Morgunblaðið - 11.07.2000, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Farþegar Go reyndust
hrein og klár viðbót
RÚMLEGA 8.400 íleiri erlendir ferðamenn
komu til landsins í júnímánuði en í sama mánuði á
síðasta ári. Samsvarar aukningin um 280 gestum
á dag eða sem svarar farþegum með einni og
hálfri flugvél á degi hverjum. Með sama áfram-
haldi má búast við að um 300 erlendir gestir komi
til landsins í ár, fleirl en nokkru sinni.
í júní kom alls 41.661 erlendur ferðamaður til
landsins. Eru það fleiri gestir en nokkurn tíma
hafa komið til landsins í þessum mánuði. Aukn-
ingin milli ára er 25,3% og nemur rúmlega 8.000
ferðamönnum.
Athygli vekur að flestir ferðamennirnir koma
frá Bretlandi, 6.004, og er það tæplega 2.300 gest-
um fleira en í júní í fyrra. Nemur aukningin rúm-
um 60%. Þess má geta að breska lágfargjalda-
flugfélagið Go hóf flug til íslands í júní og segir
Magnús Oddsson ferðamálastjóri að svo virðist
sem farþegar breska félagsins séu hrein viðbót
við þá gesti sem koma með þeim flugfélögum sem
fyrir voru á þessari flugleið. Frá Bandaríkjunum
komu 5.975 gestir í júní og 5.944 frá Þýskalandi.
Stefnir í 300 þúsund
Magnús segir að þessar upplýsingar staðfesti
að fólk hafi ekki haatt við Islandsferðir vegna
frétta af jarðskjálftum á Suðurlandi og verkfalli
rútubQstjóra.
Fyrstu sex mánuði ársins komu 127.155 er-
lendir gestir til landsins. Er það rúmlega 21 þús-
und gestum fleira en á sama tímabili á síðasta ári
og samsvarar um 20% aukningu.
Magnús segir að á undanförnum árum hafi um
40% erlendu ferðamannanna verið komin í júní-
lok. Fari svo megi reikna með að yfir 300 þúsund
gestir komi á árinu öllu, á móti 262 þúsund gest-
um í fyrra. Það segir Magnús að yrðu miklu fleiri
ferðamenn en menn hafi þorað að vona að kæmu
til landsins á árinu.
gæti
sjávarins
ÍSLENDINGAR hafa í tímans rás
notið góðs af hinu fjölbreytta lífi
í sjónum sem umlykur landið. I
skemmtisiglingu skipsins Særún-
ar um Breiðafjörð er fdlki gefinn
kostur á að skoða hin ýmsu sjáv-
ardýr, en einnig er því boðið upp
á skelfisk og annað gdðgæti sjáv-
arins á meðan á siglingunni
stendur. Ekki eru allir jafnhrifnir
af sjdfanginu og segir svipur
stúlkunnar allt sem segja þarf um
hennar hug.
Tveir ungir menn
fluttir meðvitundar-
lausir á slysadeild
Drukku
smjörsýru
TVEIR ungir menn voru fluttir með-
vitundarlausir á slysadeild Land-
spítalans snemma á sunnudagskvöld.
Þeir höfðu báðir neytt smjörsýru en
hún veldur m.a. hægari andardrætti
og hefur slæyandi áhrif á meðvitund.
Sigurður Ólafsson, sérfræðingur í
meltingarsjúkdómum á Landspítal-
anum, segir efnið stórhættulegt. Það
geti jafnvel valdið stöðvun á andar-
drætti og geti því hæglega valdið
heilaskaða og jafnvel dauða. Sigurð-
ur segir þó að ungu mennirnir hafi
náð sér býsna vel. Hann segist halda
að mennirnir hafi drukkið smjörsýr-
una en nokkuð sé um að fólk komi á
slysadeild eftir að hafa neytt sýrunn-
ar. Sigurður sagði líðan mannanna
fara batnandi, annar fékk að fara
heim á sunnudaginn en hann bjóst
við að hinn yrði að dvelja á sjúkra-
húsi degi lengur.
