Morgunblaðið - 11.07.2000, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
FMN fær vottun
fyrir gæðaeftirlit
Ljósmynd/Kristján Kristjánsson
Valdimar Brynjólfsson, framkvæmdasljóri Heiibrigðiseftirlits Norður-
lands eystra, til vinstri á myndinni, afhendir Gunnari Sigtryggssyni,
framkvæmdastjóra FMN, vottun vegna innra gæðaeftirlits sem fyrir-
tækið hefur tekið í notkun.
FLUTNINGAMIÐSTÖÐ Norður-
lands hefur fengið vottun frá Heil-
brigðiseftirliti Norðurlands eystra
vegna innra gæðaeftirlits, sem fyrir-
tækið hefur tekið í gagnið. Gæðaeft-
irlitið er samkvæmt Gámes-stuðli,
sem er reglugerð fyrir matvælafyr-
irtæki. FMN er skilgreint sem slíkt
því að fyrirtækið flytur matvöru og
nær því eftirlit til hitastigs kæla í
bílum og vöruhúsum fyrirtækisins,
auk þess sem mismunandi matvör-
um skal haldið aðskildum. Það var
Valdimar Brynjólfsson, fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits-
ins, sem afhenti Gunnari Sigtryggs-
syni, framkvæmdastjóra FMN,
viðurkenningarskjal sem vottar
gæðaeftirlit fyrirtækisins.
„Innra eftirlit er kerfi sem ætlað
er að tryggja gæði, hollustu og ör-
yggi matvæla fyi-ir neytendur. Þetta
er kerfi sem öllum matvælafyrir-
tækjum er skylt að koma upp, en
FMN er skilgreint sem slíkt vegna
þess að fyrirtækið flytur matvæli á
milli staða,“ sagði Valdimar. Hann
sagði að mánuður væri síðan FMN
hefði sett kerfíð í gang og nú væri
komin góð reynsla á virkni þess.
Svala Rún Sigurðardóttir, gæða-
eftirlitsstjóri hjá Landflutningum-
Samskipum, sagði að unnið væri að
því að koma upp slíku eftirliti í öll-
um vöruhúsum fyrirtækisins.
Skipulagsbreyt-
ingar á mjólkur-
iðnaðarsviði KEA
Átta millistjórnendum sagt upp
KAUPFÉLAG Eyfírðinga keypti
alla hluti í MSKÞ ehf. á síðasta ári
og stofnaði MSKEA ehf. um ára-
mót. A þessu ári munu mjólkur-
samlögin á Húsavík og Akureyri,
ásamt félagi í eigu mjólkurfram-
leiðenda, Grönum ehf., renna sam-
an í eitt öflugt sameinað fyrirtæki.
I kjölfarið hefur verið ákveðið að
segja upp millistjórnendum í báð-
um mjólkursamlögunum, samtals 8
manns.
Agúst Þorbjörnsson hefur verið
settur framkvæmdastjóri samein-
aðs fyrirtækis en gengið verður
frá ráðningu annarra stjórnenda í
næsta mánuði. Ágúst sagði að þá
yrði kynnt nýtt stjórnskipulag fyr-
irtækisins og að hugsanlega gæti
þá orðið breyting á starfssviði
mjólkursamlagsstjóranna tveggja,
Hólmgeirs Karlssonar á Akureyri
og Hlífars Karlssonar á Húsavík.
Ágúst sagði Hólmgeir taka yfír
vöruþróunar-, nýsköpunar- og
markaðsmál en hann yrði jafn-
framt staðgengill framkvæmda-
stjóra.
Sameiginleg velta
2,2 milljarðar króna
Markmiðið með þessum skipu-
lagsbreytingum á mjólkuriðnaðar-
sviði KEA er að styrkja stoðir
mjólkurframleiðslu og mjólkuriðn-
aðar á svæðinu. Sameiginleg velta
hins nýja fyrirtækis er rétt um 2,2
milljarðar króna.
Alls vinna tæplega 100 manns í
mjólkursamlögunum á Akureyri og
Húsavík og sagði Ágúst að ekki
lægi fyrir á þessari stundu hvort
starfsfólki myndi fækka í kjölfar
sameiningarinnar. Hugsanlega
yrði um að ræða einhverjar breyt-
ingar á verkaskiptingu svæðanna
en að þær breytingar yrðu þá
kynntar í næsta mánuði.
Utboð nýrrar
heimavistar við
MA og VMA
Hefðbundin útboðsleið valin
AKVEÐIÐ hefur verið í stjórn
rekstarfélagsins Lundar að velja
hefðbundna útboðsleið í útboði fyr-
ir nýja heimavistarbyggingu fram-
haldsskólanna á Akureyri. Að sögn
Jóns Ellerts Lárussonar mun
Arkitekta- og verkfræðistofa
Hauks ehf. sjá um hönnun og von-
ast er til að verkið verði boðið út í
janúar.
Jón Ellert sagði að eftir að hafa
yfirfarið kosti og galla útboðsleiða
hafi venjubundið útboð orðið fyrir
valinu. „Okkur fannst of margt
sem þurfti að skoða betur ef hinar
leiðirnar hefðu orðið fyrir valinu.
