Morgunblaðið - 11.07.2000, Síða 27

Morgunblaðið - 11.07.2000, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 27 ERLENT 13. alþjóðlega alnæmisráðstefnan Óttast fólks- fækkun og hörmungar Durban. AP, AFP, Reuters. Reuters Þátttakendur 13. alþjóðlegu alnæmisráðstefnunnar halda uppi spjöld- um með áletruninni „Rjúfum þögnina" í mótmælaskyni við þann þagn- armúr sem umlykur alnæmisveiruna víða í Afríku. UTBREIÐSLA alnæmis mun valda miklum hörmungum í Botswana tak- ist ekki að draga úr útbreiðslu veir- unnar, sagði Festus Mogae, forseti Botswana, við gesti 13. alþjóðlegu al- næmisráðstefnunnar sem hófst í Durban í Suður-Afríku á sunnudag. „Þetta er virkilegt hættuástand fyrir þjóðina því útrýming ógnar okkur. Stór hópur fólks er að deyja og við er- um að missa rjómann af unga fólk- inu,“ sagði Mogae. Úm 11.000 fulltrúarfrá 1781öndum sitja alnæmisráðstefnuna sem lýkur nk. föstudag. Rjúfum þögnina er þema ráðstefnunnar að þessu sinni og er viðfangsefnið m.a. að leita leiða fyr- ir Vesturlönd og lyfjafyrirtæki þeiiTa til að aðstoða þróunarríki við að draga úr útbreiðslu alnæmisveirunnar. Rúmlega tveir þriðju þeirra 34,3 milljóna sem greinst hafa með veir- una koma frá suðurhluta Afríku og er þörfm á aðstoð þar hvað brýnust. Vísindamenn líktu ástandinu við áhrif svarta dauða í Evrópu á 14. öld. „Vandinn á eftir að aukast áður en ástandið batnar,“ sagði Roy M. And- erson frá Oxford-háskóla. „Þetta er án efa skæðasti sjúkdómurinn í sögu mannkyns." Hætta er talin á fólksfækkun haldi alnæmisveiran áfram að breiðast út með sama hraða. Karen Stanedd, sem kannar útbreiðslu alnæmis fyrir bandaríska stofnun, sagði líkur á fólksfækkun vegna alnæmis í sumum löndum á næstu árum. Lífslíkur íbúa fari enn fremur hraðminnkandi og kunni meðal æviskeið íbúa að mælast um 30 ár innan nokkurra ára. Þriðji hver fullvaxta íbúi Botswana greinist nú þegar með veiruna og sagði Stanecki að búast mætti við fólksfækkun í landinu um 2003 og að sömu þróunar væri að vænta í Suður- Afríku og Zimbabwe. Að meðaltali ná íbúar Botswana nú þegar ekki nema um 39 ára aldri og er talið að árið 2010 verði talan 29 ár. I Swazilandi er búist við að íbúar nái þá 30 ára aldri að meðaltali og 33 árum í Namibíu og Zimbabwe. „Þetta eru tölur sem við höfum ekki séð frá því við upphaf 20. aldarinnar," sagði Stanecki. Misjöfn viðbrögð við Mbeki Útbreiðsla alnæmis og vísindaleg- ar lausnir voru til umræðu á ráðstefn- unni í gær. Daginn áður, við upphaf ráðstefnunnar hafði ræða Thabo Mbeki, forseta Suður-Afríku, hlotið misjöfn viðbrögð og gengu hundruð manna út. „Stærsta banamein sem heimurinn þarf að fást við er örbirgð," sagði Mbeki og kvað ekki hægt að kenna einni veiru um þá erfiðleika sem blöstu við mörgum Afríkuríkjum. Mbeki hefur áður vakið reiði margra vegna tengsla sinna við nokkra vís- indamenn sem draga í efa tengsl HIV-veirunnar og alnæmis. Ekki voru þó allir ósáttir við tölu Mbekis. „Við emm mjög ánægð með að hann [Mbeki] viðurkennir umfang og alvarleika vandans í Afríku. AI- næmi er vissulega félags- og menn- ingarlegt íyrirbæri og það að Mbeki hafi fjaliað ítarlega um fátækt sem rót alnæmis er í takt við þá skoðun WHO að ráðast verði að rótum sjúkdóms- ins,“ sagði Gregory Hartl, talsmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), við AFP-fréttastofuna. Hundruð manna gengu síðan um götur Durban í gær og kröfðust þess að erlend Iyfjafyrirtæki gerðu efna- litlum ríkjum Afríku kleift að nota lyf við umönnun þeirra sem greinst hafa með veiruna. Auk þess voru ríkis- stjómir Vesturlanda hvattar til að gefa Afríkuríkjum meira af skuldum sínum eftir svo auka mætti fjárfram- lög til heilbrigðismála í ríkjunum. Peter Piot, formaður UNAIDS, sem fjallar um alnæmi fyrir Samein- uðu þjóðimar, tók í sama streng í tölu sinni á ráðstefnunni. „Þetta snýst um lífsmöguleika heillar heimsálfu,“ sagði Piot og benti á að fátækari n'ki eyddu nú rúmlega fjómm sinnum hærri upphæðum til greiðslu skulda en í heilbrigðismál. Piot benti einnig á ágæti forvama og þann góða árangur er náðst hefði af slíku starfi í Úganda og Senegal. Lífslíkur alnæmissjúklinga á Vest- urlöndum hafa aukist undanfarin ár. Hár lyfjakostnaður hefur þó reynst ríkjum Afríku fyrirstaða gegn því að veita samsvarandi meðhöndiun. Mikil ólga á Fídjí- eyjum Suva. AFP, AP. GEORGE Speight, sem stendur að baki valdaráninu á Fídjí-eyjum, und- irritaði á sunnudag samkomulag sem kveður á um að gíslunum sem haldið hefur verið undanfarnar vikur verði sleppt nk. fimmtudag og að nýr for- seti verði valinn. Nýtur samkomulag- ið þó ekki mikils stuðnings íbúa Fídjí- eyja og var mikil ólga meðal lands- manna í gær er ræningjahópar gerðu óskunda í höfuðborginni og víða voru haldnir fjölmennir mótmælafundir. Hvarvetna á Fídjí-eyjum logaði allt í mótmælum og hafði vegum til Suva, höfuðborgar landsins, verið lokað með vegatálmum. Þá hafði ver- ið lokað fyrir rafmagn til borgarinnar eftir að fólk settist að á landi þar sem orkuveita höfuðborgarinnar er. Of- beldisaðgerðirnai- brutust út í sömu andrá og fréttist af því að Speight hefði undirritað samkomulagið við herráð Fídjí-eyja. Samkvæmt samkomulaginu sem undirritað var á sunnudag verða 27 gíslar Speights og stuðningsmanna hans látnir lausir, en þeiira á meðal er Mahendra Chaudry, forsætisráð- herra landsins. Virðist samkomulag- ið taka mikið tillit til krafna Speights en samkvæmt því verða gíslatöku- mennirnir friðhelgir eftir að gíslar verða látnir lausir. Talsmaður her- ráðsins sagði hins vegar að svo kynni að fara að ákvæði þetta yrði fellt úr gildi er líða tæki á vikuna. „Um leið og forseti tekur við völdum getur hann breytt hveiju sem er,“ sagði Filipi Tarakinikini, talsmaður hers- ins, í gær. Lán í allt að mánuði Ei on Ej J-\ J i _E3 J Lj\ E> J-\L j.\ jn j Úl73TTr?F12y73.nÍ 1 1 ’’ 3TmÍ íTníl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.