Morgunblaðið - 14.05.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.05.2000, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 *--------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t I 1 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA FRIÐLEIFSDÓTTIR, og systir hennar, SÓLVEIG STEINUNN FRIÐLEIFSDÓTTIR, sem lést á Kópavogshæli miðvikudaginn 10. maí, verða jarðsungnar frá Fossvogskirkju mánudaginn 15. maí kl. 13.30. Friðleifur Kristjánsson, Borghildur Jónsdóttir, Daði Kristjánsson, Brynja Guðbjörg Harðardóttir, Víðir Kristjánsson, Sirpa Marina Niskanen, Steinar Valdimar Pálsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Elskuleg dóttir okkar, systir og barnabarn, KRISTÍN EYJÓLFSDÓTTIR, lést sunnudaginn 7. maí. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Helen Bára Brynjarsdóttir, Eyjólfur V. Jónsson, Sigurður Eyjólfsson, Sigrún María Eyjólfsdóttir, Eyjólfur B. Eyjólfsson, Jón Þór Eyjólfsson, Sigrún Bárðardóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Stangarholti 12, Reykjavík, lést föstudaginn 12. maí á Landspítalanum Fossvogi. Sigurður Ingólfsson, Sigríður Kristinsdóttir, Erna Björg Baldursdóttir, Ólafur Ingi Óskarsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær faðir okkar, HARALDUR HANNESSON skipstjóri frá Fagurlyst, Vestmannaeyjum, andaðist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja fimmtu- daginn 11. maí. Unnur Haraldsdóttir, Ásta Haraldsdóttir, Hannes Haraldsson, Sigurbjörg Haraldsdóttir. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA ÞORBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 16. maí kl. 13.30. Ingibjörg Þorkelsdóttir, Guðni Þorgeirsson, Salome Þorkelsdóttir, Jóel Kr. Jóelsson, Sigurður Þorkelsson, Jóhanna Guðbrandsdóttir, Kristín Þorkelsdóttir, Hörður Daníelsson, barnabörn og langömmubörn. ' .. 1---------------------- -------------------- ANNA FRIÐLEIFSDOTTIR OG SÓLVEIG STEINUNN FRIÐLEIFSDÓTTIR + Anna Friðleifs- dóttir fæddist í Reykjavík 29. októ- ber 1931. Hún lést 7. maí síðastliðinn. Sólveig Steinunn Friðleifsdóttir fædd- ist í Reykjavik f. 8. maí 1925. Hún lést 10. maí síðastliðinn. Anna og Sólveig voru dætur hjónanna Frið- leifs Samúelssonar frá Gröf í Miðdölum og Jónu Bjarneyjar Olafsdóttur frá Hóli í Tálknafirði. Systkini þeirra voru: Gunnar, f. 1.8. 1927, d. 28.7. 1987 og Ásta, f. 1.2. 1929, d. 20.6. 1971. Friðleifur lést árið 1938 og ólust systurnar upp hjá móður sinni í Reykjavík, en Gunn- ar bróðir þeirra ólst að mestu leyti upp í Gröf hjá fóðurbræðrum sín- um. Sólveig vann við ýms störf á unglingsárum en fór síðar til dval- ar á Arnarholti og þaðan á Kópa- vogshælið sem var heimili hennar til dánardags. Anna lauk grunnskóla og hóf ung að vinna fyrir sér í málningar- verksmiðjunni Hörpu. Hún giftist Krisfjáni Guðmundssyni tollverði og áttu þau synina 1) Friðleif, f. 31.5.1953, kona hans er Borghild- ur Jónsdóttir og börn þeirra, Anna Guðný, f. 8.10. 1975, maki Sigurbjörn J. Þórmundsson sonur' þeirra, Ísídór Freyr, f. 8.5.1998 og Guðmundur Þór, f. 29.11. 1980. 2) Guðmund, f. 26.3. 1955, d. 31.7. 1978, 3) Daða, f. 8.2. 1959, kona hans er Brynja G. Harðardóttir og þeirra börn eru Ragn- heiður Rún, f. 2.6. 1990, Steinunn María, f. 30.5. 1992, Kristján Orri, f. 21.8. 1997, 4) Víði, f. 17.1. 1964, sambýliskona Sirpa Marina Niskanen, f. 25.12. 1966, dætur þeirra, Ynja Sól, f. 13.7. 