Morgunblaðið - 11.07.2000, Síða 29

Morgunblaðið - 11.07.2000, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 29 IÐNAÐARHURÐIR Ein af myndum Gunnlaugs á sýningunni á Mokka. Gunnlaugur Árnason Morgunblaðið/Kristinn mb l.is ALLTA/= eiTTH\SA£> A/ÝT7 Abstr- akt ljós- myndir á striga GUNNLAUGUR Árnason heitir ungur ljósmyndari sem í dag opnar sína fyrstu einkasýningu í Galleríi Mokka í Reykjavík. Sýningin nefnist Leikur að ljósi og samanstendur af abstrakt ljómyndum prentuðum á striga. Morgunblaðið tók Gunnlaug tali og fræddist um óvenjuleg verk hans. Ekki unnar í tölvu „Eg nota hitanæma skyggnu sem ég framkalla svo eins og venjulega filmu. Á meðan á framkölluninni stendur hleypi ég svo Ijósi inn. Eig- inleikar filmunnar er að hún les hita, frekar en Ijós þótt hún sé auðvitað ljósnæm eins og allar filmur. Því má eiginlega segja að ég sé að leika með ljós,“ útskýrir Gunnlaugur, aðspurð- ur hvað hann sé eiginlega að gera. „Svo vinn ég heilmikið með þetta, skeyti saman römmum, ríf filmuna og festi aftur saman og margt fleira. Eg er eiginlega að nota gömlu ljós- myndatæknina til þess að búa til abstrakt myndverk. Eftir að mynda- vélin var fundin upp hafa lismálarar þurft að lyfta sköpun sinni á annað svið. Myndavélin tók við af raun- sæismálurum og menn fóru að mála kúbískt, súrrealískt eða abstrakt. En ljósmyndarar eru óðum að ná list- málurum eftir því sem tæknin leyfir. Engar mínar myndir eru unnar í tölvu, þetta er allt handgert, fyrir ut- an prentunina.“ Óvenjuleg verk Gunnlaugur skannar svo inn unna filmuna og prentar í bleksprautu- prentara á striga. „Það er tiltölulega algengt að ljósmyndir séu prentaðar á striga. Nú orðið er hægt að prenta á hvað sem er,“ segir hann. „Einnig er algengt að ljósmyndarar taki eftir formum og myndi það, til dæmis brot úr arkitektúr, ljós og skugga og þess háttar. Hins vegar veit ég ekki til þess að nokkur sé að gera það sem ég er að gera.“ En hvernig fékk Gunnlaugur eig- inlega þessa hugmynd? „Það var eig- inlega óvart,“ svarar hann. „ Ég hef búið í San Francisco síðastliðin fimm ár og vann þar á dagblöðum og við tímarit eftir að hafa lokið námi í heimildaljósmyndun og fjölmiðla- fræði. Þannig var að ég festi einu sinni óvart filmu í framkallara og varð þá að opna hann. Filman eyði- lagðist auðvitað, rifnaði og lýstist, en við að skoða hana komu í Ijós alls- konar form sem mér þóttu áhuga- verð og flott. Þá ákvað ég að vinna aðra filmu á þennan hátt og fór að leika mér að þessu. Nú er ég að sýna afrakstur þess,“ segir Gunnlaugur, en framundan hjá honum er svo MA nám við Westminster-háskólann í London. Sýningu Gunnlaugs lýkur 11. ágúst. Loksins á íslandi! Frönsku svefnherbergishúsgögnin frá Gerstyl. Kynningartilboð Að sofa, elska og njóta... ... að hætti franskra. Frakkar eru kröfuharðir. Góður matur, gott vín og góður svefn skiptir þá verulegu máli - en umgjörðin þarf að vera sú rétta. Ameríski draumurinn? Við kynnum THER-A-PEDIC, bandarískar heilsudýnur, sem unnið hafa til margra verðlauna fyrir hönnun og gæði. Komdu og leggðu þig!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.