Morgunblaðið - 11.07.2000, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐ JUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 23
NEYTENDUR
Matvöruverð yfírleitt lægra í Bónus á fslandi en í Færeyjum
Landbúnaðarvör-
ur dýrar á Islandi
Verð á nokkrum tegundum matvöru
hjá Bónusi á íslandi og í Færeyjum
Vörutegund
Saltkjöt, kr/kg
Lambalæri, kr/kg
Kryddsíld
Hamborgarasósa
Pastaslaufur
Súkkulaðikex
Mjólk, 1 lítri
Kaffi
Appelsínusafi, 2 lítrar
j Verð Verð Verðmunur og
| á íslandi í Færeyjum hlutfallsl. verðm.
fefcfct kr/kg EKI kr/kg +57 kr +15%
iái:l kr/kg tdrM kr/kg -101 kr -15%
lEEIkr lESkr -4 kr -2%
ISlkr EEQkr +13 kr +10%
í SBDkr KQkr +24 kr +48%
liþ-ÞÍ kr EEÞ1 kr +17 kr +13%
' MEl kr EQkr +15 kr +21%
EEEIkr Ríglkr +15 kr +6%
-44 kr -18%
ÞEGAR borið er saman verð á mat-
vörum í Bónus á íslandi og Bónus í
Færeyjum kemur í ljós að yfírleitt er
verðið lægra á íslandi nema þegar
kemur að landbúnaðarvörum. Að
sögn Jóhannesar Jónssonar kaup-
manns í Bónus eru það landbúnaðar-
vörurnar sem helst standa lágu mat-
vöruverði á íslandi fyrir þrifum en
innfluttar landbúnaðarvörur eins og
kjöt og flestar mjólkurvörur eru
ódýrari í Færeyjum. „Allt svínakjöt
og kjúklingar eru til dæmis langtum
ódýrari í Færeyjum því það eru vör-
ur frá Danmörku. Við erum til dæm-
is að seija stykkið af dönskum kjúkl-
ingum á 150 krónur í Bónus í
Færeyjum. Saltkjötið og lambalærið
sem við seljum í Færeyjum er ís-
lenskt en ástæðan fyrir því að
lambalærið er mun ódýrara þar er
að við erum að kaupa kílóið á 220
krónur í Bónus í Færeyjum en Bón-
us á íslandi borgar 410 krónur fyrir
kílóið af sama kjöti vegna þess að út-
flutningsbætur eru greiddar með
kjöti sem flutt er út. Astæðan fyrir
því að mjólkin er dýrari í Færeyjum
er að hún er færeysk en ekki innflutt
frá Danmörku eins og flestar land-
búnaðarvörur í Færeyjum.“
Ef landbúnaðarvörurnar eru
undanskildar þá er verðið yfirleitt
svipað í þessum löndum eða heldur
hærra í Færeyjum en það byggist að
sögn Jóhannesar á því að markaður-
inn þar er ennþá minni en markað-
urinn hér, laun eru hærri og orka
dýrari.
Færeyingar hrifnir
af sviðum og skyri
íslenskar vörur sem seldar eru í
Bónus f Færeyjum eru aðallega iðn-
aðarvörur ásamt íslensku lamba-
kjöti. „Við seljum mikið af sviðum og
rúllupylsu en salan á slíku feitmeti
hefur minnkað mjög mikið hérna
heima á meðan Færeyingar borða
slíkan mat af bestu lyst.“ Einnig
voru Færeyingar mjög hrifnir af ís-
lenska skyrinu en byrjað var að selja
skyr í Bónus í Færeyjum fyrir
nokkrum árum þangað til það var
gert ókleift vegna ofurtolla. „Þannig
var að við byrjuðum að selja út mikið
magn af unnum mjólkurvörum sem
seldust mjög vel og voru mjög vin-
sælar en útflutningurinn var stöðv-
aður af landbúnaðarráðuneytinu á
Islandi þegar Færeyingum var
bannað að selja mjólkurvörur til ís-
lands. Við urðum því að hætta með
útflutninginn því samningarnir urðu
að vera gagnkvæmir en
mjólkurvöruframleiðslan hjá þeim
samanstendur af framleiðslu á
drykkjarmjólk og þremur tegundum
af jógúrt. I dag eru það Danir, Bret-
ar og Hollendingar sem sjá þeim fyr-
ir mjólkurvörum í stað íslendinga.
