Morgunblaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Hamlet á
" takkaskóm
Pistill fyrirþá sem þola ekki knatt-
sþyrnu, þá sem lifa fyrir knattsþyrnu og
hina þrjá sem hafa aldrei heyrt íþróttar-
innargetið. Hérkemurlífið sjálft.
Eftir
Sigurbjörgu
Þrastardóttur
ÞEGAR ailt kemur til
alls er knattspyma
fyrst og síðast spurn-
ing um skilning. Að
lesa og skilja hina
dýni list. Leikinn. Lífið.
Á þessu hafa alltof fáir áttað
sig. Það er landlægur misskiln-
ingur að hlutverk íþróttafrétta-
ritara sé eingöngu að þylja upp
úrslit leikja, fjölda áhorfenda eða
tönnlast á því sem allir sjá, sem á
annað borð eru á vellinum eða við
skjáinn. Nei, vinsælasta íþrótt
veraldar kallar á annað og meira.
Vinsælasta íþrótt veraldar er lífið
sjálft með öllum sínum vonum og
væntingum, samheldni, sundur-
lyndi, áskorunum og ögurstund-
um og því dugar ekkert minna til
þess að lýsa henni en heimspeki-
legt sjónarhorn og ljóðrænir
IfUtUADC sprettir. Ekk-
VlfJHUKr ertfúsk.
Á þessu
hafa íþrótta-
fréttaritarar á
Italíu fyrir
löngu áttað sig. Það er ekki nóg
með að ítalir kunni að leika knatt-
spyrnu, þeir kunna líka að meta
íþróttina til hlítar, skýra hana og
túlka, rétt eins og bókmenntir,
tónlist og fagrar listir.
Mestum hæðum náði þessi fimi
ítalskra sportskríbenta á dögun-
um eftir sáran ósigur ítalska
landsliðsins í úrslitaleik Evrópu-
keppninnar í knattspyrnu í Hol-
landi. Fyrir þá sem ekki muna
töpuðu Italir leiknum í blálokin;
eftir að hafa leitt 1-0 fram yfir lok
venjulegs leiktíma fengu þeir á
sig óvænt jöfnunarmark á 93.
mínútu. Gullmark Frakka í upp-
hafi framlengingar veitti ítölum
svo náðarhöggið og hjörtum
biæðir enn sunnan Alpafjalla.
Daginn eftir úrslitaleikinn lagði
íþróttadagblaðið La Gnzzethi
dello Sport fyrstu tuttugu síðurn-
ar undir umfjöllun um leikinn.
Beiskjan var ótvíræð og von-
brigðin áþreifanleg, en blaða-
mennimir hylltu þó sína menn
fyrir hetjulega frammistöðu og
óaðfinnanlega liðsheild. Um leið
veltu þeir sér varlega upp úr glöt-
uðum tækifærum, valdi örlaganna
og táraflóði leikmanna í leikslok
svo úr varð hin dramatískasta frá-
sögn sem öðlast mun sess í heims-
bókmenntasögunni jafnskjótt og
göfgi knattspyrnusagna verður
lýðum ljós.
Fyrsti skríbent kallaði til
himnaríki og hel til þess að dýpka
frásögn sína: „Evrópumeistara-
titillinn var í okkar höndum. Það
hefði nægt að eyða þessum sextíu
sekúndum sem skildu milli okkar
og sigursins. Og ef við hefðum lit-
ið um öxi, tvístígandi af spenningi
við dyr paradísar, hefðum við séð
að braut velgengninnar var slétt-
ari en nokkru sinni fyrr,“ skrifaði
hann og átti við að ítalskur sigur
hefði verið rökrétt framhald af
fljúgandi gengi liðsins í keppn-
inni. En „dyr paradísar lokuðust
á síðustu stundu“ þegar „engillinn
Toldo“ [markvörður Itala] var yf-
irbugaður með „eiturskoti". I hið
guðdómlega líkingamál vantaði
ekkert, ekki einu sinni djöflana -
þeir „leyndust í skóm Del Pieros“
en það var einmitt Alessandro
Del Piero sem í tvígang komst
nærri því að tryggja ítölum sigur
en lánaðist ekki. Hann var óhugg-
andi í leikslok: „Það er sem hann
falli í yfirlið, fótleggirnir svigna
og hann hnígur með hægð á bak-
ið. Alessandro horfir á gráan him-
ininn yfir Rotterdam, horfir í
tómið í leit að skýringum en veit
vel að þær finnast ekki. Það er til-
viljunin ein sem stýrir ævintýrum
sem þessum..." sagði í annarri
grein og í þeirri þriðju kom him-
inninn enn við sögu: „Italía spilaði
í hvítum búningum sem voru
tandurhreinir eins og mark Del
Vecchios [1-0]. Nú eru ítölsku
hjörtun hrímgrá eins og himinn-
inn jfir Rotterdam,“ en greinin
fjallaði um ólánið sem virðist
fylgja hvítum varabúningi liðsins.
