Morgunblaðið - 11.07.2000, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000
URVERINU
MORGUNBLAÐIÐ
Ufsamerkingar
hafnar að nýju
HAFRANN SÓKNASTOFNUNIN
hefur hrint af stað ufsamerkingum að
nýju eftir 35 ára hlé en árin 1964 og
1965 voru 6000 ufsar merktir úti fyrir
Norðurlandi og endurheimtust um
3000 merki úr þeim tilraunum.
Stefnt er að því að merkja 3000
ufsa í ár og verða þeir teknir í helstu
veiðarfæri sem ufsi fæst í. Fyrsta árið
verður notað til að finna bestu aðferð
til að merkja ufsann, vænlega staði til
merkinga og öðlast nauðsynlega
reynslu til að leggja drög að lang-
tímaáætlun um ufsarnerkingar.
Markmið slíkrar áætlunar er að
veita upplýsingar um líffræði og far
ufsans en að auki getur hún nýst við
að meta sókn í stofninn.
Hingað til hefur aðaláherslan verið
lögð á að merkja ufsa sem veiðist á
handfæri og hefur verið merkt í róðr-
um frá Vestmannaeyjum, Grindavík,
Ólafsvík, ísafírði, Mjóafírði og Norð-
firði. Ennfremur var reynt, með litl-
um árangri, að ná ufsa til merkinga í
netaróðri frá Vestmannaeyjum í vet-
ur og í snurvoð frá Norðfirði nú í júm'.
Heiidarijöldi merktra ufsa er orðinn
tæplega 1500, merkja á aðra 500 í
sumar og a.m.k. 1000 til viðbótar í
haust, en þá verða merktir ufsar sem
fást í troll og dragnót.
1000 krónur íyrir merkið
Fiskimenn, fiskvinnslufólk og aðrir
sem verða varir við merkta ufsa eru
hvattir til að fara eftir almennum leið-
beiningum um meðhöndlun merktra
fiska sem er að finna í sjómanna-
almanaki eða á slóðinni http:/Avww.-
hafro.is/tags/endurh.html á vefnum.
Þar er beðið um að ski’áður sé veiði-
staður og -stund, lengd fisksins
mæld, kyn og kynþroskastig skráð sé
þess kostur og ennfremur að kvam-
imar séu teknar úr haus fisksins.
Óskað er eftir að merkinu, upplýs-
ingunum og kvömunum sé komið til
Hafrannsóknastofnunarinnar eða
útibúa hennar. Greidd verða 1000
króna verðlaun fyrir hvert merki sem
skilað er inn. I ufsamerkingunum
hefur hluti fiskanna verið tvímerktur
í tilraunaskyni og verða greidd verð-
laun fyrir hvort merki sé báðum skil-
að.
Maestro
ÞITT FÉ
HVAR SEM
ÞÚ ERT
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Búið að ramma 70 m löndunarkant við Nausthamarsbryggju.
Nausthamarsbryggja
lengd um 7 0 metra
Vestmannaeyjar - Frá því í vor hafa
ATV-verktakar í Vestmannaeyjum
unnið við að lengja viðlegupláss við
Nausthamarsbryggjuna í Vest-
mannaeyjum, viðbótin sem er fyrir
neðan Fiskimjölsverksmiðju Isfé-
lagsins er hugsuð sem löndunarkant-
ur fyrii- loðnuskip og opnast nú
möguleiki á því að landa beint úr
skipunum og í þrær verksmiðjunnar
en hingað til hefur aflanum verið
keyrt á vörubflum.
Það var á vetramánuðum sem opn-
uð voru tilboð í verkið og upphaflega
þá samið við AVT-verktaka, sem
samanstendur af Drangi ehf. og Ein-
ari og Guðjóni sf. í Vestmannaeyjum,
undirverktaki hjá þeim við dýpkun
var Hagtak og við járnavinnu Vél-
smiðjan Völundur í Vestmannaeyj-
um. Að sögn Einars Guðnasonar og
Kristjáns Eggertssonar verktaka
hefur verkið gengið vel og í sátt og
samlyndi við alla en eins og kunnugt
er voru nokkrar seinkanir á verkinu
vegna beiðni Ocean Future-samtak-
anna um að ekki færu fram spreng-
ingar á svæðinu meðan Keikó væri í
kví sinni og endaði málið með því að
Keikó fór í sinn fyrsta alvöru
„göngutúr" meðan sprengingar á at-
hafnasvæðinu fóru fram.
