Morgunblaðið - 11.07.2000, Page 35

Morgunblaðið - 11.07.2000, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 35 MENNTUN Kennslufræði - Ekki allir hætta í góðri vinnu hjá World Bank til að berjast fyrir betri heimi en einmitt það gerði dr. Sunita Gandhi, stofnandi The Council for Global Education. Inga Rún Sigurðardóttir hitti hana að máli og komst að því að hún vill betrumbæta heiminn með því að endurskilgreina hugtakið menntun og innleiða nýjar kennsluaðferðir. „Það er ekki hægt að láta fortíðina stjórna framtíðinni,“ segir hún. Hugsað á heimsvísu • Skólinn er leiðarljós fyrir sam- félagið og mótar framtíðarsýn. • Nemandinn á að vera í samkeppni við sjálfan sig en ekki aðra. Til þess að geta skilgreint menntun upp á nýtt þurf- um við að spyrja réttu spurninganna. Hvert er hlutverk menntunar? Hvernig er hægt að nota menntun til að hjálpa nemendum til að nýta hæfileika sína til hins ýtrasta? Hvernig getur mennntakerfið betur mætt breytt- um kröfum nýs árþúsunds? Þá fyrst getum við farið að vænta ein- hverra breytinga. Það er ekki hægt að láta fortíðina stjórna framtíð- inni,“ segir dr. Sunita Gandhi, stofnandi og eigandi The Council for Global Education (CGE). Sunita er með doktorsgráðu í eðlisfræði frá Cambridge í Eng- landi. Hún vann í World Bank í tíu ár en hætti þegar hún stofnaði CGE fyrir tveimur árum. Henni finnst ríkjandi skólakerfi úrelt. „Það er byggt á forsendum iðnbyltingarinnar. Fyrirmyndin er komin frá nítjándu öldinni en sál- fræði hennar dugar skammt á ung- menni 21. aldarinnar. Að notast við þetta gamla kerfi og búast við því að ná góðum árangri má líkja við að reyna að komast til tunglsins knúinn áfram af gufuvél! Gufuvélin var mjög góð uppfinning á sínum tíma en það dugar samt ekki til því nú eru aðrar forsendur í þjóðfélag- inu,“ segir hún. Sunita er þó ekki bara hugsjóna- manneskja heldur framkvæmir hún hugmyndir sínar. Innblásturinn fær hún að miklu leyti frá for- eldrum sínum en þeir reka City Montessori skólann í borginni Lucknow á Indlandi. Nemendur skólans, sem er stærsti einkaskóli í heimi með um 24.000 nemendur, hafa náð sérlega góðum námsár- angri. Aðferðir skólans eru óvenju- legar en þær byggjast á því að gera nemendur bæði góða og fróða. Sú hugsun liggur til grundvallar í öllu starfi Sunitu og CGE. „Mjög margir tala á heimspekilegan hátt um hvað menntun eigi að vera. Mjög fáir geta hins vegar sýnt fram á það í verki. Þau sýndu mér að þetta er mögulegt,“ segir hún. Árangur í öllu CGE hefur ákveðin gildi að leið- arljósi til að vinna út frá. „Við köll- um þetta meginstoðirnar fjórar en þær eru „alþjóðleg gildi“, „hnatt- rænn skilningur", „árangur í öllu“ og „þjónusta við mannkynið". Stoð- irnar byggjast á því að brjóta niður múrana sem mannfólkið setur sér sjálft. Ég vil að nemendur nýti sköpunargáfu sína sem og mögu- leika til fulls. Foreldrar og kennar- ar eru í hlutverki garðyrkjumanns- ins. Þeir þurfa að skapa réttu skilyrðin fyrir börnin svo þau dafni vel,“ segir hún. Meginstoðmnar fjórar eru ákveð- inn rammi sem skólar er vilja inn- leiða þessa kennslufræði geta not- fært sér. CGE á nú þegar í samstarfi við félaga í fimmtán löndum en höfuðstöðvarnar eru í Bandaríkjunum, í höfuðborginni Washington, þar sem Sunita býr. „Forsætisráðherra Namibíu var heiðursgestur á ráðstefnu sem við héldum á síðasta ári. Hann hefur áhuga á því að innleiða aðferðir okkar í menntakerfi landsins.