Morgunblaðið - 14.05.2000, Side 50
50 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HUGVEKJA
ÍDAG
„ Víkur hann
sér í Viðeyjar-
klausturu
Klaustrin vóru mikil menningarsetur og
lögðu drjúgan skerf til íslenzkra bók-
mennta. Stefán Friðbjarnarson minnir á
sögufrægt klaustur í Viðey við sundin
blá, sem vígt var Agústínusar-reglu.
Víkur hann sér í Viðeyjarklaustur,
víða trúég hann svamli, sá gamli.
Við Dani var hann djarfur og hraustur
og dreifði þeim í flæðarflaustur
með bauki og bramli.
(Jón biskup Arason.)
Norðlendingar höfðu frum-
kvæði að stofnun fyrsta íslenzka
klaustursins, Þingeyraklausturs,
árið 1133. Þeir stóðu einnig að
tilurð þess næsta í röðinni,
Munkaþverárklausturs, árið
1155. Austfirðingar fylgdu í
kjölfarið: Þykkvabæjarklaustur
árið 1168 og Kirkjubæjarklaust-
ur árið 1186. Vestfirðingar vóru
næstum samstiga Austfirðing-
um: Hítardalsklaustur árið 1166
og Flateyjarklaustur árið 1172.
Síðastnefnda klaustrið var flutt
að Helgafelli árið 1186. Þegar
hér var komið sögu var enn
ekkert klaustur í Sunnlendinga-
fjórðungi.
Það er ekki fyrr en árið 1226
að Sunnlendingar stofna Viðeyj-
arklaustur. Það var Þorvaldur
Gissurarson í Hruna, af ætt
Haukdæla, sem þar var príor.
Magnús Gissurarson Skálholtsb-
iskup, bróðir príorsins, lagði
klaustrinu til biskupstíundir
milli Botnsár í Hvalfirði og
Hafnarfjarðar. Klaustrið var
vígt Ágústínusarreglu (stundum
kölluð svartmunkaregla). Bræð-
ur í Ágústínusarklaustrum vóru
gjaman kallaðir kanokar (í stað
munka) og yfirmaður þeirra
príor (í stað ábóta). Litið var
svo á að biskup í því umdæmi,
sem klaustrið heyrði til, væri
ábóti klaustursins. Jón biskup
Helgason segir í grein í Lesbók
Morgunblaðsins árið 1939 að þó
hafi „áður en langt um leið“
verið tekið „að kalla for-
stöðumenn Viðeyjarklausturs
ábóta“ og komi það fyrir í sjálf-
um máldaga klaustursins.
Klaustrin vóru mikil fræða-
og menntasetur og lögðu drjúg-
an skerf til íslenzkra bókmennta
á sinni tíð. Þar var og stunduð
kennsla og líknarstarf. Þau
vóru, auk biskupsstólanna, höf-
uðstoðir kaþólskrar kirkju hér á
landi fram að siðaskiptum. Það-
an komu margir af helztu for-
ystumönnum kirkjunnar á
miðöldum. Þau urðu sum hver
stórauðug að jarðeignum og
fjármunum. Til að mynda er tal-
ið að Viðeyjarklaustur hafi eign-
ast 116 jarðir meðan það var og
hét. Konungur sló eign sinni á
klaustrið um siðaskiptin.
Annar í röð príora í Viðey var
Styrmir Kárason hinn fróði.
Árni Ola segir í bók sinni um
Viðeyjarklaustur að „það hafi
verið að ráðum Magnúsar bisk-
ups Gissurarsonar og Snorra
Sturlusonar að hann réðst þang-
að. Var hann príor í 10 ár,
1235-1245. Áður höfðu þeir
Snorri Sturluson skipzt á um að
vera lögsögumenn: Styrmir
1210-1214, Snorri 1215-1218 og
aftur 1222-1231, og Styrmir aft-
ur 1232-1235“. Árni Óla segir
um Styrmi príor Kárason, sem
hér er til sögu nefndur sem
dæmigerður fulltrúi þess menn-
ingarstarfs er í klaustrunum var
unnið:
„Það er furðu lítið sem menn
vita um jafn merkan mann og
Styrmi, en í bókmenntasögu Is-
lands mun nafn hans vera
ódauðlegt. Hann var einn af
frumhöfundum Landnámu, hann
ritaði Ólafs sögu helga o.fl....“
Viðey kemur víða við íslands
sögu. „Um 300 ára skeið var
Viðey Ííkust ævintýralandi,"
segir Árni Óla, en hamingjusól
hennar hneig til viðar „að kveldi
hins gamla tíma... Þar ríkti
samfellt 200 ára myrkur og ekki
rofaði að nýjum degi fyrr en
Skúli Magnússon landfógeti
kemur til sögunnar.“
Viðeyjarklaustur gegndi
gagnmerku hlutverki í þjóðar-
sögunni. Það rís þó ef til vill
hæst í frásögnum af Viðeyjarför
sjálfstæðis- og trúarhetjunnar
Jóns biskups Arasonar þá er
hann rak danska valdsmenn,
Laurentius Mule hirðstjóra og
málalið hans, úr eyjunni, trú-
lega árið 1549.
