Morgunblaðið - 14.05.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.05.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 35 ---------------------S Kj ána- hrollur Héráárum ádurhefóu menn verið beinskeyttari - og kannski þar með hreinskilnari - og bara slegið því upp ífyrirsögn: Fjallað um Island í útlendu blaði! MAÐUR á víst að vera ákaflega stoltur af því að vera íslendingur núna. Það er verið að sýna víkinga í Washing- ton og fjallað er um ísland í er- lendum blöðum. Þetta síðasta hefur alltaf verið íslenskum fjölmiðlum það sem fiskur er fiskiflugum. Þannig segir Morg- unblaðið frá því í leiðara að fjall- að hafi verið um víkingasýning- una í „hinum virtu tímaritum“ Time og National Geographic. Og mikið rétt, bæði þessi tím- arit fjölluðu um víkinga. Að vísu fór greinin í VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson því „virta“ National Geographic ekki beint vel af stað. Á fyrstu eða annarri síðu kom fram að orðið „víking“ væri gamalnorska og þýddi „piracy“, eða rán. Ekkert um að þetta sé sprellifandi orð í nútímaíslensku og hafi þar öðlast víðtækari merkingu. Ætli afgangurinn af greininni í „því virta“ National hafi ekki verið eftir þessu. En þetta er smotterí, myndirnar voru fínar og kortin flott. Sem er meira en nóg til þess að íslenskum fjölmiðlum þyki mikið um vert. Reyndar má það varla gerast að íslenskt nafn (hvort heldur er manns eða stað- ar) dúkki upp í erlendum fjöl- miðlum öðru vísi en þess sé vandlega getið heima á íslandi. Að vísu eru íslenskir miðlar farnir að fágast svolítið í þessari brjóstbarningslist, og láta núorð- ið eins og það sé auðvitað má- lefnið sem öllu skiptir, en ekki bara að útlendingar hafi veitt íslandi athygli. Hér á árum áður hefðu menn verið beinskeyttari - og kannski þar með hreinskilnari - og bara slegið því upp í fyrir- sögn: Fjallað um ísland í útlendu blaði! Æ, hvaða nöldur er þetta? Skiptir nokkru máli hvað sagt er í þessum tímaritum? Er ekki að- alatriðið að þar er minnst á Is- land? Meira að segja myndir og allt. Full ástæða til að berja sér á brjóst og finna til stolts yfir landi og þjóð. Er það ekki? Af einhverjum ástæðum fer samt kjánahrollur um mann við að heyra þegar íslenskir fjöl- miðlar byrja að æpa upp yfir sig að útlendingar séu að fjalla um ísland og birta myndir af ís- landi. Þá langar mann mest til að hverfa ofan í gólfið. Að minnsta kosti fer maður með það eins og morð að maður tilheyri þessari íslensku þjóð. Það er ekki hægt að vera stoltur af þjóðerni sínu. Og þá skiptir engu máli hverrar þjóðar maður er. Maður getur nefnilega bara verið stoltur af því sem maður hefur sjálfui’ gert; af því sem er manns eigin verk. Það er ekki fyrir manns eigin tilverknað sem maður tilheyrir þeirri þjóð sem maður tilheyrir. Það er bara fyrir tilviljun. Þess vegna felur hugtakið þjóðarstolt í raun og veru í sér mótsögn. Svo má heldur ekki gleyma öllum þeim hörmungum sem svokallað þjóðarstolt og föður- landsást hefur kallað yfir ótölu- legan fjölda fólks, þótt líklega verði mont íslendinga af víking- unum seint til að valda meiðsl- um. En það eru ekki bara röklegar ógöngur sem íslenskt þjóðarstolt ratar í. Islenskir frammámenn sjá til þess með orðum sínum að íslendingur getur ómögulega verið mikið upp með sér af þjóð- erninu, og vill jafnvel fremur halda því leyndu. Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra Islands í Banda- ríkjunum, beit þannig höfuðið af skömminni þegar hann hélt ræðu við opnun víkingasýningarinnar og sagði að úr því að Smith- sonian-stofnunin, sem stendur fyrir sýningunni í Washington, segi að víkingar hafi orðið fyrstir til að nema land í Norðu- Ameríku, þá rengi það enginn. Þetta var meðal þess sem haft var eftir Jóni í Morgunblaðinu. Það er að segja, sendiherrann heldur því fram, að Smithsonian sé einhverskonar dómari í mann- kynssögukeppni þjóðanna, og geti ákveðið hvað sé rétt og hvað ekki. Núna hafi fyrsti kaflinn í sögu Norður-Ameríku verið end- urskráður, Kólumbusi steypt af stalli og Leifi Eiríkssyni klambr- að upp í staðinn. ísland vann! Annað i ræðu sendiherrans var eftir þessu og minnti helst á sjálfsstyrkingarræðu manns sem er á sjálfsálitsnámskeiði. Það er ekki alveg gott að átta sig á því hvort sendiherrann var að grínast, eða hafði bara misst stjórn á montinu í sér og hélt hann væri á heimsmeistaramóti í handbolta. Og úr því minnst hef- ur verið á þjóð og meint stolt er viðeigandi að orða þetta þannig, að það sem hann sagði við opnun sýningarinnar var svo hjákátlegt og fráleitt, að það ætti að teljast íslenskri þjóð til skammar. Að minnsta kosti kynti sendi- herrann ekki undir íslensku þjóðarstolti, heldur gaf íslend- ingum enn eina ástæðuna til að fela andlitið og finna kjánahroll- inn hríslast um sig. Eða er þetta allt saman einn allsherjar misskilningur? Er það kannski alls ekki vegna þjóðar- stolts (misskilins, reyndar) sem það skiptir máli að nafn íslands dúkki upp á síðum erlendra tímarita og blaða, eða hrjóti af vörum frægra sjónvarpsstjarna í Bandaríkjunum? Er þetta mikils vert vegna þess hagnaðar sem íslensk fyrir- tæki geta haft af þessu? Já, auð- vitað, þetta er náttúrulega spurning um landkynningu. Á endanum er það bara gamla góða gróðahyggjan sem ræður ferðinni. Að sjálfsögðu. Og merkilegt nokk, skyndilega er gróðahyggjan manni mikil hugg- un. Veður og færð á Netinu ý§>mbl.is boHMA K LU B B U R 14. maí heilsudagur opið hús 13 - 16 4 kmog 8 km. Hentaröllum gangandi eða hlaupandi. Hlaupið Allir þátttakendur fá bol. DISKOTIMI HJOLATIMI MEÐ LIFONDI TONLIST UPPLYSINGAR OG RAÐGJOF til sýnis, við veitum uj evfingu og betri lífsha YMSAR FRIAR MAELINGAR HLAÐIN DAGSKRA FYRIR ALLR FJOLSKYLDUNA bÓHMAKLUBBUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.