Morgunblaðið - 11.07.2000, Síða 11

Morgunblaðið - 11.07.2000, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 11 Reykjanestá og nágrenni í umhverfísmat Hitaveita Suður- nesja kærir úrskurð skipulagsstj óra HITAVEITA Suðurnesja hefur kært úrskurð skipulagsstjóra um nýtingu jarðhita í nágrenni salt- verksmiðjunnar á Reykjanesi. Að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra Hitaveitu Suðurnesja, fór svæðið í umhverfísmat og í kjölfarið voru gerðar ákveðnar takmarkanir á því hvers konar vinnsla megi fara þar fram. „Jarðhiti hefur verið nýttur þarna í 30 ár. Við vildum skapa aðstæður fyrir frekari iðnað á svæðinu en áður vildum við vera vissir um að nýta megi jarðhit- ann enn frekar. Með úrskurði skipulagsstjóra er verulega þrengt að okkur og allar fram- kvæmdir gerðar óhagkvæmari," segir Júlíus. Oddur Sigurðsson jarðfræð- ingur segir að fara þurfi afskap- lega varlega í allt rask á þessu svæði. „Reykjanestáin og um- hverfi hennar er í raun einstakur staður á jörðinni. Þetta er einn af fáum stöðum á yfirborði jarð- ar, þar sem úthafshryggur skríð- ur á land og skýrasta og besta dæmið um slíkt. Þarna getur fólk komist í námunda við þetta fyrirbrigði sem er gríðarlega mikilvægt fyrir skilning á jörð- inni,“ segir Oddur. Úthafshryggir verða til þegar jarðflekar reka í sundur og gos- belti myndast. Kerfi af úthafs- hryggjum liggur um alla jörðina en nánast alls staðar eru þeir á hafsbotni. Morgunblaðið/Kristinn Rennt fyrir laxí Elliða- ám VEIÐIMENN búsettir á höfuðborgarsvæðinu þurfa ekki að fara langt til að svala veiði- þorstanum því ein af fjölrnörgum laxveiði- ám landsins rennur í gegnum borgina miðja. Veiðin í Elliða- ám hófst þann 15. júní og í gær höfðu 157 laxar verið dregnir á land. Ekki fylgir það sög- unni hvernig veiðin gekk hjá þessum ágætu mönnum. Ann- ar þeirra stendur ein- beittur með stöngina við árbakkann en hinn virðist hafa fengið nóg í bili og ákveðið að taka sér stutt kaffihlé. Sýningar- og reynsluakstursbílar ACTfíPI Ælflfllflll w I lm mmMmm Im Im %3 mJ VFRÐTI V Ih ll ■■ • FYRSTIR KOMA FYRSTIR FÁ Þeir sem hafa hraðar hendur geta nú tryggt sér bíl af bestu gerð á enn lægra verði. í nokkra daga seljum við með góðum afslætti nokkra bíla sem notaðir hafa verið á sýningum og í reynsluakstri. Fyrstir koma, fyrstir fá. Ekki missa af þessu tækifæri. RENAULT HYUnDni f-y ' '' - | ú : ■ ■ ■ ■ BfLAR AF BESTU GERÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.