Morgunblaðið - 11.07.2000, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 11.07.2000, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 49, UMRÆÐAN Staða efnahags- mála og horfur um kj arasamninga ÉG hef verið gagn- rýndur fyrir að vera með stórar yfirlýsingar um mögulega uppsögn kjarasamninga um ára- mót vegna mikillar og viðvarandi verðbólgu. Megintilefni þessara yf- irlýsinga var reyndar ótrúleg hækkun trygg- ingaiðgjalda sem boðuð hefurverið. I þessu sambandi hef- ur verið bent á hættuna á því að tala upp vanda- mál og óstöðugleika. Að mínu mati er sú hætta ekki stærri en hættan við það að tala sífellt um að allt sé í lagi þegar allar upplýsing- ar sem til eru um stöðu mála segja okkur að allt sé einmitt ekki í lagi og að lítið sé sjáanlegt framundan sem breyti því. Hver er staðan? Bæði Þjóðhagsstofnun og Seðla- banki hafa á þessu ári sent frá sér yf- irlit um stöðu mála og spár um fram- tíðina sem greinilega segja að staðan sé slæm og horfur einnig slæmar. Þenslan í efnahagslífinu er allt of mikil sem sést best á því að við- skiptahallinn er í kringum 50 millj- arða. Viðskiptahallinn hefur nú verið hættulega mikill í þrjú ár í röð sem er einstakt í okkar efnahagslífi. Ekk- ert er enn sjáanlegt um breytingar á þessari stöðu, aukning innflutnings miðað við síðasta ár er enn ótrúlega mikil. Verðbólgan er enn mjög há. Þegar kjarasamningarnir voru gerðir í mars var 6 mánaða verðbólguhrað- inn 4,9%. I júní var sama hlutfall 5,3%. Á tímabilinu frá apríl 1999 til aprfl 2000 var verðbólga 1,7% á Evrópska efnahagssvæðinu. Island og Irland skáru sig mikið úr með um 5% verðbólgu, verðbólgan á hinum Norðurlöndunum er mun lægri. Það er augljóst að verðbólga hér er mun meiri en í nágrannalöndunum og hef- ur alls ekki farið lækkandi. Ofan á þetta hafa bæst slæm tíð- indi að undanförnu víða úr atvinnu- lífinu. Þar má nefna fiskistofna, afföll húsbréfa, lækkun gengis hlutabréfa, afkomuviðvaranir og óróa á gengis- markaði sem dæmi. Þrátt fyrir sí- endurteknar yfirlýsingar ráða- manna er erfitt að telja sér trú um að allt sé hér í stakasta lagi í efnahags- málum. Hvernig er hagstjórnin? I rauninni má segja að Seðlabank- inn sé eini aðilinn sem reyni að halda uppi einhverri hagstjórn. Markmið bankans er að halda verðlagi sem stöðug- ustu og það gerir hann með vaxtabreyt- ingum (hækkunum!) og því að reyna að halda stöðugu háu gengi. Vaxtamunur- inn gagnvart útlönd- um er mjög mikill, allt upp í 6-7% sem býður upp á marga mögu- leika fyrir þá sem eru á þessum markaði. Um aðra virka hag- stjórn er varla að Ari ræða. Úr röðum at- Skúlason vinnurekenda heyrast þær raddir að þeim finnist herkostnaðinum við barátt- una við verðbólguna og þensluna illa skipt niður vegna þess að kostnaður- Þensla Að mati Ara Skúlasonar er nauðsynlegt að slá á einkaneysluna til þess að ná tökum á þenslunni. inn leggst langmest á útflutnings- og samkeppnisiðnað sem ekki stóð vel fýrir. Áf hálfu ráðamanna hefur ver- ið sagt lengi að þetta hljóti að fara að skána. Ég man ekki betur en að hafa heyrt þau orð í tengslum við hverja einstaka hækkun olíu- og bensín- verðs á síðustu mánuðum að nú séu öll teikn um að olíuverð sé að ná hámarki. Hámarkið er ekki enn komið, vonandi kemur það sem fyrst, en litlar tryggingar eru til í því sam- bandi. Fyrir utan olíuverðshækkanir er meginvandamál okkar þenslan. Hún er borin uppi af miklum fjárfesting- um og mikilli