Morgunblaðið - 11.07.2000, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Jón G Guðjónsson
Verið að binda í rúllur á Melum.
Heyskapur hafinn í
Arneshreppi á Ströndum
Árneshreppi - Sláttur hófst hér í
sveit nú 8. júlí og er það óvenju-
snemmt hér um slóðir. Spretta er
mjög misjöfn, en mjög þurrt hefur
verið að undanförnu. Allt er sett í
rúllur eins og undanfarin þrjú til
fjögur ár. Að þessu sinni byrjuðu
bændur á Melum og í Bæ við
Trékyllisvík heyskap.
Ungir sem eldri gestir á fjölskylduhátíðinni spiluðu
knattspyrnu af hjartans lyst og sáust þarna ágætis
tilþrif.
Morgunblaðið/Kristján
Setið og spjallað yfir kaffibolla í stóru tjaldi sem kom-
ið hafði verið upp á svæðinu.
Líf ogfjör
á Reykja-
hátíð
ÁRLEG fjölskylduhátíð starfs-
manna Akureyrarbæjar og fjöl-
skyldna þeirra var haldin í blíð-
skaparveðri á Reylqum í
Fnjóskadai nýlega. Reykir I og II
eru í eigu Akureyrarbæjar og Hita-
og vatnsveitu Akureyrar. Þar er
jarðhitasvæði, heitur lækur til að
busla í og ágætis aðstaða tii úti-
vistar.
Gestir á fjölskylduhátíðinni
gerðu sér ýmislegt til skemmtunar
en hápunkturinn var á laugar-
dagskvöldið. Þá var kveikt í varð-
eldi en efni í bálkostinn er safnað í
Reykjaskógi, sem tilheyrir landar-
eigninni.
Hátíðin var nokkuð fjölmenn en
talið er að um 80-100 manns hafi
verið á svæðinu þegar mest var og
skemmtu menn sér hið besta.
Yngsta fólkið lék sér í heyinu og skemmtilegast fannst þeim að dreifa
því aðeins um svæðið.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Frá stofhfundi Hollvinasamtaka Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað.
Hollvinasamtök Fjórðungssiúkra-
hússins í Neskaupstað stofnuð
Mokveiði á sjó-
stangaveiðimóti
í Grímsey
Neskaupstað - Hollvinasamtök
Fjórðungssjúkrahússins í Neskaup-
stað voru stofnuð fyrir nokkru.
Stofnun samtakanna hefur verið í
undirbúningi um tíma og undir-
skriftalistar hollvina legið frammi í
nokkrum byggðarlögum á Austur-
landi. Alls hafa safnast um 500 nöfn
á stuttum tíma og skráning stofnfé-
laga og innritun er opin til loka
þessa árs. Á stofnfundinum var kos-
in stjórn og í henni eiga sæti: Aðal-
steinn Valdimarsson, Eskifirði,
Gíslunn Jóhannsdóttir, Reyðarfirði,
Sigurður Rúnar Ragnarsson, Nes-
kaupstað, Björg Þorvaldsdóttir,
Neskaupstað og Bjöm Magnússon,
Neskaupstað.
Markmiðið er að styðja við og efla
starfsemi Fjórðungssjúkrahússins
með sem viðtækustum hætti. I lög-
um um félagið segir m.a.: ,Að auka
tengsl almennings við stofnunina og
efla hag hennar með því að standa
vörð um stofnunina og starfsemi
hennar. Að veita stofnuninni fjár-
hagslegan og siðferðilegan stuðning
og hvatningu í ýmsum framfara- og
hagsmunamálum.“
Mikilvægi sjúkrahússins fyrir
fjórðunginn er augljóst en á undan-
förnum árum hefur hafist endur-
uppbygging sem miðar að því að
gera sjúkrahúsið að sterkari stofn-
un sem þjóni Austurlandi um næstu
framtíð. Hollvinasamtökin munu
beita sér fyrir málefnalegri um-
ræðu um stöðu sjúkrahússins og
starsfemi. Einnig munu þau leita
fjárhagslegra leiða til að gera því
kleift að starfa óhindrað allt árið en
nú í sumar veðrur fæðingardeild
þess lokað tímabundið í sparnaðar-
skyni. Það hefur valdið almennri
óánægju þar sem verðandi mæður
hafa reiknað með óbreyttum að-
stæðum miðað við það sem verið
hefur undanfarin ár.
Björn Magnússon yfirlæknir
kynnti á fundinum nýjungar sem
eru á döfinni í starfsemi sjúkra-
hússins s.s. endurhæfingardeild
sem fyrirhugað er að taki til starfa.
Endurhæfingarnámskeiði fyrir
hjartasjúklinga er nýlokið og stefnt
er að fleiri slíkum námskeiðum.
Rannsóknir á svefnerfiðleikum og
öndunartruflunum í svefni eru einn-
ig að fara af stað. Þá ræddi Stefán
Þórarinsson, læknir á Egilsstöðum,
um stöðu Fjórðungssjúkrahússins í
samtengingu við Heilbrigðisstofnun
Austurlands og þróun sjúkrahúss-
þjónustu.
