Morgunblaðið - 11.07.2000, Page 45

Morgunblaðið - 11.07.2000, Page 45
MUKliUiNtíi.AiJitJ MINNINGAR PiiltlJ UUAiiUii 11. JULl i!OOU 45 GUNNAR BJÖRGVIN KRISTINSSON + Gunnar Björgvin Kristinsson fæddist í Keflavík 3. júlí 1932. Hann lést á Landspítalanum 1. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Eygló Einai-sdóttir, f. 6. júlí 1913, d. 8. okt. 1943, og Kristinn Guðjónsson, f. 12. nóv. 1905, d. 9. okt. 1975. Yngri systkini Gunnars: 1) Hrafn- hildur Kristinsdóttir, f. 6. mars 1936, gift Ásmundi Þorkels- syni, f. 10. júlí 1932, þeirra börn; Þorkell Arnar, f. 21. jan. 1957, og Eygló, f. 16. maí 1961. 2) Ingvar Kristinsson, f. 9. des. 1938, d. 17. apríl 1973. Gunnar kvæntist 7. júní 1958 Ellen Þorkelsdóttur, f. 5. sept. 1933. Foreldrar hennar voru Bergþóra Kristinsdóttir, f. 14. júní 1907, d. 11. febr. 1976, og Þorkell Ásmunds- son, f. 25. apríl 1902, d. 18. júní 1997. Son- ur Gunnars og Ellen- ar er Kristinn, f. 19. júní 1961. Kona hans er Jónína Helgadótt- ir, f. 13. mars 1959, börn þeirra eru Ingvar Helgi, f. 27. apríl 1982, og Sylvía Björg, f. 18. febr. 1990. Gunnar fór ungur til sjós og var það hans starfsvettvang- ur að mestu leyti. Hann útskrifaðist úr Stýrimanna- skólanum 1965 og sigldi sem skip- stjóri og stýrimaður á ýmsum skipum, lengst af sem stýrimaður hjá Jöklum hf. en þess á milli vann hann ýmis störf í landi. Útför hans fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Guð leiði þig, en líkni mér, sem lengur má ei fylgja þér. En eg vil fá þér englavörð, míns innsta hjarta bænargjörð: Guð leiði þig. (M. Joch.) Guð blessi þig elsku afí og takk fyr- ir allar þær stundir sem við áttum saman. Ingvar og Sylvfa. og megi Guð gefa ykkur þrek og styrk til að vinna á sorginni. Kveðja frá allri fjölskyldunni. Er sárasta sorg okkur mætir, og söknuður huga vom grætir, þá líður sem leiftur af skýjum, ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr. J. Hallgn'ms.) Þin mágkona, Helga. Gunni minn. Mig langar að kveðja þig með örfáum orðum. Það kemur svo margt upp í huga manns á þessari stundu, en ég ætla ekki að skrifa það allt. Ég man svo vel þeg- ar þið Ellen systir voruð að skjóta ykkur hvort i öðru. Ellen var óeðli- lega oft uppi á lofti hjá Haddý mág- konu og Asa bróður í kaffi, en þar var ungur maður einnig oft í kaffí hjá systur sinni Haddý. Ég var þá aðeins þrettán ára með hárið greitt í hnút, eins og þá var í tísku. Strídd- ir þú mér oft og sagðir að ég væri eins og kerling. Þegar mér sárnaði við þig sagðir þú: „Helga mín, þú átt að vera seinni konan mín.“ Ég hélt nú ekki að ég færi að eiga mann tíu árum eldri. En þessi aldursmunur varð miklu minni með aldrinum, mér fannst engin tíu ár á milli okkar síðustu ár. Við höfum alltaf náð mjög vel saman. Þú hafðir svolítið sérstakt skap sem ekki allir kunna við. Þú gast verið snöggur og hastur í svörum, en ég lét þig aldrei slá mig út af laginu, við gátum alltaf grínast því gullhjartað og húmorinn var ekki langt undan. Mér er minnis- stætt þegar þú hringdir í mig skömmu eftir að við Gummi fengum Evu. Þá kom þáttur í sjónvarpinu. Þú spurðir hvort ég hefði séð hann, jú ég hafði séð hann. Hlógum við mikið að einni setningu sem þar var sögð, en þetta var bara okkar á milli. En Gunni minn, okkur finnst þú fara allt of fljótt frá okkur öllum. Mikið varstu orðinn lasinn 18. júní, en þú vildir fá að keyra okkur Ellen upp á Garðatorg svo við yrðum ekki blautar inn að beini áður en við fær- um í kvennagönguna eins og við