Það er ljúft til þess að hugsa
Reykvíkingar gera vel við Við-
ey, perluna við sundin blá, sem
fólk fjölmennir til ár hvert í leit
að fegurð og fróðleik. Það er
gott að vita þessa „sögueyju"
við túnfót höfuðborgar í góðum
höndum staðarhaldarans, séra
Þóris Stephensen. Hún er heim-
sóknarverð á þúsund ára afmæli
kristnitöku í landinu.
VELVAK4NDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
ar er ofsetinn, þegar fram-
tíðarbyggingaland og aðal
samgönguæð til og frá
borginni til norðurs verður
um Geldinganes og næsta
nágrenni? Með byggingu í
Geldinganesi yrði athafna-
svæði Gömlu hafnarinnar
ekki skert, ekki þyrfti að
koma til umfangsmikillar
landfyllingar þar og vænt-
anlega yrði Tónlistarhúsið
„Klettaborgin" eftirtektar-
verðari útávið en hús byggt
með hefðbundnum hætti
frá grunni. Þá mætti hugsa
sér byggingu eða bygging-
ar umhverfis og ofan við
klettaborgina sem gætu
hýst hótel eða smærri tónl-
istar-, ráðstefnu- og fundar-
sali með innbyrðis neðan-
jarðar tengingu.
Sé þessi hugmynd ekki
framkvæmanleg, mætti í
staðinn hugsa sér tilkom-
umikið menningar- og tónl-
istarhús, reist með hefð-
bundnum hætti á hábungu
Geidinganess, einskonar
„Perlu“ þess.
Gunnar H. Ingi-
mundarson,
Safamýri 34, Rvík.
Tapað/fundið
Glænýr körfu-
bolti fannst
DRENGURINN sem tap-
aði körfubolta mánudaginn
8. maí sl. í Seljahverfi, er
beðinn að hringja í síma
587-4746.
Kannast einhver
við myndirnar?
ÞESSAR myndir fundust í
versluninni IKEA við
Holtagarða í síðustu viku.
Ef einhver kannast við þær,
er hægt að vitja þeirra hjá
Morgunblaðinu 2. hæð, sími
569-1201.
Hækkun fast-
eignaverðs - gífurleg
skuldasöfnun
EINS OG margoft hefur
komið fram í fjölmiðlum
undanfarið hefur fasteigna-
verð hækkað óeðlilega mik-
ið á undanförnum misser-
um.
Lánastofnanir eru að
lána ungu fólki gríðarlegar
upphæðir til að kaupa eða
byggja sér húsnæði. í 6%
verðbólgu og með 5,1%
vöxtum á húsbréfalánum er
auðvelt að reikna út hvað
7-9 milljóna skuld gerir í
hækkun á láninu og vöxtum
bara á einu ári. Það eru fleiri
tugir þúsunda á mánuði. Af
10 milijóna skuld er þetta
1,1 milijón á ári. Þá er ekki
byrjað að greiða krónu af
höfuðstól. Nú er unga fólkið
hvatt til þess af fasteigna-
sölum að taka lán og taka
fleiri lán til að kaupa þessar
rándýru íbúðir.
Vandamálið er að hér á
landi er enginn leigumark-
aður. Að leigja sér íbúð á
meðan safnað er fyrir kaup-
um á húsnæði er ekki úr-
ræði fyrir Islendinga enn
sem komið er.
Húsnæði hefúr hækkað
óeðlilega mikið undanfarið
og miðað við venjulegar
iaunatekjur er húsnæði orð-
ið allt of dýrt. Verðbólgan
sem nú ógnar okkur er til
komin að mestu leyti vegna
hækkunar á húsnæði og
bensínverðhækkana.
Fasteignasalar mættu
hugsa sinn gang. Þeir of-
meta húsnæði og búa til eft-
irspum með því að klifa á
því í fjölmiðlum að nú sé
rétti tíminn til að kaupa og
að það sé „slegist um hverja
eign“ og alltaf er verið að
láta vita af því að það verði
meiri hækkanir á næstunni.
Fólk verðm- æst og hugsar
„ég verð að kaupa núna“.
Þetta getur allt endað með
hruni hjá fjölskyldunum í
landinu.
Við verðum að hafa
möguleika á því að spara nú
og kaupa síðar.
Margrét Ólafsdóttir.
Hugleiðing um stað-
setningu tónlistarhúss
í FRAMHALDI stórhug-
mynda Vestmannaeyinga
sbr. Mbl. 9. apríl sl. um tón-
listar- og menningarhús
inngrafið í hraunstálið á
Heimaey, leitaði á hugann
sú hugmynd að byggja
mætti fyrirhugað Tónhstar-
hús í Reykjavík í Geldinga-
nesi, nánar til tekið í sárinu
sem skapast hefur sunnan-
vert á nesinu eftir grjótnám
síðustu ára. Þama er þegar
búið að „byggja“ þrá veggi
inn í bergstálið, sem vænt-
anlega gæfu innanrými
hússins sérstæða ásýnd og
e.t.v. hljómburð, framhlið-
ina mætti sjá fyrir sér sem
glæsilega glerhöll og
hvolfþak yfir. Framanvið
húsið sjávarmegin, mætti
gera fyrsta flokks útivistar-
svæði og e.t.v. smábáta- og
feijubryggju fyrir útsýnis-
feiju milli Gömlu hafnar og
Tónlistarhúss, fagurt útsýni
yrði þaðan til suðurs yfir
sundin og varðveita mætti
að hluta opið, náttúmlegt
umhjverfi, í námunda við
húsið. E.t.v. mætti gera neð-
anjuarðar bílastæði fyrir
gesti. Af hveiju að reisa enn
eina stórbygginguna inni í
gamla miðvænum, sem þeg-
Víkverji skrifar...