Fjórði skrifari fór að dæmi hins
fyrsta og lagði kankvíslega hönd á
helga bók: „„Með þrautum skaltu
börn þín ala,“ sagði Drottinn við
Evu, bersýnilega reiður út af at-
vikinu með eplið. Það sem kemur
hins vegar ekki fram í Biblíunni
er að Adam var áhangandi Italíu
og við brottvikninguna úr Eden
lagði Drottinn á hann árviss von-
brigði á vellinum..." Hér er vísað
til vítaspyrnukeppninnar í úr-
slitaleik heimsmeistaramótsins
1994 og annarra ógæfudaga ít-
alska liðsins á undanförnum árum
sem enn eru sem „opin sár“ á
þjóðarlíkamanum.
Og fréttaritararnir fóru víðar í
leit að aðstoð við að fanga drama-
tíkina. Einn leitaði í smiðju
Shakespeares er hann lýsti and-
rúmsloftinu fáeinum mínútum
fyrir leikinn: „[Þjálfarinn] Dino
Zoff er eins og Hamlet: að taka
eða taka ekki úr umferð hinn hála
Zidane? Zoff þegir; eintalið og ef-
inn krauma í kolli hans.“
Og eins og það nægði ekki að
hafa sjálfan Hamlet á hliðarlín-
unni tók annar dálkahöfundur sig
til og birti lista yfir þá leikara sem
leikmenn liðsins líktust hvað
mest: „Maldini er með bláu augun
hans Alain Delon, Nesta hefur
varir eins og Marlon Brando,
vítaskyttan Di Biagio minnir á
Clint Eastwood í einvígi í Hand-
fylli af dollurum...“ Listinn var
reyndar ritaður meira í gamni en
alvöru, enda ekki vanþörf á að
lyfta brún lesenda eftir ósigurinn.
Joseph Blatter, forseti FIFA,
hitti sennilega naglann á höfuðið
eftir leikinn þegar hann líkti
knattspyrnunni við grískan harm-
leik. „Töfrar knattspyrnunnar fel-
ast í dramatíkinni sem líkist því
sem gerist í grísku harmleikjun-
um; hér er eining tíma, staðar og
atburðar að ógleymdri biðinni eft-
ir niðurstöðu sem enginn veit
hver verður."
Forseti Ítalíu, Carlo Azeglio
Ciampi, bætti enn einni merking-
arvíddinni við, úrslitaleikurinn
hafði að hans áliti samfélagslegt
og diplómatískt gildi: „Landsliðið
hefur sent þjóð sinni mikilvæg
skilaboð: samviskusemi og stöðug
vinna bera alltaf ávöxt - ef ekki
sigur þá virðingu og eftirtekt ann-
arra. Með frammistöðu sinni gaf
lið okkar umheiminum jákvæða
mynd af Italíu."
Það er sem sagt ekki nóg að
vita að knattspyrnuleikur hafi
endað 2-1. Að baki liggja blóð, tár
og sviti og ekki síst einlægar til-
raunir til þess að tengja atburðina
á grasvellinum við heiminn sem
umlykur. Og þegar það tekst er
fullkomnun náð.
LAILA
REEHA UG
+ Laila Reehaug
fæddist í Kaup-
mannahöfn 21. mars
1951. Hún lést af
slysförum í Kaup-
mannahöfn 25. maí
siðastliðinn og fór
útfór hennar fram
frá Stengaards-
kirkju í Kaupmanna-
höfn 2. júní. Minn-
ingarathöfn um
Lailu fór fram í Ár-
bæjarkirkju 9. júlí.
