Morgunblaðið - 11.07.2000, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 11.07.2000, Qupperneq 48
48 PRIÐ JUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sigríður Rósa Sigurðardóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 29. júlí 1915. Hún lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 3. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigurður Ingimund- arson, útgerðarmað- ur í Skjaldbreið í Vestmanneyjum, f. 22.5. 1879 í Miðey í Landeyjum, d. 5.4. 1962, og kona hans Hólmfríður Jóns- dóttir frá Skammadal í Mýrdal, f. 7.8. 1879 í Skammadal, d. 9.8. 1965. Foreldrar Sigurðar voru Ingimundur Ingimundarson, bóndi í Miðey í Landeyjum, f. 12.8. 1838, d. 17.8. 1894, og kona hans Þuríður Árnadóttir frá Fíflholts- hjáleigu í Vestur-Landeyjum, f. 23.3. 1845, d. 11.11. 1930. Foreldr- ar Hólmfríðar voru Jón Tómas- son, bóndi í Skammadal i Mýrdal, f. 9.4. 1825 í Varmahlíð, d. 2.10. 1895, og kona hans Hólmfríður Jónsdóttir húsmóðir, f. 10.2.1837 í Skammadal, d. 20.2. 1916. Börn Sigurðar og Hólmfríðar voru: Ámý Hanna, f. 16.9. 1909, d. 3.4. 1921, Júlíus, f. 2.7. 1912, d. 1.10. 1974, Friðjón, f. 16.6. 1914, d. 14.10. 1997, Sigríður Rósa sem við kveðjum hér, Kristinn, f. 2.9.1917, d. 26.6. 1984, og Pálmi, f. 21.7. 1921. Uppeklissystir Sigríðar var Ágústa Guðrún Árnadóttir, f. 15.6. 1904, d.2.5. 1991. Hinn 21. október 1939 giftist. Sigriður Kristmanni Magnússyni, f. 2.10. 1899 á Hey- dalsá í Kirkjubóls- hreppi í Strandasýslu, d. 29.12.1996. Móðir hans var Bjamína Guðrún Kristmannsdóttir, f. 9.6. 1879 iMiðhúsum í Kollafirði, d. 25.6. 1974. Hún var dóttir Kristmanns Kristjáns- sonar, bónda í Mið- húsum, og konu hans Ingibjargar Bjarna- dóttur. Faðir hans var Magnús Jónsson, bóndi í Arnkötludal í Strandasýslu, f. 29.10. 1879 á Gestsstöðum, d. 22.12. 1966. Foreldrar hans voru Jón Þorsteinsson, bóndi á Gestsstöðum, og Guðbjörg Sigurð- ardóttir, vinnukona á sama stað. Sigríður og Kristmann eignuðust átta börn. Þau eru: 1) Hólmfríður f. 1.3. 1940, maki Guðmundur Wii- um Stefánsson. Þeirra börn eru a) Sigríður Edda, f. 21.8. 1964, maki Bárður Jónasson, f. 6.9. 1962, og eiga þau íjögur börn. b) Stefán Gunnlaugur, f. 14.6. 1966. c) Harpa, f. 27.3. 1971, maki Stefán Guðnason og eiga þau tvö börn. d) Hólmar Ingi, f. 22.12. 1978, d. 28.12. 1981. 2) Guðrún (Dúra), f. 16.2. 1941, maki Einar Pétursson (þau skildu). Þeirra böm eru a) Ingibjörg f. 4.1.1964 og á hún eina dóttur. b) Rósa, f. 23.4. 1966 og á hún eina dóttur. c) Pétur, f. 22.8. 1968, maki Una Rós Evudóttir, f. 25.9. 1966, og eiga þau þijú börn. d) Kristmann, f. 28.4. 1975, og á hann eina dóttur. 3) Kristmann, f. 29.8. 1943, maki Jakobína Guðfinns- dóttir. Þeirra börn eru a) Guðfinnur Arnar, f. 27.6. 1971. b) Sigríður Inga, f. 18.8. 1978. c) Sigurleif, f. 22.4. 1985. d) Björn, f. 11.5. 1988. 4) Ómar, f. 5.10. 1949, maki Sonja Hilmarsdóttir. Þeirra synir eru a) Kristmann, f. 27.11. 1976, sambýlis- kona Vigdís Jensdóttir. b) Hilmar, f. 13.7. 1978. c) Sævar, f. 9.6. 1982. d) Bjarki, f. 5.8.1988.5) Magnús, f. 6.9. 