Morgunblaðið - 11.07.2000, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR11. JÚLÍ 2000 43
ég minnist þess aldrei að hafa séð
hann öðruvísi en kátan og skemmti-
legan. Þegar ég hugsa til baka og
rifja upp minningar sem ég á um
hann kemur alltaf upp í hugann hve
hávaxinn og tignarlegur afi var. Sem
smápatti átti ég þá ósk heitasta að
líkjast afa mínum í skapgerð og að
verða jafnhávaxinn og hann. Ekki
náði ég hæðinni en ég mun hafa
skapferli hans ávallt að leiðarljósi í
lífinu og þegar eitthvað bjátai’ á mun
mér ávallt verða hugsað til hans og
ímynda mér hve rólega hægt sé að
taka á öllum málum en þó að gera
það óaðfinnanlega.
Með andláti afa er stór hluti af lífí
mínu hoi’finn en ekki lengra en svo
að ég mun alltaf geyma minningarn-
ar um hann innst í hjarta mínu. Eg
sakna þín afi og ég þakka þér fyrir
allt sem þú gafst mér í lífinu.
Eiríkur.
Við eigum margar góðar minning-
ar um afa, en það sem kemur fyrst í
hugann er opni faðmurinn og hjálp-
semi hans. Hann var alltaf tilbúinn
að hjálpa okkur öllum og er okkur
minnisstæðast þegar hann lagðist á
fjóra fætur og pússaði parketið í
íbúðinni minni. Parketið varð eins og
nýtt á eftir. Eða hvernig hann af
natni yfirfór og lagaði eldgamalt
barnareiðhjól sem mér hafði áskotn-
ast.
Afi var maður fárra orða, athugull
og hlustaði vel. Það var mjög fyndið
þegar hann laumaði inn í umræðu
hárfínum athugasemdum og brosti
kankvíslega.
Fyrir einu ári var afi að hlaupa út í
búð eins og hann gerði jafnan í há-
deginu niður í Skeifu. Allt var sund-
urgrafið og þegar hann kom að
skurði gleymdi hann að hann væri 81
árs og sveif yfir skurðinn. I kjölfarið
fékk hann verki í kviðarholið. Þegar í
ljós kom að það var „bara“ kviðslit
varð hann svo ánægður að hann lang-
aði mest til að kyssa hjúkkurnar.
Minningamar um þig munum við
geyma í hjörtum okkar alla tíð.
Guðrún og Sigríður.
Svani kom inn í fjölskylduna í
Laugardalnum þegar hann kvæntist
Bergþóru móðursystur minni. Þau
hófu búskap í Hafrafelli við Múlaveg
um 1940.
Þegar ég var lítill strákur fannst
mér hann svolítið dularfullur. Nafnið
hans, Svani, jók líka á þessa tilfinn-
ingu. Ég skildi fyrst ekki hvers
vegna hann var kallaður þessu nafni
en svo datt mér í hug að líklega héti
hann þetta vegna þess að svanurinn
er okkar stærsti fugl og hann var
með hæstu mönnum. Ég komst að
því síðar að hann var danskur í aðra
ættina og gerði það hann enn merki-
legri í mínum augum.
Um 1950 fluttu þau Bergþóra úr
Laugardalnum. Þau keyptu sér hús
við Háaleitisveg þar sem nú eru
gatnamót Miklubrautar og Háaleit-
isbrautar. Svani stækkaði bílskúrinn
sem þar var og stofnaði eigið bíla-
verkstæði.
Bílaverkstæði Svana er mér af-
skaplega eftirminnilegt. Börn fengu
helst ekki að fara þangað inn en þá
kíkti maður bara á gluggann. Þar
fyrir innan var Svani, alvarlegur í
bragði í vinnugallanum að logsjóða
bilaða bíla í hálfrökkrinu sem þar
var. Allt í kringum hann voru bfla-
hlutar, tannhjól, sprautukönnur og
hvers kyns verkfæri. Þetta var ævin-
týraheimur sem hreif mig mjög og
hefur greinilega haft áhrif á form-
skyn mitt. Verkstæðið var líka hálf-
súrrealistískt að innanverðu. Þegar
opnunarhófið var haldið þar tók faðir
minn sig til og málaði skreytingar á
texplötur. Þetta voru endurminning-
ar hans frá Ameríku stríðsáranna,
meðal annars man ég þarna eftir
svertingja að hrista kokkteil og prúð-
búnu fólki sitjandi á barstólum.