einkaneyslu. Til þess að slá á þensluna þarf að reyna að draga úr einkaneyslu og fram- kvæmdum, kannski sérstaklega op- inberum framkvæmdum. Hvernig þyrfti hagstjórnin að vera? Seðlabankinn hefur verið virkur í hagstjóm og beitt peningamálatækj- um sínum. Það sama er ekki hægt að segja um stjórnvöld sem hafa farið rólega í að beita fjármálatækjum. Það verður því mjög spennandi að sjá fjárlagatillögur ríkisstjórnarinn- ar í haust. Þar verður t.d. spennandi að sjá hvaða meðferð háleitar áætl- anir þingmanna í samgöngumálum munu fá. Að mínu mati er nauðsynlegt að slá á einkaneysluna til þess að ná tökum á þenslunni. Aðgerðir í þá átt eru hins vegar mjög óvinsælar póli- tískt séð. Einkaneyslu er hægt að minnka með þrengingum og álögum, en einnig með því að slá á væntingar fólks. Að segja sífellt að allt sé í stak- asta lagi slær ekki á væntingar fólks. Danir hafa nokkrum sinnum á und- anförnum árum farið út í aðgerðir til þess að slá á einkaneyslu og má þar nefna kartöflu- og hvítasunnukúra. í Danmörku hefur ríkt mikill skilning- ur á því meðal stjórnmálamanna og fólks úr atvinnulífinu að slá verði sem fyrst á þenslu þegar hún kemur upp. Að mínu mati hefur þenslan fengið að grassera hér allt of mikið í allt of langan tíma og stjórnvöld hefðu fyrir löngu átt að leita eftir víð- tækri sátt um leiðir til þess að ná tökum á henni. Að tala upp verðbólguna Því hefur verið haldið fram að sumir, t.d. ég, séu að tala verðbólg- una upp með því að minna á að kjara- samningum kunni að verða sagt upp í upphafi næsta árs. Að mínu mati væri mikill ábyrgðarhluti að benda ekki á þá hættu sem framundan er. Þegar kjarasamningar Flóabanda- lagsins voru gerðir var 6 mánaða verðbólga 4,9%. Forsenda samning- anna var að verðbólga færi hratt nið- ur á við og yrði á samningstímanum sú sama og í nágrannalöndunum. I júní var 6 mánaða verðbólgan 5,3% og ekkert framundan sem benti til lækkunar, forstjóri Þjóðhagsstofn- unar hefur t.d. bent á óvenju mikla sumarverðbólgu á þessu ári. Þessu til viðbótar var boðuð 29% meðal- hækkun tryggingaiðgjalda (miklu hærri á sumum svæðum). Þau rök sem sett voru fram í því sambandi voru sígild verðbólgurök úr fortíð- inni. Ef ekki hefði verið bent á þess- ar staðreyndir og sett fram mat á horfunum framundan hefði ASÍ ekki verið að vinna nauðsynlega og eðli- lega vinnu í þágu félagsmanna sinna. Félagsmenn okkar ætlast til þess að við vinnum með þessum hætti. Þar að auki er mat hagdeildar ASÍ á stöðu mála og horfum nákvæmlega það sama og annarra aðila sem fást við efnahagsmál hér á landi. Þess vegna vísa ég því algerlega á bug að það sé verið að tala upp verðbólguna af hálfu ASÍ. Þar er verið að segja sannleikann, en hann getur stundum verið óþægilegur. Höfundur er framkvæmdastjóri ASÍ. Green Tea 711 grenningar íítóala 'UndirfM 'Nattfot ff>eum§allar WARNEKS JbuonQs* g INIIMO 11AIIANO Aubade QD VALENTINO 'Undúj'ataoerslun, T^inffltutni 1, 1. tkvú, mmi 553 /355. \ Launahækkun Hefur þú fengið 3,9% launahækkun? Samkvæmt nýgerðum kjarasamninc eiga félagsmenn VR nú að hafa fengif Starf okkar þitt starf Verzlunarmannafélag Reykjavíkur w 14.000 kr. með flugvallarskatti báðar leiðir 250 kr. aukaafsláttur ef bókað er á www.go-fly.com bókunarsími 00 44 12 79 66 63 88 miðast við eftirspum I samkvæmt skilmálum I nýja lágfqirgjaldaflugfélagið í eigu british airways I flýgurtil stansted
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.