Morgunblaðið - 11.07.2000, Side 34

Morgunblaðið - 11.07.2000, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ „Góð myndlist fer alltaf á toppinn“ Sýningarhald byggist á trausti og góðum samböndum, segir Bera Nordal, fram- kvæmdastjóri Konsthallen í Málmey, í við- tali við Sigrúnu Davíðsdóttur. Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir Bera Nordal „ÞAÐ þarf ekki að kvarta yfir að- sókninni og það er gaman að fínna að starfið er metið,“ segir Bera Nordal.safnstjóri Konsthallen í Málmey, þegar talinu víkur að góðri aðsókn, sem Konsthallen nýtur. Bera, sem var áður for- stöðumaður Listasafns íslands, hefur stýrt starfsemi Konsthallen í Málmey síðan 1997. í ár er skálinn 25 ára og því fagnað á viðeigandi hátt. í haust verður opnuð stórsýning kvikmyndaleikstjórans Peters Greenaways. Hin stóra sýningin í ár var yfírlitssýning á verkum Sams Francis, sem sjötíu þúsund gestir sáu, en í Málmey búa 300 þúsund manns. Dvölin í Málmey hefur einnig fært Beru heim sanninn um harð- an heim listamanna og hve lista- menn frá litlum löndum geta átt erfitt uppdráttar. Skýr sýn nauðsynleg undir- staða aldarfjórðungsafmælis 25 ára afmæli Konsthallen var haldið hátíðlegt í lok maí með kynningu á arkitekt hússins og á plakötum og merki hússins, sem á sínum tíma var gert af þekktum hönnuðum og vakti mikla athygli fyrir sérstakan stíl. Starfsemin var erfíð í byrjun, barningur að fá peninga og hefja byggingu Konsthallen sem margir vildu að yrði samastaður fyrir listamenn á staðnum. Fyrsti safnstjórinn mótaði frá upphafi alþjóðlega stefnu og vann sér traust. Það varð því ofan á að stefnan var tekin á klassíska nú- tímalist og samtímalist. Þessari stefnu hefur verið fylgt þau 25 ár sem Konsthallen hefur starfað og hana hefur Bera einnig í huga. En afmælið gefur einnig tækifæri til að líta yfir farinn veg. „Það hefur verið gaman að fylgj- ast með hve myndlistin hefur breyst á þessum tíma,“ segir Bera. „Framboðið er orðið miklu meira og samkeppnin sömuleiðis. Það er nauðsynlegt að vita hvað maður vill, hafa sýn, sem er fylgt eftir af einbeitni með skýru prógrammi, svo fólk þekki sig. Það gildir að vinna traust gagnvart almenningi svo fólk komi jafnvel þótt það þekki ekki listamanninn af því að það veit að það er við einhverju að búast. Frá upphafi hafur Konsthallen unnið markvisst með skólum og haldið uppi almenningsfræðslu. Konsthallen er í eigu bæjarins og þaðan kemur fjármagnið til rekst- ursins en stór hluti gesta kemur frá öðrum bæjum á Skáni. Hingað koma einnig gestir frá Sjálandi og með brúnni er enn einfaldara að heimsækja okkur.“ Hvað felst frekar í þeirri sýn sem liggur að baki Konsthallen? „Það tekur tíma á hverjum stað að leggja niður fyrir sér hvert skuli halda. Gagnvart stjórnmálamönnunum hér er það ekkert sjálfsagt mál að við séum til. Tímabilið, sem hefur verið miðað við, er þessi klassíska nútímalist frá því fyrst eftir stríð en með tím- anum færast mörkin til og nú er sjöundi áratugurinn að bætast við. Við erum ekki safn en gefum bakgrunn fyrir samtímalistina fyr- ir þá þróunsem er í dag. Það er spennandi að sjá hvað margt í samtímalist er nátengt list sjöunda og áttunda áratugarins, hugmyndalist, vídeói og innsetn- ingum. Sjá hvað áhrif til dæmis mínimalisma og fluxus-hreyfingar- innar eru mikil. Grunnurinn hér hjá okkur er því klassísk nútímalist og þar á ofan er spennandi að sýna myndlistina í dag. Við leitum að myndlistar- mönnum, sem hafa eitthvað að segja og geta sýnt í Konsthallen, sem er mjög krefjandi rými. Það er stórt og ekki allir sem ráða við það. Svo skiptir líka máli hvað hef- ur verið sýnt áður og hvað aðrir, sem við berum okkur saman við, eru að sýna. Það skiptir mig miklu máli að vinna með einum listamanni í einu sem er þá bæði krefjandi fyrir hann og okkur hér í húsinu. Það er spennandi að eiga samskipti við