Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Landspítali-háskólasjúkrahús Framkvæmdastjórn I Barna- svið Kvenna- svið Geðsvið Lyflækninga- sviðl Skurðlækn.- svið - *,u' Lyflækninga- st.svið svið II Klfnísk þjónustusvið Almennar barnalækn. Meðganga og sængurlega Nýbura- lækningar Fæðingar- hjálp Barna- skurðlækn. Almennir kvensjúkd. Illkynja kvensjúkd. Almennar geðlækn. Barna og ungl. geðlækn. Vímuefna- sjúkdómar Vinnu- iðjuþjálfun - Almennar lyflækn. Skurð- —► - Meltingar- sjúkdómar - Almennar skurðlækn. - Húð- og kynsjúkd. - Æða- skurðlækn. - Hjarta- sjúkdómar - Þvagfæra- skurðlækn. - Gigtar- lækningar Lýta- lækningar - Nýrna- lækningar Augn- lækningar - Lungna- lækningar Bæklunar- skurðlækn. - Innkirtla- sjúkdómar Háls- nef- og eyrnalækn. -i Smit- sjúkdómar Heila- og tauga- skurðlækn. Tauga- lækningar Brjósthols- skurðlækn. Stofur Svæfing Gjörgæsla Sótthreinsun Krabbameins- lyflækningar Geisla- lækningar Geislaeðlis- fræði Blóð- sjúkdómar Líknardeild Kópavogi Myndgreining LSH-Hb Myndgreining LSH-Fv Rannsókna- stofa HÍ Skjalasafn Prest- þjónusta Apótek LSH-Hb Slysa- og bráða- móttaka Fv Bráðamóttaka Hb Innskriftar- miðstöð Gæsludeild Rannsókna- stofa LSH-Fv ]] Þjónustusamningur Sjálfstæður fjárhagur Starfsemi Landspítala - háskólas.júkrahúss skipt í nfu svið Stefnt að betri verkaskiptingu MAGNUS Pétursson, forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss, segist vænta þess að nýtt skipurit fyrir spítalann leiði til skilvirkara starfs og betri verkaskiptingar. Skipuritið tek- ur formlega gildi 1. október nk. og á næstu vik- um verða stjórnendur sviðanna ráðnir úr hópi starfsmanna. Ríkisspítalar og Sjúkrahús Reykjavíkur, sem nú hafa verið sameinuð í einum spítala, voru með sitthvort skipuritið. Starfsemi Sjúkrahúss Reykjavíkur var skipt upp í sjö svið; skurð- lækningasvið, lyflækningasvið, endurhæfingar- og taugasvið, öldrunarsvið, geðsvið, slysa- og bráðasvið og myndgreininga- og rannsóknasvið. Starfsemi Ríkisspítalanna var skipt upp í átta svið; handlækningasvið, barnalækningasvið, kvenlækningasvið, lyflækningasvið, geðlækn- ingasvið, klínískt þjónustusvið, rannsóknasvið og tækni- og rekstrarsvið. Samningar gerðir um öldrunar- og endurhæfingarþjónustu Við sameiningu spítalanna hefur verið búið til nýtt skipurit, sem gerir ráð fyrir að starf- semi sameinaðs spítala skiptist í níu svið; barnasvið, kvennasvið, geðsvið, lyflækningasvið I, skurðlækningasvið, svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusvið, lyflækningasvið II, klínísk þjón- ustusvið, slys- og bráðasvið. Þar að auki hafa verið gerðir þjónustusamningar um öldrunar- þjónustuna og endurhæfingarþjónustu. Auk þess verða rannsóknarstarfsemi og Blóðbank- inn rekin í félögum með sjálfstæðan fjárhag. Endurskoðun eftir tvö ár Þegar skipuritið var samþykkt í stjórnar- nefnd Landspítalans var gerð sérstök bókun um endurskoðun að tveimur árum liðnum. Þar segir: „Að tveimur árum liðnum verði sviða- skipanin endurskoðuð og sérstaklega lagt mat á kosti og galla skiptingar lyflækningasviðs, stað- setningu barnaskurðlækninga og samstjórn skurðstofa." Að sögn Magnúsar er vinna langt komin við að sameina aðra starfsemi spítalans. Búið sé að ráða yfirmenn byggingadeildar og tæknideild- ar. Búið sé að sameina fjármálaskrifstofur spítalanna, en sameiginlegt fjármálakerfi verði tekið upp um næstu áramót Stærstu svið hins nýja spítala verða skurð- lækningasvið og