að hún sé frá til-
teknum aðila. Jafnframt verður að
ræn birting þeirra að geta komið í
stað miðlunar með öðram hætti.“
Kristján sagði að stefnan lægi skýr
fyrir að því er varðaði rafræna
stjómsýslu og gagnvirk samskipti
stjórnvalda og almennings, stjóm-
völdum beri að færa sér í nyt alla þá
kosti sem upplýsingatæknin veitti og
leitast bæri við að ryðja á brott þeim
lagalegu hindranum sem kynnu að
standa þar í vegi.
„Ég hef því út af fyrir sig ekki sér-
staka ástæðu til að ætla að rafræn
stjórnsýsla verði sliguð af formkröf-
um í íslenskri löggjöf." sagði Kristján
Andri.
Annað álitamál, sem segja má að
hafi staðið gagnvirkri stjómsýslu
fyrir þrifum, er að rafræn undirskrift
nýtur ekki sem stendur sömu stöðu í
lögfræðilegu tilliti og hefðbundin
undirskrift.
Því er rafræn stjómsýsla enn sem
komið er bundin þeim annmörkum að
nálgast má eyðublöð á Netinu,
prenta þau og fylla út, en síðan verð-
ur að grípa til gamalkunns ráðs og
sleikja Mmerki - senda eyðublöðin í
pósti.
Vissulega er að því aukið hagræði
vera tryggt að sá hinn sami geti ekki
sent upplýsingamar áfram til þriðja
aðila og látið í það skína að þær séu
frá upphaflegum sendanda. Þetta ger-
ist með dulkóðun upplýsinga, í þessu
tilviki undirskriftarinnar.
Fram hefur komið að rafrænar
undirskriftir muni skipta miklu varð-
andi frekari framþróun upplýsinga-
byltingarinnar. I riti sem kom út í
fyrra og fjallaði um rafræn viðskipti
og íslensk lög í því sambandi var vikið
að þessu. Höfundamir, Gunnar Thor-
oddsen og Skúli Magnússon, sögðust
ekki ætla að halda því fram að rafræn-
ar undirskriftir leystu allan þann
vanda sem fylgdu vafa á öryggi send-
inga og hættu á misnotkun upplýs-
inga.
Friðhelgi einkalífsins
og persónuvemd
Þeir Gunnar og Skúli ræða líka frið-
helgi einkalífs og persónuvemd í rit-
inu og benda á að þau væra meðal
þeirra mála sem hæst bæru þegar
þróun nettækni væri til umræðu.
Segja þeir Ijóst að nákvæmar skrár
yfir hreyfingar manna á Netinu,
tölvupóst og önnur samskipti með
hjálp tölvunets kunni að geyma við-
kvæmar persónuupplýsingar um hagi
manna, fjárhag, skoðanir og hugðar-
efni.
Benda þeir á tvenns konar réttar-
vemd í þessum efnum, annars vegar
rétt til þess að óviðkomandi geti ekki
ORYGGI
Sporin geta
verið skeinuhœtt
• ■;
f-
P
■
i-