listamann þegar það næst að skapa traust svo bæði hann og við göng- um pínulítið lengra en við höfðum hugsað okkur. Ef þetta traust er til staðar skilar það sér í sýningun- um. Þessi samskipti geta verið óskaplega örvandi fyrir listamenn- ina því við reynum að gera þeim allt mögulegt sem þeir vilja og sem stærð hússins og aðstaða gerir kleift. Þetta er svona fæðingarferli, sem getur verið erfitt, en snýst um að hrinda hugmyndum í fram- kvæmd. Það kemur svo ekki í ljós fyrr en í lokin hvort rétt var farið að. Það væri áhugavert að vera með þemasýningar en við erum varla nógu mörg hér í húsinu til að ráða við það.“Hvernig leitarðu uppi listamenn og sýningarefni? „Það er ekkert annað en að fara um og sjá sýningar og verða fyrir áhrifum. Þetta byggist á að fylgjast vel með, vera í stöðugum tengslum við fólk. Ég fer því mikið um og sé sýningar. Katalógar segja ekki nokkurn skapaðan hlut. Það er nauðsynlegt að sjá mis- munandi verk á ólíkum stöðum. Þetta er mjög krefjandi. Eigin- lega er maður eins og hirðingi sem er alltaf með hugann einhvers staðar annars staðar. Þetta er spennandi en um leið slítandi. Svo er að rækta sambönd og hlusta á það sem aðrir segja frá og hafa séð, auk þess sem okkur berst mikið af fyrirspurnum um hvort við viljum sýna verk einstakra listamanna." Hvar blása ferskustu vindarnir í myndlistinni um þessar mundir? „Hjá þeim yngstu er ekki margt áhugavert að sjá í málverkinu en þar koma ljósmyndir dálítið í stað- inn. Mörg stór söfn eru farin að einbeita sér að söfnun ljósmynda. Það er auðvelt að selja þær og fer lítið fyrir þeim. Vídeó-list er miklu flóknari viðureignar, líka hvað varðar sölu, sem er hluti af þessu öllu. Það fylgir nýrri öld að líta aftur í sögulegt samhengi. Ef við lítum aftur til Parísar fyrir öld þá var gífurlegur fjöldi listamanna þar og aðeins fáir lifðu af. Nú er aftur sama sían. Góð myndlist fer alltaf á toppinn, góðu verkin standa upp úr. Það er mikið af þemasýningum núna með sögulegu yfirliti og þá er áhugavert að sjá hvernig góðir hlutir standast tímans tönn. Mikið af athyglisverðri hugmynda- og popplist hefur komið fram á þess- um sýningum. Einn listamaður, sem ég held að ætti að skipa meiri sess en hann gerir nú, er Dieter Roth. Það er heilmikið af samtímalist sem á rætur að rekja til sjöunda ára- tugarins. Það sést mjög skýrt nú hvað verk hans eru fín. A Aperto á Feneyja-bíennalnum voru sýnd verk nokkurra eldri listamanna eins og Oldenburgs, Louise Bour- geoise og Roths, þar sem verk Rots stóð mjög sterkt." Erfitt fyrir listamenn að koma sér á framfæri Hvernig fara listamenn að því að koma sér á framfæri við sýningar- staði? „Listaskólarnir gæta þess að halda sýningar og bjóða til þeirra. Aldur listamannanna er alltaf að færast niður og stundum er fólk einfaldlega of ungt. Skólasýning- arnar eru mikilvægur liður í að gera nemendum það skiljanlegt hvað það felur í sér að koma sér á framfæri, því það verða þeir að gera svo þeir sjáist. Þeir sem bara skrifa bréf til að spyrja hvort þeir geti fengið að sýna eiga ekki mikla möguleika. Það er styrkur fyrir listamenn ef þeir eru góðir í að tala um verk sín. Bandaríkjamenn eiga mjög gott með þetta en þetta er oft erfitt fyrir norræna listamenn. Það hjálpar líka að geta skrifað. Það eru tugþúsundir listamanna bara í New York, sem eru að reyna að byrja feril sinn, svo það segir sig sjálft að þetta er svakalega erfitt. Þegar listamaðurinn er kominn á eitthvert stig taka galleríin oft við. Það er tímafrekt að hafa sam- band við söfn og sýningarstaði og því geta listamennirnir ekki staðið í. Galleríin eru oft fyrsti staðurinn þar sem maður kemst í kynni við listamenn. Þau passa upp á að hafa samband við fólk eins og mig því þau einbeita sér ekki bara að því að selja heldur einnig að fá sýnd verk listamanna sem þau vinna fyrir. Þetta er líka erfiður