Morgunblaðið - 11.07.2000, Síða 22

Morgunblaðið - 11.07.2000, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR11. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Útsölur hafnar á Laugaveginum og í Kringlunni Fyrstur kemur, fyrstur fær * * Utsölur hófust víða í lok síðustu viku. Ut- sölutímabilið er misjafnt milli búða, allt frá einni viku og upp í rúman mánuð og afslátt- urinn allt frá 20% og upp í 70%. Hrönn Indriðadóttir rölti á nokkrar útsölur og komst að raun um að þótt margir væru bara að skoða voru aðrir búnir að gera hagstæð kaup á sig og sína. Þegar rölt var á útsölur nýlega voru margir á Laugaveginum en fáir með poka enda sögðu allnokkr- ir að þeir væru bara að skoða og hugsa sig um. „Afslátturinn er svipaður og í fyrra eða frá 20% og upp í 70%,“ segir Hildur Símonardóttir, versl- unarstjóri Vinnufatabúðarinnar og talsmaður Laugavegssamtakanna. „Haustvörumar byrja yfirleitt ekki að koma inn fyrr en í kringum 15. ágúst þannig að útsölurnar standa yfírleitt yfir fram að þeim tíma. Sumar verslanir eru með út- sölur í stuttan tíma en aðrar sem eiga nóg á lager hafa útsölur leng- ur.“ Aðspurð sagði Hildur mikið fjör vera á Laugaveginum og kaup- menn greina mikinn uppgang frá því í fyrra sem kannski mætti rekja til þess að þar væri orðin svo mikil kaffihúsamenning. Þegar blaðamaður ræddi við markaðsstjóra Kringlunnar vom um tíu verslanir byrjaðar með út- sölur en flestar byrja þó fimmtu- daginn 13. júlí. „Það er mjög mikið að gera hjá okkur og það komu til dæmis tæplega 30.000 manns á fimmtudaginn en þá er opið til klukkan 21,“ segir Ivar Sigurjóns- son, markaðsstjóri Kringlunnar. „Afslátturinn er svipaður og í fyrra eða frá 20% til 50%, þ.e.a.s. eins og er. Utsalan endar síðan eins og áv- allt í ágúst með sérstökum götum- arkaði." Hörvörur vinsælar Ágústa Jónsdóttir, einn af eig- endum kvenfataverslunarinnar CM á Laugaveginum, segir að það hafi verið mikið af gera frá því út- salan hófst og afslátturinn væri frá 20% og upp í 70%. „Skórnir em mjög vinsælir hjá okkur og eins buxurnar. Það eru nánast allar vömr á útsölu hjá okkur. Þetta er svipaður afsláttur og í fyrra.“ Að- spurð sagði Ágústa að útsalan yrði ekki lengi eða í kringum viku. Troðið var út að dyrum þegar blaðamann bar að garði í verslun- inni Monsoon á Laugaveginum. Sigurlína Andrésdóttir, verslunar- stjóri Monsoon, sagði að mikið hefði verið að gera frá því útsalan hófst. „Við veitum 30% til 50% af- slátt af öllum vörum nema skart- gripum og aukahlutum. Vinsæl- ustu vömmar eru hörvörur og þær fljúga út. Utsalan verður öragglega í mán- uð en þá fara að koma inn nýjar vömr.“ Helmingsafsláttur af herrafatnaði í Hagkaupi Útsalan í barnafataversluninni EXIT hófst í síðustu viku og að sögn verslunarstjórans, Bryndísar Hauksdóttur, hafði mikið verið að gera. „Að meðaltali eram við að veita 40% afslátt og það era nánast allar vörar á útsölu. Þess má geta að sumarskokkur sem var áður á 1.290 krónur kostar núna 790 krónur. Útsalan endar svo með sérstökum götumarkaði og þá verða þær vörur sem eftir verða lækkaðar enn frekar.