Morgunblaðið - 11.07.2000, Side 50
«^50 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Heiðingi á
kristnihátíð
ÉG var einn af þeim fáu sem sóttu
kristnihátíðina svonefndu, svo
hundheiðinn sem ég er. Mér finnst
nefnilega ákvörðun Þorgeirs Ljós-
vetningagoða fyrir þúsund árum
stórmerkileg og full ástæða til að
minnast hennar. Svo nota ég líka
hvert tækifæri til að kynna börnum
mínum söguna og Þingvellir eru í
-•^piklu uppáhaldi hjá okkur.
Þessi dagur var auðvitað ógleym-
anlegur í blíðviðrinu, öll skilyrði
eins og best verður á kosið; lítil um-
ferð, þægilegir göngustígar, dýrð-
legt veður og alls konar dagskrá
fyrir börn og fullorðna. En hvernig
má það vera að svona hátíð skuli
gjörsamlega kolfalla í aðsókn þrátt
fyrir þessi hagstæðu skilyrði,
gríðarlegan undirbúning og kostnað
sem í hana var lagður? Hvernig er
hægt að fæla þjóðina frá því að
minnast jafn merkilegs atburðar á
sínum helgasta stað og það í gull-
tryggðri rjómablíðu?
Orsakanna er fyrst og fremst að
leita í afstöðu kirkju og yfirvalda,
^beirra sem skipulögðu umferð og
dagskrá. Þetta var ekki hátíð þjóð-
arinnar heldur kirkjunnar og lög-
reglan hafði ekki það hlutverk að
þjóna vegfarendum heldur að smala
viljalausum lýðnum eins og fé til
slátrunar.
Hvenær ætlar mönnum að lærast
að þjóð og kirkja eru ekki eitt og
hafa sennilega aldrei verið? Hvenær
ætla menn að opna augun fyrir því
að lútersk evangelísk þjóðkirkja er
steinrunnið bákn, þjónar hennar lit-
lausir embættismenn og milljarð-
iltíirnir sem til hennar renna ár hvert
móðgun við heilbrigða skynsemi?
Auðvitað átti að halda upp á þessa
sáttargjörð Þorgeirs með því að
gera aðra slíka í ljósi nýrra tíma. Á
Þingvöllum átti að skera á tengsl
ríkis og kirkju. Það hefði verið sögu-
legur atburður og fagnaðarefni
bæði þeim sem vilja hag kirkjunnar
sem mestan og hinum sem vilja vera
lausir við yfirþyrmandi návist henn-
ar hvar sem drepið er niður fæti.
Þingmenn okkar þekkja bara ekki
sinn vitjunartíma, a.m.k. er stór-
mennsku Ljósvetningagoðans ekki
þar að finna. Þeir gerðu þess í stað
það sem þeir kunna; skipuðu nefnd
og útdeildu almannafé.
En víkjum aftur að hátíðinni. Mér
þótti mjög ánægjulegt að sjá
Þrymskviðu leikna á þessum stað.
Tignarlegt var að heyra fornan text-
ann óma um vellina og horfa til
Skjaldbreiðar um leið. Að sama
skapi stakk það að vísu óskaplega í
eyrun að heyra leikarana sletta
ensku inn á milli. En mér þótti vænt
um að sjá þó þetta brot til minning-
ar um ágætan sið forfeðranna. Svo
kom berlega fram í leikþættinum
um ákvörðun Þorgeirs að þar skipti
ofstopi Ólafs Tryggvasonar Noregs-
konungs ekki minnstu, gíslataka
hans, hótanir og pólitísk þróun í álf-
unni. Skemmtilegast fannst mér þó
að sjá þá áherslu sem
leikritshöfundurinn lagði á almúg-
ann í landinu sem lét sig litlu varða
hvort einn guðinn bættist við eða
hvað höfðingjarnir vildu ákalla.