1953, maki Ólöf S. Björnsdóttir. Þeirra börn era: a) Kristmann, f. 6.1. 1977. b) Brynhildur, f. 27.9. 1978. c) Iljalti, f. 2.12. 1986. 6) Ólaf- ur, f. 7.8. 1955, maki Ruth Baldvins- dóttir. Þeirra börn em: a) Kristján, f. 15.7. 1988. b) Sigríður Ósk, f. 10.11. 1989. Sonur Ruthar er Bald- vin Mar, f. 5.11. 1983. 7) Birgir, f. 17.10. 1958, maki Anna Bjarnadótt- ir. Þeirra synir em: a) Bjarni Svan- ur, f. 17.2. 1996. b) ívar Nökkvi, f. 31.10. 1999. 8) Ásta, f. 17.10. 1958, maki Sijjmar Gíslason. Þeirra börn eru: a) Ágústa Dröfn, f. 17.7. 1980. b) Gísli Matthías, f. 28.2. 1992. c) Sæþór Birgir, f. 10.8. 1994. Sigríður fæddist á Skjaldbreið í Vestmannaeyjum. Faðir hennar var útgerðarmaður og ólst Sigríður upp á erilsömu sjómannsheimili þess tíma. Búskap sinn hóf hún á Skjald- breið árið 1939 en flutti inn í nýtt hús á Vallargötu 12 árið 1953. Þá voru börnin orðin fjögur og það fimmta á leiðinni. Hætti hún þá allri vinnu utan heimilis þar til hún hóf störf við ræstingar hjá Kaupfélagi Vestmannaeyja árið 1975 og starf- aði þar uns hún lét af störfum sök- um aldurs. Sigríður var rómuð fyrir hann- yrðir, en eftir hana liggja einstakir handverksmunir. Hún tók að sér m.a. að setja upp og ganga frá handavinnu fyrir aðra. Utför Sigríðar Rósu verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 16. SIGRÍÐUR RÓSA SIG URÐARDÓTTIR í dag kveðjum við sómakonuna Sigríði Rósu Sigurðardóttur. Eins og gerist þegar nákomnir falla frá er reynt að líta yfir lífshlaupið og kemur þá oft í ljós að erfitt er að gera grein fyrir því í stuttri minningargrein. Sigríður var alin upp á mannmörgu útgerðarheimili en hún var fjórða í röð sex systkina. Sigurður faðir henn- ar - eða Siggi Munda eins og hann var oft nefndur - var með talsverða útgerð á fyrstu áratugum aldarinnar og eins og tíðkaðist voru aðkomu- menn til heimilis hjá honum yfir ver- tíðina. Sigríður tók einungis þá skóla- skyldu sem þá var í boði því mörg voru handtökin sem þurfti að vinna á svo stóru heimili og vandist hún því að láta sér ekki falla verk úr hendi. Vinnusemin var henni í blóð borin. Sigríður var mjög gæfusöm í sínu einkalífi. Eiginmanni sínum, Krist- manni, kynntist hún þegar hann kom til Vestmannaeyja á vertíð og reri hjá Sigurði föður hennar. Þau gengu í hjónaband í október 1939 á Hólmavík en þar bjuggu tengdaforeldrar henn- ar. Dvölin fyrir norðan varð ekki löng og þau lögðu leið sína aftur til Vest- mannaeyja. Búskap sinn byijuðu þau á heimili foreldra hennar að Skjaldbreið. Árið 1953 flytja þau í glæsilegt hús sem þau reistu sér að Vallargötu 12 og bjuggu þar þangað til þau fóru á dval- arheimÚið Hraunbúðir í árslok 1990. Arið 1991 varð Sigríður Rósa fyrir því óhappi að detta og lærbrotna og var Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. þá færð á Sjúkrahús Vestmannaeyja til aðhlynningar. Þar dvaldi hún síðan þar til hún lést. Hjónaband þeirra var afar farsælten Kiistmann lést í des- ember 1996. Fyrstu kynni mín af Sigríði voru vorið 1973 þegar ég kynntist syni hennar Magnúsi. Þá bjó fjölskyldan í Hveragerði en þangað fór hún eftir að hafa þurft