1997 og Ylva Lydia, f. 20.7. 1998, dætur Víðis frá fyrri samböndum, Sunna, f. 11.6.1983 og Jóhanna Björk, f. 17.12.1993. Anna og Krisfján slitu samvistum. Anna hóf síðar sambúð með Páli Beck Valdimars- syni og áttu þau soninn Steinar Valdimar.f. 23.11.1975. Anna lést á Landspítalanum í Reykjavík hinn 7. maí síðastliðinn og Sólveig systir hennar á Kópa- vogshæli aðeins þrem dögum seinna, hinn 10. maí. Utför Onnu og Sólveigar fer fram frá Fossvogskirkju mánu- daginn 15. maí og hefst athöfnin klukkan 13.30. Fáar konur höfðu til að bera þá heimssýn sem Anna Friðleifsdóttir tileinkaði sér. Það er mér efst í huga þegar ég sest niður til að kveðja hana með nokkrum fátæklegum orð- um. Dómharka, smámunasemi og illt umtal var ekki í hennar deild. Lífið og samferðafólkið ekki málað í svart- hvítu heldur óendanlegum litbrigð- um sem fyrir henni voru kannski ekki öll jafnfalleg en áttu öll rétt á sér. Mér fannst oft að hún hefði fæðst á röngum stað og tíma. Hún hefði átt að lifa í straumi menningar og lista í einhverri stórborginni. Það á kannski fyrir vinkonu minni að liggja í næstu jarðvist, hver veit. Þessi tilvera fór ekki um hana mjúkum höndum. Með fyrstu bemskuminningunum er lífið á Grettisgötunni, föðurmissirinn og skuggi kreppu og síðari heimsstyija- ldar sem setti mark á öll uppvaxtar- ár hennar. Önnu var komið fyrir ásamt fjölda annarra barna á stóru barnaheimili fyrir ofan borgina á stríðsárunum. Eg gleymi seint þeirri mynd sem hún dró upp fyrir mér af litlu feimnu stelpunni, sitjandi einni við borð í risastórum galtómum mat- sal yfir köldum hafragrautnum sem hún hafði neitað að borða. Þarna skyldi hún sitja þar til hún kláraði. En 1 þessari stelpu bjó óendanleg- ur lífsvilji, keppnisskap og orka. Hún var óforbetranlegur prakkari og Skilafrest- ur minn- ingar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. margar sögur til í fjölskyldunni af prakkarastrikum hennar. Keppnis- skapið sýndi hún fyrst í sundlaugun- um og það fleytti henni yfir margt skerið í lífinu. Fram til dánardags fór hún nær daglega í sund og hafði unun af því. A hverju vori komu freknur Önnu um leið og krían. Freknunum fjölgaði svo jafn hratt og farfuglunum og um mitt sumar var hún orðin fallega brún, en það fór svo vel við logarauða hárið hennar. Það mátti ekki mana hana Önnu til neins, þá gerði hún það, sama hversu háskalegur hluturinn var. Jafnvel að stinga sér af háum kletti í kalda bergvatnsá á nöprum vordegi. Af sama kappi og skeytingarleysi fyrir sjálfri sér, kastaði hún sér út í lífið og þá fór ekki alltaf sem skyldi. Ræddi hún oft við mig um þau mál og var stundum stutt í sársaukann. Drengina sína elskaði hún eins og líf- ið í brjósti sér og vildi þeim allt hið besta. Mörgu hefði hún viljað breyta en enginn má sköpum renna. Það er til marks um mannkosti Önnu að hún kom sér ekki hjá að ræða það sem miður fór og gerði það jafnan af hreinskilni og sjálfsgagn- rýni en um leið gerði hún óspart grín að sjálfri sér. Hún öðlaðist t.d. lan- gömmuleyfi til að vera eins kölkuð og henni fannst þurfa hverju sinni og vogaði enginn sér að mótmæla því. Fyrir aksturshæfileikum hennar bar öll fjölskyldan óttablandna virð- ingu og vorum við mjög þakklát æðri máttarvöldum þegar hún ákvað að vespa væri sennilega eina farartækið sem hún gæti keyrt. Hún átti bara eftir að festa kaup á einni slíkri, þá fyrst