Morgunblaðið - 11.07.2000, Page 1

Morgunblaðið - 11.07.2000, Page 1
STOFNAÐ 1913 TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Þýskalandsheimsókn Khatamis Lögreglan með mikinn viðbúnað Berlín. Reuters, AFP. ÞÝSKA lögreglan var með óvenju- mikinn viðbúnað í Berlín og við landamæri Þýskalands í gær þegar Mohammad Khatami, forseti Irans, kom í þriggja daga heimsókn til landsins. Lögreglan staðfesti að 50 íranskir útlagar hefðu verið handteknir í Berlín. Leitað var að vopnum í húsum tuga Irana, sem voru grunaðir um að hafa skipulagt óeirðir, og landa- mæraverðir meinuðu nokkrum Irön- um að fara til landsins. Andspymu- ráð írans (NCR), stjómmálahreyfing íranskra skæruliða sem era með bækistöðvar í írak, sagði að 10.000 írönum hefði verið meinað að fara til Berlínar vegna heimsóknarinnar. Um 7.000 íranar söfnuðust saman í Berlín til að mótmæla heimsókninni en mannfjöldinn var mun minni en búist hafði verið við. . Æím. tá tÆJZÍmú Reuters franskir útlagar halda á skopmynd af Mohammad Khatami, forseta írans, á mótmælafundi í Berlín vegna komu hans til borgarinnar í gær. Deilan um hval- veiðar Færeyinga Lögreglan óttast átök LÖGREGLAN í Þórshöfn í Færeyjum óttast að til átaka komi milli hvalveiðimanna og andstæðinga hvalveiða þegar grindhvaladráp Færeyinga hefjast í sumar, að sögn norska blaðsins Aftenposten í gær. Félagar í umhverfisverndar- samtökunum Sea Shepherd, undir forystu Pauls Watsons, era komnir á skipi í færeysku landhelgina til að reyna að hindra veiðarnar. Hermt er að almannavarnayfírvöld í Dan- mörku hafi gert ráðstafanir til þess að senda lækna og hjúkr- unarlið til Færeyja ef þörf kref- ur. Þá skýrði yfirlæknir Land- sjúkrahússins í Þórshöfn frá því að öllum læknum, sem eru í sumarfríi, hefði verið sagt að vera undir það búnir að mæta til vinnu ef átök blossuðu upp. Leiðtogar Israels og Palestínumanna hefja friðarviðræður í Bandaríkjimum Barak stóð af sér van- trauststillögu á þinginu Jerúsalem. Reuters, AFP. Mannréttindabrot gagnrýnd Þetta er í fyrsta sinn sem íranskur forseti fer í heimsókn til Þýskalands síðan íslömsk bylting varð í íran 1979. Khatami ræddi við Gerhard Schröder kanslara, sem sagði að heimsóknin markaði tímamót í sam- skiptum ríkjanna. Kanslarinn gagn- rýndi mannréttindabrot klerka- stjómarinnar í Iran en lofaði að stuðla að auknum fjárfestingum þýskra fyrirtækja í landinu. Þýska stjómin styður lýðræðisum- bætur sem Khatami hefur beitt sér íyrir í íran og leggur mikið kapp á að tryggja að mótmæli varpi ekki skugga á heimsóknina. Spenna hefur verið milli ríkjanna frá 1997 þegar þýskur dómstóll sakaði stjórnvöld í Iran um að hafa fyrirskipað morð á kúrdískum andófsmönnum í Berlín. EHUD Barak, forsætisráðherra ísraels, hélt til Bandaríkjanna í gærkvöld til að hefja friðarviðræður við leiðtoga Palestínumanna eftir að hafa haldið velli í atkvæðagreiðslu á ísraelska þinginu um vantrauststil- lögu Likud-flokksins. Meðan flugvél forsætisráðherrans beið eftir honum á flugvellinum greiddu 54 þingmenn atkvæði gegn samsteypustjórninni, en vantrauststillagan þurfti að fá 61 atkvæði til að stjórnin félli og boða þyrfti til þingkosninga. 