Við fáum nóg af mjólkurvörum frá
þessum löndum í búðirnar en gæðin
eru miklu meiri á íslensku vörunni
sem við gátum ekki selt vegna ofur-
tolla sem á voi'u lagðir að undirlagi
íslenska landbúnaðarráðuneytisins."
Flytja ekki sjálfir
inn íslenskar vörur
Bónus flytur ekki inn íslenskar
vörutegundir til Færeyja heldur
kaupir þær af heildsölum þar. „Við
byrjuðum að selja mikið af íslensk-
um vörum þarna þegar við fórum af
stað en íslensk stjórnvöld eyðilögðu
það fyrir okkur því við máttum ekki
taka vörur af sameiginlegum lager.
Við urðum alltaf að panta sérstak-
lega fyrir Færeyjamarkað frá fram-
leiðendunum þó að við ættum allar
vörurnar á lager því okkur var ekki
treyst fyrir að afreikna vörugjöld og
tolla. Þetta má í dag en við höfum
ekki farið út í útflutning aftur eftir
þetta. Stefnt er að því að það verði
gert í framtíðinni.“
Bónus gengur
vel í Færeyjum
Fyrsta Bónusverslunin í Færeyj-
um var opnuð 1993 og hefur rekstur-
inn gengið mjög vel að sögn Jóhann-
esar. „Við byrjuðum með tvær búðir
1993 og þær eru orðnar fjórar nú en
við stefnum að því að þær verði
orðnar sex á næsta ári. Við fórum í
samstarf við Miklagarð í Færeyjum
sem var stærsta matvöruverslunin
þar þá. Fyrirtækjunum var slegið
saman en núna eiga þessi tvö fyrir-
tæki fjórar matvöruverslanir og
verslunarmiðstöðina SMS, sem er
einskonar Kringla þeirra Þórshafn-
arbúa.“ Að auki hefur Bónus opnað
tólf verslanir í Flórída á einu ári.
„Þar seljum við engar íslenskar vör-
ur en það er aldrei að vita hvort af
því verður einhvern tíma.“ Aðspurð-
ur um frekar landvinninga segir Jó-
hannes að það verði bara að koma í
ljós hvert næst verður haldið.
Sósur
NÓATÚN hefur hafið sölu á
Beikonsósu og Gráðostasósu. í
fréttatilkynningu segir að
sósurnar séu þróaðar af
matreiðslumeisturum veitinga-
hússins Argentínu en um 12
matvörutegundir eru nú fáan-
legar í þeirri línu.
^öðkaupsveislur—öftsamkomur—skemmtanir—tónleikar—sýningar—kynningar og fl. og fl. og fl.
®8@®ipy - w®3s0(ujeti©0(áoo
„og ýmsir fylgihlutir
p Ekki treysta á veðrið þeqar
#Ln “ skipuleggja á eftirminnilegan viðburð -
Tryggið ykkur og leigið stórt tjald
á staðinn - það marg borgar sig.
B /fr^fgJTjöldafi
af öllum stœrðum frá 20 - 700 mJ
Einnig: Borð, stólar, tjaldgólf
og tjaldhitarar.
iBcQsa sfeáita
..meo skátum á heimavelll
simi 5621390 • fax 552 6377 • b!s@scout.ls
Grandagarði 2 | Reykjavík ! sími 580 8500
i i--------------
Kassi sem skiptir sköpum!
Neyðarkassinn sem er viðurkenndur af Kanadíska
heilbrigðiskerfinu hefur reynst einstaklega vel í Norður-
Ameríku. Hægt er að sníða kassann að þínum óskum,
hvort sem er við snjóflóða-, jarðskjálfta- eða önnur svæði.
Allar upplýsingar og sala í síma
GIALDFRJÁLST ÞJÓNUSTUNÚMER
Heildartausnir i áfaLLa
og neyðartiLfeLLum