að flýja hamfarimar í Heimaeyjargosinu. Þar var ljölskyld- an búsett þar til hún sneri aftur til Vestmannaeyja síðla sama ár. Þegar heim var komið var hafist handa við að lagfæra það sem hafði skemmst en heimili þeirra fór á kaf í gjósku eins og svo margra annarra. Það sem verst varð úti var fallegi garðurinn hennar. En það var sama hvar Sigríður tók til hendi, hún skil- aði hvarvetna afbragðs verki. Þegar ég flyt til Vestmannaeyja á vormán- uðum 1974 var varla hægt að sjá þess merki að þetta heimili hefði þurft að rífa upp með rótum rúmu ári áður. Hjónin á Vallargötunni, eins og þau vom gjaman kölluð, höfðu aldrei ferðast út fyrir landsteinana. Árið 1985 fórum við Magnús ásamt böm- um okkar í frí til Danmerkur. Akveð- ið var að bjóða tengdaforeldrum mín- um með. Þessi uppástunga vakti mikla hrifningu hjá Sigríði en Krist- mann var tregur til. Það hafðist þó og var haldið upp á 70 ára afmæli Sigríð- ar Rósu á danskri grundu. Það var mjög ánægjulegt að ferðast með Sig- ríði, það var sama hverju var stungið ASTA MARIA EINARSDÓTTIR ÞÓRÐUR JÓHANN SÍMONARSON Mig langar til þess að minnast ömmu minnar og afa, Ástu Maríu Einarsdóttur og Þórðar Jóhanns Sím- onarsonar, með fáein- um orðum. Amma hefði orðið 100 ára þann 11. júh' hefði hún lifað. Af því tilefni ætla afkomendur þeirra að hittast heima á Bjama- stöðum 15. júlí. Amma var fædd á Grímslæk í Ölfusi 11. júlí 1900. Hún lést 28. maí 1981. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Jóns- dóttur frá Hraunshjáleigu í Ölfusi (dóttur Jóns Helgasonar kaup- manns í Reykjavík) og Einars Eyj- ólfssonar frá Vogsósum í Selvogi. Afi fæddist 6. júlí 1891. Hann lést 12. apríl 1980. Hann var sonur Ingiríðar Einarsdóttur frá Vetleifs- holti í Ásahreppi í Rangárvallasýslu og Símonar Símonarsonar bónda á Bjarnastöðum í Ölfusi. Afi vann út frá heimili foreldra sinna og laun hans runnu til heimil- isins þangað til hann var 27 ára gamall. Það var algengt í þá daga. Amma fór til Reykjavíkur í vist þegar hún var ung stúlka. Þar lærði hún að sauma bæði fatnað og einnig ýmiss konar útsaum. Þegar afi tók við búi foreldra upp á, alltaf var hún til. Við fórum víða í þessari ferð. Stór hluti ánægjunnar var að sjá hvað þau hjón- in skemmtu sér vel við að skoða það sem fyrir augu bar á erlendri grund. Margt skemmtilegt kom upp á í ferð- inni og er mér það minnisstætt þegar eiginmaður minn fór með foreldra sína út á lífið í henni Kaupmannahöfn. Fór hann með þá í verslunarleiðang- ur í Istedgade, það var þeim nóg að h'ta inn um búðargluggana og er Sig- ríður og Guðrún vinkona hennar sem var með í fór, áttuðu sig á varningn- um sem á boðstólum var þama fliss- uðu þær eins og smástelpur og næstu daga á eftir áttu þær til að líta hvor á aðra og reka upp rokur. í lok ferða- lagsins sagði Sigríður við mig að nú skyldi hún fyrst gildi þess að kunna önnur tungumál en íslensku en hing- að til hafði henni fundist þetta skóla- brölt á tengdadóttur sinni óþarft. Tel ég það hafa verið mesta hrósið sem ég fékk hjá henni. Þau hjón lifðu lengi í minningunni um þessa ferð. Eitt af áhugamálum Sigríðar var spilamennska, þá sér í lagi Rússi. Hún var einnig mjög dugleg að spila vist og manna en þau spil kenndi hún mér. Það var gaman að spila við hana og það áttum við sameiginlegt að oft við treystum okkur ekki til að spila við Magnús, son hennar og eigin- mann minn, því eins og hún orðaði það eitt sinn þegar hann var búin að slá okkur margsinnis út: „Þú ert svíð- ingur í spilum, það er ekki hægt að spila við þig!