52 þingmenn greiddu atkvæði með stjórninni en 14 þingmenn sátu hjá eða vora fjar- staddir. Hefði Barak beðið ósigur í at- kvæðagreiðslunni hefði ekkert orðið af friðarviðræðunum við Yasser Ar- afat, leiðtoga Palestínumanna, og Bill Clinton Bandaríkjaforseta, sem hefjast í Camp David í dag. Stjórn Baraks missti meirihluta sinn á þinginu um helgina þegar þrír flokkar slitu stjómarsamstarfinu af ótta við að Barak myndi stofna ör- yggi ísraels í hættu með því að sam- þykkja á fundinum í Bandaríkjunum að láta fleiri hemumin landsvæði af hendi. Flokkar araba og fleiri vinstriflokkar á þinginu greiddu hins vegar atkvæði með stjórninni til að koma í veg fyrir að hún félli fyrir leiðtogafundinn. Meirihluti Israela styður Barak Yaron Dakel, virtur stjórnmála- skýrandi í ísrael, spáði því að Barak héldi velli að minnsta kosti þar til leiðtogafundinum lyki. „Ef hann nær samkomulagi er nánast öraggt að efnt verður til kosninga," sagði hann. „Fari fundurinn út um þúfur verður líklega mynduð þjóðstjórn. Stóra spumingin er hvað gerist ef aðeins næst hálfgildings samkomulag." Samkvæmt viðhorfskönnun, sem gerð var á sunnudag, voru 52% ísra- ela hlynnt því að Barak færi til Bandaríkjanna. 53% aðspurðra sögðu að Barak hefði umboð til að fallast á tilslakanir í viðræðunum við Palestínumenn en 44% vora á önd- verðum meiði. Skekkjumörkin voru 4,5%. Bill Clinton sagði í gærkvöld að hann teldi að Barak og Arafat hefðu báðir „kjark“ til að ná friðarsam- komulagi á fundinum. Barak sagði í sjónvarpsávarpi á sunnudag að ef samkomulag næðist yrði það borið undir þjóðaratkvæði. Helsti ráðgjafi hans í öryggismálum spáði því að friðarsamkomulagið yrði þá sam- þykkt með miklum meirihluta at- kvæða. Hröð útbreiðsla alnæmis í Afríku rædd á alþjóðlegri ráðstefnu Aukin aðstoð við Botswana Morgunblaðið/Þorkell Óeirðir á Norður-írlandi TIL átaka kom milli lögreglu- manna og mótmælenda í bænum Portadown á Norður-frlandi í gær þegar sambandssinnar lokuðu göt- um í borgum og bæjum í héraðinu með vegatálmum til að mótmæla banni við aðalgöngu Óraníuregl- unnar. Talsmaður lögreglunnar sagði að lögreglumenn hefðu orðið fyrir grjótkasti og þurft að beita kylfum þegar þeir hefðu reynt að koma í veg fyrir að mótmælendur stöðvuðu umferðina á götum bæjar- ins. Lögreglan beitti síðan háþrýsti- dælum til að dæla vatni á óeirða- seggina. Hundruð mótmælenda komu upp vegatálmum í Belfast og helstu göt- ur borgarinnar voru mannlausar. Börn og unglingar kveikja hér í rusli á götu í miðborginni til að hindra umferð. ■ Mikil spenna/26 Durban. AP. TILKYNNT var í gær að styrkt- arsjóður, sem Bill Gates, stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Micro- soft, og kona hans komu á fót, hygðist veita 50 milljónir dala, andvirði 3,9 milljarða króna, til að bæta heilbrigðisþjónustu í Botswana. Greint var frá styrkveitingunni eftir setningu 13. alþjóðlegu al- næmisráðstefnunnar í Durban í Suður-Afríku á sunnudag. Þar hafði Festus Mogae, forseti Botswana, sagt íbúa landsins í út- rýmingarhættu tækist ekki að draga úr hraðri útbreiðslu alnæm- is í landinu. Útbreiðsla alnæmis í Botswana er nú slík að þriðji hver fullvaxta íbúi greinist með veiruna og benda útreikningar til að tveir af hverjum þremur 15 ára drengj- um í landinu eigi eftir að verða sjúkdómnum að bráð. Ibúar Botswana ná nú þegar ekki nema um 39 ára aldri að með- altali í stað 71 árs aldurs eins og áður hafði verið gert ráð fyrir. Talið er að meðalævi íbúanna verði 29 ár að tíu árum liðnum. Lyfjafyrirtækið Merck og Co. tilkynnti enn fremur í gær að það hygðist fylgja gjöf styrktarsjóðs- ins eftir með lyfjagjöfum. Lyfja- fyrirtæki á Vesturlöndum hafa oft verið gagnrýnd fyrir ósveigjan- leika gagnvart efnalitlum ríkjum Afríku. ■ Óttast fólksfækkun/ 27 MORCUNBLAÐIS11. JÚLÍ 2000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.