“ Útsalan hófst í Hagkaupi á fimmtudaginn í síðustu viku. Að sögn Jóns Björnssonar, fram- Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Hægft er að gera góð kaup í verslunum um þessar mundir. kvæmdastjóra Hagkaups, er af- slátturinn svipaður og í fyrra og hefur útsalan farið mjög vel af stað. „Við veitum 40% tO 50% af- slátt. Það er 40% afsláttur af öllum vöram nema herrafatnaði en þar er 50% afsláttur. Ástæða þess er að við eigum stærri lager af herra- fatnaði. Þetta eru rúmlega tvö þús- und vörategundir sem era á af- slætti hjá okkur,“ segir Jón. Útsalan mun standa yfir í þrjár vikur að sögn Jóns og útsölulokin verða síðan vikuna eftir verslunar- mannahelgina. Sæmundur Halldórsson Karfa full af skóm Sæmundur Halldórsson var í herradeild Hagkaups, glaður í bragði, enda búinn að fylla körf- una sína af fatnaði og skóm á hag- stæðu verði að hans sögn. „Ég hef aðallega keypt skó enn- þá, allt frá 300 krónum og upp í 1500 krónur. Þá fann ég skyrtu á 1995 krónur og bindi á eitthvað svipað." Aðspurður sagðist hann vera að leita sér að bolum þegar blaðamaður hafði uppi á honum og átti jafnvel von á því að bæta töluvert fleiru í körfuna sína. Stefnan að kaupa eitt- hvað á alla fjölskylduna Ragnheiður Jó- hannsdóttir, Kristján Krist- jánsson og syn- irnir Birkir Orn og Kristján Reynir voru niðursokkin við eina af Qöl- mörgum slám í Kringlunni. Ragnheiður var að máta jakka sem henni leist vel á þegar blaðamann bar að garði. „Við erum búin að kaupa föt og stefnan er að kaupa eitthvað á alla fjölskyld- una,“ segir Ragnheiður. „Við keyptum föt á eiginmanninn í Hagkaup og gerðum góð kaup.“ Að sögn keyptu þau nokkra boli, Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Fjölskyldan Ragnheiður Jóhannsdóttir, Kristján Kristjánsson og synirnir Birkir Örn og Kristján Reynir. peysu og jakka og allt þetta kostaði um sex þúsund krón- ur. U R VA U£) Bntax BSLSTÓLAR ÚÍAí/Xa. oÍXma, ll» 553 3366 G L Æ S I B Æ www.oo.is er Tajá o V)cur LIÐ-AKTÍN Góð fæðubót fyrir fólk sem er með mikið álag á liðum Margt spennandi Vinkonumar Linda María Al- freðsdóttir og Steinunn Dúa Grímsdóttir töldu sig vera búnar að gera góð kaup. Þær höfðu verið að versla á 3. hæð í Kringlunni á Markaðstorg- inu og sögðu þær stöllur að hægt væri gera góð kaup þar. Önnur þeirra hafði keypt sér peysu á 790 krónur og nýja framhlið á GSM-símann sinn á 990 krónur. Hin var ekki búin að kaupa neitt ennþá en þó búin að taka frá buxur á Markaðstorginu. Þær voru langt frá því að vera hættar að versla og sam- mála um að útsölurnar í ár væru spennandi. Vinkonumar Linda María Alfreðs- dóttir og Steinunn Dúa Grímsdóttir. Linda Hrönn Karlsdóttir Schiöth Hvítur sumar- fatnaður Linda Hrönn Karlsdóttir Schiöth var með ömmu sinni og föðursyst- ur í Kringlunni og skemmti sér vel meðal fólksfjöldans í versluninni Cosmo. Þegar blaðamaður náði tali af henni hafi hún keypt sér hvítar sumarbuxur og bol og sagð- ist ánægð með kaupin. „Ég er búin að skoða mikið, það er alltaf gam- an að fara á útsölur en þetta er orðið gott í bili,“ segir Linda Hrönn. Konan strax búin að finna eitthvað Fjölskyldan Magnús Magnússon, Heiða Hringsdóttir og bömin Mjöll og Darri vom rétt nýkomin í Kringluna þegar blaðamaður fang- aði þau. „Eg er ekki búinn að kaupa neitt ennþá en sé að konan er strax búin að finna eitthvað í Hag- kaupi,“ segir Magnús. „Ég er búin að fínna naglalakkseyði og húð- mjólk í afmælisgjöf handa vinkonu minni. Ég tel mig hafa gert góð kaup,“ segir Heiða. Að- spurð sagðist hún hafa átt von á fleira fólki. Fjölskyldan Magnús Magnússon, Heiða Hringsdóttir og börnin Mjöll og Darri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.