kölluðum það. Þú varst búinn að laga kaffí fyrir okkur þegar við komum til baka. Við sátum við eld- húsborðið, þá sagðir þú mér að þetta væri allt búið. En ég vildi nú ekki trúa þér og bað þig að vera bjartsýnan, þú mættir ekki gefast upp. En þvi miður var þetta satt hjá þér Gummi minn, og ekki tók það marga daga, en þú kvaddir þennan heim með reisn. Hárið þitt var kom- ið aftur og þú varst útitekinn og leist ótrúlega vel út. Við vitum öll að vel var tekið á móti þér þegar þú fórst yfir móðuna miklu. Við skulum öll hugsa vel um Ell- en systur og passa upp á hana og krakkana fyrir þig. Elsku Ellen mín, Kiddi og fjöl- skylda, þið hafíð sýnt ótrúlegan styrk í erfiðum veikindum Gunnars í dag kveðjum við Gunna frænda, uppáhalds frænda minn. I rauninni leit ég á hann eins og stóra bróður, en við vorum systrabörn. Það var mikið áfall hjá öllum sem þekktu Gunna þegar það fréttist sl. haust að hann hefði greinst með ill- kynja sjúkdóm. Gunni tók þessu sem sönn hetja, gekk í gegnum meðferðir hjá læknum og gætti fullrar bjartsýni hjá öllum að hann myndi sigra þennan vágest, en rúmri viku fyrir' andlátið lagðist hann inn á Landspítalann. Þegar ég heimsótti hann daginn fyrir andlát- ið sá ég hversu af honum var dregið og lést hann 1. júlí sem er sami dán- ardagur og hjá föður mínum, Þor- láki, sem dó fyrir sjö árum. Margar minningar á ég um Gunna, bæði sem barn og alla tíð síðan, allar ljúfar og ánægjulegar, en ein kemur oft í huga mér og þá er ég alltaf jafn hamingjusöm yfir því hvað hann gat nú verið góður frændi. Bragð er að þá barnið finn- ur. Þegar Gunni var að byrja í sigl- ingunum fyrir fjölmörgum árum þá keypti hann handa mér negra- dúkku, mjög fallega, sem var skírð Tondeleyó og var hún með kolsvart sítt hár sem mátti greiða á alla vegu. Þetta var mikil uppáhalds- dúkka og lék ég mér mikið með hana þegar ég hafði aldur til, en mamma geymdi hana fyrst og fékk ég hana ekki fyrr en mömmu fannst henni óhætt í höndunum á mér. Þessi dúkka er ennþá til, geymd hjá mömmu á Tómasarhaganum. Einnig man ég eftir þ\a þegar ég fermdist, því þá laumaði Gunni að mér fallegu gullhálsmeni með perlu sem hann sagði að væri frá honum einum, en einnig ég fékk aðra gjöf frá honum, Ellen, Haddý og Asa, sem var gullhringur, en hann á ég einnig ennþá. Þessar gjafir ætla ég að varðveita vel, en minningin um góðan frænda er mér þó dýrmæt- ust. Elsku Ellen, Kiddi og fjölskyldan öll., Ég og fjölskyldan mín sendum ykkur okkar innlegustu samúðar- kveðjur. Anna Björg. Á sólríkum og fallegum degi hinn 1. júlí sl. lézt góður og kær frændi minn, Gunnar B. Kristinsson. Hann var mikill heimilisvinur foreldra minna og okkur systkinunum þótti afar vænt um hann. Hann bjó á heimili okkar á Ránargötunni og síðar á Tómasarhaganum um nokk- urra ára skeið. Móðir mín og hann höfðu tengzt afar sterkum böndum er móðir hans, Eygló, sem var móð- ursystir mín lézt frá þremur börn- um er Gunnar var ellefu ára gamall. Ég var frumburður foreldra minna og naut þess ríkulega í nokkur ár að vera einkabarn og fann sterkt fyrir væntumþykju Gunna frænda í minn garð, svo sterkt, að það er mér afar kær minning er litið er til baka. Hann var farmaður sem sigldi til fjarlægra landa. Það var alltaf til- hlökkun þegar hann kom í höfn og lítill strákur taldi oft dagana þang- að til Gunni frændi sigldi skipinu sínu inn í gömlu Reykjavíkurhöfn- ina. Þá fékk strákurinn að fara um borð og stækkaði mikið er upp í brú var komið og staðið var bak við stýrið og