Morgunblaðið - 23.06.2000, Side 12

Morgunblaðið - 23.06.2000, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Landspítali-háskólasjúkrahús Framkvæmdastjórn I Barna- svið Kvenna- svið Geðsvið Lyflækninga- sviðl Skurðlækn.- svið - *,u' Lyflækninga- st.svið svið II Klfnísk þjónustusvið Almennar barnalækn. Meðganga og sængurlega Nýbura- lækningar Fæðingar- hjálp Barna- skurðlækn. Almennir kvensjúkd. Illkynja kvensjúkd. Almennar geðlækn. Barna og ungl. geðlækn. Vímuefna- sjúkdómar Vinnu- iðjuþjálfun - Almennar lyflækn. Skurð- —► - Meltingar- sjúkdómar - Almennar skurðlækn. - Húð- og kynsjúkd. - Æða- skurðlækn. - Hjarta- sjúkdómar - Þvagfæra- skurðlækn. - Gigtar- lækningar Lýta- lækningar - Nýrna- lækningar Augn- lækningar - Lungna- lækningar Bæklunar- skurðlækn. - Innkirtla- sjúkdómar Háls- nef- og eyrnalækn. -i Smit- sjúkdómar Heila- og tauga- skurðlækn. Tauga- lækningar Brjósthols- skurðlækn. Stofur Svæfing Gjörgæsla Sótthreinsun Krabbameins- lyflækningar Geisla- lækningar Geislaeðlis- fræði Blóð- sjúkdómar Líknardeild Kópavogi Myndgreining LSH-Hb Myndgreining LSH-Fv Rannsókna- stofa HÍ Skjalasafn Prest- þjónusta Apótek LSH-Hb Slysa- og bráða- móttaka Fv Bráðamóttaka Hb Innskriftar- miðstöð Gæsludeild Rannsókna- stofa LSH-Fv ]] Þjónustusamningur Sjálfstæður fjárhagur Starfsemi Landspítala - háskólas.júkrahúss skipt í nfu svið Stefnt að betri verkaskiptingu MAGNUS Pétursson, forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss, segist vænta þess að nýtt skipurit fyrir spítalann leiði til skilvirkara starfs og betri verkaskiptingar. Skipuritið tek- ur formlega gildi 1. október nk. og á næstu vik- um verða stjórnendur sviðanna ráðnir úr hópi starfsmanna. Ríkisspítalar og Sjúkrahús Reykjavíkur, sem nú hafa verið sameinuð í einum spítala, voru með sitthvort skipuritið. Starfsemi Sjúkrahúss Reykjavíkur var skipt upp í sjö svið; skurð- lækningasvið, lyflækningasvið, endurhæfingar- og taugasvið, öldrunarsvið, geðsvið, slysa- og bráðasvið og myndgreininga- og rannsóknasvið. Starfsemi Ríkisspítalanna var skipt upp í átta svið; handlækningasvið, barnalækningasvið, kvenlækningasvið, lyflækningasvið, geðlækn- ingasvið, klínískt þjónustusvið, rannsóknasvið og tækni- og rekstrarsvið. Samningar gerðir um öldrunar- og endurhæfingarþjónustu Við sameiningu spítalanna hefur verið búið til nýtt skipurit, sem gerir ráð fyrir að starf- semi sameinaðs spítala skiptist í níu svið; barnasvið, kvennasvið, geðsvið, lyflækningasvið I, skurðlækningasvið, svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusvið, lyflækningasvið II, klínísk þjón- ustusvið, slys- og bráðasvið. Þar að auki hafa verið gerðir þjónustusamningar um öldrunar- þjónustuna og endurhæfingarþjónustu. Auk þess verða rannsóknarstarfsemi og Blóðbank- inn rekin í félögum með sjálfstæðan fjárhag. Endurskoðun eftir tvö ár Þegar skipuritið var samþykkt í stjórnar- nefnd Landspítalans var gerð sérstök bókun um endurskoðun að tveimur árum liðnum. Þar segir: „Að tveimur árum liðnum verði sviða- skipanin endurskoðuð og sérstaklega lagt mat á kosti og galla skiptingar lyflækningasviðs, stað- setningu barnaskurðlækninga og samstjórn skurðstofa." Að sögn Magnúsar er vinna langt komin við að sameina aðra starfsemi spítalans. Búið sé að ráða yfirmenn byggingadeildar og tæknideild- ar. Búið sé að sameina fjármálaskrifstofur spítalanna, en sameiginlegt fjármálakerfi verði tekið upp um næstu áramót Stærstu svið hins nýja spítala