Morgunblaðið - 11.07.2000, Síða 13

Morgunblaðið - 11.07.2000, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 13 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Um 15 hundar léku listir sínar á sýningu íþróttadeildar Hundaræktarfélags íslands. Hundakúnstir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum Fjölbreytt starf Vinnuskóla Hafnarfjarðar Krakkar að störf- um úti um allan bæ SÝNING á hundafimi var haldin í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum í Laugardal um helgina við góðan róm viðstaddra. Þar léku um 15 hundar listir sínar undir dyggri stjórn eigenda sinna og leiðbeinenda. Sýningin var haldin á veg- um íþróttadeildar Hunda- ræktarfélags íslands sem undanfarin fjögur ár hefur staðið fyrir vikulegum æf- ingum í hundafimi fyrir fé- lagsmenn og hunda þeirra í Reiðhöllinni í Víðidal. Meðal þess sem hundarnir gera er að fara eftir sérútbúnum brautum, þar sem þeir skríða meðal annai’s í gegnum göng, hoppa í gegnum dekk og yfir vegasölt og ýmsar aðrar hindranir. Þeir sem stýra hundunum eru á öllum aldri Súsanna Antonsdóttir er í stjórn íþróttadeildar hunda- ræktarfélagsins og segir hún hundafimisæfingarnar í Víðidalnum hafa notið tals- verðra vinsælda, Um 30 hundar komi að jafnaði í hvert sinn, en æfingarnar eru opnar öllum hundum sem náð hafa eins árs aldri. Hundunum er skipt í hópa Hundarnir fara eftir sérútbúnum brautum þar sem þeir stökkva í gegnum hringi og mæta alls kyns hindrunum. eftir stærð og hversu Iangt þeir eru komnir. Súsanna segir að þeir sem stýri hund- unum séu á öllum aldri, sá yngsti sé um 10 ára gamall og sá elsti um sextugt. Styrkir tengsl milli hunds og eiganda Hundarnir sem sýndu kúnstir sínar í Laugardaln- um um hclgina eru í sérstök- um sýningahópi sem hefur verið starfandi í um þrjú ár. „f sýningarhópnum eru bæði hundar sem eru búnir að æfa lengi og eins hundar sem eru stutt komnir. Við reynum að hafa þarna hunda á öllum stigum, til að sýna fólki hvernig þessi þjálfun gengur fyrir sig,“ segir Sús- anna. Hún segir þjálfun í hunda- fimi hafa mjög marga kosti bæði fyrir hundinn og eig- andann. „Fyrst og fremst styrkja þessar æfingar tengslin á miUi hunds og eiganda. Eig- andinn nær betra sambandi við hundinn þegar hann fer að vinna svona með hann. Svo er líka mjög gott fyrir hunda að vera innan um aðra hunda,“ segir Súsanna. LISTAHÓPUR Vinnuskólans í Hafnarfirði stóð fyrir leiksýningum á sunnudag fyr- ir utan Sjóminjasafnið. Þar sýndu þau túlkun sína á þjóð- sögunum Draugshúfunni og Djáknanum á Myrká. Um 15 krakkar eru í listahópnum og segh’ Sara Hlín Guðmunds- dóttir, sem hefur umsjón með hópnum ásamt Tinnu Hrafns- dóttir, að hlutverk hans sé að skemmta íbúum Hafnarfjarð- ar. Ellert Baldur Magnússon, forstöðumaður Vinnuskólans í Hafnarfirði, segir að mjög góð reynsla sé af starfi listahóps- ins en hópurinn hefur verið starfandi undanfarin sumur. Ellert tekur fram að starfsemi listahópsins sé ekki aðeins skemmtun og sprell, því krakkarnir í hópnum leggi á sig mjög mikla vinnu. „Þau þurfa að taka þátt í stífum æfingum, undirbúa at- riði og koma fram. Það er þeirra vinna. Þau sjá um að skemmta krökkum á íþrótta- og leikjanámskeiðum og enn yngri krökkum á gæsluvöll- um. Einnig er í undirbúningi að fara inn á elliheimilin og skemmta þar, eins skemmta þau við ýmis tækifæri hér í bænum,“ segir Ellert. Því meiri Ijölbreytni því betra Starfsemi Vinnuskólans í Hafnarfirði er mjög fjöl- breytt. Auk þeirra sem starfa í almennum vinnuhópum og listahópum staifa margir hjá íþróttafélögum og öðrum fé- lögum bæjarins. Ellert segir að samstarf Vinnuskólans við íþróttafélög og önnur félög hafi aukist