Það er einmitt á vettvangi sam-
takanna að upplýsa almenning um
þessi mál og að kynna betur þá fjöl-
þættu starfsemi sem Fjórðungs-
sjúkrahúsið veitir Austfirðingum og
þeim sem þurfa þjónustu á hinum
ýmsu deildum þess. Á þessu stigi er
nokkuð óljóst um stöðu sjúkrahúss-
ins í þeirri uppstokkun sem á sér
stað innan heilsugæslunnar á Aust-
urlandi þar sem ný yfirstjórn er
tekin við í nafni Heilbrigðisstofnun-
ar Austurlands. Kom fram hjá yfir-
lækninum að innlagnir á sl. þremur
árum eru frá níuhundruð til eitt-
þúsund og er það veruleg aukning
frá því sem verið hefur á undan-
förnum árum.
Er því Ijóst að hér er um mikil-
væga þjónustu að ræða sem sjúkra-
húsið veitir og því telja félagsmenn
samtakanna mjög mikilvægt að
standa vörð um öfluga heilsugæslu
sem þjóni öllu Austurlandi með fjöl-
þættri þjónustu án þess að draga
verði úr starfsemi einstakra deilda.
Grímsey - Mokveiði var hjá keppend-
um á innanfélagsmóti sjóstangaveiði-
félags Akureyrar (SjóAk), Sólrúnar-
móti, sem haldið var í Grímsey um
helgina. Þetta er í annað skiptið sem
slíkt mót er haldið í eyjunni en í
fjórða sinn sem félagið heldur slíkt
mót.
Alls tóku 60 manns, 15 ára og eldri
þátt í sjóstangaveiðimótinu, um
tuttugu fleiri en í fyrra og að sögn
Péturs Sigurðssonar, formanns
SjóAk, tókst mótið gífurlega vel.
Hann sagði að aflinn væri metafli í
kílóum og var efsti veiðimaðurinn
með 450 kíló eftir einn dag sem væri
alveg frábært. Einnig fengu böm
yngri en 15 ára að taka þátt og var
siglt með þau um eftirmiðdaginn.
„Við erum öll virkilega ánægð og
sérlega glöð yfir móttökum Grímsey-
inga í alla staði. Þegar við vorum að
sigla að eyjunni á feijunni Sæfara
kom allur bátafloti Grímseyinga á
móti okkur og það lá við að maður
táraðist yfir slíkum móttökum," sagði
Pétur.
Mikil hátíðarhöld vom eftir veið-
ina. Á meðan að fólk var að landa spil-
aði hljómsveitin Bahoja frá Bakka-
firði niður á höfn og myndaðist mikil
stemmning. Um kvöldið var svo efnt
til grillveislu og var öllum í eyjunni,
ungum sem öldnum, boðið til hennar.
Eftir matinn fór fram verðlauna-
afhending.
Veitt voru verðlaun til aflahæsta
skipstjórans fyrir fyrsta, annað og
þriðja sætið til aflahæstu félaga í
SjóAk í karla- og kvennaflokki, afla-
hæstu nýliða í karla- og kvennaflokki,
aflahæstu bátanna og fyrir stærsta
fiskinn og stærsta fiskinn sinnar teg-
undar, alls um fimm tegundir.
Einnig voru veitt verðlaun „Bjart-
asta vonin“ en þau eru veitt eru ungl-
ingum og fengu tveir slík verðlaun.
Að lokum var slegið upp balli þar sem
hljómsveitin Bahoja lék íyrir dansi.
Mótið er styrkt af útgerðaríyrir-
tækinu Sólrúnu á Árskógsströnd á
Árskógssandi og KEA. Skipulagning
var unnin í samvinnu við KiwanLs-
klúbbinn Grím og Kvenfélagið Baug í
Grímsey og var Óttar Jóhannsson
forseti Gríms í forsvari.
Afreksmannasjóður USAH
Sigurbjörg
hlaut
Blönduúsi - Sigurbjörg Ólafs-
dóttir frjálsíþróttakona úr Ung-
mennasambandi A-Húnvetninga
(USAH) hlaut í dag 100 þúsund
króna styrk úr afreksmannasjóði
USAH.
Sigurbjörg, sem aðeins er
þrettán ára, á íslandsmet í 60
metra hlaupi telpna innanhúss
og á dögunum setti hún íslands-
met í 80 metra grindahlaupi ut-
Ólafsdóttir
styrk
anhúss í flokki telpna 13-14 ára á
Gogga galvaska-mótinu. Auk
spretthlaupa er Sigurbjörg vel
liðtæk í lang- og þrístökki.
_ Aðspurð sagðist Sigurbjörg
Ólafsdóttir æfa allt að tíu sinnum
í viku og í máli Björgvins Þórs
Þórhallssonar formanns USAH,
sem afhenti Sigurbjörgu styrk-
inn, kom fram að auk íþróttanna
þá stæði hún sig mjög vel í námi.