Morgunblaðið - 14.05.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.05.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 39 MINNINGAR þerruð. Núna sé ég hversu ég van- mat oft samverustundirnar. Þegar við vöskuðum upp saman á jóladag eftir matinn því amma var svo þreytt. Það var reyndar ekM svo óvenjulegt að Baddi stæði í eldhúsinu, því þar leið honum yfmleitt best. Hann var alltaf boðinn og búinn að hjálpa til og var alltaf mættur fyrstur til ömmu til að „skræla og músa“. Mér þótti alltaf svo gott að tala við Badda, það var eitthvað svo auðvelt að segja honum frá draumum sínum. Eg var aldrei hrædd um að hann myndi dæma mig eða finnast eitt- hvað fáránlegt. Honum fannst allar hugmyndirnar svo sniðugar og draumarnir þess virði að elta þá. Kannski af því að hann gat það ekki sjálfur, en mér þótti alla vegana gott að deila þeim með honum. Um jólin sagði ég honum frá öllu sem mig langaði til að gera eftir stúdentspróf- ið núna í vor. Hann hvatti mig áfram og sagði að það væri um að gera að framkvæma eins mikið og maður gæti af því sem mann langaði til. Ég hlakkaði svo til að fá hann í stúdents- veisluna mína og deila gleðinni. En þó hann verði ekki þar í eigin pers- ónu vil ég trúa því að hann verði þar í anda og sé stoltur með mér. „Vegir liggja til allra átta/enginn ræður för“ skrifaði Indriði G. Þorsteinsson eitt sinn. Þetta lýsir líklega lífi flestra, en á mjög vel við frænda minn, sem Mfði lífinu á sama hátt og hann dó, svo hratt að enginn tími var til að ná átt- um. Baddi gerði ýmislegt á hlut ann- arra, sem hann seinna meir vildi gleyma. En oft er það svo að slíkt er geymt en ekki gleymt og menn fá á sig stimpil. Slæmu minningamar lifa. En þá detta mér aðeins í hug orð Jesú forðum: „Sá yður sem syndlaus er kasti fyrsta steininum.“ Þá verðui' víst lítið um grjótkast. Það eiga allir syndii’, þó að þær séu misjafnar eins og mennimir. En slíkar minningar er best að grafa með kistunni og halda því góða eftir. Aðeins þannig öðlast menn sátt, ekki bara við hinn látna, heldur einnig við sjálfa sig. Því sá maður sem minnst er með góðu, deyr aldrei alveg í hjörtum þeirra sem muna. Og ég veit að Bjartmar mun aldrei deyja alveg því hann á alltaf stað í mínu hjarta. Margir gráta bliknuð blóm. Beygjasorgirflesta. Án þess nokkur heyri hljóm, hjartans strengir bresta. Valta fleyið vaggar sér votumhafsábárum. Einattmænaeftirþér augun, stokkin tárum. Enginn getur meinað mér minning þína’ að geyma. Kring um höll sem hrunin er, hugannlætégsveima. Þú, sem heyrir hrynja tár, hjartans titra strengi, græddu þetta sorgarsár, svo það blæði’ ei lengi. (Erla.) Kæri frændi, hvíldu í friði. Blessuð sé minning þín. Hulda María. OBC QUARTET Tölvutaflan er bylting í fundaformi og fjarsamskiptum SKKII'STOFLVÖBIB J. lÍSTVflLDSSON HF. SKipholti 33.105 Reykjavík. simi 533 3535 ✓ Skráð er á töfluna ✓ Flutt í tölvuna ✓ Prentað út ✓ Sett upp ✓ Sent I tölvupósti ✓ Hugbúnaðurog tengingar fylgja INGVELDUR JAKOBÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR tlngveldur Jak- obína Guð- mundsdóttir fæddist á Vífilsmýrum í On- undarfirði 21. júní 1910. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 29. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Neskirkju 9. maí. Þá er hún lögð af stað í sína hinst.u ferð, hún elsku amma mín. Það sem við öll sem hana þekktum eigum í minning- unni, er hversu elskuleg, blíðlynd og glöð í bragði hún var, alltaf. Á mínum uppvaxtarárum bjó ég úti á landi en sumrin á þeim tíma voru alltaf mikið tilhlökkunarefni, þá fór ég um leið og skóla lauk á vorin suður til Reykjavíkur að hitta ömmu og afa. Þeim kærleik og blíðu sem mætti manni og umlék þann tíma sem þessar heimsóknir vörðu gleymi ég aldrei. Oft var handagangur í öskjunni og stutt á milli hláturs og gráts þegar við frændsystkinin vorum öll komin saman en alltaf fékk hún amma okkur til að brosa að lokum eins og henni var lagið. Alltaf held ég að matur sé ofarlega í huga þegar þeir nán- ustu minnast hennar ömmu, mér er það til efs að nokkurn tíma hafi einhver farið svangur út af hennar heimili, ef einhver leit inn var fyrsta spurn- ingin alltaf: Ert’ekki svöng/svangur éska?“ Löngunin til að gleðja aðra á einn eða annan hátt var henni ömmu í blóð borið, það var alveg sama hversu yndislegt okkur þótti það sem eitt- hvað þáðum úr hennar hendi, ekk- ert var of gott fyrir okkur og allt þótti henni þetta sjálfsagt. Við sem eftir stöndum gleymum aldrei því hjartalagi og þeiiri pers- ónu sem þú hafðir að geyma, þetta mun ylja okkur í minningunni um aldur og ævi. Elsku amma mín, megir þú hvíla í friði á stað hins eilífa ljóss þar sem þú að lokum hittir þá ástvini sem þessari sömu ferð hafa lokið og bíða eftir þér með útbreidda arma. Guð blessi þig. Þinn sonarsonur, Hjalti Sigurbergur Hjaltason. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. OSWALDS simi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN I AÐALSTR/l l l 4B • 101 Rl'YKJAMK Da\'ú) htgcr Úlafur l hfirarstj. I hjararstj. I 'tjararstj. 1. ÍICK lSTUVINNUSTOf :A EWINDAR ÁRNASONAR 1899 Blównastofa Friðjínns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. Fornsala Fornleifs — gðeins ó vefnum Netfang: antique@simnet.is Sími 551 9130, 692 3499 Veff ang:www.simnet.is / antique + Þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRU AÐALHEIÐAR SIGTRYGGSDÓTTUR, Vesturgötu 59, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar FSA. Páll Þórir Jóhannsson, Ásta Garðarsdóttir, Sigrún Garðarsdóttir, Sigtryggur Jónsson, Lára Einarsdóttir, Sigurður Pálsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir. barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum af öllu hjarta auðsýnda ástúð, hlýju, tryggð og vináttu vegna andláts og útfarar SIGRÍÐAR BIRNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Skeljatanga 21, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar B-7 Landspítala, Fossvogi, fyrir aðhlynningu og elsku á erfiðri stund. Guð geymi ykkur öll. Guðbjartur Vilhelmsson, Vilhelm Guðbjartsson, Guðmundur Örn Guðbjartsson, Eydís Erna Guðbjartsdóttir, Sigurður Guðmundsson, tengdabörn og barnabörn. + Okkar innilegustu þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GRETTIS JÓHANNESSONAR, Gullsmára 9, Kópavogi, áður til heimilis á Skarði í Þykkvabæ. Sérstakar þakkir sendum við laeknum og hjúkrunarfólki Vífilsstaða- spítala, heimahlynningu Krabbameinsfélagsins og Lögreglukór Reykja- víkur. Guð blessi ykkur öll. Fanney Egilsdóttir, Egill Grettisson, Lilja Sigurðardóttir, Kristbjörg Grettisdóttir, Sigurður G. Þórarinsson, Jóhannes Grettisson, Elín Leifsdóttir, Marta Grettisdóttir, Valur Jóhann Stefnisson, Sigrún Grettisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and- lát og útför ástkærrar móður minnar, tengda- móður, ömmu og langömmu, THEODÓRU M. STELLU GRÍMSDÓTTUR, Stórholti 32, Reykjavík. Ágústa Hjálmtýsdóttir, Hafsteinn Sigurðsson, Hjálmtýr Hafsteinsson, Stephanie Smith, Ágúst Hafsteinsson, Anna Jóhannesdóttir, Theodóra Stella Hafsteinsdóttir, Bergur Sandholt, Hafsteinn Sv. Hafsteinsson, Sigurlaug K. Jóhannsdóttir og langömmubörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, SIGURÐAR GEIRSSONAR, Hjarðarholti 8, Akranesi. Björgvin Sigurðsson, Helga Magnúsdóttir, Marta Sigurðardóttir, Tómas Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.