nokkuð undanfarin ár, en reynsla af öllu slíku samstarfi sé mjög góð. Ellert segir að krakkar séu sendir til starfa þar sem þeirra er þörf. Stundum berist þeim beiðni um aðstoð við hin og þessi störf á vegum bæjarins með skömmum fyrirvara og þá sé reynt að bregðast við með þvi að leysa almenna vinnuhópa Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Listahópur Vinnuskólans í Hafnarfirði sýnir túlkun sína á Djáknanum á Myrká fyrir utan Sjóminjasafnið. frá sínum hefbundnu störfum tímabundið til að sinna af- mörkuðum verkefnum. Hann segir slíkt bæði jákvætt fyrir bæinn, sem fái verkefni sín leyst skjótt og vel af hendi, og einnig fyrir krakkana því það auki fjölbreytni starfs þeirra. „Við erum með krakka að störfum úti um allan bæ,“ seg- ir Ellert. „Margir eru til að- stoðar á íþrótta- og leikjanám- skeiðum og krakkar frá okkur aðstoða líka á boltanámskeið- um hjá FH og Haukum. Aðrir starfa hjá hestamannafélag- inu Sörla, Siglingaklúbbnum Þyti, Skógræktinni, Sundfé- lagi Hafnarfjarðar og skátun- um svo dæmi séu nefnd og einnig er starfandi sérhópur fyrir fatlaða." Ellert segir að æskulýðs- starfsemi Hafnarfjarðarbæj- ar sé í stöðugri þróun og sífellt sé verið að leita nýrra leiða til að auka starfsemina og gera hana fjöllbreyttari. „Meginmarkmiðið er að starfsemi Æskulýðs- og tómstundaráðs dreifist vel um bæinn. Eins erum við mjög spennt fyrir allri fjölbreytni fyrir krakkana og því meiri fjölbreytni, því betra.“ Læra stundvísi og vinnusemi Ki’akkarnir í Vinnuskólan- um eru á aldrinum 14 til 16 ára og eru um 500 talsins. Auk þess starfar 15 manna hópur á aldrinum 17 til 20 við sérstök verkefni. Þegar krakkamir sækja um starf taka þau fram hvers konar starf þau myndu helst vilja fá. Ellert segir að þegar skipt sé í hópa sé bæði horft til óska umsækjenda og reynslu þeirra. Svokallaðir almennir vinnu- hópar fást við ýmiss konar störf og segir Ellert það al- gengan misskilning að krakk- amir séu eingöngu í því að tína arfa og msl. „Fólk gerir sér oft ekki grein fyrir því hvaða verk unglingarnir hafa unnið, til dæmis er stór hluti af hleðsl- unum á Víðistaðatúni unninn af 15 og 16 ára krökkum. Þeir tyrfa líka þúsundir fermetra á hverju sumri, helluleggja, mála, planta trjám og margt fleira.“ Ellert segir að krakkamir séu upp til hópa mjög duglegir að vinna og ljóst sé að þau læri góð og gagnleg vinnubrögð í Vinnuskólanum. Flokkstjórar leggi mikið upp úr því að kenna þeim rétt vinnulag og eins sé áhersla lögð á stund- vísi og góða ástundun. „Þau læra náttúrulega heil- mikið. Bæði læra þau margt í sambandi við garðyrkju og einnig göngum við mjög hart eftir því að þau mæti og að þau mæti á réttum tíma. Við viljum kenna þeim að það skipti miklu máli að vera stundvís og vinnusöm, ekki síst fyrir framtíðina," segir Ellert að lokum. Hafnarfjörður Laugardalur Borgarfulltrúar R- og D-lista Skiptar skoðanir á stöðu einkarekinna leikskóla Reykjavík GUÐLAUGUR Þór Þórðar- son, borgarfulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í leik- skólaráði, segir samkeppnis- stöðu einkarekinna leikskóla og Leikskóla Reykjavíkur mjög svo ójafna. Nokkuð hefur verið fjallað um einkarekna leikskóla á síðum Morgunblaðsins að undanfömu, einkum leikskól- ann Örkina hans Nóa. Starf- semi hans verður hætt frá og með 1. september næstkom- andi þar sem sagt var að reksturinn stæði ekki undir sér. Guðlaugur segir að það sé ekki aðeins vegna þess að einkareknir leikskólar fái lægri styrki en þeir opinberu sem samkeppnisstaða þeirra fyrmefndu sé verri, heldur komi fleira til. I styrkjum til þeÚTa sé til dæmis hvorki innifalinn fjárfestingakostn- aður né viðhaldskostnaður. Einnig