ASTARORMURINN svokallaði
hristi rækilega upp í tölvunot-
endum fyrir skömmu. Fá dæmi, ef
nokkur, eru fyrir því að vírus hafi
fjölgað sér jafnhratt og skekið tölvu-
heiminn jafnhressilega. Víkveiji fór
ekki varhluta af þessum sendingum.
Vinnudagur hans hófst með hefð-
bundnum hætti, hann ræsti tölvuna
sína um morguninn og í póstinum
biðu einhverjir tugir af nýjum tölvu-
skeytum. Það flokkaðist undir eðli-
legt ástand og var sá póstur af-
greiddur á hefðbundinn hátt. Næst
þegar Víkvera varð litið á skjáinn
var hann þéttskrifaður af nýjum
skilaboðum með ástarjátningum frá
fólki sem hingað til hafði ekki tjáð
Víkverja ást sína með neinum hætti.
xxx
AR SEM Víkverji er virkur
tölvu- og netnotandi kveikti
hann strax á perunni, opnaði þvi ekk-
ert þessara skeyta, þó svo þau hafi
verið send frá netföngum virtra
lækna, lögfræðinga, ráðherra og frá
ýmsum stofnunum, bæði hérlendis
og erlendis. Víkverji gekk því ekki í
vatnið í þetta skiptið þótt freistingin
hafi verið mikil að kíkja í a.m.k. eitt
skeyti og skoða innihaldið. En þann-
ig berast víst flestir vírusar á milli
tölva, sá sem býr forritin til nýtir sér
andvaraleysi notandans og traust
hans til vina og vandamanna sem
senda skemmtiefni á milli tölva.
En sem betur fer getur fólk tekið
svona áföllum og jafnvel gert grín að.
Fyrir skömmu barst Víkverja skeyti
frá kunningja þar sem hann varaði
Víkverja við nýjum vírus sem slái öll-
um öðrum vírusum við.
XXX
SKEYTIÐ var svohljóðandi: „Ef
þú færð tölvupóst sem byrjar á
orðinu „hæ“ þá skaltu eyða honum
án þess að lesa hann.
Þetta er versti vírusinn sem geng-
ið hefur tölva á milli. Hann mun eyða
öllu sem er á harða disknum þínum.
Og ekki nóg með það - þessi vírus
stekkur á diskettur sem liggja ná-
lægt tölvunni þinni í allt að 100
metra radíus. Hann setur inn nýjar
setningar í allan tölvupóst sem þú
skrifar. Hann bindur hnúta á allar
leiðslur sem liggja úr tölvunni þinni
og herðir allar skrúfumar svo fast að
þú nærð þeim aldrei úr. Hann útbíar
lyklaborðið svo að bókstafimir sjást
ekki lengur og setur fingraför á skjá-
inn (með smjör- og sultubragði).
Hann fiktar í ísskápnum þínum svo
að smjörið bráðnar og mjólkin súrn-
ar. Hann falsar peningaseðla á tölv-
unni þinni og setur þá í veskið þitt.
Hann drepur blómin í garðinum þín-
um. Hann setur laxerolíu í hunda-
matinn svo að þú þarft að vaka í alla
nótt til að hleypa hvutta út. Hann sér
til þess að ljósaperan á klósettinu
springur og felur allar varapemrnar.
Hann breytir öllu efninu á videospól-
unum heima hjá þér og setur t.d.
klámmyndir á teiknimyndaspólurn-
ar. Sendir svo tölvupóst til lög-
reglunnar um að þú eigir fullt af
barnaklámi. Hann drekkur allan
bjórinn þinn og sér til þess að það
verða alltaf skítugir sokkar á stofu-
borðinu miðju í hvert sinn sem það
koma gestir. Hann setur ofninn á
fullt og lokar köttinn inni í honum.
Þessi víras hellir sykri í bensíntank-
inn á bílnum þínum og rakar af þér
augabrúnirnar. Hann millifærir af
reikningnum þínum í sjóð til styrkt-
ar stöðumælavörðum. Hann minnk-
ar annan skóinn þinn hægt og rólega
þangað til þú endar með þvi að detta
og nefbrjóta þig. Vírasinn gerir þig
kossasjúka/-n og passar að þú sturtir
aldrei niður. Þetta er bara lítil upp-
talning á skaðanum sem þessi víras
getur valdið en hann kemur að sjálf-
sögðu ekki sem viðhengi heldur sem
venjulegur texti í tölvupósti."