Seinna voru plöturnar teknar og
negldar þvers og kruss um loftið til
einangrunar. Framan á húsinu var
mynd af mjög framúrstefnulegum bfl
og grillið á honum myndaði stafina
N.K.S. Já, þetta var sannarlega
töfraveröld þar sem Svani galdraði
bílaflota stórfjölskyldunnar í lag.
Ég fékk oft að fara í heimsókn til
Bergþóru og Svana og krakkanna
þeirra. Fór ég þá fótgangandi. Leiðin
var ekki löng, fyrst fór ég í gegnum
braggahverfið við Suðurlandsbraut.
Við enda þess var trukkaverkstæðið
þar sem gert var við stóru Makkana.
Uppi á brekkunni var svo drauga-
húsið sem hafði verið flutt úr mið-
bænum og stóð þarna á tunnum og
bar við himin. Ég hljóp alltaf dauð-
hræddur þar fram hjá. Svo lá leiðin
upp með Hans og Grétu húsunum og
þegar ég var kominn fram hjá tunnu-
verksmiðjunni Beyki var ég kominn í
ríki Bergþóru og Svana.
Það var ákaflega gott að koma í
heimsókn til þeirra. Þau voru svo
blessunarlega laus við allt prjál og
tilgerð og á heimili þem-a réði gleðin
ríkjum. Þótt Bergþóra og Svani
væru ólík um margt, hún lítil, hnellin
og málglöð, hann hávaxinn, hægur
og þögull, var augljóst að eindrægni
og samheldni var beggja aðalsmerki
og þeim tókst að skila þessum kost-
um áfram til afkomenda sinna.
Það er langt síðan ég áttaði mig á
því að Svani galdraði ekki bílana í lag
en hann bjó yfir þeim galdri að þeir
sem kynntust honum og nutu sam-
vista við hann báru umsvifalaust
virðingu fyiir honum enda fór ekki
fram hjá neinum hversu góður mað-
ur hann var.
Ég og fjölskylda mín sendum fólk-
inu hans okkai’ innilegustu samúðar-
kveðjur.
Sigurður Orlygsson.
Mig langar með fáeinum orðum
aðminnast Níels Svane er lést á
heimili sínu 28. júní sl. 82 ára að aldri.
Kynni okkar Svane hófust fyrir
hartnær tveimur áratugum. Þá
starfaði ég eitt sumar í Skíðaskálan-
um í Hveradölum og kynntist þar
fyrst Bergþóni eftirlifandi eiginkonu
hans. Við bundumst fljótt sterkum
vinaböndum sem hafa haldist alla tíð.
Ég flutti til Reykjavíkur þá um
haustið sautján ára gömul og fékk að
njóta þeirrar gæfu að dvelja hjá þeim
hjónum um tveggja ára skeið á heim-
ili þeirra á Norðurbrún. Þau voru
viðburðarík og skemmtileg þessi ár
og á ég frá þessum tíma margar góð-
ar og hugljúfar minningar. Það sem
mér er efst í huga á þessari kveðju-
stundu er þakklæti, þakklæti fyrir
þann hlýhug og stuðning sem Svane
hefur sýnt mér öll þessi ár, þakklæti
fyrir þær samverustundfr sem ég
átti með honum. Þegar ég velti fyrir
mér hvað einkenndi Svane helst þá
kemur margt í hugann. Hann var
einstakt ljúfmenni, rólyndur og hóg-
vær, ávallt boðinn og búinn að veita
öðrum hjálparhönd. Hann mátti ekk-
ert aumt sjá og studdi ævinlega þá
sem áttu undir högg að sækja í lífs-
baráttunni. Aldrei heyrði ég Svane
hallmæla öðrum, hann gerði alltaf
gott úr öllu og jákvæðni hans til allra
hluta var einstök. Á heimili þeirra
hjóna var yndislegt að koma en
gestrisni og félagslyndi voru sterkir
þættir í persónu Svane. Á seinni ár-
um tókum við nokkur upp þann
skemmtilega sið að skiptast á að
bjóða hvort öðru í sunnudagskaffi og
var oft kátt á hjalla. Þó Svane væri
rólegur og yfirvegaður þá bjó undir
niðri rík kímnigáfa. Nú þegar Svane
er fallinn frá þá er stórt skarð höggv-
ið í vinahópinn og söknuðurinn er
sár. Um leið og ég þakka Svane fyrir
samfylgdina þá fylgja hlýjar hugsan-
ir til hans í eilífðarferðina.
