Morgunblaðið - 11.07.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.07.2000, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Farþegar Go reyndust hrein og klár viðbót RÚMLEGA 8.400 íleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í júnímánuði en í sama mánuði á síðasta ári. Samsvarar aukningin um 280 gestum á dag eða sem svarar farþegum með einni og hálfri flugvél á degi hverjum. Með sama áfram- haldi má búast við að um 300 erlendir gestir komi til landsins í ár, fleirl en nokkru sinni. í júní kom alls 41.661 erlendur ferðamaður til landsins. Eru það fleiri gestir en nokkurn tíma hafa komið til landsins í þessum mánuði. Aukn- ingin milli ára er 25,3% og nemur rúmlega 8.000 ferðamönnum. Athygli vekur að flestir ferðamennirnir koma frá Bretlandi, 6.004, og er það tæplega 2.300 gest- um fleira en í júní í fyrra. Nemur aukningin rúm- um 60%. Þess má geta að breska lágfargjalda- flugfélagið Go hóf flug til íslands í júní og segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri að svo virðist sem farþegar breska félagsins séu hrein viðbót við þá gesti sem koma með þeim flugfélögum sem fyrir voru á þessari flugleið. Frá Bandaríkjunum komu 5.975 gestir í júní og 5.944 frá Þýskalandi. Stefnir í 300 þúsund Magnús segir að þessar upplýsingar staðfesti að fólk hafi ekki haatt við Islandsferðir vegna frétta af jarðskjálftum á Suðurlandi og verkfalli rútubQstjóra. Fyrstu sex mánuði ársins komu 127.155 er- lendir gestir til landsins. Er það rúmlega 21 þús- und gestum fleira en á sama tímabili á síðasta ári og samsvarar um 20% aukningu. Magnús segir að á undanförnum árum hafi um 40% erlendu ferðamannanna verið komin í júní- lok. Fari svo megi reikna með að yfir 300 þúsund gestir komi á árinu öllu, á móti 262 þúsund gest- um í fyrra. Það segir Magnús að yrðu miklu fleiri ferðamenn en menn hafi þorað að vona að kæmu til landsins á árinu. gæti sjávarins ÍSLENDINGAR hafa í tímans rás notið góðs af hinu fjölbreytta lífi í sjónum sem umlykur landið. I skemmtisiglingu skipsins Særún- ar um Breiðafjörð er fdlki gefinn kostur á að skoða hin ýmsu sjáv- ardýr, en einnig er því boðið upp á skelfisk og annað gdðgæti sjáv- arins á meðan á siglingunni stendur. Ekki eru allir jafnhrifnir af sjdfanginu og segir svipur stúlkunnar allt sem segja þarf um hennar hug. Tveir ungir menn fluttir meðvitundar- lausir á slysadeild Drukku smjörsýru TVEIR ungir menn voru fluttir með- vitundarlausir á slysadeild Land- spítalans snemma á sunnudagskvöld. Þeir höfðu báðir neytt smjörsýru en hún veldur m.a. hægari andardrætti og hefur slæyandi áhrif á meðvitund. Sigurður Ólafsson, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum á Landspítal- anum, segir efnið stórhættulegt. Það geti jafnvel valdið stöðvun á andar- drætti og geti því hæglega valdið heilaskaða og jafnvel dauða. Sigurð- ur segir þó að ungu mennirnir hafi náð sér býsna vel. Hann segist halda að mennirnir hafi drukkið smjörsýr- una en nokkuð sé um að fólk komi á slysadeild eftir að hafa neytt sýrunn- ar. Sigurður sagði líðan mannanna fara batnandi, annar fékk að fara heim á sunnudaginn en hann bjóst við að hinn yrði að dvelja á sjúkra- húsi degi lengur. Morgunblaðið/Ómar Gjaldeyrisforði Seðlabanka Islands nam 33,2 milljörðum króna í lok júní Gjaldeyrisforðinn jókst um 800 milljónir Óvenjumikið um birkifrjó á Akureyri GENGI íslensku krónunnar, mælt með vísitölu gengisskráningar, lækkaði um 2,9% í júní að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Seðlabanka íslands um helstu liði í efnahagsreikningi hans. Gjaldeyiásforði Seðlabankans jókst um 800 milljónir króna í júní og nam 33,2 milljörðum króna í lok mánaðarins, en til samanburðar nam gjaldeyrisforðinn 31,1 millj- arði króna í lok júnímánaðar árið 1999. Erlend skammtímalán bankans hækkuðu um 2,8 milljarða króna í júní og í lok mánaðarins námu þau 12,3 milljörðum króna. Grunnfé Seðlabankans hækkaði um 700 milljónir króna í júní og nam 29,4 milljörðum króna í lok mánaðar- ins. Nettókröfur á ríkissjóð hækka Heildareign bankans í markaðs- skráðum verðbréfum nam 8,6 milljörðum króna í júnílok miðað við markaðsverð og lækkaði um 1,4 milljarða króna í mánuðinum. Þar af eru markaðsskráð verðbréf ríkissjóðs 5,8 milljarðar króna. Kröfur Seðlabankans á innláns- stofnanir hækkuðu um 3,2 millj- arða króna í júní og námu þær 29,8 milljörðum króna í lok mánað- arins. Kröfur á aðrar fjármála- stofnanir hækkuðu einnig lítíllega í mánuðinum og voru 5,4 milljarðar króna í lok hans. Nettókröfur bankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir lækkuðu um 1,8 milljarða króna í júní og voru þær neikvæðar um 4,7 milljarða króna í lok mánaðarins. Þar með hafa nettókröfur á rík- issjóð og ríkisstofnanir hækkað um 6,9 milljarða króna frá ára- mótum. ALDREI hefur mælst jafnmikið af birkifrjói í lofti á Akureyri og á þessu vori. Frjótími birkis er að mestu lið- inn hjá á Akureyri og í Reykjavík þar sem mælingar eru stundaðar. Á Akureyri komu fram tveir toppar, sá fyrri 22. maí en sá seinni 4. júní. Heildarfrjómagn birkis fyrir norðan er komið á níunda hundrað og hafa aldrei mælst svo mörg birkifrjó áður. FULLORÐINN maður fannst meðvitundarlaus í Úlfarsá í Mos- fellsbæ á sunnudagsmorgun. Hann var orðinn kaldur þegar að var komið og komst ekki til meðvit- undar á Landspítalanum við Birkið náði hámarki í Reykjavík 10. júní og heildaimagnið losar nú tvö hundruð sem er svipað og í meðalári. Fyrstu grasfrjóin mældust um hvítasunnuhelgina fyrir sunnan en voru viku fyrr á ferðinni fyrir norð- an. Frjótölur eru jafnan lágar í júní og fram undir miðjan júlí; þetta er þó mjög háð veðri. Lofthitinn virðist skipta þar miklu máli. Hringbraut þar sem hann lést á sunnudag. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er rannsókn málsins á frumstigi og litlar upplýsingar liggja því fyrir. Lögreglan hefur fengið staðfest hver maðurinn var. Andlát manns sem fannst við Ulfarsá rannsakað Sérblöð í dag A ÞRIÐJUDOGUM Heimili tANDSMÖT HESTAMANNA Sigur- hátíð íslenska hestsins Með blað- inu í dag fylgir blað- auki um Landsmót hesta- manna Fylkir aftur á toppinn eftir sigur á Akranesi / B2 Gaddafi leikur ekki gegn KR í Laugardal / Bll Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.