“ Hann er þó ekki einn um það því að dagana 15.-18. ágúst verður haldið kennaranámskeið í lífsleikni í Smáraskóla. Þar verður stuðst við hugmyndir CGE og Sunita verður einn fyrirlesaranna. Sunita tekur sig nú til og út- skýrir hugmyndafræðina bak við stoðirnar. „Fyrst má nefna að „al- þjóðleg gildi“ snúast um að finna ákveðinn samnefnara fyrir þau gildi sem mannfólkið metur mest. A yfirborðinu virðist sem fólk sé ólíkt en sú er samt ekki raunin. Þar sem við höfum kynnt þessar meginstoðir hefur komið í ljós að flestir eru frekar sammála, sama hvort þeir eru á Indlandi, Japan eða Bandaríkjunum. Alls staðar virðist fólk hafa gildi á borð við góðvild, kurteisi, sjálfsaga og ást í hávegum. Heimilum og skólum ber siðferðileg skylda til að innræta börnum þessi alþjóðlegu gildi. Börn eru svo næm á umhverfið og þrífast mjög vel í jákvæðu um- hverfi sem þessu.“ Alþjóðavæðing menntunar „Hnattrænn skilningur" er næsta stoðin sem Sunita greinir frá. „Menntun hefur algerlega misst af alþjóðavæðingunni sem á sér nú stað í heiminum. Við verð- um að gera okkur grein fyrir því að mannfólkið er allt ein stór fjöl- skylda. Ég tel að það sé ekki nóg að kenna nemendum staðreyndir um önnur lönd og lifnaðarhætti. Þó að það sé mikilvægt að vernda sérkenni ákveðinna menningar- svæða er enn mikilvægara að leggja áherslu á það sem er líkt með mannfólkinu. Sem dæmi má nefna þá horfir fólk í indverskum þorpum á bandarískar sápuóper- ur,“ segir hún. „Hugsunin „árangur í öllu“ byggist á því að endurskilgreina hvað árangur raunverulega er. Við viljum horfa á heildarmyndina. Nemandinn á að vera í samkeppni við sjálfan sig en ekki aðra; hann á að bera árangur sinn saman við það sem hann hefur áður afrekað en ekki það sem aðrir eru að gera. Þannig eru meiri líkur á að hann geti nýtt hæfileika sína til fulls og láti ekki samkeppni við aðra nem- endur brjóta niður sjálfstraust sitt,“ heldur Sunita áfram. Gjöf til mannkynsins „Síðast en ekki síst er „þjónusta við mannkynið" mikilvæg stoð. I gegnum tíðina hefur þjónustuand- inn verið bendlaður eingöngu við einhvers konar góðgerðarstarf- Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Dr. Sunita Gandhi, stofnandi The Council for Global Education, segir að hvar sem er í heiminum virðist fólk hafa gildi á borð við góðvild, kurteisi, sjálfsaga og ást í hávegum. semi. Það viðheldur stéttaskipting- unni í þjóðfélaginu. Mér finnst að andi þjónustu eigi að vera í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Virðingarstaða starfsins sem þú gegnir skiptir ekki máli heldur hvernig þér ferst það af hendi. Allt sem við gerum er gjöf til mann- kynsins," segir hún. Skólinn á að vera leiðarljós fyrir samfélagið að sögn Sunitu. „Skól- inn á að skera sig úr og vera visst athvarf. Hann getur verið ákveðin fyrirmynd í samfélaginu; stofnun sem leggur línurnar. Skólinn á að taka markvissan þátt í að skapa nýja framtíðarsýn því framtíðin er í höndum barnanna." Sunitu finnst einnig að heimili og skóli eigi að vinna vel saman. „Fjölskyldan er hornsteinn samfé- lagsins. Staðrejmdin er samt sem áður sú að núna leysast margar fjölskyldur upp og það er ekki hægt að ráða mikið við það. Því á að notfæra sér það að umhverfi skólans er hægt að stjórna, öfugt við hvernig það er með fjölskyldur. Hlutverk skólans er einnig það að tileinka börnum góð gildi eins og áður sagði. Engin ástæða er til þess að það sé einhver gjá milli þess sem þú lærir heima og í skól- anum. Þessari gjá verður að loka. Lífið er ein heild en samanstendur ekki af mörgum afmörkuðum og ótengdum hlutum. Allt byggir á einhverju öðru.