Elsu Bergþóra mín, Þorgeir, Una,
Margrét, Eiríkur og fjölskyldur.
Megi guð styrkja ykkur á erfiðri
stund.
Ólöf Guðjónsdóttir.
Kjossar á Ceiði
‘Kyðfrítt stáí- varaníefjt efni
‘Krossamir em framteiddir
úr Fivítfiúðuðu, ryðfríu stáCi.
‘Minnisvarði sem endist
um óCpmna tíð.
SóCfross m/yeistum.
ttíæð 100 smfrá jörðu.
mwm
, : - : . . -
‘Tvöfatdur Cjoss.
ttíceð 110 sm frá jörðu.
tíringið í síma 431-1075 og
fáið [itaSœtjtirig.
BLIKKVERKsf.
A Dalbraut 2, 300 Akranesi. Sími 431 1075. fax431 1076
Legsteinar
í Lundi
SÖLSTEINAR við Nýbýlaveg, Kópavogi
Sími 564 4566
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar
til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netf-
ang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt
er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langa-
langafi,
ÓLAFUR JÓNSSON
fyrrum bóndi
í Álfsnesi og á Oddhóli,
til heimilis í Lóurima 23,
Selfossi,
lést á Ljósheimum föstudaginn 7. júlí.
Börn, tengdabörn,
barnabörn, barnabarnabörn
og langalangafabarn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda
faðir og afi,
ÞÓRSTEINN BERGMANN MAGNÚSSON
kaupmaður,
Baughúsum10,
lést sunnudaginn 9. júlí.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstu
daginn 14. júlí kl. 10.30.
Karitas Bjargmundsdóttir,
Þorsteinn Þórsteinsson,
Berglind Karitas Þórsteinsdóttir, Stefán Garðar Óskarsson,
Karitas Alfa, l'sak Hrafn og Jakob Steinn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
HULDA PÁLSDÓTTIR
frá Þingholti,
Vestmannaeyjum,
síðast til heimilis í Engjaseli 70,
lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn
9. júlí.
Fyrir hönd aðstandenda,
Birgir Þór Sverrisson, Kolbrún Eva Valtýsdóttir,
Ragnar Kristján Gunnlaugsson, Erla Baldursdóttir.
barnabörn, barnabarnabarn
og systkini frá Þingholti.
+
Elskulegur sonur okkar, bróðir og mágur,
JÓNAS SIGURÐUR KONRÁÐSSON,
írabakka 20,
Reykjavík,
lést á heimili sínu.
Jarðarförin auglýst síðar.
Konráð Páll Ólafsson, Ingigerður St. Óskarsdóttir,
Guðjón Árni Konráðsson,
Jóna Ósk Konráðsdóttir, August Hákansson,
Guðmundur Kristinn Konráðsson,
+
Ástkær móðir, tengdamóðir og amma,
JÓHANNA S. ÞORGEIRSDÓTTIR,
andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund
í Reykjavík föstudaginn 7. júlí.
Fyrir hönd aðstandenda,
Flosi Már Jóhannesson,
Arna B. Friðriksdóttir,
Gunnar Þór Jóhannesson,
Sigurborg fris Vilhjálmsdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
BJÖRN RAGNAR ÓSKARSSON
bryti,
Rauðalæk 14,
er lést á Landspítala, Fossvogi, laugardaginn
8. júlí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
föstudaginn 14. júlí kl. 13.30.
Hjördis Guðmundsdóttir,
Guðmundur Þór Björnsson, Birna Björnsdóttir
og barnabörn.
+
SIGURÐUR RÓSBERG TRAUSTASON
frá Hörgshóli,
lést á Call Beean House spítala í Los Angeles
að morgni laugardagsins 8. júlí.
Fyrir hönd aðstandenda,
Trausti Sigurjónsson.