Morgunblaðið - 14.05.2000, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 14.05.2000, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg Smári Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, starfar hjá alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. Hann starfaði hjá Interpol á árunum 1988-1992. In,terpol á Islandi Alþjóðasakamálalögreglan Interpol er ein þeirra alþjóðastofnana sem berjast gegn glæpum. Guðni Einarsson kynnti sér Inter- pol, sem heldur 29. Evrópuþing sitt í Reykjavík dagana 17.-19. maí nk. Vænst er háttsettra lögregluforingja frá 45 þjóðum, auk fulltrúa ýmissa stofnana og samtaka. ISLAND gerðist formlegur aðili að alþjóðasakamála- lögreglunni Interpol árið 1971. Aðildarþjóðir Interpol eru nú 178 talsins og umfang starfseminnar færist sífellt í vöxt. Höfuðstöðvar Interpol eru í Lyon í Frakklandi og þai- starfa á fjórða hundrað manns af mörgum þjóðern- um. Interpol er alþjóðastofnun og þurfa stjórnvöld í hverju landi að sækja um inngöngu íyrir hönd síns lands. Interpol er ekki alþjóðalög- regla í eiginlegri merkingu orðsins, heldur fyrst og fremst þjónustust- ofnun og samstarfsvettvangur aðild- arlandanna á sviði lögreglumála. Int- erpol hefur því ekki neina lögsögu innan aðildarlandanna hvers um sig. A hverju ári er haldið allsherjar- þing Interpol þar sem aðildarþjóð- irnar hafa jafnan atkvæðisrétt. Einn- ig eru haldin svæðisþing, líkt og Evrópuþingið sem hér verður haldið á næstunni. Viðfangsefni svæðis- þinga snúa fyrst og fremst að því sem er að gerast á viðkomandi svæði, sameiginlegum viðfangsefnum og eftir atvikum tillögugerð til allsherj- arþingsins. Háttsettir lögregluforingjar Evrópuþingið, hið 29. í röðinni, verður haldið á Grand Hóteli í Reykjavik 17.-19. maí nk. Er þetta í fyrsta sinn sem Interpol heldur svo viðamikinn fund hér á landi. Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra hefur annast skipulagningu þingsins í samvinnu við höfuðstöðvar Interpol í Lyon í Frakklandi. Þingið í Reykja- vík sitja æðstu yfirmenn lögreglunn- ar í 45 Evrópulöndum, auk fjölda áheyrnarfulltrúa frá stofnunum sem tengjast löggæslu með einum eða öðrum hætti. Nefna má Evrópulögr- egluna Europol, Evrópusambandið, Evrópuráðið, Alþjóða stríðsglæpa- dómstólinn í Haag, vegna fyrrver- andi Júgóslavíu og Oryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu. Alls verða þingfulltrúar um 130 talsins og næsta víst að aldrei fyrr hafi svo margir háttsettir lögregluforingjar gist Island. Alþjóðleg glæpastarfsemi hefur mjög færst í vöxt undanfarinn aldar- fjórðung. Glæpahringir reyna að hylja spor sín með því að hafa starf- semi sína í mörgum löndum samtím- is. Milliríkjasamskipti geta reynst þrándur í götu þess að hulunni sé svipt af slíkri skipulagðri glæpastarf- semi. Helsta hlutverk Interpol er að greiða fyrir samskiptum og miðlun upplýsinga á milli lögregluliða hinna ýmsu aðildarlanda. A hveiju ári streyma um tvær milljónir skilaboða og upplýsingaskeyta um alþjóðlegt samskiptanet Interpol. fslendingur hjá Interpol Smári Sigurðsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn, stýrir alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. Hann