Hugur þeirra snerist um öllu ver-
aldlegri efni svo sem skepnurnar og
sláttinn. Þannig held ég að íslensk-
ur almenningur sé einmitt enn,
jarðbundinn og fáskiptinn um trúm-
ál. _
Ég heyrði Karl Sigurbjörnsson
biskup segja að menn vildu gæta
þess að gera þetta ekki að hátíð
sjálfumgleðinnar. Eflaust hafa þeir
gætt sín, blessaðir mennirnir, en
þeim mistókst hrapallega. Auðvitað
var kirkjan að hreykja sér þarna,
Mikið var gam-
an á Þingvöllum
ÞAÐ ER freistandi
að koma með örlítið
^jnnlegg í umræðuna
um kristnihátíð. Þing-
vallasveitin er okkar
sveit og við erum svo
heppin að þurfa ekki
sérstakt tilefni til að
fara þangað hvenær
sem er allt árið um
kring, þar er alltaf jafn
fallegt og loftið þrungið
sögu. Hins vegar kom
aldrei annað til greina
en að taka þátt í þeim
merka menningarvið-
burði sem kristnihátíð
er og ekki síst að gefa
börnunum tækifæri til
að taka þátt í stund sem þau munu
_ .lesa um í sögubókunum á komandi
árum.
Umræðan snýst um fjölda, hvað
Kristnihátíd
Hættum nú nöldrinu,
segir Ásborg Arnþórs-
ddttir, og leyfum þeim
sem fóru á kristnihátíð
^að njóta góðra minninga
um stundina
á Þingvöllum.
komu margir miðað við spár eða ósk-
ir manna, en minni gaumur gefinn
innihaldi og hvernig til tókst. Var
þátttakan mikil eða kannski bara
*góð? Á Þingvöllum gátu allir aldurs-
hópar átt góða stund og notið vel, þ.e.
þeir sem á annað borð
gáfu sér tíma til og
vildu njóta. Frábær
dagskrá og uppákomur
fyrir alla aldurshópa,
afþreying með fræð-
andi ívafi, trúarlegu eða
ekki eftir óskum hvers
og eins sem vildi þiggja.
Bömin voru alsæl,
leiksýningar, föndur
o.fl. en að öðru ólöstuðu
var fornleifauppgröft-
urinn hápunkturinn hjá
mörgum.
Hvað gerist þegar
boðið er í teiti? Kannski
eru send út boðskort á
200 gesti, við gerum ráð
fyrir að allir mæti, en ef aðeins 150
sjá sér fært að koma þá er bara
rýmra um hina og við gleðjumst engu
að síður. Verra væri að hafa tekið
„sjensinn" á að aðeins 100 kæmu og
eiga ekki pláss eða viðgjöming.
Hættum nú nöldrinu, leyfum þeim
sem fóm á kristnihátíð að njóta
góðra minninga um stundina á Þing-
völlum, ekki síst bömunum sem
skilja ekkert í þessari óánægju. Hin-
ir sem ekki sáu sér fært að mæta
hljóta að hafa gert eitthvað sem þeim
fannst skemmtilegra og geta unað
glaðir við sitt. Nýafstaðnir jarð-
skjálftar hafa komið illa við marga,
en það gleymdist fljótt á sólríkri há-
tíðinni. Það var svooo... gaman á
Þingvöllum, gemm hátíðina ekki að
vandamáli, vemm glöð!
Á Þingvöllum er boðið upp á
skemmtilegar og fróðlegar göngu-
ferðir með leiðsögn og hreint frábær-
ar útsýnissiglingar á Þingvallavatni.
Höfundur er ferðamálafulltrúi upp■
sveita Árnessýslu.
Ásborg
Amþórsdóttir
Trúmál
Auðvitað átti að halda
upp á þessa sáttargjörð
Þorgeirs með því að
gera aðra slíka í ljósi
nýrra tíma segir Reynir
---------------7------------
Harðarson. A Þingvöll-
um átti að skera á tengsl
ríkis og kirkju.
ánægð með þúsund ára valdatíma
og með glýjuna í augunum vegna
þeirra fjármuna sem „hennar" hátíð
fékk úr vasa almennings (gleymdist
þá allur samanburður við þrælaverð
á Indlandi). Skrúðgöngur og
skrautklæði áttu að draga fjöður yf-
ir þau voðaverk sem kristnir menn,
ekki heiðnir, frömdu einmitt á Þing-
völlum.
Það voru kirkjunnar þjónar sem
heimtuðu að menn yrðu hengdir og
hálshöggnir þama á helgistaðnum,
konum drekkt og aðrir hýddir. Iðr-
unarganga nú gagnast fórnarlömb-
unum lítt.
Karl biskup minntist þess í ræðu
sinni er hann skírði fjölda
manna til kristinnar
trúar í Afríku fyrir
nokkru og leiddi þá „út úr
myrkri heiðninnar". Hon-
um varð þá hugsað til
þess hvort þannig hefði
það ekki einmitt verið við
kristnitökuna á Islandi.