hugurinn látinn reika langt í burtu. Þá komst ungi maður- inn í annan heim. Þó Gunni frændi væri örlátur og gjafmildur og gæfi góðar gjafir þegar heim kom var það ekki sízt lifandi frásagnargáfa hans og hlý nærvera sem ungur drengur laðaðist að. Hann var með sól í hjarta og tengdist birtu og yl og það var afar bjart yfir honum alla tíð. Ég minnist glæsilegra skipaflug- elda og blysa á gamlaárskvöld, sírenuvælandi löggubíla með blikk- andi ljósum og annarra leikfanga sem vart þekktust á Islandi í þá daga, já alls þessa fékk ég að njóta frá Gunna frænda mínum sem var mér svo kær. Hann kunni að gefa og gleðja á ríkulegan og eðlilegan hátt. Hann var líka mjög þakklátur fyrir fjölskylduna sína sem hann fann í húsum foreldra minna og sýndi hann það alla tíð. Með líflegum og skemmtilegum frásögnum af fjar- lægum stöðum í heiminum mótaði Gunni bernskuhugmyndir mínar um lífið og tilveruna úti í hinni stóru veröld. Fersk er minningin um okk- ur strákana í vesturbænum er við sátum uppi á þaki á einum af grá- sleppuskúrunum við Ægissíðu á fal- legum sumardegi og umræðuefnið var framtíðin og hvað biði okkar er við yrðum fullorðnir menn. Þá voru hugmyndir mínar mótaðar og mitt innlegg í umræðuna var það, að auðvitað yrði ég skipstjóri og stýrði stóru skipi til Ameríku eins og Gunni frændi. Með eldmóði mínum, sem byggðist á frásögnum Gunna, hreif ég strákana með mér og flestir þeirra voru komnir á þá skoðun, að sennilega væri það skemmtilegasta, sem þeir gætu tekið sér fyrir hend- ur er þeir yrðu stórir, að stýra skipi um höfin blá úti í hinum stóra heimi. Er árin liðu og Gunni kom í land þá heimsótti hann okkur feðga reglulega á skrifstofur okkar á Grandagarði og var þá oft spaugað og hlegið. Þá var létt yfir bæ er gamlar minningar voru dregnar fram í dagsljósið og menn og mál- efni tengd saman í spaugilegu ljósi. Eftir lát föður míns, en hann lézt sama mánaðardag og Gunnar árið 1993, kom enn betur í ljós hve góð- an dreng Gunni hafði að geyma er hann sýndi hve vel hann ræktaði Guðmundur Jónsson F. 14.11. 1807 D. 21. 3. 1865 Granít 1 HELLUHRAUN14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629 HEIMASÍÐA: www.granit.is vináttu og frændsemi við móður mína sem býr ein. Oft í viku hafði hann samband með því að hringja eða koma til hennar í heimsókn og ég veit að fátt gladdi hana meira en þetta nána samband við hann. Gunni og Ellen tóku líka afar vel á móti mömmu er hún fór í heimsókn í Fífumýrina og naut verunnar með þeim á glæsilegu heimili þeirra hjóna. Það er höggvið stórt skarð í móð- urfjölskylduna mína með brottkalli Gunna frænda. Hann fór of fljótt en sól mun skína á minninguna um góðan dreng sem var öllum kær er honum kynntust. Ég votta Ellen, Kristni og fjöl- skyldu og öðrum ástvinum, mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Gunnars B. Kristinssonar. Öm Þorláksson. í dag er heimurinn fátækari, því hann Gunni frændi minn hefur kvatt þennan heim. Heimsóknirnar til Gunna og Ellenar sem ég fór í með henni ömmu minni eru nokkuð sem mun lengi lifa í minningunni hjá mér. Því verður ekki lýst með orðum þegar amma og Gunni komust á flug í sínum eldheitu samræðum en var það okkur hinum mesta skemmtun. Ein heimsókn mín til Gunna og Ellenar nú á vordögum er mér minnisstæð en þá fór hann með mig og Hróa upp á loft og sýndi okkur stoltur myndir af þeim fjöl- mörgu skipum sem hann hafði siglt á í gegnum tíðina og fræddi okkur um þau. Sjómennskan var greini- lega líf hans og yndi. Ég er