verða skurð- lækningasvið og lyflækningasvið, en þar á eftir kemur geðsvið. Hvert þessara sviða veltir millj- örðum, en heildarvelta Landspítalans er um 20 milljarðar. Heildarfjöldi starfsmanna er um 5.000 og heildarkomur sjúklinga eru um hálf milljón. Húsnæði spítalans er samtals rúmir 15 hektarar. Morgunblaðið/Óskar Jónsson Sveinbjörn kampakátur með laxinn væna. Morgunblaðið/Guðm. Guðjóns Nokkrir laxar hafa veiðst í Ytri Rangá. Hér er Þröstur Elliðason, leig- utaki árinnar, með þann fyrsta, 12 punda hrygnu af Rangárflúðum. Stærsti lax sumarsins við Blöndu ERU ÞEIR AÐ FA’ANN? ngur vel á Arnarvatnsheiði SVEINBJÖRN Jónsson á Akur- eyri veiddi þennan 21 punds lax á fýrsta svæði í Blöndu á dögunum, en hann var þar að veiðum með Óskari bróður sínum. Þetta er stærsti laxinn sem veiðst hefur í Blöndu í sumar og fékk Sveinbjöm hann á maðk. Laxinn var 103 sentí- metrar að lengd. Þeir bræður fengu samtals 12 laxa þennan dag við Blöndu og voru þeir frá 10 pundum upp í 21 pund. Veiði hófst á Amarvatnsheiði um síðustu helgi og sagði Snorri Jó- hannesson veiðivörður í samtali við Morgunblaðið að veiði hefði farið vel af stað og færð væri góð á með- an þurrt væri. „Menn hafa mest stundað Úlfsvatnið og ámar sem renna í það og úr. Mest hefur komið á land af bleikju og er bæði um smáfisk og vænan fisk að ræða. Urriðinn nyög vænn Urriðinn er í sókn hjá okkur, enda höfum við sleppt miklu af seiðum síðustu árin. Úrriðinn getur verið mjög vænn á Heiðinni, einn sem veiddist um helgina var 7 punda sem veiddist út af ósi Aust- urlækjar," sagði Snorri. Rætt um mál- efni Eystra- saltsráðsins Utanríkisráðherrafundur Eystra- saltsráðsins var haldinn f Bergen dagana 21.-22. júní. Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra sat fundinn fyrir íslands hönd. A dagskrá fundarins vom hin ýmsu málefni Eystrasaltssam- starfsins, þ.á m. efnahagsmál, um- hverfismál og lýðræðisþróun. Meðal þess sem rætt var á fundinum var stefna Evrópusambandsins er varð- ar norðurhluta Evrópu og kennd hefur verið við norðlæga vídd. Einnig var rætt um að efla sam- vinnu á ýmsum sviðum. Á fundinum ræddi Halldór Ás- grímsson um nýja áætlun Evrópu- sambandsins um norðlæga vídd. Hann lýsti ánægju með áætlunina almennt og lagði áherslu á þá hluta hennar sem lúta að umhverfismál- um, meðferð kjarnorkuúrgangs á norðurslóðum, einkum í norð-vest- urhluta Rússlands og málefnum norðurskautsins. Utanríkisráðherra ræddi jafnframt um að auka sam- starf aðildarríkja Eystrasaltsráðs- ins, þ.á m. á sviði upplýsingatækni og heilsugæslu sem stofnað var til á nýlegum leiðtogafundi ráðsins. ----------------- Ríkissak- sóknari Kína í heimsókn RÍKISSAKSÓKNARI Alþýðulýð- veldisins Kína, Han Zhubin, kom til Islands 19. júní sl. ásamt fylgdarliði sem gestur Boga Nilssonar ríkissak- sóknara. Kínverski ríkissaksókna- rinn kom hingað að loknum heim- sóknum til ríkissaksóknara Noregs og ríkissaksóknara Finnlands. Kínverski ríkissaksóknarinn hitti forseta íslands, Ólaf Ragnar Gríms- son, og heimsótti Hæstarétt íslands, Alþingi, dómstólaráð, Héraðsdóm Reykjavíkur, ríkislögreglustjórann og fangelsið á Litla-Hrauni. Á fundi ríkissaksóknaranna var ís- lenska réttarvörslukerfið kynnt og sérstaklega embætti ríkissaksókn- ai-a, hlutverk þess og störf, að því er fram kemur í frétt frá embætti ríkis- saksóknara. Heimsókn kínverska ríkissak- sóknarans lauk í 22. júní og hélt hann þá til Danmerkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.