Herra Karl, í þessum
orðum þínum endur-
speglast sú sjálfumgleði
sem þú vilt einmitt forð-
ast. I mínum huga ríkir
ekki endilega myrkur í
heiðni, hvorki að fornu né
nýju, og hvorki í Kenýa
né á íslandi heldur vill
bara svo til að fólk hefur
mismunandi lífssýn. Sjálfumgleði
kirkjunnar manna felst í því að telja
sína sýn þá réttu, aðeins þar ríki
heiðríkjan og birtan. Og sjálfum-
gleðin endurspeglast í þeirri
ákvörðun að ætla að fela aðra
kristna söfnuði í Hestagjá á hátíð-
inni. En sjálfumgleðin kristallast í
þeirri ákvörðun og afstöðu að láta
sem önnur trúarbrögð og trúleysi sé
ekki til á Islandi. Það er og sjálfum-
gleði að ætla að þessir fáu sem fóru
þó til Þingvalla hafi verið að lýsa
stuðningi við ofríki þjóðkirkjunnar.
Segja má að auðvelt sé að vera
vitur eftir á en ég hef þó bent á þessi
atriði í rúman ára-
tug og það hafa
fleiri gert. Og
hversu auðvelt
skyldi það vera fyrir
alþingismenn og
kirkjunnar menn að
viðurkenna villu
sína? Eru þeir ekki
líklegri til að bera
sig stórmannlega
þrátt fyrir augljósa
niðurlægingu? Það
er mannlegt.
Á Þingvöllum átti
að hefja nýtt tímabil
í sögu lands og þjóð-
ar með því að skilja
að ríki og kirkju.
Þar átti að stefna saman fulltrúum
allra trúarbragða sem þangað vildu
koma og kynna sinn boðskap, hvers
kyns listafólki og lífskúnstnerum.
Þar átti líka að kynna þær fjöl-
mörgu stefnur og strauma í hugsun
mannsins sem miðast við trúleysi.
Öllum átti að vera gert jafnhátt
undir höfði. Þessi hátíð hefði getað
orðið óður til lífsgleðinnar óháð því
hver trú manna er. Hefði það ekki
verið nær og í anda þeirrar framtíð-
ar sem við viljum búa börnum okk-
ar?
Höfundur er þýðandi.
Reynir
Harðarson
ÍSLEIVSKT MAL
Á STUTTUM tíma nú í vor
heyrði umsjónarmaður margt í
fréttum sem hann telur að
hefði átt að orða öðruvísi:
1) „Þar var engu til sparað",
hefði átt að vera ekkert til
sparað.
2) „Fimm kindur og eitt
lamb“, endurtekið. Hefði átt að
vera fimm ær og eitt lamb.
Lömb eru kindur ekkert síður
en ærnar. Þá voru kindurnar
kallaðar dýr. Eðlilegra hefði
verið að kalla þær skepnur.
3) Eignarfall af þáttur með
greini er þáttarins, ekki „þátts-
ins“.
4) „Þegar á hólmið er kom-
ið“, á að vera: þegar á hólminn
er komið.
5) „Rútan stöðvaði“, á að
vera: rútan stansaði, nam stað-
ar, jafnvel stoppaði. Stöðvað er
áhrifssögn og á að taka með sér
andlag. Dæmi: Hann stöðvaði
framkvæmdirnar.
6) „Vegna lokun hinna braut-
anna tveggja", á að vera:
Vegna lokunar o.s.frv. Eignar-
fallsflóttinn er mér óskiljanleg-
ur og þá auðvitað óskýranleg-
ur.
7) „Skipting reksturins“, á að
vera annaðhvort rekstursins
eða rekstrarins.
8) „Sýningin opnaði klukkan
fimm á hvítasunnudag“, á að
vera: Sýningin var opnuð eða
bara hófst.
9) Talað var um Færeyjar
eins og þær væru ekki í
Evrópu.
10) Sagt var „ollið“ í stað
valdið. Segjum: Þetta hefur
valdið því o.s.frv.
11) „Fjóran og hálfan dag“ á
að vera fjóra o.s.frv. Hins veg-
ar fær Bryndís Hólm plús fyrir
að segja meginland Evrópu.
Ríkisútvarpið ætti að banna
málvillur í auglýsingum, svo
sem ,júróvisjón“ í stað evró-
visjón.
Þessi mállýti, sem tínd voru
til á skömmum tíma, sýna
glöggt, að hér verður að grípa
fast í taumana máli okkar til
verndar.