Kæra vinkona.
Svona hófust öll þau
bréf sem okkur fóru á milli. Já,
kæra vinkona, þetta ávarp lýsir
okkar samskiptum síðan við kynnt-
umst fyrir nokkrum árum á dönsku-
námskeiði í Óðinsvéum. Það er ekki
algengt að maður eignist góða vini á
miðjum aldri, flestir mynda vina-
tengsl mun fyrr á lífsleiðinni, oftast
í skóla eða í gegnum sameiginleg
áhugamál. En við urðum nánar vin-
konur þó ólíkar værum.
Það æxlaðist einhvern veginn
þannig að við héldum á sama tíma
til Danmerkur, báðar til að stunda
kandidatsnám í bókasafns- og upp-
lýsingafræðum. Við bjuggum um
tíma í nágrenni hvor við aðra á
Amager og höfðum stuðning hvor af
annarri. Laila var að búa sig undir
að Ijúka námi nú í vor þegar hún
lést af slysförum 25. maí síðastlið-
inn. Hún var jarðsett í Kaupmanna-
höfn við hlið föður síns í byrjun júní.
Kæra Laila, það er erfitt að geta
ekki hringt í þig til að spjalla eins
og ég var vön að gera. Einhvern
veginn finnst mér ekki að þú sért
dáin, ég held áfram að sjá þig fyrir
mér í litlu íbúðinni á fjórðu hæð við
Peter Lykkes veg. Eg sé þig sitj-
andi í eldhúsinu þínu á stigatröpp-
unni með kaffibolla í hendi að leggja
drög að deginum eða með teppið
sem þú ófst handa pabba þínum vaf-
ið utan um þig og bundið rækilega
með fánasnúrubandi svo það haldist
nú á sínum stað meðan þú situr og
lest og stelst til að borða danskan
lakkrís í leiðinni. Eg sé þig taka til
hendinni og djöflast við þrifin,
þvottinn og matseldina. Eg sé þig
líka fyrir mér brunandi á hjóla-
skautunum eða hjólandi á fullu á
götum Kaupmannahafnar. Svona
varstu, kraftmikil, full af orku og
lífsgleði og engin lognmolla yfir
neinu sem þú tókst þér fyrir hend-
ur.
Við spjölluðum mikið saman.
Samtöl okkar hófust vanalega á ís-
lensku en fyrr en varir varstu farin
að tala dönsku án þess að taka eftir
því. Við bárum saman æsku okkar
og líf og töluðum opinskátt um til-
finningar okkar og skoðanir á
mörgum hlutum. Við grínuðumst
oft og hlógum að fullkomnunar-
áráttu þinni sem birtist í mörgum
myndum - við hlið þína virtist ég
ákaflega kærulaus um allt sem ég
tók mér fyrir hendur. Við deildum
sorgum og gleði og vinátta okkar
var einlæg þó svo að við værum
ekki sammála um alla hluti.
Laila gerði allt eins vel og hún
gat og lagði mikið á sig til að allt
tækist vel upp. Hún var mikill bar-
áttumaður fyrir réttindum sínum
og var oft í skærum við aðra vegna
þess. Þetta var hluti af persónuleika
hennar og uppeldi. Hún var líka af-
ar fljót að mynda sér skoðanir eða
taka ákvarðanir sem hún gat svo
aftur á móti orðið afar leið yfir að
hafa tekið þegar hún hafði kólnað
niður og gat farið að hugsa málið
frá fleiri hliðum. Skap hennar var
mikið og stundum erfitt að stjórna
því. Hún sveiflaðist stundum frá því
að vera stríðsmaður í það að skæla
með mér í heilt lak, t.d. yfir væmn-
um atriðum í sjónvarpinu. Það var
því ekki hægt að láta sér leiðast ná-
lægt henni.
Laila og Jens voru fallegt par.