hefðum við beðið guð að hjálpa okkur. Ferðir til Sollu voru alltaf hluti af daglegu lífi hennar. Solla dvaldist eins og áður er sagt, fyrst á Arnar- holti en fluttist síðan á Kópavogs- hælið. Þar var hún í herbergi með öðrum, þá gjaman einhverjum sem veikari var en hún. Þetta var á fyrstu árum Kópavogshælisins þegar þeir vistmenn sem voru betur staddir, tóku þátt í að sinna þeim sem minna máttu sín og lagði Solla sitt af mörk- um við þau störf. Seinna vann hún á vernduðum vinnustað á hælinu, átti sitt eigið herbergi með mörgum fal- legum munum og myndum og var stolt af. Solla og Anna voru mjög nátengd- ar og samrýmdar og aftur gaf Anna mér ómetanlegar myndir af æsku þeirra og uppvaxtarárum. Solla var mikill tónlistarunnandi, kunni jöfn- um höndum sálma og dægurlög og nægði jafnan að setja hana við út- varpið þegar nýtt dægurlag var gefið út. Henni var sagt að læra og hún gerði það fljótt og rétt. Þær systur sátu svo saman og sungu við undir- leik Ástu systur sinnar sem bæði var liðtæk á gítar og hafði fallega söng- rödd. Á milli Sollu og Önnu var leyni- þráður, þær höfðu alltaf pata af líðan hvor annarrar og leið aldrei langt á milli að þær hefðu samband. Eyddi Solla öllum stórhátíðum með Ónnu og sonum hennar og var þeim ná- tengd. Það var sama hversu veik Anna var eða mikið álag á henni, hún sá alltaf um Sollu. Fyrir tilstilli Önnu hélt Solla tengslum við fjölskylduna og gat rætt þá sem fjarstaddir voru, eins og hann Hreina hennar sem svo lengi bjó norður í landi. Hans hafði Solla gætt fyrir Ástu systur þegar Hreini var lítill og eftir það átti Solla alltaf part í honum. Oft heyrist því fleygt að aldur sé afstæður, það sýndi Anna mér hvað eftir annað. Síðast þegar hún heim- sótti mig á Akureyri, skruppum við saman á kaffihús ásamt tveimur öðr- um vinkonum mínum og var árabil á milli þeirrar elstu og yngstu um 35 ár. Ekki mátti þó á milli sjá hver var mesta stelpan og undum við okkur lengi kvölds við sögur úr Vaglaskógi en þar hafði Anna tjaldað ásamt öðr- um stelpum úr Hörpu, 46 árum áður. Tókst Ónnu þetta kvöld að töfra eig- anda kaffihússins svo með sinni glæsilegu framkomu og útliti að hann settist hjá okkur og tók þátt í spjallinu og endaði með að bjóða okkur veitingarnar. Anna var mikill bókmenntaunn- andi og vel heima þar. Hún hafði einnig gaman af að horfa á myndir í bíó eða á myndbandi en stundum varð þó tilhneiging hennar til að dramatísera þess valdandi að mér fannst við hafa verið að horfa hvor á sína myndina. Yfir því skemmtum við okkur oft konunglega saman. Anna hafði líka töluverða þekkingu á málaralist og klassískri tónlist þó ekki flíkaði hún því dags daglega. Gáfu þessi áhugamál henni góðar stundir sem var ómetanlegt hin seinni ár, en þá átti hún við mikil veikindi að stríða. Margan eftirmið- daginn kom hún við hjá dætrum mín- um á leið sinni í eða úr sundi, safni eða kvikmyndahúsi og sá aðeins „verðlaunamyndir". Þá var margt skrafað og hlegið og mikið urðu allir hissa ef Anna hringdi ekki seinna um kvöldið til að vitja einhvers hlutar sem hún hafði gleymt á ferðum sín- um. Fyrir henni var það skemmtileg tilviljun að nú væru aftur Ásta og Jóna á Grettisgötunni. Ásta og Þröstur, Jóna og Davíð, Elli og Solla eiga eftir að sakna hennar sárt og án efa munum við oft rifja upp kærar minningar á ókomn- um árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.