þekkir vel til Interpol og mun vera eini Islend- ingurinn sem þar hefur starfað. Smári vann hjá Interpol á árunum 1988-92 og var í deiid sem fæst við rannsóknir á fölsunum af ýmsu tagi, til dæmis fölsuðum vegabréfum, pen- ingaseðlum og greiðslukortum. ís- lendingar hafa ekki fast stöðugildi hjá Interpol, líkt og aðrar Norður- landaþjóðir. Smári segir að Interpol-samstarf- ið hafi komið Islendingum til góða: „Samskipti lögreglunnar hér við lög- regluyfirvöld í öðrum löndum, að undanskildum Norðurlöndum, hafa fyrst og fremst verið um samskiptan- et Interpol undanfarin ár. Samstarf- ið við Norðurlandaþjóðimar er mjög náið og auðvelt. Ég hef stundum sagt að það sé til fyrirmyndar um lög- reglusamstarf milli landa.“ Viðamikið samskiptanet Aðildarríki Interpol eru öll tengd lokuðu samskiptaneti, líkt og starfs- menn fýrirtækis hafa aðgang að sam- eiginlegu tölvupóstkerfi. Smári telur að þetta samskiptanet Interpol sé kjaminn í starfsemi stofnunarinnar og segir að það sé ákaflega fullkomið og áreiðanlegt. Netið er jafnt notað til almennrar upplýsingamiðlunar til allra aðildarlanda og til samskipta á milli einstakra landa eða landahópa. ,JÁð mínu mati er þetta net það besta sem völ er á í dag í lögreglu- Höfuðstöðvar Interpol eru í Lyon í Frakklandi. Saga Interpol 1914 - Fyrsta alþjóðaþing sakamálalögreglu, sem haldið var í Mónakó, ræddi möguleika á því að stofna alþjóðlega saka- skrá og auka alþjóðasamstarf í baráttunni gegn afbrotum. Fyrri heimsstyrjöldin kom í veg fyrir þau áform. 1923 - Annað alþjóðaþing sakamálalögreglu haldið í Vín í Austurríki. Stjórn alþjóða saka- málalögreglunnar (Internation- al Criminal Police Commisson - ICPC) skipuð. Höfuðstöðvar í Vín. Starfaði sleitulaust til síð- ari heimsstyrjaldar. 1946 - Þing haldið í Brussel, Belgíu, til að endurvekja ICPC- samstarfið. Nýr stofnsáttmáli gerður og höfuðstöðvar fluttar til Parísar. Interpol valið sem simnefni stofnunarinnar. 1956 - ICPC verður Alþjóða sakamálalögreglan (Interna- tional Criminal Police Organ- ization), skammstafað ICPO- Interpol. 1989 - Nýjar höfuðstöðvar teknar f notkun í Lyon í Frakk- landi. 1998 - 75 ára alþjóðlegu lög- reglusamstarfi fagnað. samskiptum á milli landa,“ sagði Smári. Þótt netið sé á vegum Inter- pol er aðildarþjóðum í sjálfsvald sett hvort þær óska afskipta Interpol af málum sem send eru um samskipta- netið eða hvort um þau er einungis fjallað af lögreglu viðkomandi landa. Landsskrifstofur Interpol í hverju aðildarlandi er landsskrif- stofa Interpol sem rekin er af lög- regluyfirvöldum landsins. Lands- skrifstofur Interpol eru mikilvægir tengiliðir sem lögregluyfirvöld í að- ildarlöndum geta leitað til vanti þau upplýsingar t.d. um einstaklinga, símanúmer eða framsalsmál. Smári segir að þetta fyrirkomulag hafi reynst vel. Stundum sé Interpol gagnrýnt fyrir seinagang í afgreiðslu mála, en sú gagnrýni sé á misskiln- ingi byggð. „Samskiptin á milli landa fara um fjarskiptanetið og skilaboðin fara á leiðarenda á nokkrum mínút- um. Þar með hefur Interpol skilað sínu hlutverki. Það er hins vegar lög- reglan á hinum endanum sem er sein ef málið tefst, en ekki Interpol.