“ Þessi athugasemd varð ekki langlíf hjá henni því þó það hvini öðru hverju í Skjaldbreiðarskapinu þá lygndi ætíð fljótt. Ekld er hægt að láta hjá h'ða að geta hannyrðakonunnar Sigríðar. Heimili hennar var sannkallað hsta- verk. Útsaumsmyndir, rýjamottur, dúkar, útsaumaðir eða heklaðir púð- ar, allt þetta og meira til, unnið af henni. En það var ekki nóg, hún tók að sér að setja upp klukkustrengi, púða og fleiri hannyrðir fyrii- aðra. Það er ótrúlegt hversu miklu hún fékk áorkað og nú njótum við fjöl- skyldan hennar þessara muna í rík- um mæli. Sigríður var traust kona sem var bömum sínum góð móðir. Betri vin var varla hægt að hugsa sér því henn- ar glaðlyndi og bjartsýni var einstök. Fyrir hönd fjölskyldu Sigríðar vil ég senda starfsfólki Sjúkrahúss Vest- mannaeyja alúðarþakkir fyrir ein- staka umönnun. Blessuð sé minning hennar. Ólöf S. Bjömsdóttir. Elsku amma mín. Nú þegar þú ert farin frá okkur langar mig til að minnast þín með nokkrum orðum. Þú varst kraftmikil, dugleg og ákveðin kona, sannkölluð kjamakona. Enda þarf ekkert htið til að ala upp átta grislinga. Þú varst góð kona með hjarta úr gulli og varst alltaf tilbúin að rétta fram hjálparhönd. Þú hafðir mikinn áhuga á handa- vinnu allskonar; útsaumi, hekh, perli o.fl. Enda era ófáar myndimar sem þú lætur eftir þig, þær nálgast ábyggilega hundraðið. Þegar kíkt var í heimsókn á Vallagötuna varstu oftar en ekki að dunda þér við handavinnu. Og ekki var maður búinn að stoppa lengi þegar dregin var upp lítil hekluð dúkkupeysa og rauður kóngabijóst- sykur til að fá htla andlitið th að ljóma. Þó að handavinnan ætti hug þinn allan var ekki erfitt að fá þig til að spila eða leggja kapal því það fannst þér líka rosa gaman. Þú kenndir mér að leggja kóngakapal og þú kenndir mér líka að svindla ef hann gekk ekki alveg upp, en það var afi ekki alveg nógu ánægður með. En þú lést það ekkert á þig fá, hlóst bara að honum og hélst áfram. Það var alltaf stutt í hláturinn og kátínuna, þér fannst allt svo gaman og alltaf til í tuskið, jafnvel að leggjast á gólfið til að fara í bfló, dúkkó eða að púsla. Eg veit að Guffi bróðir myndi vilja vera hér hjá okkur í dag því þið vorað svo miklir félagar og brölluðuð svo margt skemmtilegt saman þegar hann var í „skólanum" hjá þér. Þar sem hann er staddur erlendis í dag hugsar hann til þín með þakklæti fyr- ir allt sem þú gerðir fyrir hann. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Elsku amma, minningamar um þig era margar og munu þær alltaf lifa í hjarta okkar allra. Eg hefði viljað hafa þig lengur hjá okkur, en nú ertu farin eftir langvarandi veikindi á góð- an stað þar sem þér h'ður vel og þar sem þú og afí erað saman á ný. Eg vil þakka þér fyrir samverana og allt það sem þú gerðir fyrir mig. Þín sonardóttir, Sigríður. Elsku amma. Við viljum þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum með þér. Við vitum að núna líður þér vel og þú og afi erað aftur saman. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir. þá b'ður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Kær kveðja, Sigurleif og Bjöm. sinna hafði hann augastað á stúlku í sveitinni. Þegar hann lét til skarar skríða að biðja hennar var ekki langt að fara því að jarðir foreldra þeirra lágu saman. Þau giftu sig 16. maí 1920. Ásta og Þórður eignuðust sjö börn sem öll eru á lífi. Þau era: Helga Lilja, f.1920, Unnur, f.1922, Klara Guðrún, f. 1923, Soffía, f.1924, Hjalti, f.1927, Ingvar Pétur, f.1929, og Axel, f. 1930.1 dag munu afkom- endur þeirra vera að nálgast 200. Afi stundaði sjómennsku með búskapnum fyrstu árin. Hann fór á vertíð á veturna en var heima við heyskap á sumrin. Hann var lengi á togaranum Jóni forseta og síðan á togaranum Hannesi ráðherra. Það var mikil búbót hjá honum að fá að salta fisk sem átti ekki að hirða. Það var verið að veiða þorsk, aðrar teg- undir vora illa séðar þá eins og í dag. Amma bjó að þeim lærdómi sem hún fékk sem ung stúlka, hún var af- skaplega myndarleg í höndunum. Sængurfatnaður allur, handklæði og viskustykki var til dæmis allt merkt með fangamarki hennar. Hún lagði einnig metnað sinn í að maturinn væri næringarríkur og góður svo að vinnufólkið hafði góðan aðbúnað hjá þeim. Hún fór einnig vel með eins og sagt var, vann allt heima sem hægt var. I búskapartíð þeirra byggðu þau þriggja hæða íbúðarhús, einnig vora gerðar miklar jarðabætur. Árið 1964 hættu þau búskap og fluttu á Selfoss þar sem afi vann hjá Kaupfélagi Árnesinga í nokkur ár. Ég er elst af barnabörnum þeirra og var svo heppin að komast til þeirra í sveit. Þar lærði ég öll helstu verk sem unnin era í sveitinni. Afi og amma bjuggu bæði með kýr og kindur og var gaman að snúast í kringum féð á vorin með afa, ég hélt á lömbunum þegar þau voru mörk- uð, það var svolítið erfitt. Á sumrin var heyjað heima við og á engjum. f þá daga var reitt heim á hestum. Við voram með átta hesta í lest. Ég man að þetta var spennandi. Einnig var fólkinu færður matur á engjarnar. Þá bjó amma um matinn í mal sem lá yfir öxhna. Kaffiflösku í sokk átti ég að hafa að framan til að hún brotn- aði ekki en matinn og kaffibrauðið á bakinu. Þegar heyjað var í Nauteyr- unum sem liggja niður að Ölfusárós- um var maturinn fluttur þangað á hestum. Þetta er allt breytt í dag, nú er það dráttarvélin sem hefur tekið við af hestunum og öll tækin sem henni fylgja koma í staðinn fyrir kaupakonurnar. Þar fór rómantíkin úr sveitinni. Ég þakka Guði fyrir að hafa kynnst þeim eins og ég gerði. Að lokum vil ég enda þessi orð með þekktri vísu sem ég tengdi alltaf sveitinni hjá afa og ömmu: Bjamastaða beljumar baula mikið núna. Þær em að verða vitlausar, þaðvantareinakúna. Eygló J. Gunnarsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.