★
Hlymrekur handan kvað:
Bjöm gleymdi að hann væri gleyminn
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
1065. þáttur
og gleymdi að hann væri feiminn,
svo hann mundi ekki hót
þegar heimskingjum mót
fór hann og frelsaði heiminn.
★
Snemma á öldinni sem leið
gáfu gamansamir ungir menn
út tímaritið Æringja. Það hófst
á 2. árgangi, því bæði þótti
þeim það frumlegt og eins hitt,
að óvíst væri hvort nokkur ann-
ar árgangur yrði ella, enda
kom hann aldrei.
Mér komu í hug braglínur úr
þessu „tímariti" þar sem hæðst
var að erlendum slettum, eink-
um úr læknamáli:
Með krónískan, ákútan katarr ég gekk
og kamrana frekventéraði.
Kannski við lítum ögn á
þessar slettur, þær lifa sumar
enn: krónískur merkir lang-
varandi, eitthvað sem varir
tímunum saman, úr grísku
chronos = tími, ákút(ur) úr
latínu acutus = bráður, ákafur,
einkum um sóttir, og eitthvað
sem er mjög aðkallandi.
Katarr er slímhimnubólga,
niðurgangur. Frekventóra =
gera sér tíðförult að, heim-
sækja oft. Af þessu má ráða líð-
an mannsins sem sagt er frá á
þessu hrognamáli.
Umsjónarmanni kom þetta
stef í hug, þegar hann las að in-
flúensa hefði sumstaðar fyrr-
meir verið nefnd catarr, en
hvað þá um tökuorðið in-
flúensa sem er orðið rótfast í
máli okkar? Þeir sem lært hafa
ensku, vita náttúrlega að influ-
ence þýðir áhrif, en hvernig
fékk orðið sérmerkinguna sem
við leggjum í það og hvers
vegna?
Inflúensa er komið úr
ítölsku, skrifað þar með z nær
enda, en það er fengið úr síðlat-
ínu influentia sem bókstaflega
merkir áhrif, áhrifavaldur. I sí-
gildri latínu er sögnin influo
(influere) sem merkir að fljóta,
streyma inn, og sést að margt
er líkt með skyldum, þótt fjar-
skyldir séu. Þetta sjúkdóms-
heiti stafar af því, að stjörnu-
spekingar fortíðarinnar
hugsuðu sér vökva sem flyti of-
an frá stjörnum og öðrum
„himnakroppum“ eins og Hall-
dór Laxness hirti frá Svíum og
hafði um sólina, þegar sá gáll-
inn var á honum (sænska
himlakropp). Þessir straumar
komu ofan til jarðar og höfðu
áhrif á menn og málefni.
Orðið influensia sem sjúk-
dómsheiti er þekkt á Ítalíu allt
frá 16. öld, en miklu síðar í
Mið- og Norður-Evrópu. Þjóð-
verjar og Frakkar höfðu líka
um þetta orðið Grippe. Hjá
okkur er sú breyting ágæt að
segja og skrifa flensa.
★
Umsjónamanni hefur borist
svofellt bréf:
„02.06. 2000
Eru ekki til börn á íslandi
lengur?
Fólk kemur í fjölmiðla og
stagast á að tala um bödn,
badnakór, badnastofu, badna-
bödn, badnaskóla, o.s.frv. Er
þetta rétt talmál?
Er íslenska tungan að verða
máttlaus?
yirðingarfyllst.
Á Kr. Sigurðardóttir.“
Umsjónarmaður hefur sam-
ræmt að mestu staf- og grein-
armerkjasetningu. Hann þakk-
ar bréfíð og hefur að öðru leyti
mál sitt á því að svara síðari
spurningunni afdráttarlaust
neitandi. Það sem varðar börn-
in, er mismunur á mállýskum,
og er til þrenns konar fram-
burður: sá sem bréfritari
greinir, börn með órödduðu
erri eins og flestir segja í
„þarna“ og svo börn með skaft-
fellskum framburði, og er þá r-
ið raddað í börn eins og upp-
haflegt mun vera. Ekkert af
þessu er rangt.
I dagsetningunni hefði um-
sjónarmaður sleppt núllum
framan við 2 og 6 í sporum
bréfritara. Núll í þessari stöðu
fínnst mér að hafí ekkert gildi
og sé til óprýði.
★
Salómon sunnan sendir:
Þeir segja að vandlega veitt sé,
ef verulegt þjórfé þar greitt sé,
í húsinu Vallað
sem ervafasamtkallað
áVesturbrún21c.