Þau féllu hvort fyrir öðru fyrir 30
árum þegar Jens var við nám í
Kaupmannahöfn og síðan þá hafa
þau verið saman og ástfangin í blíðu
og stríðu. Hún talaði
stundum um það
hversu erfitt það hafi
verið fyrir unga Kaup-
mannahafnarstúlku að
flytjast til Vestfjarða á
dögum lélegra sam-
gangna og samskipta-
möguleika. Þrátt fyrir
stuðning Jens, tengda-
fólks og vina var allt
öðruvísi en hún átti að
venjast. Hún var Dani
og þó svo hún aðlagað-
ist íslensku samfélagi
þá varð hún aldrei ís-
lendingur - til þess
voru ræturnar of djúpar.
Laila talaði oft við mig um börnin
sín, Björgu og Súna. Hún var stolt
af þeim og vænti mikils af þeim í
framtíðinni en stundum hafði hún
þungar áhyggjur af þeim og þá sér-
staklega í veikindum Bjargar.
Henni þótti innilega vænt um þau
og bar velferð þeirra fyrir brjósti.
Hún trúði mér fyrir því hversu erf-
itt hún ætti að láta í ljós þessa
væntumþykju og að henni væri það
ekki eðlislægt einhverra hluta
vegna að veita hlýju. En það lék
enginn vafi á því að tilfinningar
hennar til fjölskyldu sinnar voru
djúpar og hlýjar enda þær sem
héldu henni hér á Islandi. Katla,
ömmubarnið, var augasteinninn
hennar og skreyttu myndir hennar
litlu íbúðina í Kaupmannahöfn og
fylgdist Laila grannt með henni,
uppeldi hennar og þroska. Söknuð-
ur ykkar allra er sár en þið eigið
eftir að styðja hvert annað í sorg
ykkar sem og gleði og minnast
Lailu oft. Ég efa það ekki að hún
mun halda áfram að vera hluti af lífi
ykkar og veita ykkur stuðning
áfram þó svo að hún sé horfin af
þessu jarðarsviði.
Eitt af því góða sem hlaust af
dvöl Lailu í Danmörku síðastliðin
tvö ár var hve tengslin styrktust á
ný við Vitu móður hennar og syst-
kinin Dorthe, Erland, Birger og
fjölskyldur þeirra. Þau eiga nú um
sárt að binda.
Tengdafaðir Lailu, tengdafólk og
vinir hér á Islandi eru einnig harmi
slegnir þegar ung kona er hrifin á
brott úr fjölskyldunni svo skyndi-
lega.
Kæri Jens, Björg, Súni og Katla,
ykkur öllum flyt ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Kæra vin-
kona, hvíl þú í friði.
Hrafnhildur.
Það er nánast óbærileg tilhugsun
að Laila, þessi kraftmikla og hressa
kona og einstaki vinur, sé farin og
við fáum ekki að sjá hana meir.
Ég kynntist Lailu fyrst, fyrir um
það bil 30 árum, þegar ég bjó í Dan-
mörku en kynnin urðu meiri og nán-
ari þegar Laila fluttist til Islands
árið 1973 og við bjuggum samtímis
á Bíldudal og síðar á Patreksfirði.
Síðustu 11 árin höfum við búið á sitt
hvorum staðnum en sambandið allt-
af verið jafn mikið, þá bréfleiðis og
nú síðustu árin með rafrænum
pósti. Síðustu tvö árin hefur Laila
lagt mikið á sig við að ljúka fram-
haldsnámi í bókasafnsfræði og verið
í Kaupmannahöfn fjarri eiginmanni
og börnum og barnabarni og var
nýbúin að skila lokaritgerðunum
sínum þegar hún var hrifin burt.
Laila var alveg sérstakur vinur
sem vildi allt fyrir mig og mína fjöl-
skyldu gera.
Hún og Jens munu alltaf eiga
stóran hlut í hjarta mínu, vegna
þess að þau hafa alltaf deilt með
okkur öllum okkar gleðistundum og
ekki síst sorgarstundum eins og
þegar við misstum son okkar Svan,
þá opnuðu þau heimili sitt fyrir okk-
ur og allri fjölskyldunni.