lyflækningasvið, en þar á eftir kemur geðsvið. Hvert þessara sviða veltir millj- örðum, en heildarvelta Landspítalans er um 20 milljarðar. Heildarfjöldi starfsmanna er um 5.000 og heildarkomur sjúklinga eru um hálf milljón. Húsnæði spítalans er samtals rúmir 15 hektarar. Morgunblaðið/Óskar Jónsson Sveinbjörn kampakátur með laxinn væna. Morgunblaðið/Guðm. Guðjóns Nokkrir laxar hafa veiðst í Ytri Rangá. Hér er Þröstur Elliðason, leig- utaki árinnar, með þann fyrsta, 12 punda hrygnu af Rangárflúðum. Stærsti lax sumarsins við Blöndu ERU ÞEIR AÐ FA’ANN? ngur vel á Arnarvatnsheiði SVEINBJÖRN Jónsson á Akur- eyri veiddi þennan 21 punds lax á fýrsta svæði í Blöndu á dögunum, en hann var þar að veiðum með Óskari bróður sínum. Þetta er stærsti laxinn sem veiðst hefur í Blöndu í sumar og fékk Sveinbjöm hann á maðk. Laxinn var 103 sentí- metrar að lengd. Þeir bræður fengu samtals 12 laxa þennan dag við Blöndu og voru þeir frá 10 pundum upp í 21 pund. Veiði hófst á Amarvatnsheiði um síðustu helgi og sagði Snorri Jó- hannesson veiðivörður í samtali við Morgunblaðið að veiði hefði farið vel af stað og færð væri góð á með- an þurrt væri. „Menn hafa mest stundað Úlfsvatnið og ámar sem renna í það og úr. Mest hefur komið á land af bleikju og er bæði um smáfisk og vænan fisk að ræða. Urriðinn nyög vænn Urriðinn er í sókn hjá okkur, enda höfum við sleppt miklu af seiðum síðustu árin. Úrriðinn getur verið mjög vænn á Heiðinni, einn sem veiddist um helgina var 7 punda sem veiddist út af ósi Aust- urlækjar," sagði Snorri. Rætt um mál- efni Eystra- saltsráðsins Utanríkisráðherrafundur Eystra- saltsráðsins var haldinn f Bergen dagana 21.-22. júní. Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra sat fundinn fyrir íslands hönd. A dagskrá fundarins vom hin ýmsu málefni Eystrasaltssam- starfsins, þ.á m. efnahagsmál, um- hverfismál og lýðræðisþróun. Meðal þess sem rætt var á fundinum var stefna Evrópusambandsins er varð- ar norðurhluta Evrópu og kennd hefur verið við norðlæga vídd. Einnig var rætt um að efla sam- vinnu á ýmsum sviðum. Á fundinum ræddi Halldór Ás- grímsson um nýja áætlun Evrópu- sambandsins um norðlæga vídd. Hann lýsti ánægju með áætlunina almennt og lagði áherslu á þá hluta hennar sem lúta að umhverfismál- um, meðferð kjarnorkuúrgangs á norðurslóðum, einkum í norð-vest- urhluta Rússlands og málefnum norðurskautsins. Utanríkisráðherra ræddi jafnframt um að auka sam- starf aðildarríkja Eystrasaltsráðs- ins, þ.á m. á sviði upplýsingatækni og heilsugæslu sem stofnað var til á nýlegum leiðtogafundi ráðsins. ----------------- Ríkissak- sóknari Kína í heimsókn RÍKISSAKSÓKNARI Alþýðulýð- veldisins Kína, Han Zhubin, kom til Islands 19. júní sl. ásamt fylgdarliði sem gestur Boga Nilssonar ríkissak- sóknara. Kínverski ríkissaksókna- rinn kom hingað að loknum heim- sóknum til ríkissaksóknara Noregs og ríkissaksóknara Finnlands. Kínverski ríkissaksóknarinn hitti forseta íslands, Ólaf Ragnar Gríms- son, og heimsótti Hæstarétt íslands, Alþingi, dómstólaráð, Héraðsdóm Reykjavíkur, ríkislögreglustjórann og fangelsið á Litla-Hrauni. Á fundi ríkissaksóknaranna var ís- lenska réttarvörslukerfið kynnt og sérstaklega embætti ríkissaksókn- ai-a, hlutverk þess og störf, að því er fram kemur í frétt frá embætti ríkis- saksóknara. Heimsókn kínverska ríkissak- sóknarans lauk í 22. júní og hélt hann þá til Danmerkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.