Morgunblaðið - 11.07.2000, Side 26

Morgunblaðið - 11.07.2000, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Framtíð eldflaugavarnakerfís Bandaríkjanna talin vera óljós Mörg’u enn ósvarað Washington. AP, AFP. FULLTRUAR Bandaríkjastjómar vildu ekki tjá sig um það á sunnudag hver yrði framtíð fyrirhug- aðs eldflaugavamakerfis Bandaríkjanna en viður- kenndu þó að eldflaugatilraunin sem mistókst að- faranótt laugardags gerði það að verkum að ýmsum spumingum um hagkvæmni kerfisins væri ósvarað. Madeleine Albright utanríkisráðherra og Samuel Berger þjóðaröryggisráðgjafi sögðu á sunnudag að Bandaríkjaforseti væri enn að bíða eftir mati vam- armálaráðuneytisins á tilrauninni sem mistókst en hennar er að vænta á næstu vikum. Þá sögðu þau að forsetinn muni taka um það ákvörðun á næstu mán- uðum hvort hann láti verða af smíði eldflaugavama- kerfisins eða hvort framkvæmdum verði frestað. „Ég vildi helst ekki leggja mat áður en ákvörð- unin liggur fyrir,“ sagði Berger í viðtali á CBS- sjónvarpsstöðinni á sunnudag. „Ég vil ekki tjá mig um máHð,“ sagði Albright sem viðurkenndi að hún muni ráðleggja forsetanum áður en hann taki ákvörðun sína. Vildi hún ekki ljóstra upp um hver sé hennar afstaða í málinu. Berger sagðist ekki vilja tjá sig um að hvaða leyti síðasta eldflaugatilraun myndi hafa áhrif á ákvörð- unartöku forsetans en sagði jafnframt að draga mætti mikilvægan lærdóm af tilrauninni. „Mistökin við eldflaugatilraunina á laugardag verða bersýni- lega mikilvæg við að meta hve langt á leið tæknin er komin og auðvitað kemur það við spurninguna um tæknilega hagkvæmni," sagði Berger. Sagði hann að tæknileg hagkvæmni væri einn þriggja þátta sem metnir verða áður en lokaákvörð- un liggi fyrir og að hinir þrír séu ógnin sem að Bandaríkjunum stafi, kostnaður og loks þau al- mennu áhrif sem tilkoma kerfisins myndi hafa á ör- yggi Bandaríkjanna, þ.m.t. afvopunarmál. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur áætl- að að kostnaður kerfisins muni nema um 4.500 milljörðum ísl. króna en gagmýnendur segja þá tölu afar vai’lega áætlaða. Tugir manna fórust er öskuhaugar skriðu fram á Filippseyjum Skriðan færði á kaf um 100 kofa Manila. AP, AFP, Reuters. AÐ MINNSTA kosti 50 menn fórust og allt að 100 manna er saknað eftir að stór ruslahaugur skreið fram og færði á kaf tugi kofaskrifla við borgina Quezon á Filippseyjum í gær. Að því búnu gaus upp mikill eldur í ruslinu. Öskuhaugamir við Quezon eru einnig fyrir höf- uðborgina, Manila, og nágrenni og í kofaskriflunum í kringum þá býr fólk, sem lifir á því að hirða það, sem unnt er að endumýta. Miklar rigningar hafa verið á þessum slóðum að undanfömu og er það tal- ið hafa valdið því, að ruslahaugurinn skreið fram. Eldur og reykur hindruðu björgunarstörf Skriðan færði á kaf að minnsta kosti 100 hús og er fjöldi kvenna og bama meðal hinna látnu. Tugir manna vom fluttir á sjúkrahús en í gær var ekki fyllilega ljóst hve margra var saknað. Talið var þó, að þeir gætu verið allt að 100. Ékki er vitað hvers vegna eldurinn gaus upp í raslinu en skriðan rauf í sundur raflínur og auk þess er líklegt, að eldur hafi verið í einhveijum ofn- um í kofunum. Illa gekk að koma slökkvibflum að logandi hauginum og elduiinn og mikill reykur frá þeim gerði stundum björgunarmönnum ókleift að leita að fólki í skriðunni. Var þó fyrst reynt að beita jarðýtum við leitina en því var harðlega mótmælt enda hefði það getað gert út um vonir þeirra, sem hugsanlega vora á