Morgunblaðið - 11.07.2000, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Lina.Net og Ericsson gera samning um ljósleiðaratenfflngu
Eitt þiísund hús
tengd fyrir lok ársins
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Þeir Eiríkur Bragason, framkvœmdasljóri Línu.Nets, Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Línu.Nets, Brian
Madsen, framkvæmdastjóri ljósleiðaraverkefnis Ericssons, og Helgi Hjörvar, varaformaður stjórnar Línu.Nets,
kynntu hið nýja samstarfsverkefni á fundi í Höfða í gær.
LÍNA.NET, fjarskiptafyrirtæki
Orkuveitu Reykjavíkur, og sænska
fjarskiptafyrirtækið Ericsson hafa
skrifað undir samstarfssamning um
ljósleiðaratengingu heimila á höfuð-
borgarsvæðinu í nokkrum áföngum.
Samningurinn um verkefnið, sem
hljóðar upp á rúman einn milljarð
íslenskra króna, var undirritaður í
Reykjavík í síðustu viku og kynntur
á blaðamannafundi í Höfða í gær.
I máli Eiríks Bragasonar, fram-
kvæmdastjóra Línu.Nets, kom fram
að Ericsson myndi taka þátt í kostn-
aðinum af fyrsta hluta verkefnisins.
Aðspurður um hlutdeild Línu.Nets í
verkefninu sagði Eiríkur að fyrir-
tækið gerði sínar eigin viðskipta-
áætlanir, en kostnaður á hvern og
einn íbúa yrði u.þ.b. 7-9 þúsund
krónur á mánuði. „Kostnaðurinn við
fyrsta áfanga verkefnisins er um
100 milljónir króna. Stærsti hlutinn
af þeim kostnaði eru kaup á búnaði
sem Ericsson mun fjármagna."
Viðræður í gangi
við þjónustuaðila
í fyrsta áfanga verða um eitt þús-
und hús á höfuðborgarsvæðinu
tengd ljósleiðarakerfinu fyrir næstu
áramót. Framhaldið mun síðan ráð-
ast af því hvernig eftirspurnin verð-
ur og framboðið á búnaðinum sem
til þarf, en samningurinn í heild
kveður á um að tengingarnar verði
allt að 18 þúsund talsins. Ekki hefur
verið ákveðið í hvaða hverfum hús
verða tengd, en þau verða innan
sveitarfélaganna Seltjarnarness,
Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garða-
bæjar og Reykjavíkur.
Ljósleiðarakerfið mun byggjast á
Tetra-kerfi Línu.Nets sem nú þegar
nær yfir meginhluta höfuðborgar-
svæðisins. Ljósleiðaratengingin
tryggir 100 Mbps hámarksflutn-
ingsgetu til heimilanna. Hún gefur
íbúum kost á öflugu netsambandi,
myndsíma, stafrænu og gagnvirku
sjónvarpi, háþróuðum öryggiskerf-
um, netverslun og menntunarþjón-
ustu. Auk þess verður unnt að bjóða
upp á fjölmarga aðra þjónustu-
möguleika. Eiríkur Bragason sagði
að nú væru viðræður í gangi við þá
aðila sem bjóða þjónustu sem mögu-
legt er að bjóða upp á í gegnum ljós-
leiðarakerfið. Meðal þeirra eru
sjónvarpsstöðvarnar, netþjónustu-
aðilar og símafyrirtæki. í kjölfarið á
þeim viðræðum mun að sögn Eiríks
skýrast hversu hratt samstarfs-
verkefnið mun ganga.
„Markmið okkar er að tengja sem
allra flesta í borginni við ljósleiðar-
ann. Við setjum ekki punktinn þar
heldur sjáum við þetta verkefni fyr-
ir okkur í alþjóðlegu samhengi í
samvinnu við Ericsson,“ sagði Ei-
ríkur.
Á fundinum í gær kom fram að
fyrsta fjölbýlishúsið hefði nú þegar
verið tengt við ljósleiðarakerfið, en
það er staðsett gegnt höfuðstöðvum
Línu.Nets við Skúlagötu í Reykja-
vik. Allar íbúðir hússins eru tengd-
ar.
Ekki einblínt á neina eina tækni
„Hér er á ferðinni tímamóta-
samningur og verkefnið er hið
stærsta sinnar tegundar í heimin-
um,“ sagði Alfreð Þorsteinsson,
stjórnarformaður Línu.Nets.
Brian Madsen, framkvæmda-
stjóri verkefnisins hjá Ericsson,
sagði samninginn vera stórt fram-
tíðarskref fyrir samningsaðila og að
hann skapaði mikil tækifæri fyrir
Reykvíkinga.
Lína.Net var stofnað af Orku-
veitu Reykjavíkur í júní á síðasta ári
og voru markmið þess að veita
fjarskiptafyrirtækjum þjónustu á
sviði gagnaflutninga. Að sögn Ei-
ríks Bragasonar hefur fyrirtækið
meðal annars unnið að nettengingu
heimila og þar hefur mismunandi
tækni verið notuð. „Við ákváðum að
einblína ekki á neina eina tækni.
Meðal annars höfum við unnið að
verkefnum í gagnaflutningum gegn-
um rafveitukerfið og í gegnum ör-
bylgjukerfi. En öflugasta tengingin
og sú sem býður upp á mesta fram-
tíðarmöguleika er tvímælalaust
tenging með ljósleiðara," sagði Ei-
ríkur.
Hann bætti við að kostnaður á
endatengingum hefði hríðlækkað og
ný tækni hefði einfaldað uppsetn-
ingu.
