Morgunblaðið - 11.07.2000, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJLiL)AGUKU.JULl 2IUUU
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Fyrsta
starfsári
Skógar-
sjóðsins
lokið
FORSETI íslands, Ólafur Ragnar
Grnnsson, afhenti þcim viðurkenn-
ingarskjöl sem hæstu styrki hlutu
úr Skdgarsjóði á Bessastöðuin í
gær. Nú er lokið uppgjöri fyrsta
starfsárs Skógarsjóðsins, en hann
var stofnaður / maí í fyrra. Hann
aflar fjár með frjálsum framlögum
almcnnings og ver aflafé sínu til
skógræktar og rannsókna á því
sviði. A síðastliðnu ári tóku um
100.000 manns þátt 1 söfnunum
Skdgarsjóðsins og veittir hafa ver-
ið styrkir fyrir 11 milljónir króna.
Stærstu styrkþegar ársins voru
Markús Runólfsson, hönnuður
tijáplöntunarvélar, Skógræktarfé-
lag Rangæinga og Ragnhildur
Ragnarsdóttir, eigandi jarðarinnar
Syðri-Rauðalæks í Holtum. Þau
Litlar
verðsveiflur
á ólöglegum
vímuefnum
SAMKVÆMT könnun sem SÁÁ
gerði meðal sjúklinga sinna í júní-
mánuði eru litlar breytingar á
verðlagi ólöglegra fíkniefna um
þessar mundir. Þykir þetta benda
til þess, að framboð á fíkniefna-
markaðnum haldist jafnt og stöð-
ugt.
Könnunin fer þannig fram, að
þeir sjúklingar sem innritast á
Sjúkrahúsið Vog á könnunardegi
gefa upp vímuefnakaup síðustu
tveggja vikna. Fara slíkar kannan-
ir fram mánaðarlega og gefa með-
ferðar- og forvarnaraðilum mikil-
vægar upplýsingar um þróun mála
á vímuefnamarkaði.
Sem dæmi um litlar verðsveiflur
vímuefna má nefna að meðaltals-
verð á einum skammti af e-töflunni
hefur hækkað um 50 krónur frá því
í maí; kostaði þá 2.900 krónur en
var komið í 2.950 krónur í júní.
Verð á kókaínskammti hefur einnig
hækkað lítillega, eða úr 10.250
krónum í 10.290 krónur en verð á
amfetamíni helst stöðugt. Verð á
flestum efnum hefur hins vegar
hækkað frá því í apríl, þegar það
var sem lægst.
------♦-♦-«-----
Digranesprestakall
Séra Magnús
B. Björnsson
valinn
SÉRA Magnús B. Bjömsson hefur
verið valinn til að gegna embætti
prests í Digranesprestakalli. Val-
nefnd komst að einróma niðurstöðu
sl. sunnudagskvöld um að leggja til
við biskup að sr. Magnús verði valinn
en umsækjendur voru sex.
Auk Magnúsar sóttu fimm guð-
fræðingar um prestsembættið en
sóknarprestur í Digranesprestakalli
er sr. Gunnar Sigurjónsson. Um-
sækjendur voru guðfræðingarnir
Auður Inga Einarsdóttir, Elínborg
Gísladóttir, Guðmunda Inga Gunn-
arsdóttir, Petrína Mjöll Jóhannes-
dóttir og Sveinbjörg Pálsdóttir.
----------------
„Vinningnr-
inn fór á
góðan stað“
ÞRIGGJA bama fjölskylda í
Reykjavík datt í lukkupottinn um
helgina þegar hún vann um 30 millj-
ónir króna í laugardagslottóinu, en
potturinn var sjöfaldur. Vinningur-
inn kemur sér afar vel fyrir fjöl-
skylduna og gerir henni m.a. kleift
að finna sér húsnæði við hæfí, en eitt
bamanna á við fötlun að stríða.
í fréttatilkynningu frá íslenskri
getspá segir að fjölskyldan hafi gefið
sig fram á skrifstofu fyrirtækisins í
morgun með vinningsmiðann, sem
var 10 raða sjálfvalsmiði með jóker
og kostaði 580 krónur.
„Vinningurinn fór á góðan stað að
þessu sinni þar sem fjölskyldan hef-
ur verið að vinna í þvi að stækka við
sig húsnæði en hún býr í 80 fermetra
íbúð og farið að þrengja að. Eitt
barnanna á við fötlun að stríða þann-
ig að þessi vinningur mun gera fjöl-
skyldunni kleift að finna húsnæði við
hæfi,“ segir í tilkynningunni.
Þar segir að fjölskyldan taki oft
þátt í lottóinu. Um síðustu helgi þeg-
ar fyrsti vinningur vai- sexfaldur hafi
heimilisfaðirinn keypt tvo miða sem
enginn vinningur hafi komið á. Hafi
eiginkonan haft á orði að þessum
peningum hefði ekki verið vel varið.