“ Interpol rekur viðamikinn upplýs- ingabanka í Lyon þar sem safnað er upplýsingum jafnt um eftirlýsta af; brotamenn og fólk sem saknað er. I bankanum er hægt að nálgast upp- lýsingar með mynd og jafnvel fingra- för þessara einstaklinga. Landsskrif- stofur Interpol eru beintengdar við upplýsingabankann og geta leitað þar upplýsinga um einstaklinga, stol- in ökutæki, vegabréf og margt fleira. Miðlun upplýsinga Aðildarlönd geta óskað eftir því að lýst sé eftir fólki, týndu eða eftir- lýstu, stolnum munum eða öðru slíku í upplýsingakerfí Interpol. Þegar ástæða þykir til eru sendar úr viðvar- anir og upplýsingar um skipulagða glæpastarfsemi til aðildarlandanna. Smári dregur upp myndskreytta til- kynningu sem nýlega barst. Þar er lýst í máli og myndum aðferð sem nýlega var reynt að nota til smygsl á fíkniefnum frá tilteknu landi í Asíu. Ef lýst er eftir afbrotamanni eru sendar persónuupplýsingar, mynd, fingraför, sakaskrá og annað sem getur gert lögreglu aðildarlanda kleift að handtaka eða stöðva för hins eftirlýsta og framselja hann síðan. Greiningardeild Interpol vinnur að rannsóknum á alþjóðlegum saka- málum og gefur síðan út skýrslur, jafnvel í bókarformi um niðurstöður sínar. Smári segir þess dæmi að Is- lendingar hafi komið við sögu í slík- um málum, til dæmis sem burðardýr fyrir alþjóðlega fíkniefnahringi sem teygja anga sína víða um heim. Erlendir glæpamenn á íslandi Smári segir að íslenska lögreglan hafi tvímælalaust orðið vör aukning- ar í afbrotum hér á landi sem tengj- ast útlöndum. „Við erum hluti af um- heiminum, ekki alveg einangruð. En það er erfitt að segja hvað er skipu- lagt og hvað ekki. Fíkniefnainnflutn- ingur og ólöglegur innflutningur á fólki er líklegast skipulagður í sum- um tilvikum. Dæmi um slíkt hafa komið upp í báðum málaflokkum, og er sjálfsagt um einhverja skipulag- ningu að ræða í flestum tilfellum þótt ekki sé alltaf hægt að færa sönnur á það.“ Smári segir einnig nokkur dæmi um að útlendingar svíki hér út fé með einum eða öðrum hætti. Til dæmis hafi verið keyptar ávísanir í bönkum hér upp á lága upphæð í erlendri mynt, sem síðan skjóta upp kollinum erlendis og þá búið að breyta upp- hæðinni margfalt. Ein ávísun upp á 10 dollara varð til dæmis að 100.000 dollara ávísun. Annað dæmi er um útlendinga sem komu hingað og leigðu kvik- myndatökubúnað upp á margar milljónir. Þeir stungu af án þess að skila búnaðinum. Þessir aðilar voru síðan handsamaðir í Englandi þar sem þeir voru í sama tilgangi, að svíkja út kvikmyndabúnað. Ekki hafðist upp á búnaðinum sem þeii- stálu hér. Beinn aðgangnr að Interpol Að sögn Smára verður meðal ann- ars rætt á Evrópuþinginu í Reykja- vík um að veita lögreglu aðildarlanda Interpol beinan aðgang að sam- skipta- og upplýsingakerfi samtak- anna í stað þess að aðgangurinn verði bundinn við landsskrifstofurnar. Smári segir þetta vera mikilvægt skref sem muni auðvelda hinni al- mennu lögreglu að rækja sitt starf. Hægt er að fræðast nánar um starfsemi Interpol á heimasíðum samtakanna: http:/Awvw.interpol.int og http://www.interpol-pr.com.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.