Þar má nefna staðsetningu og
stærð sem við hefðum þurft að
ákveða á skömmum tíma“, sagði
Jón Ellert. Hann sagði einnig að
forsendur væru breyttar frá því að
rætt var um heimavist eingöngu
fyrir MA, nú væri Verkmennta-
skólinn einnig aðili að þessari nýju
byggingu. „Við hefðum ekki haft
nægan tíma til að velja hinar leið-
irnir, alútboð og einkaframkvæmd.
Það er almennt talið að hinar leið-
irnir séu betri þegar um síendur-
tekin verkefni er að ræða. Þegar
hins vegar er byrjað frá grunni þá
er gamla aðferðin betri en þar er
um meiri hönnun að ræða,“ sagði
Jón Ellert.
Viðhorf til framhaldsskóla við utanverðan Eyjaförð
Vilji foreldra
ótvírætt jákvæður
NIÐURSTÓÐUR könnunar sem
Rannsóknastofnun Háskólans gerði
íyrir starfshóp á vegum bæjarstjóma
Dalvíkurbyggðar og Ólafsfjarðar á
viðhorfum foreldra og unglinga til
stofnunar lítils framhaldsskóla á
svæðinu liggja nú fyrir. Að sögn Ósk-
ars Þórs Sigurbjömssonar skóla-
stjóra í Ólafsfírði, sem á sæti í starfs-
hópnum, komu niðurstöðumar þeim
ekld á óvart. Milli 80 og 90% foreldra
vom hlynnt slíkri hugmynd en um
50% nemenda lýstu yfir áhuga á að
nýta sér skólann. „Þetta er keimlíkt
reynslu okkar Ólafsfirðinga á meðan
við rákum okkar framhaldsdeild. Þá
var vilji foreldranna ætíð sá að ungl-
ingarnir tækju þetta fyrsta ár sem í
boði var á staðnum, töldu það góðan
kost félags- og kostnaðarlega séð.
Unglingamir vom aftur á móti
hlynntari því að fara í stærri skóla þar
sem hugsanlega væri meira líf og fjör.
Þegar á hólminn var komið vom
krakkamir þó ósköp sátt við það að
vera heima. Ég held því líka að af-
staða unglinganna kynni að breytast
þegar eitthvað væri í hendi, þ.e. ef hér
væri kominn framhaldsskóli á staðn-
um sem raunvemlegur valkostur. Ef
til þess er litið finnst mér bara gott að
helmingur unglinganna hafi lýst yfir
áhuga á stofnun framhaldsskóla hér á
svæðinu," sagði Óskar Þór.
Óskar Þór sagði að þrátt fyrir að
innritun í sjávarútvegs- og fram-
haldsdeildina á Dalvík hefði ekki ver-
ið eftir væntingum þá væri það Ijóst
að áfram yrði unnið í þessum málum á
svæðinu. „Það þarf að vinna málinu
traust, skapa gmndvöll fyrir fram-
haldsskóla á svæðinu og þá á ég von á
því að honum verði vel tekið. Það hlýt-
ur að vera akkur íyrir þessi sveitar-
félög að reka nám í heimabyggð leng-
ur en út 10.bekk,“ sagði Óskar Þór.
Hann sagði að nefndin væri enn að
fara yfir niðurstöður úr skoðanakönn-
uninni og myndi skila áhti sinu á
næstu dögum. Áfram yrði síðan unnið
í málinu í vetur.
Skráðu húsnæðið þitt hjá Leigulistanum þér að kostnaðariausu. Með
aðeins einu símtali er húsnæðið þitt komið á skrá hjá okkur og þar með
ert þú komin(n) í samband við fjölda leigjenda. Skráðu íbúðina núna
áður en hún losnar og komdu í veg fyrir að hún standi auð og arðlaus.
Skráning í síma 511-1600
WIGULISTINN
LEIGUMIÐLUN
Skipholti 50B, • 105 Reykjavík
Styttist
í nýju
Hríseyj-
arferjuna
„NÝJA Hríseyjarferjan ætti að
vera komin til Hríseyjar einhvern
tímann á fjölskylduhátíðinni,"
sagði Einar Hermannsson, verk-
efnisstjóri hjá Vegagerðinni, en
fjölskylduhátíðin er um komandi
helgi. Að hans sögn eru menn
bjartsýnir á að ferjunni verði siglt
norður í land um helgina, allar
prófanir á búnaði hafi gengið eins
og í sögu og því ætti ekkert að
tefja afhendinguna frekar.
„Skrúfubúnaðurinn hefur skilað
því sem af honum var vænst og
jafnvel meira en það ef maður mið-
ar við þann búnað sem við skiluð-
um fyrr á árinu,“ sagði Einar.
Hann sagði reyndar að skrúfurnar
næðu ekki alveg fullum gangi.
„Það er hins vegar auðleyst,
minniháttar vandamál, þar eð allt
annað gengur eins og klukka.
Þetta er eitthvað sem verður lagað
síðar, við viljum alla vega ekki
tefja afhendingu ferjunnar fyrir
þetta lítilræði, nóg er víst komið,“
sagði Einar.