segir Guðlaugur að einkareknir leikskólai’ séu dýrari í rekstri vegna löggjaf- ar sem kveður á um fjölda leikskólakennara miðað við aldur barna, en því yngri sem börnin era því færri mega vera í umsjá hvers leikskóla- kennara. Hann segir að oftast setji foreldrar börn sín á einkarekna leikskóla meðan beðið sé eftir plássi á þeim opinbera og því séu bömin yfirleitt yngri á þeim einka- reknu. Þannig þurfi fleiri leikskólakennara til starfa þar miðað við fjölda barna. Byggja upp opinbert en styi’kja einkarekið ekki nægilega Guðlaugur segir rekstur sem þennan nánast vonlaus- an. Hann minnir á að í kosn- ingunum árið 1994 hafi R-list- inn lofað því að árið 1998 yrðu engir biðlistar á Leikskólum Reykjavíkur fyiir börn eins árs og eldri. Nú séu hins veg- ar rúmlega 2000 börn á bið- listum. Guðlaugur segir að ein ástæða þess að ekki hafi tekist að standa við það loforð sé sú stefna fulltrúa R-hstans að byggja aðeins upp opin- bert en neita að styrkja einkaskólana með sambæri- legum hætti. Ki'istín Blöndal, formaður leikskólaráðs, segir hins veg- ar að ein aðalskýring þess að nú séu um 2000 böm á biðlist- um sé sú að ásókn í heilsdags- pláss hafi aukist mun meh-a en gert hefði verið ráð fyrir og skoðanakannanir meðal foreldra höfðu bent tO. Guðlaugur segir einka- rekna leikskóla mun hag- kvæmari kost en þá opinbera. ,Á undanförnum áram hef- ur verið samstaða í þjóðfélag- inu um að auka framboð á leikskólarými“, segir Guð- laugur. „Það era tvær leiðir sem opinberir aðilar, í þessu tilfelli Reykjavíkurborg, geta farið. Annars vegai’ að styrkja einkaaðila til þessara starfa eða að gera þetta allt saman sjálfir. Það er sú leið sem borgin hefur farið.“ Guðlaugm- segir að það yrði mun ódýrara fyrir borg- aryfírvöld ef einkaaðilar sæju í auknum mæli um rekstur leikskóla, með opinberum styrkjum. Kristín segir það rétt að það sé ódýrari kostur. Hún segir yfirvöld Reykjavíkur- borgar hafa styrkt einka- reknu skólana vel og öllum þeim sem sótt hefðu um að fá að reka leikskóla hefði verið veitt slíkt leyfi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hagnr einkarekinna leik- skóla hefur ekki versnað Einnig bendii’ Kristín á að einkareknu leikskólamir hafi tök á að greiða starfsfólki sínu hærri laun en hægt er hjá Leikskólum Reykjavíkur. Hún segh’ það auðvitað af hinu góða, en bendir á að það gæti gefið til kynna að staða skólanna sé nokkuð góð og segist hún ekki telja að hagur einkarekinna leikskóla hafi versnað að undanfórnu. Mánaðarlegir rekstrar- styrkir til einkarekinna leik- skóla era nú 19.150 kr. með bami giftra eða þeirra sem eru í sambúð. Styrkurinn er 34.000 kr. ef um einstætt for- eldri er að ræða eða ef báðir foreldrar era í námi. I ársskýrslu Leikskóla Reykjavíkm- er að finna þró- un rekstrarstyrkja til einka- rekinna leikskóla. Árið 1988 fengu giftir og sambúðarfólk greidd 50% af fjögurra stunda vistun samkvæmt gjaldskrá leikskóla hvort sem barnið var fjórar eða níu stundir. Upphæðin var 6000 kr. þar til árið 1995 þegar rekstrarstyrkurinn var hækkaður í 12.000 krónur fyrir tveggja ára og yngri og 16.000 kr. fyrir þriggja ára og eldri. Hinn 1. júlí 1997 var ákveðið að styrkurinn yrði 16.000 kr. fyrir alla aldurs- hópa. Ári síðar vora styrkii’ til allra aldurshópa hækkaðir um 2000 kr. Einnig kemur fram í skýrslunni að rekstrarstyrk- ur til einstæðra foreldra hafði ekld breyst frá árinu 1988 og verið 30.000 kr. fyrir heils- dagsvistun. 1998 hækkaði styrkurinn um 2000 kr. Árið 1995 var ákveðið að veita námsmönnum þar sem báðir foreldrar era í námi sama rekstrarstyrk og ein- stæðum foreldrum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.