þakklát fyrir að hafa náð að hitta hann og tala við uppi á spítala áður en hann kvaddi þennan heim og mun ég geyma í minningunni það sem hann sagði við okkur Hróa áður en við fórum frá honum. Elsku Ellen og fjölskylda, við Hrói vottum ykkur samúð okkar og megi góður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Takk fyrir samveruna elsku frændi. Hvíl í friði. Gyða Vestmann. Sjómaðurinn hefur enn siglt fleyi sínu úr höfn. Fyrr en ég átti von á. Nýlega kominn í land. Ævistarfið að baki. Siglingar um heimsins höf á íslenskum og norrænum fraktskip- um. Viðkomustaðir oft ævintýraleg- ir, veðráttan framandi, fjarverur langar. Stritið búið og tími til að njóta lífsins, fjölskyldunnar. Þá kemur kallið. Æskuminningar mínar tengjast margar Gunnari og fjölskyldu hans. Hann var ekki eingöngu móð- urbróðir minn því Ellen kona hans er föðursystir mín. Mér hefur alltaf fundist ég bera ábyrgð á eða að það hafi verið mér að þakka að þau náðu saman. Ég bjó í risinu í húsi afa og ömmu á Grettisgötunni þeg- ar ég var lítill snáði. Gunni var fenginn til að passa mig þegar for- eldrar mínir brugðu sér af bæ. Ein af heimasætum afa og ömmu á neðri hæðinni hafði áhuga á piltin- um í barnfóstruhlutverkinu. Til að hitta hann gróf hún upp hina ótrú- legustu hluti sem henni fannst vert^ ■ að skila upp í risíbúðina. Piltinn varð hún að hitta, enda var hann bæði fríður og myndarlegur. Eftir að Gunni og Ellen hófu bú- skap handan við götuna á Grettis- götunni var ég svo lánsamur að vera settur þar í pössun. Það var sko sannkölluð prinsapössun. Dekrað við mig frá morgni til kvölds. Þegar fór að togna úr mér stráknum náðu bílarnir hans Gunna frænda aðdáun minni. Mér fannst sami ævintýrablærinn yfir þeim og flestum öðrum hlutum í kringum hann. Það var ekki dónalegt að fá að bruna um stræti Reykjavíkur með flotta frænda undir stýri. Sjóarinn í kakífötunum, mittisblússunni og ^ með derhúfuna. Bíltúrarnir voru ef til vill farnir um miðjan dag á virk- um degi þegar landkrabbar voru í vinnu. Já þá var gaman að lifa. Mikil snyrtimennska einkenndi Gunna frænda hvort sem var til sjós eða lands. Litla geymslan á Grettis- götunni, bílskúrinn í Fífumýrinni, snyrtimennskan, reglusemin, dútlið og hver hlutur á sínum stað. Mig dreymir um svona snyrtilegan bíl- skúr eða geymslu. En draumurinn hefur ekki ræst. Gunni frændi hringdi til mín fyrir nokkrum miss- erum og bað mig að lána sér verk- færi. Það var sjálfsagt mál en það var aðeins einn hængur á. Ekki vildi ég að snyrtimennið sæi að draumur minn um röð og reglu í bflskúrnum hefur ekki ræst. Dreif ég því verk- færið upp úr skúmum áður en Gunni kom og var það afhent yfir kaffibolla í eldhúsinu. Nú kveð ég þig elsku frændi.Við sem eftir erum hér heima biðjum fyrir kveðju til þeirra sem á undan eru gengnir. Far í friði. Arnar. t Inniiegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts og útfarar eigninmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, MATTHÍASAR INGIBERGSSONAR apótekara, Hrauntungu 5, Kópavogi, Katla Magnúsdóttir, Freyja M. Frisbæk, Bent Frisbæk, Þór Matthíasson, Janet Matthíasson, Edda Matthíasdóttir Swan, Edward Swan, Sif Matthíasdóttir, Jörundur Svavarsson, og barnabörn. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. S V. mmmm i MÆ Daldur ^fi --4 jjjB kinarsson Svcrrir Vredcriksen JBi útfararstjóri, Olscn tít&A JBa útfararstjóri, W fi Msími896 82i2 útfararstjóri. ^bE. æBB sími d-Vð yj yy Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.