Hagtak sá um dýpkun á svæðinu
og nú hefur verið lokið við að ramma
70 m þil og þessa dagana er unnið við
uppfyllingu um 12 þús. rúmmetra á
svæðinu. Verkinu miðar vel áfram og
verður lokið við það í sumar. Kostn-
aður er á bilinu 35-40 millj. króna.
Reglugerð um veiðar í atvinnuskyni næsta fískveiðiár
Byggðastofnun fær tæp
2.000 tonn til ráðstöfunar
SJÁVARÚTVEGSRÁDUNEYTIÐ
hefur gefið út reglugerð um veiðar í
atvinnuskyni íyrir næsta fiskveiðiár,
sem hefst fyrsta september. Reglu-
gerðin er í stórum dráttum sú sama
og gildir fyrir þetta ár að undantekn-
um breytingum á leyfilegum heildar-
afla einstakra tegunda og breyting-
um á stjóm á veiðum smábáta.
Samkvæmt reglugerðinni verður
leyfilegur heildarafli á þorski 220.000
tonn miðað við óslægðan fisk með
haus. 30.355 tonn koma í hlut króka-
báta, 3.000 tonn fara til jöfnunar,
Byggðastofnun fær 1.406 tonn til
ráðstöfunar og 1.211 tonn fara í bæt-
ur vegna skerðingar á afla af
innfjarðarækju. Því verður úthlutað
aflamark á næsta fiskveiðiári 184.028
tonn.
Af öðrum tegundum má nefna að
af ýsu má veiða 30.00 tonn, 3.000 tonn
koma í hlut krókabáta, Byggðastofn-
un fær 192 tonn til ráðstöfunar og 165
tonn fara í bætur vegna skerðingar á
innfjarðarækju. Af ufsa má einnig
veiða 30.000 tonn og koma 1.000 tonn
í hlut krókabáta og sama magn og af
ýsunni fer til Byggðastofnunar og í
bætur vegna skerðingar á rækjuveið-
um. Loks má veiða 13.000 tonn af
steinbít, en 3.000 tonn af því fellur í
hlut krókabáta og lítilsháttar fer til
Byggðastofnunar og í bætur.
Af karfa má veiða 57.000 tonn,
20.000 tonn af grálúðu, 5.500 tonn af
sandkola, 5.000 af skrápflúru, 4.000
tonn af skarkola, 1.400 af þykkvalúru
og 1.100 tonn af langlúru.
Veiða má 110.000 tonn af íslenzku
sumargotssíldinni, 20.000 tonn af út-
hafsrækju, 1.200 tonn af humri og
9.300 tonn af hörpudiski. Sú veiði
skiptist þannig á milli svæða að veiða
má 8.000 tonn á Breiðafirði, 1.000
tonn á Húnaflóa og 300 tonn á Amar-
firði. Af innfjarðarækju má veiða
2.200 tonn alls. Á Amarfirði má veiða
400 tonn, 1.200 í Ísafjarðardjúpi, 250
tonn á Skagafirði og 350 tonn á Öxar-
firði. Engin veiði verður leyfð á
Húnaflóa og Skjálfanda.
Þorskígildisstuðlar íyrir næsta
fiskveiðiár eru eftirfarandi: Þorskur
1,00, ýsa 1,15, ufsi 0,50, karfi 0,55,
steinbítur 0,65, grálúða 1,65, skarkoli
1,25, langlúra 0,70, þykkvalúra 1,20,
skrápflúra 0,50, sandkoli 0,50, loðna
0,03, sfld 0,06, norsk-íslenzk sfld 0,04,
slitinn humar 6,85, rækja 0,90 og
hörpudiskur 0,30.
Litlar breytingar verða á veiði-
stjórn fyrir smábáta, en þó er komið
til sérstakt krókaaflamark, sem
sömu reglur skulu gilda um og um
aflamark samkvæmt settum reglum
og lögum. Aflaheimildir krókabáta í
þorski skerðast um 12,5% eins og hjá
öðrum báta- og skipaflokkum. Daga-
fjöldi verður sá sami og á þessu ári og
30 tonna þorskhámarkið gildir áfram
hjá sóknardagabátum.
-