“ Þyngd mæld með reglustiku Sunitu finnst þó stjórnvöld halda heldur fast í gamlar hefðir og vera ekki nógu opin fyrir nýjum mögu- leikum innan menntakerfisins. „Samræmd próf eru ekki nógu góður mælikvarði á nemendur. Það liggur mjög línulegur hugsunar- háttur á bak við þá skipulagningu. Mér finnst að þessu megi einna helst líkja við það að reyna að mæla þyngd með reglustiku!“ Á kennaranámskeiðinu í Smára- skóla ætlar Sunita að hvetja kennarana til að komast út úr þessum línulega hugsunarhætti. „Margir kennarar hér hafa verið að gera hluti sem vel geta passað inn í eina eða fleiri af meginstoðun- um fjórum. Landnámsaðferð Her- dísar Egilsdóttur er gott dæmi um slíka kennsluaðferð. Hún leggur áherslu á að rækta börnin sem og að kenna þeim staðreyndir og vekja með þeim fróðleiksfýsn." A hverju ári gefa CGE út pönt- unarlista með bókum sem henta við kennslu af þessu tagi. „Listinn heitir Character og hann hjálpar kennurum við að finna námsefni við hæfi. Smáraskóli á nú ágætis úrval af þessum bókum. Við gefum eitthvað af bókunum út sjálf en helst viljum við nú hvetja kennara til að búa til sitt eigið efni. Við vilj- um ekki halda því fram að allir eigi að gera eins og við segjum og að okkar bækur séu þær einu góðu. Þá værum við bara alveg eins og allir hinir,“ segir Sunita að lokum. Þeir sem vilja kynnast starfsemi samtakanna betur er vinsamlegast bent á að skoða vef þeirra, www.globaleducation.org. leysir vandann Reflectix er 8 mm þykk endurqeislandí einonorun í rúllum. 7 lög en 2 ytri alúminíum—lög endurgeisla hitann. Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15, 38 og 76m. I hóaloft, bak við ofna, í fjós, hesthús, ó rör, ó veggi, tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl. Skæri. heftibvssa oa límband einu verkfærin. ÞÞ &CO Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 5S3 8640 8 S68 6100 Matsölu- og veitingastaðir: . Einn nýjasti og glæsilegasti matsölustaður landsins á frábærum stað. Öll tæki ný, allt nýtt og gott. Mikil aðsókn frá byrjun og ört vaxandi. Góður kokkur á staðnum sem getur haldið áfram. Heitasti tískustað- urinn í dag. 2. Einn glæsilegasti veitingasalur landsins ásamt frábæru eldhúsi til sölu (reksturinn). Tekur 280 manns í sæti. Mikið auglýstur enda þekktur vel. Margir fastir viðskiptavinir, mikið um pantanir og öruggir greiðendur. Hægt að hafa frábæra veisluþjónustu með. Óvenju gott tækifæri. 3. Til sölu eitt þekktasta matvælaframleiðslufyrirtæki höfuðborgarinnar. Selur um 500 matarbakka á dag öruggum aðilum og er auk þess með veisluþjónustu. Eigið húsnæði sem einnig er til sölu. Mikil og góð tæki. 4. Einn stærsti íssöluturn landsins til sölu. Er einnig með myndbönd. Góðir tekjumöguleikar fyrir duglegt fólk sem nennir að vinna. Mikið úrval af ýmsum veitingastöðum til sölu ásamt veislustöðum. Uppiýsingar aðeins á skrifstofunni. IT7TfTTT7?TtT)r?C^rnrT71 SUÐURVE R I SÍMAR 581 2040 OG 581 4755. REYNIR ÞORGRÍMSSON.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.