Dómur Evrópu-
dómstólsins yfir
Volkswagen
Spá aukinni
samkeppni
í sölu á nýj-
um bflum
MÖRG verslunarfyrirtæki í Þýska-
landi eru nú alvarlega að íhuga að
fara út í sölu á bílum í kjölfar dóms
Evrópudómstólsins gegn Volkswag-
en á dögunum en í honum var
Volkswagen-fyrirtækið dæmt til
greiða níutíu milljónir evra eða 6,5
milljarða íslenskra króna í sekt fyrir
að hafa hindrað innflutning á ódýr-
um Volkswagen-bifreiðum frá Italíu,
segir í grein í Die Welt.
Flestir hagfræðingar og lögfræð-
ingar telja að með dóminum hafi ver-
ið kippt grundvellinum undan einok-
unarsölukerfi bílaframleiðendanna
en stjórn Evrópusambandsins hefur
tilkynnt að hún hyggist koma á
auknu frelsi í sölu á nýjum bfium fyr-
ir árið 2003.
Spá allt að 25% verðlækkun
í nýrri þýskri rannsókn sem gerð
var á vegum neytendasamtakanna
Stiftung Warentest kemur meðal
annars fram að verð á nýjum bflum
kunni að lækka um allt að fjórðung
vegna aukinnar samkeppni í sölu á
nýjum bflum. Gangi þessi spá eftir
myndi það þýða að nýr Volkswagen
Golf, sem kostar nú um 1,3 milljónir
íslenskra króna í Þýskalandi, myndi
lækka í um 980.000 krónur. Tals-
maður verslunarkeðjunnar Markt-
kauf í Þýskalandi, sem rekur 228
vöruhús og byggingarvöruverslanir,
segir að keðjan muni taka upp sölu á
nýjum bílum um leið og bílaframleið-
endur séu tilbúnir að afhenda keðj-
unni bifreiðar. Pöntunarrisinn Otto,
kaffiframleiðandinn Tchibo og versl-
unarkeðjan Karstadt/Quelle hafa
þegar gefið út að þau vilji selja nýja
bíla, bæði beint í verslunum sínum,
með pöntunarlistanum og á Netinu.
------^-------T
Afkoma ÚA
lakari en
áætlað var
AFKOMA Útgerðarfélags Akureyr-
inga hf. verður lakari fyrri hluta yfir-
standandi árs en áætlanir gerðu ráð
fyrir. Þetta kemur fram í afkomuvið-
vörun sem félagið hefur sent frá sér.
Árið 1999 nam hagnaður fyrri
hluta ársins 180 milljónum króna og
veltufé frá rekstri 483 milljónum. Nú
er sýnt að félagið verður rekið með
töluverðu tapi á fyrri hluta ársins og
veltufé frá rekstri verður einnig lak-
ara en árið áður.
Meginástæðurnar fyrir lakari af-
komu má rekja til verulegs gengis-
taps, sölutaps eigna, lækkandi af-
urðaverðs og birgðasöfnunar.
„Gengi krónunnar veiktist á síð-
ustu dögum júnímánaðar, sem veld-
ur um 160-170 milljóna króna geng-
istapi á skuldum félagsins en þær
eru nær allar í erlendri mynt. Veik-
ing á gengi krónunnar veldur því að
skuldir félagsins hækka en á móti
kemur að tekjur þess hækka einnig
til framtíðar. Þá hefur verð flestra
afurða félagsins lækkað frá áramót-
um og afurðabirgðir aukist. Enn-
fremur nam sölutap við sölu loðnu-
skipsins Arnarnúps ásamt veiði-
heimildum í apríl sl. samtals 120
milljónum króna. Loks má nefna að
tilkostnaður hefur hækkað og afla-
brögð eru lakari en á sama tímabili í
fyrra.
Vert er að taka það fram að sölu-
tap vegna eigna og gengistap lang-
tímaskulda félagsins, samtals 280-
290 milljónir króna, hefur ekki áhrif
á veltufé frá rekstri en það er, eins
og oft hefur komið fram, sá mæli-
kvarði sem félagið notar til að meta
árangur sinn í rekstri," segir í af-
komuviðvöruninni.
I
Morgunverðarfundur í Sunnusal á Hótel Sögu
Föstudaginn 14. júlí 2000, kl.8:00 - 9:30
ALÞJOÐLEG VIÐSKIPTAFELÖG:
STAÐA ÍSLANDS
í ALÞJÓÐLEGRI SAMKEPPNI
Hver er staða íslands í sívaxandi samkeppni um alþjóðlegt íjármagn?
Eru London og New York stærstu aflanda (offshore) miðstöðvar heims?
Hvað líöur skattasamræmingu innan ESB og OECD?
Hver er reynslan af ársgömlum lögum um alþjóðleg viðskiptafélög?
FRAMSOGUMENN OG RÆÐUR
(Hlutveik íslands í alþjóðlegu hagkerfi) Iceland's role in the globalised economy
Edmund L Bendelow, formaður Offshore institute, en þau samtök em leiðandi í að skipuleggja
ráðstefhur um slík málefni víða um heim auk þess að gefa út tímaritið Shore to Shore
Reynslan af lögunum um alþjóðleg viðskiptafélög
Gunnar Jónsson hri., formaður starfsleyfisnelhdar um alþjóðleg viðskiptafélög
Bjamfreður Olaísson hdL, fiá Tax.is ehf.
Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 2.000,-
Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er
að tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 510 7100 eða
bréfasíma 568 6564 eða með tölvupósti mottaka@chamber.is.
VERSLUNARRAÐ ISLANDS
4