Morgunblaðið/Ómar
Gjaldeyrisforði Seðlabanka Islands nam 33,2
milljörðum króna í lok júní
Gjaldeyrisforðinn
jókst um 800 milljónir
Óvenjumikið um
birkifrjó á Akureyri
GENGI íslensku krónunnar, mælt
með vísitölu gengisskráningar,
lækkaði um 2,9% í júní að því er
fram kemur í fréttatilkynningu frá
Seðlabanka íslands um helstu liði í
efnahagsreikningi hans.
Gjaldeyiásforði Seðlabankans
jókst um 800 milljónir króna í júní
og nam 33,2 milljörðum króna í lok
mánaðarins, en til samanburðar
nam gjaldeyrisforðinn 31,1 millj-
arði króna í lok júnímánaðar árið
1999.
Erlend skammtímalán bankans
hækkuðu um 2,8 milljarða króna í
júní og í lok mánaðarins námu þau
12,3 milljörðum króna. Grunnfé
Seðlabankans hækkaði um 700
milljónir króna í júní og nam 29,4
milljörðum króna í lok mánaðar-
ins.
Nettókröfur á
ríkissjóð hækka
Heildareign bankans í markaðs-
skráðum verðbréfum nam 8,6
milljörðum króna í júnílok miðað
við markaðsverð og lækkaði um
1,4 milljarða króna í mánuðinum.
Þar af eru markaðsskráð verðbréf
ríkissjóðs 5,8 milljarðar króna.
Kröfur Seðlabankans á innláns-
stofnanir hækkuðu um 3,2 millj-
arða króna í júní og námu þær
29,8 milljörðum króna í lok mánað-
arins. Kröfur á aðrar fjármála-
stofnanir hækkuðu einnig lítíllega í
mánuðinum og voru 5,4 milljarðar
króna í lok hans.
Nettókröfur bankans á ríkissjóð
og ríkisstofnanir lækkuðu um 1,8
milljarða króna í júní og voru þær
neikvæðar um 4,7 milljarða króna í
lok mánaðarins.
Þar með hafa nettókröfur á rík-
issjóð og ríkisstofnanir hækkað
um 6,9 milljarða króna frá ára-
mótum.
ALDREI hefur mælst jafnmikið af
birkifrjói í lofti á Akureyri og á þessu
vori. Frjótími birkis er að mestu lið-
inn hjá á Akureyri og í Reykjavík
þar sem mælingar eru stundaðar. Á
Akureyri komu fram tveir toppar, sá
fyrri 22. maí en sá seinni 4. júní.
Heildarfrjómagn birkis fyrir norðan
er komið á níunda hundrað og hafa
aldrei mælst svo mörg birkifrjó áður.
FULLORÐINN maður fannst
meðvitundarlaus í Úlfarsá í Mos-
fellsbæ á sunnudagsmorgun. Hann
var orðinn kaldur þegar að var
komið og komst ekki til meðvit-
undar á Landspítalanum við
Birkið náði hámarki í Reykjavík 10.
júní og heildaimagnið losar nú tvö
hundruð sem er svipað og í meðalári.
Fyrstu grasfrjóin mældust um
hvítasunnuhelgina fyrir sunnan en
voru viku fyrr á ferðinni fyrir norð-
an. Frjótölur eru jafnan lágar í júní
og fram undir miðjan júlí; þetta er þó
mjög háð veðri. Lofthitinn virðist
skipta þar miklu máli.
Hringbraut þar sem hann lést á
sunnudag. Að sögn lögreglunnar í
Reykjavík er rannsókn málsins á
frumstigi og litlar upplýsingar
liggja því fyrir. Lögreglan hefur
fengið staðfest hver maðurinn var.
Andlát manns sem fannst
við Ulfarsá rannsakað
Sérblöð í dag
A ÞRIÐJUDOGUM
Heimili
tANDSMÖT HESTAMANNA
Sigur-
hátíð
íslenska
hestsins
Með blað-
inu í dag
fylgir blað-
auki um
Landsmót
hesta-
manna
Fylkir aftur á toppinn eftir
sigur á Akranesi / B2
Gaddafi leikur ekki gegn KR
í Laugardal / Bll
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is