lífi. 60.000 manna hverfí Öskuhaugarnir era í miðju fátækrahverfi þar sem um 60.000 manns búa og að sögn era yfirleitt um sex manns í hverri fjölskyldu. Ekki er þó vitað hvort fólk var yfirleitt heima við er skriðan féll og þess vegna geta liðið nokkrir dagar áðui- en ljóst verður hve margir urðu undir henni. Yfirvöld segja, að reynt hafi verið að fá fólkið til að setjast að annars staðar en það hefur gengið illa og aðallega vegna þess, að fólkinu hefur verið sagt að koma sér fyrir þar sem enga atvinnu er að fá. Öskuhaugamir og fólkið, sem lifir á þeim, hafa lengi verið einkennandi fyrir fátæktina á Filipps- eyjum. Björgunarmenn og íbúar á öskuhaugasvæð- inu leita að fólki í skriðunni. Ganga liðsmanna Óraníureglimnar í Portadown fór friðsamlega fram Ennþá sögð mikil spenna á Norður-Irlandi Mikil spenna er áfram á Norður-írlandi þrátt fyrir að ganga Oraníureglunnar í Portadown á sunnudag hafí farið friðsam- lega fram og stuðningsmenn hennar hafi hagað sér sómasamlega á sunnudags- kvöld vegna þeirrar ákvörðunar stjórn- valda að meina þeim leið niður í hverfí kaþólskra í bænum. Davíð Logi Signrðsson er staddur á Norður-írlandi. LEIÐTOGAR Óraníureglunnar í Portadown vora allt annað en ánægðir með að fá ekki að ganga fylktu liði niður Garvaghy-veginn þar sem búa nánast eingöngu kaþólskir menn. Sagði Harold Gracey, leiðtogi Óraníumanna þar í bæ, að þeir myndu halda mótmælum sínum vegna ákvörðunarinnar áfram og hvatti hann sambandssinna á Norður-írlandi öllu til að koma óánægju sinni á framfæri í gær, mánudag, á milli kl. 16 og 20. David Trimble, forsætisráðherra norður- írsku heimastjórnarinnar og leiðtogi Sambandsflokks Ulsters (UUP), hvatti menn í gær til að sýna stillingu en talsmenn öryggissveitanna höfðu engu að síður af því áhyggjur að götumótmælunum gætu fylgt harð- vítug átök um kvöldið. Samtök verslunareigenda í Belfast tilkynntu í gær að þau hefðu ákveðið að allar verslanir í miðbænum myndu loka kl. 15.30 vegna mótmæl- anna. Það hefur enn fremur vakið óhug að leiðtogar eins af öfgahópum sambandssinna hótuðu því á sunnu- dag að „myrða einn kaþólskan mann“ á dag uns Óraníumönnum í Portadown væri leyft að ganga frá Dramcree-kirkju niður Garvaghy- veginn. Liðsmenn „hins sanna IRA“, klofningshóps úr Irska lýðveldis- hernum (IRA), reyndu síðan að hella olíu á eldinn aðfaranótt sunnudags þegar þeir komu sprengju fyrir í bif- reið fyrir framan lögreglustöð í bæn- um Stewartstown, sem er ekki langt frá Portadown. Enginn slasaðist þó alvarlega í sprengingunni. Orðstír Óraníu- reglunnar í húfi Það vakti nokkra eftirtekt að ekki voru nema tvö til þrjú þúsund manns í göngu Óraníureglunnar í Porta- down og töldu fréttaskýrendur það til marks um dvínandi stuðning við málstað Óraníumanna. Rifja menn þá upp að um tuttugu þúsund manns tóku þátt í Drumcree-göngunni fyrir fjórum árum og fjöldi þátttakenda hafi síðan farið minnkandi með hverju ári og náð lágmarki nú. Hafði tregða Graceys til að for- dæma þau átök sem bratust út í síð- ustu viku í nafni Drumcree-göng- unnar auk þess vakið hörð viðbrögð, en það var einmitt Gracey sjálfur sem hvatti fólk til að sýna stuðning sinn í verki. Var Robin Éames, helsti trúarleiðtogi sambandssinna á Norð- ur-írlandi, meðal þeirra sem harð- lega fordæmdu háttalag Graceys. Hann sagði að sú yfirlýsta stefna Or- aníureglunnar að hafa lög og rétt í heiðri væri gjörsamlega ótrúverðug eins og málum væri nú komið. Óraníumenn þykja hafa lagt mikið undir vegna Dramcree-deilunnar og margir fréttaskýrenda vora á þeirri skoðun að mótmælin sem Gracey hafði boðað til í gær væra prófraun á raunveralegan stuðning sambands- sinna á Norður-írlandi við Óraníu- regluna í þessum „göngumálum". Töldu þeir að vissulega gæti farið svo að margir tækju þátt í mótmælunum, og að jafnvel myndi skerast í pdda, en létu fáir sjá sig væri orðstír Óran- íureglunnarírúst. Örlagaríkir dagar Era sumir á þeirri skoðun að sú staðreynd, að Óraníumönnum hefur misteldst að fylkja fólki á bak við sig, sýni að flestir sambandssinna séu í raun orðnir leiðii- á síendurteknum átökum vegna þessa málstaðar og að heldur friðvænlegra sé því um að lit- ast í héraðinu en menn hafi kannski granað. Hafi mótmæli sambands- sinna í gær leitt af sér bardaga á göt- um úti, eða ef ganga Óraníumanna í Belfast á morgun (en hún markar ár- legan hápunkt „göngutíðar" Óran- íureglunnar) eykur spennuna á ný, gæti þessi spádómur hins vegar reynst lítils virði. Það þarf nefnilega ekki svo mikið til að friðaramleitanir í héraðinu fari enn á ný í loft upp. Weizman segir af sér EZER Weizman, forseti Isra- els, sagði af sér embætti í gær og batt þar með enda á meira en hálfrar aldar farsælan feril í op- inberri þjónustu. Síðustu miss- eri vora þó Weizman erfið en hann hefur legið undir ámæli fyrir að hafa þegið fé fransks auðkýftngs. Shimon Peres, handhafi friðarverðlauna Nób- els og fyrrverandi forsætisráð- herra, er talinn líklegasti eftir- maður Weizmans og mun hann að líklega etja kappi við Moshe Katzav, frambjóðanda Likhud- bandalagsins. Nýr forseti verð- ur valinn af þinginu hinn 31. þessa mánaðar. Zhu Rongji í Brussel ZHU Rongji, forsætisráðherra Kína, varð í gær fyrsti leiðtogi Kína til að sækja höfuðstöðvar Evrópusambandsins (ESB) í Brassel heim. Mun Zhu funda með ráðamönnum í Brussel næstu þrjá daga en í sendinefnd Kínverja era utanríkisráðherra Kína, seðlabankastjóri og framámenn úr kínversku við- skiptalífi. Markmið sendinefnd- ai’innar er að efla tengsl við ESB-ríkin 15. Flóð í Tsjórnóbýl ÚKRAÍNSKIR embættismenn lokuðu í gær fyrir starfsemi Tsjémóbýl-kjamorkuversins í varúðarskyni vegna mikilla flóða á svæðinu, að sögn tals- manna kjarnorkuversins. „Ekki hefur orðið vart við aukningu á geislavii'kni, hvorki innan veggja versins eða utan þess,“ sagði í yfirlýsingu stjómenda. Miklar rigningar vora í grennd við kjarnorkuverið á sunnudag og flæddi inn í kjallara versins og ekki var vitað hvaða áhrif það hefði á vinnslu í kjamaofni 3, eina kjarnaofninum sem enn er haldið gangandi. Er gert ráð fyrir að ræsa ofninn að nýju hinn 17. þessa mánaðar, eftir að regnvatni hefur verið dælt í burtu. Sýrlendingar kjósa forseta SÝRLENDINGAR flykktust á kjörstaði í gær er kosið var um næsta forseta landsins. Bashar al-Assad, sonur Hafez al-Ass- ads sem lést fyrir skömmu, nýt- ur mikils stuðnings landsmanna í embættið og hefur fólk látið stuðning sinn í ljós hvarvetna um landið undanfama daga. Ekki er kosið um aðra fram- bjóðendur. Varað við ofáti BRESKIR þingmenn fengu í gær sendan bækling sem varar við því að markmiði ríkisstjóm- arinnar um að draga úr krabba- meini og hjartasjúkdómum verði ekki náð uns dregið verði úr ofáti bresku þjóðarinnar. I skýrslu breskrar rannsóknar- stofnunar í heilbrigðismálum segir að offita Breta sé að verða mildð vandamál og er fullyrt að helmingur fullorðinna Breta sé yfir kjörþyngd og að einn af hverjum fimm þjáist af ofáti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.