Eiginmaðurinn hafi þó ekki látið
segjast og keypt aftur tvo miða fyrir
sjöfalda pottinn.
tóku við viðurkenningum frá for-
seta íslands, Ólafi Ragnari Gríms-
syni, sem er verndari sjóðsins.
Frá vinstri á myndinni eru:
Ragnheiður Ragnarsdóttir, Mark-
ús Runólfsson, Sigurbjörg EIi-
marsdóttir, sem tók við viðurkenn-
ingu fyrir hönd Skógræktarfélags
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rangæinga, Þorvaldur Þorvalds-
son, stjórnarmaður í Skógarsjóði,
og Ólafur Ragnar Grímsson for-
seti.
Milljón króna styrkur veittur til þróunar trjáplöntunarválar
Markúsarplóg-
urinn ryður
sér til rúms
MARKÚS Runólfsson hlaut í gær
einnar milljónar króna styrk úr
Skógarsjóði til hönnunar og smíði
trjáplöntunarvélar. Markús segist
hafa fengið hugmynd að vélinni,
sem gjarnan er kölluð Markúsar-
plógur, fyrir nokkuð mörgum ár-
um. „En hugmyndin komst fyrst í
framkvæmd í ágúst 1998,“ segir
hann.
Heildarkostnaður vegna vélar-
innar nemur ekki undir fjórum
milljónum, en Markús hefur feng-
ið rúmlega 3 milljónir í styrki. Af-
ganginn hefur hann lagt til sjálfur.
Hann hefur stofnað fyrirtækið
Trjáplöntur ehf., sem selur gróð-
ursetningarþjónustu með hjálp
vélarinnar.
Markús segist hafa að mestu
leyti hannað tækið sjálfur, utan að
hafa fengið aðstoð smiða við út-
færslur á ýmsum atriðum. Vélin
er smíðuð í Vélsmiðjunni á Hvols-
velli.
Gróðursetur betur
en mannshöndin
Trjáplöntunarvélin virkar þann-
ig að hún gerir plógfar í jörðina og
ýtir grassverðinum í burtu. Þá
jarðvinnur hún í plógfarinu og
gerir rauf ofan í farið. Þangað er
plöntunni smeygt. Vélin gefur
áburð, sem lendir undir plöntunni.
Síðan kemur svokallaður vökva-
rótur, sem rótar jarðvegi að. Vélin
getur sáð lúpínu, þannig að lúpína
komi á milli plantnanna. I mjög
snauðum jarðvegi er það hentugt,
þar sem lúpínan skapar skjól og
gefur næringu.
Markús segir að einn aðalkostur
vélarinnar sé hversu vel hún gróð-
ursetur. „Hún kemur plöntunni í
skjól, jarðvinnur og setur áburð
undir hana,“ segir hann. Annar
höfuðkostur er afköst, en vélin af-
kastar yfir 1.000 plöntum á
klukkustund við þokkalegar að-
stæður. Maður sem vinnur við
gróðursetningu í akkorði getur
náð 1-2.000 plöntum á dag. Hann
jarðvinnur þó ekki, né gerir hann
rásir fyrir plönturnar eða ber á.
Þar hefur vélin einnig yfirhöndina.
Nú eru til tvö eintök af Markús-
arplógi hér á landi, en eftir því
sem Markús kemst næst er hún
ein sinnar tegundar í heiminum.
„Ég veit reyndar um vélar til
gróðursetningar erlendis, en þá er
það í unnið land,“ segir hann.
Vélin er 5-600 kíló og því þarf
nokkuð kröftuga dráttarvél til að
draga hana. Hún þarf að vera yfir
70 hestöfl og vera með framdrifi.
Útlendingar hafa
hrifist af vélinni
Markús er kennari að mennt og
býr á Hvolsvelli. Hann hætti
kennslu árið 1993 og síðan hefur
hann helgað sig þessum störfum.
Trjárækt hefur verið áhugamál
hans í gegnum tíðina og er hann
formaður Skógi’æktarfélags
Rangæinga.
Þessa stundina er fyrirtæki
Markúsar að gróðursetja í gamla
lúpínuakra í Gunnarsholti. Þar eru
báðar vélar í notkun. Alls verða,
segir Markús, settar niður um 200
þúsund plöntur þar í sumar, á 80
hekturum lands.
Að sögn Markúsar hafa nokkrir
útlendingar komið til að skoða
trjáplöntunarvélina og verið mjög
hrifnir, en þau mál eru ekki komin
á það stig að pantanir liggi fyrir.
„Það er auðvitað ljóst að hægt er
að nota tækið á ýmsum stöðum á
jörðinni," segir Markús Runólfs-
son.
Markús Runólfsson við stjórnvölinn í trjáplöntunarvél sinni sem kölluð er Markúsarplógur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg