Morgunblaðið - 11.07.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.07.2000, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Amaldur Gleður augað FJÖLDI ferðafólks leggur leið sína í Hrisey á Eyjafirði hús, gróður, fuglalíf og rólegt mannlíf, ekki síst í veð- á sumrin. í eyjunni er margt sem gleður augað, falleg urblíðu. Ráðstefnu vísinda o g triiarbragða lokið Einstaklega vel heppnuð Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Frú Vigdís Finnbogadóttir, formaður Alþjóðaráðs UNESCO um siðferði í visindum og tækni, flytur lokayfirlýsingu ráðstefnunnar. „ÞETTA hefur verið mjög skemmti- legt fyrir alla þá sem huga að hinum sameiginlegu þáttum trúar og vís- inda og ég held að allir séu sammála um að þetta hafi verið einstaklega vel heppnað að öllu leyti,“ sagði dr. Sig- urður Arni Þórðarson, þegar hann var spurður að því hvernig alþjóð- lega ráðstefnan um samræður vís- inda og trúarbragða hefði tekist, en hann var framkvæmdastjóri hennar. Ráðstefnunni lauk um kl. 18 á laug- ardaginn sl. í blíðskaparveðri á Þing- völlum, með því að frú Vigdís Finn- bogadóttir, fv. forseti íslands, las upp lokaályktun hennar. Að sögn dr. Sigurðar Áma voru þátttakendur ótrúlegur hópur fólks með gríðarlega og fjölbreytilega hæfileika. „Það var áberandi hvað umræðan var öflug, hvað umræðuhópamir skiluðu mikilli vinnu og hve djúp plógförin vom. Hér vom fulltrúar tuttugu þjóð- landa, en engu að síður náði þetta fólk ákaflega vel saman. Hér kynntu menn hugmyndir sínar og hlustuðu á hugmyndir annarra, og reyndu í fullri einlægni að vinna sig fram til skilnings á sjónarmiðum hver ann- ars, þannig að hér vom í gangi sam- ræður, í orðsins fyllstu merkingu, eins og að hafði verið stefnt.“ Alyktun ráðstefnunnar Við, þátttakendur á ráðstefnunni, gemm okkur grein fyrir a) að við lif- um á tímum djúpstæðra breytinga á öllum mannlegum aðstæðum sem eiga rætur að rekja til byltingar- kenndra framfara í vísindum, ný- sköpunar í tækniheiminum og til samtengingar heimsbyggðarinnar; b) að við mannkyni blasir alvarleg vá vegna hungurs, átaka, sjúkdóma og hnignunar umhverfis; c) að spenn- andi tækifæri og um leið nýjar ógnir munu mæta mannkyninu og lífinu á jörðinni á komandi árþúsundi; d) að vísindi og trúarbrögð hafa í sér fólgna möguleika bæði til góðs og ills. Við leggjum áherslu á a) hina eðl- islægu fegurð alheimsins sem er sí- stæð uppspretta gleði og innblást- urs; b) grundvallargildi vísinda- iðkana svo sem þeirra sem fást við könnun himingeimsins og kortlagn- ingu á genamengi mannsins svo og á þýðingu vísinda fyrir skilning okkar á margs konar heimsvá og möguleika til þess að glíma við vandann; c) frumgildi þess að eiga vísun til hinsta veruleika, gildi trúarbragða sem uppsprettu andlegs innsæis, siðferði- legs þroska og vilja til breytinga; d) þörfina fyrir gagnkvæman skilning og virðingu fyrir margs konar trúar- legum og þjóðemislegum bakgrunni; e) að hlutverk trúarbragða og vís- inda bæta hvort annað upp og að möguleikar eru á frekari samþætt- ingu þeirra í viðleitni til hagsbóta fyrir mannkyn; f) þörfina til þess að berjast gegn því sjónarmiði að græðgi sé drifkraftur samfélags; g) þýðingu menntunar til þess að vinna ofangreindum markmiðum fram- gang. I ljósi framansagðs a) skorum við á einstaklinga í hópi vísindamanna, vísindafélög og styrktaraðila að gefa meiri gaum að og veita meira fé í rannsóknir og lausnir á knýjandi heimsvanda; b) skorum við á trúar- legar stofnanir að stuðla að umburð- arlyndi og útrýmingu fordóma, að skapa framtíðarsýn og virkja siðræn öfl í þágu hennar; c) skorum við á trú og vísindi að bregðast sameiginlega og með virkari hætti við mannlegum þörfum, og láta stjómast af siðræn- um viðhorfum í öllum störfum sínum og koma á samhljómi milli andlegra og vísindalegra kennisetninga og beitingu þeirra á öllum sviðum mannlífsins; d) skorum við á skoð- anamótandi og leiðbeinandi stofnan- ir samfélagsins, sérstaklega mennta- stofnanir, að hlusta á sjónarmið jafnt vísinda og trúar, og uppskera ávexti frekari samþættingar þessara tveggja grunnþátta menningar okk- ar. Við heitum að halda áfram til- raunum til þess að sinna sameigin- legu hlutverki trúar og vísinda á nýju árþúsundi og munum annaðhvert ár koma saman á vettvangi þar sem fjallað verður um framtíð trúar og vísinda. Fyrstu athuganir Orkustofnunar á Geysissvæðinu Engar stórkostlegar breytingar ORKUSTOFNUN hefur birt á vef sínum ágrip af niðurstöðum fyrstu athugana á Geysissvæðinu eftir skjálftana í júní. Kemur þar m.a. fram að breytingamar á virkni svæðisins séu ekki nærri eins miklar og menn hafa viljað meina. Rennsli í Geysi var rannsakað skömmu fyrir gos, eða dagana 7.-9. júní og voru því til ágætar saman- burðartölur þegar mælt var aftur eftir skjálftana. Segir á vef Orku- stofnunar að rennsli í Geysi hafi ver- ið 2,5 lítrar á sekúndu fyrir skjálft- ana en 2,7 þegar mælt var aftur eftir skjálftana þann 23. júní. Þá hafi hita- mælingar í hvemum ekki sýnt að hann hefði hitnað. Sagt hefur verið frá aukinni virkni í Konungshver sem er rétt ofan og vestan við Geysi. Segir Orkustofnun að rennsli úr honum hafi aukist rétt eftir skjálftana en verið búið að jafna sig að mestu 23. júní. Þá hafi mnnið úr honum 0,9 sekúndulítrar en áætl- að rennsli fyrir skjálfta hafi verið 0,5 til 1 sekúndulítri. Segir Orkustofnun sögusagnir um að Konungshver hafi verið þurr fyrir skjálfta ekki réttar. Þá er tekið fram varðandi breyting- ar á gosum í Strokki, að erfitt sé að meta þær þar sem veður og vindar geti þar haft áhrif. Á vef sínum leiðréttir Orkustofn- un sögur um að Geysir hafi gosið 50 metra gosi þann 28. júní. Raunin hafi verið sú að gosið hafi verið um 15 metrar en slíkt kalli heimamenn skvettur. Því er það ljóst, að mati Orkustofnunar, að til að Geysir fari að gjósa af alvöru þurfi að hrista að- eins meira upp í honum. Málþing um líferfðatækni Möguleikar líferfðatækni á nýrri öld Björn Rúnar Lúðvíksson MÁLÞING um möguleika líf- erfðatækni á nýrri öld verður haldið á Hótel Loftleiðum á morgun klukkan 13.00 til 17.00. Að þinginu stendur Urður, Verðandi Skuld. Bjöm Rúnar Lúðvíksson er for- stöðumaður lækningasviðs fyrirtækisins. Hann var spurður um tilgang þings- ins. „Meginmarkmið okkar með málþinginu er að stuðla að breiðri og upp- lýstri umræðu um líftækni og erfðavísindi á Islandi. Aðalvísindaráðgjafar fyrir- tækisins munu flytja marg- vísleg erindi um möguleika líferfðatækninnar.“ - Hvað ber hæst í um- ræðunum? „Rauði þráðurinn í umræðunni endurspeglar þá sérstöðu sem þessir menn hafa, en þeir hafa flestir tekið virkan þátt í umræð- um um áhrif og möguleika líferfða- tækninnar til almenningsheilla. Meðal annars talar Leroy Hood prófessor í líftækni við Washing- tonháskóla um líferfðatæknina og byltingu á nýrri öld, þess má geta að Hood hefur komið að stofnun fjölda fyrirtækja á þessu sviði og hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir framlag sitt til vísinda. Hann hefur verið ötull talsmaður þess að færa þekkingu líferfðatækninnar til almennings og til almennings- nota. Auk þess talar Shankar Subramaniam prófessor í lífupp- lýsingatækni við Kalifomíuháskóla í San Diego, en hann er meðal upp- hafsmanna að þróun lífupplýsinga- tækninnar eins og við þekkjum hana í dag. Hann er stofnandi líf- erfðafræðivinnustofu á vefnum (Biological Workbench http://bio- logy.ncsa.uiuc.edu.), en þetta um- hverfi gefur fyrirtækjum, vísinda- mönnum og einstaklingum er vinna við líferfðatæknirannsóknir greiðan aðgang ókeypis að margs- konar upplýsingum og gagnasöfn- un sem nýtast við rannsóknir og hefur vefurinn hlotið miklar viður- kenningar og aðsókn og gríðarlega athygli. Auk þess mun Glenn Evans sérfræðingur í lífvísindum tala um hagnýtingu ofurgreining- artækninar í lífvísindum. En Glenn Evans var einn af talsmönnum þess að The Human Genome Project sé aðgengilegt á vefnum. Vísindarannsóknir hans hafa með- al annars leitt til uppgötvunar á nokkrum genum tengdum krabba- meini. Þá mun Bruce Wallsh pró- fessor í líftölfræði við háskólann í Arizona fjalla um gildi öflugra ætt- fræðiupplýsinga. Rannsóknir hans hafa m.a. beinst að þróun gena milli kynslóða. Þá mun fyrrverandi ritstjóri hins virta vísindatímarits Nature, Nick Short halda almennt erindi um krabbamein: Frá sam- eindum til lækninga. En Short er kunnur ráðgjafi á sviði líftækni í dag. Loks má nefna að lögfræðingar sem eru sérfræðingar á sviði líf- tækninnar munu íjalla um hagnýtingu hug- verka og þroskaferil líftæknifyrir- tækja. Málþingið fer fram á ensku og við hjá Urði, Verðandi, Skuld bjóðum alla velkomna, vísinda- menn sem leikmenn, sem áhuga hafa á þessum málefnum. Aðgang- ur er ókeypis." - Hvemig getur líferfðatækni gagnast almenningi? ► Björn Rúnar Lúðvíksson fædd- ist í Keflavík 1964. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ 1983 ogprófi frá Læknadeild Háskóla íslands 1989 og sérfræðiprófi í lyflækn- ingum frá University of Wiscons- in 1993. Hann lauk námi í ónæm- is- og ofnæmisfræði frá National Ihstitute of Health í Banda- ríkjunum 1996 og doktorsprófi frá Háskóla íslands 1999. Hann hefur starfað sem sérfræðingur í ónæmisfræði í grunnrannsókn- um í Bandaríkjunum, var skipað- ur dósent við læknadeild H.f. og er forstöðumaður lækningasviðs Urðar, Verðandi, Skuldar. Björn er kvæntur Rósu Karlsdóttur hjúkrunarfræðingp og eiga þau fjóra drengi. „Nú er nýlega lokið við að setja fram grunninn að genamengi mannsins. Þær upplýsingar eru mjög mikilvægar til að flýta fram- gangi erfðarannsókna og munu gagnast öllum. Við eigum langt í land ennþá til að skilja hvað hver og einn stafur í þessari miklu bók stendur íyrir. Það er búið að staf- setja hana en nú á þýðingin og túlkunin eftir að fara fram. A þetta mun líftæknifyrirtækið Urður, Verðandi, Skuld beina sjónum sín- um. Með þessari nálgun vonumst við til að geta aukið skilning á sjúk- dómum eins og krabbameini, sem fyrirtækið stefnir að. Nálgun Urð- ar, Verðandi Skuldar byggist á sérstöðu Islands sem þjóðar, sterkri arfleifð íslendinga og mikl- um áhuga almennings á framfór- um í tækni og vísindum. Leiðandi afl í okkar nálgun er mikil og góð samvinna við íslenska lækna og faghópa er unnið hafa ötullega að krabbameinsrannsóknum hér á landi. í þessu eftii er mikilvægt að íslensk líftækni hafi góðan aðgang að hinni bestu mögulegu þekkingu sem völ er á hveiju sinni. Þess má geta að allar okkar rannsóknir grundvallast að sjálfsögðu á góðri og náinni samvinnu við lækna og upplýstu sam- þykki þeirra sem taka þátt í rannsóknunum." - Hvað með samstarf við erlenda aðila? „Enn sem komið er hefur ekki verið gengið formlega frá neinu slíku en vænt- anlega munum við eiga í samstarfi um afmörkuð rannsóknarverkefni á komandi árum. Það er ljóst að mikið og gott samstarf bæði hér á landi og erlendis er ein af megin- forsendum þess að vel takist til við svo yfirgripsmikið verkefni sem krabbameinrannsóknir eru.“ Rannsóknir grundvallast á upplýstu samþykki þátttakenda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.