bransi." Hvernig er með möguleika ís- lenskra listamanna á að koma sér á framfæri erlendis? „Það er erfitt. Þeir verða að vera góðir, því kröfurnar eru mikl- ar, þótt það gildi kannski annað í norrænu samhengi. Og þeir verða að hafa einhvern bakhjarl. Bæði Danir og Svíar hafa stofn- anir, sem koma á framfæri lista- mönnum, sem trú er á. Þeir eru þá kynntir á stórum tvíæringum eins og í Feneyjum, Sydney, Sao Paulo og í Istanbul. Þessar stofnanir sjá um að bjóða heim þeim sem skipu- leggja sýningar og þeim er þá boð- ið að heimsækja listamenn, skoða gallerí og vinnustofur. Þetta ber venjulega ekki árangur samdæg- urs en skilar sér kannski eftir 1-2 ár. Það getur enginn tekið að sér að vinna svona kynningarstarf kauplaust. Þetta gengur ekki á frumbyggjahugsjóninni einni sam- an, heldur byggist á samböndum og trausti. Hættan á Islandi er að þar er maður alltaf að rúlla í kringum sjálfan sig og sjá sömu listamenn- ina. Það er erfitt að vera listamað- ur í litlu þjóðfélagi. Menn eins og Hreinn Friðfinnsson, Kristján og Sigurður Guðmundssynir urðu þekktir í Hollandi og hafa notið þess áfram. Frakkar hafa komið Erró á framfæri. Kynningarstarfsemi byggist á öflugum almannatengslum og trausti. Ef þeir sem halda sýningar hafa lært af reynslunni að treysta þér þá eru þeir tilbúnir að líta á verk eftir listamenn, sem þú mælir með af því þeir vita af reynslunni að það er gott. Ef þeir vita ekkert hver þú ert þá er mun erfiðara að ná athygli þeirra. Þetta byggist miklu meira á einstaklingssam- böndum en halda mætti og það tekur alla ævina að byggja þau upp. Ég hef ekki haft tök á að fylgjast nákvæmlega með á Is- landi, en ég reyni eins og ég get að vekja athygli á íslenskum lista- mönnum við þá sem ég hitti. Það eru svo margir forvitnir um Island. Ég met mjög mikils það sem Edda Jónsdóttir er að gera í Ing- ólfsstræti 8 en það vantar öflug gallerí sem hafa bolmagn til að fara á messur, sýna og fylgja því eftir. Edda reynir að byggja þetta upp en það er ekki auðvelt. Það þarf að styðja við bakið á fólki eins og henni. Við erum að keppa við svo óskaplega mikla peninga. Danir nota yfir 10 millj- ónir danskra króna í listkynningar erlendis. íslenska ríkið ætti að taka sér þetta til fyrirmyndar." Sumartónleikar unglingakórs VIÐ söngvanna hljóma er yfir- skrift tónleika Unglingakórs Tónlistarskóla Isafjarðar sem haldnir verða í kvöld, þriðjudags- kvöld, kl. 20.30 í Háteigskirkju í Reykjavík. Stjórnandi Unglingakórsins er Margrét Geirsdóttir en undirleik- ari á píanó er Sigríður Ragnars- dóttir. Efnisskrá tónleikanna er af trúarlegum og veraldlegum toga, lög frá ýmsum löndum og tímum, sum nýstárleg en önnur eru gamalkunn, stundum í nýjum búningi. Unglingakórinn tók til starfa árið 1997 í framhaldi af starfi Bamakórs Tónlistarskólans, sem stofnaður var árið 1984, og hefur Margrét Geirsdóttir stjómað kómum frá upphafi. Kórinn skipa nú 27 stúlkur á aldrinum 13-17 ára, sem flestar hafa sungið í kór frá barnsaldri, en margar þeirra leggja einnig stund á hljóðfæra- eða söngnám í Tónlistarskóla ísafjarðar. Tónleikarnir em síðasti liður- inn í undirbúningi kórsins fyrir þátttöku í kórahátíð og kóra- keppni í bænum Cantonigrós skammt frá Barcelona á Spáni dagana 13.-16. júlí nk. Tónleikarnir njóta sérstaks stuðnings ísfirðingafélagsins í Reykjavík. Miðaverð á tónleikana er kr. 800 og rennur aðgangseyrir í ferðasjóðinn. Vignir Jóhannsson er listamaður mánað- arins í Gleraugna- versluninni Linsunni. Verk Vignis Jóhannssonar í Linsunni VIGNIR Jóhannsson er listamaður mánaðarins hjá Gleraugnaversluninni Linsunni, en verslunin hefur til- einkað íslensku list afólki sýningarglugga sína í Aðal- stræti og við Laugaveg á þessu menningarborgarári. Birgitte Lútersson útstillingahönnuður sér um út- stillingu og uppsetningu listmunanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.