Margs er að minnast, alveg
ógleymanlegir eru morgunverðirnir
í Heiðarbænum sem við gátum setið
við í marga klukkutíma. Okkar síð-
ustu samverustundir voru í kring-
um síðustu áramót þegar Laila var
heima í jólafríi. Sem betur fer feng-
um við fjölskyldan þá frábæru hug-
mynd að eyða áramótunum í
Reykjavík þetta árið og hóuðum
saman hópi af góðum vinum og
slógum upp veislu tveim dögum fyr-
ir gamlársdag. Ég fékk að sjálf-
sögðu Lailu til að vera veislustjóra
og það tókst svo vel að enn er verið
að tala um hvað veislan hafi verið
skemmtileg. Og svo sjálfu gamlárs-
kvöldinú eyddum við með Lailu og
Jens og mikið er ég þakklát fyrir að
eiga þessar góðu minningar í dag.
Ég var búin að hlakka lengi til
þess að hitta mína kæru vinkonu og
var á leiðinni út til Danmerkur þeg-
ar hún lést á þennan hörmulega
hátt, þannig að í stað gleðilegra
endurfunda varð ég að fylgja henni
til grafar.
„Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú
munt sjá, að þú grætur vegna þess,
sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran)
Elsku Jens, Björg, Súni, Katla,
Vita, Erland og Dorthe, megi Guð
styrkja ykkur í sorg ykkar.
Hvíl í friði, kæra vinkona, minn-
ing þín mun lifa.
Elsa Nína, Jónas og
Sunna María.
Ástkær vinkona mín er fallin frá
langt fyrir aldur fram, hún lést í
hörmulegu slysi í Kaupmannahöfn
25. maí síðastliðinn. Það er undar-
legt að hugsa sér lífið án Lailu, hún
sem var svo full af orku lífi. Hún
hafði lagt á sig mikið erfiði síðustu
tvö árin þar sem hún dvaldi fjarri
eiginmanni og börnum til að ljúka
langþráðu námi í bókasafnsfræði.
Nú fær hún ekki að njóta ávaxtanna
af því, maður skilur ekki slíkt órétt-
læti. Ég man eins og það hefði gerst
í gær fyrsta skiptið sem ég sá Lailu.
Jenni kom með hana til Islands til
að kynna hina verðandi brúði sína
fyrir ættingjum og vinum. Þá var
Laila 19 ára og ég hef verið 13. Þau
komu í Otradal og ég gleymi aldrei
hvað mér fannst hún falleg og
glæsilega klædd. En þannig hefur
Laila alltaf verið, hún var mjög
smekkleg hvort heldur sem það
varðaði heimilið hennar eða klæða-
burðinn. Og hreinskiptin var hún,
maður þurfti aldrei að velkjast í
vafa þegar Laila var annars vegar.
Hún sagði alltaf meiningu sína
hreint út þó svo að það kynni að
vera óþægilegt fyrir suma. Hún var
mjög nákvæm og vandvirk í öllu
sem hún tók sér fyrir hendur. Mér
þótti afskaplega gott að tala við
Lailu, við gátum rætt um allt milli
himins og jarðar og fannst mér ég
endurnærð á sál og líkama á eftir.
Hún sýndi og sannaði hversu ein-
lægur vinur hún var þegar hún opn-
aði heimili sitt fyrir okkur fjölskyld-
unni þegar við áttum um sárt að
binda haustið 1995. Ég fluttist til
Reykjavíkur í nágrenni við Lailu og
Jens á síðasta ári aðeins þremur
vikum áður en hún fór út til Kaup-
mannahafnar eftir sumarfríið. Við
náðum að hittast nokkrum sinnum á
þeim tíma og svo síðast um jólin í
boði hjá systur minni og mági þar
sem Laila var veislustjóri og mun
það kvöld seint úr minni líða sökum
þess hversu skemmtilegt það var.
Ég hafði hlakkað til þess að hún
kæmi nú alkomin heim og ég gæti
kíkt inn hjá henni og hún hjá mér
hvenær sem færi gæfist.
Elsku Jenni, Súni, Björg, Katla,
Vita, Erland og Dorthe. Ég bið guð
að styrkja ykkur og vernda á þess-
um erfiðu tímum og megi minningin
um yndislega konu vera Ijós ykkar í
myrkrinu.
Svanhvít Sigurðardóttir.
• Fleiri minningargreinar um
Lailu Reehaug bíða birtingar og munu
birtast íblaðinu næstu dagu.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar
til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net-
fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt
er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.