Morgunblaðið - 11.07.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.07.2000, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Arnaldur Húseigendur á Suðurlandi fá skaðabætur vegna skjálft- anna samkvæmt gildandi brunabótamati Menn byggja ekki nvtt fyrir gamalt BRUNABÖTAMAT í húseignum er frá ýmsum tímum og fram- kvæmt af fjölda matsmanna. Það er því eðlilegt að ekki sé fullt sam- ræmi á milli sambærilegra hús- eigna, segir í tilkynningu frá Fast- eignamati ríkisins (FMR). Engu að síður er það brunabótamat sem skráð er hjá FMR sú upphæð sem bætur frá Viðlagatryggingu ís- lands eru miðaðar við sem há- marksbætur og fá þeir húseigend- ur sem misstu hús sín í Suður- landsskjálftunum bætur sam- kvæmt því. Að sögn Freys Jóhannessonar, matsstjóra Viðlagatryggingar, hafa mjög fáir tjónþolar haft samband við Viðlagatryggingu og lýst áhyggjum af of lágu mati húseigna sinna. Sagði Freyr það vera Ijóst, að fyrir gömul og úr sér gengin hús fengjust aldrei bætur sem um ný hús væri að ræða, enda segir í lögum um brunatryggingar að brunabótamat húseignar skuli mið- ast við byggingarkostnað að teknu tilliti til aldurs, slits, viðhalds og ástands eignar að öðru leyti. Sagð- ist Freyr telja að mjög fá hús á Suðurlandi, ef einhver, væru tryggð undir markaðsverði þeirra og því fengju eigendur þeirra und- antekningarlaust fyllilega viðun- andi bætur fyrir hús sín og jafnvel bætur sem væru þó nokkuð hærri en markaðsverð eignarinnar. Benti Freyr á að hingað til hefðu tryggingalögin verið gagn- rýnd fyrir það, að gömul og úr sér gengin hús hefðu verið metin of hátt og eigendur þeirra hefðu því borgað allt of há tryggingaiðgjöld miðað við verðmæti eignarinnar. Þar sem eignir hefðu verið afskrif- aðar hefðu húseigendur hins vegar verið mun sáttari hingað til. Vinna að nýju mati Fasteignamat ríkisins vinnur nú að undirbúningi þess að færa brunabótamat húseigna um land allt sem næst endurbyggingar- kostnaði. Segir í tilkynningu frá stofnuninni að þessari aðgerð sé ætlað að auka tryggingaöryggi eig- enda fasteigna og tryggingafélaga. Stefnt er á að nýju mati verði lokið fyrir útgáfu nýrrar fasteignamats- skrár 1. desember næstkomandi. Við endurnýjun matsins nýtist FMR við upplýsingatækni, þannig að þær upplýsingar sem til eru um hvert hús, svo sem um stærð, byggingarefni og byggingarár eru samkeyrðar með upplýsingum um kostnað byggingarefna og bygg- ingarhluta. Þannig er það liðin tíð að matsmenn fari til að skoða hvert og eitt hús, heldur er matið unnið alfarið úr þeim upplýsingum sem til eru í gagnagrunnum Fast- eignamats ríkisins. Að sögn Hauks Ingibergssonar, forstjóra FMR, hefur brunabóta- mat húseigna verið framkvæmt á ólíkan hátt af mismunandi mats- mönnum í gegnum tíðina og því eðlilegt að ekki sé alls staðar fullt samræmf á milli sambærilegra húseigna. Segir Haukur að það misræmi sem kemur fram í húsum á jarðskjálftasvæðinu á Suður- landi, á brunabótamati og endur- stofnverði, hvetji FMR enn frekar til að leita nýrra leiða til samræm- ingar matsfjárhæða. Næpan snyrt VERIÐ er að lífga aðeins upp á útlit Næpunnar við Skálholtsstíg 7 í Reykjavík. Húsið á sér ríka sögu en þar bjó Magnús Stephensen lands- höfðingi um tíma, en framan af öld- inni gekk húsið undir nafninu Landshöfðingjahúsið. Borgarfjörður Þrennt flutt með þyrlu eftir árekstur ÞRENNT var flutt með þyrlu Land- helgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir harðan árekstur við Litla-Skarð í Borgarfirði skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags. Samkvæmt upplýsingum frá Land- spítalanum er enginn í lífshættu og hlaut fólkið ekki alvarleg meiðsl. Vöruflutningabíll og fólksbíll skullu saman með þeim afleiðingum að þrír af fjórum farþegum fólksbíls- ins slösuðust, þar af einn alvarlega, og þurfti að bjarga farþega í fram- sæti úr bílnum með klippum. Öku- maður vöruflutningabílsins slapp ómeiddur, en bíllinn skemmdist tals- vert. Fólksbíllinn er ónýtur. Gervitimgla- sendar festir á steypireyði Hcllissandur. Morgunblaðið. LEIÐANGUR var farinn á vegum Hafrannsóknarstofnunar vikuna 30. júní til 7. júlí til rannsóknar á steypireyði og fleiri hvalategund- um. Leiðangurinn hafði bækistöð á Hellissandi og Rifi og naut aðstoð- ar frá Slysavarnardeildinni Björgu á Hellissandi og var farkosturinn í leiðangrinum gúmmíbjörgunarbát- ur deildarinnar. Þátttakendur í leiðangrinum voru leiðangursstjórinn Gísli A. Víkingsson og Birgir Stefánsson frá Hafrannsóknarstofnun, Mikkel V. Jenssen frá Pinngortitaleriffik, Rannsóknarstofnun náttúruauð- linda Grænlands og Danmerkur og Richard Sears frá MICS í Kanada. Að sögn Gísla er aðalmarkmið leiðangursins að kanna stofngerð, far og kynblöndun steypireiðar á Þjónusta númer eitt! Norður Atlantshafi. Teknar eru ljósmyndir og húðsýni til þess að greina einstaka steypireyði. Um 50 steypireyðir eru þekktir af ljós- myndum hér við land og 300 við Kanada. Ekki hafa sést hér við land sömu hvalir og þekktir eru við Kanada. Vetrarstöðvar steypi- reyðar eru óþekktar. Veðurfar var hagstætt meðan á leiðangrinum stóð og tókst leið- angursmönnum að komast á hvala- slóð alla dagana. Þeir komu gervi- tunglasendum í þrjá steypireyði vestur af Snæfellsjökli og verður Þátttakendur í leiðangrinum, Birgir Stefánsson. Gísli A. Víkingsson, Richard Sears og Mikkel V. Jenssen. nú hægt að fylgjast með ferðum og köfunarhegðun dýranna, m.a. að fá upplýsingar um hvar þau halda sig á veturna. Málafjöldi eykst á ný hjá yfírskattanefnd 550 kærur vegna hlutabréfakaupa Til sölu Toyota Avensis Wagon. Nýskráður 30.07.1999, 2000 vél, 5 gíra, svartur, ekinn 8.000 km, ál- felgur. Ásett verð 1.990.000. Nánari uppl. hjá Bílaþingi Heklu, sími 569 5500. Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 9-18 laugardagar kl. 12-16 . BÍLAÞINGfEKLU Nmie-i c-ÍH í nohPu/yi bílvrn/ Laugavegi 174,105 Reykjavík, sími 569-5500 www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is YFIRSKATTANEFND hefur fengið að minnsta kosti 550 kærur vegna ágreinings um skattlagningu starfsfólks hlutafélaga vegna kaupa þess á hlutabréfum á sérstökum kjörum. Eru þetta 60% móttekinna mála hjá nefndinni á þessu ári og nú stefnir í að fjöldi mála hjá yfirskatt- anefnd verði meiri en verið hefur undanfarin ár. Við skráningu hlutafélaga á al- mennan hlutabréfamarkað og hlutafjárútboð hefur starfsfólki í sumum tilvikum verið boðið að kaupa hlutabréf á sérstökum kjör- um, oft á lægra verði en almenningi hefur gefist kostur á í almennum útboðum. Á þetta meðal annars við um ríkisviðskiptabankana, Lands- banka íslands og Búnaðarbanka ís- lands. Skattstjórar hafa talið undir- verðlagningu hlutabréfanna til skattskyldra tekna og hafa risið mörg mál vegna þeirrar afstöðu. Skattgreiðendur geta skotið úrskurðum skattstjóra til yfir- skattanefndar. Jónína B. Jónas- dóttir, varaformaður nefndarinnar, staðfestir að borist hafi að minnsta kosti 550 slík mál það sem af er ári. Málin bíða afgreiðslu nefndarinnar og verða afgreidd hvert fyrir sig en þó væntanlega á svipuðum tíma, að sögn Jónínu. Afgreiðslutími hefur styst Yfirskattanefnd hefur fengið 932 mál það sem af er þessu ári. Eru það fleiri kærur en undanfarin ár. Fram til þessa hefur smám saman dregið úr málafjölda fyrir nefnd- inni, að því er fram kemur í árs- skýrslu yfirskattanefnar fyrir síð- asta ár. Flest voru málin árið 1990, 1445, þau voru um 1000 á árunum 1995 til 1997 en voru komin niður í 614 á síðasta ári og hafa aldrei verið svo fá. í ársbyrjun átti yfirskatta- nefnd eftir að afgreiða 326 mál. Hún hefur afgreitt 320 mál frá ára- mótum og eru því nú tæplega 940 mál hjá nefndinni. Yfirskattanefnd ber samkvæmt lögum að úrskurða um mál innan sex mánaða frá því ríkisskattstjóri hefur lokið athugun sinni á kæru. Það hefur ekki alltaf tekist. Á síð- asta ári var meðaltími máls fyrir nefndinni um það bil 5,5 mánuðir sem er um það bil helmingi styttri tími en á árunum 1992 til 1997. Vegna fjölda mála vegna hluta- bréfakaupa stefnir í verulega aukn- ingu á nýjan leik. Jónína vonast þó til þess að það verði ekki til að af- greiðslutími lengist aftur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.