Morgunblaðið - 11.07.2000, Side 60
ÓO ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Kramnik
eða Anand?
SKAK
Durtmund
DORTMUND
SPARKASSEN
7.-16. júlí 2000
EFTIR að indverski stórmeistar-
inn Anand hafnaði tilboði Kasp-
arovs um einvígi bauð hann Vladi-
mir Kramnik
að tefla við sig
„heimsmeist-
araeinvígi".
Anand virðist
nú á hinn bóg-
inn leggja
áherslu á að
sýna, að hann
einn eigi mögu-
leika á að binda
enda á sigur-
göngu Kaspar-
ovs. Eftir nokkra lægð hefur hann
náð frábærum árangri að undan-
fömu og skákaði meira að segja
sjálfum Kasparov á Fujitsu-Siem-
ens-skákmótinu í Frankfurt í júní.
Þar var Anand í sérflokki og varð
IV2 vinningi á undan Kasparov.
Hann virðist ætla að halda upp-
teknum hætti á Dortmund Spark-
assen-ofurskákmótinu sem nú
stendur yfir. Þegar þremur um-
ferðum er lokið hefur hann náð
hálfs vinnings forystu.
I fyrstu umferð vann Anand
sigur gegn Alexander Khalifman,
heimsmeistara FIDE, eftir að
hafa sjálfur riðað til falls. Slæmur
afleikur Khalifmans gerði Anand
þó að lokum kleift að vinna skák-
ina. í annarri umferð hafði Anand
svart gegn Akopian. Skákinni
lauk með jafntefli eftir stutta við-
ureign. í þriðju umferð mætti An-
and hollenska stórmeistaranum
Piket. Piket, sem hafði svart, kom
með illa athugaða nýjung og tap-
aði liði í framhaldinu og síðar
skákinni.
Töluverða athygli hefur vakið
að skákforrit tekur nú í fyrsta
skipti þátt í ofurskákmóti með
venjulegum umhugsunartíma.
Það er greinilegt að sterkustu
skákmenn heims eyða litlum tíma
í að undirbúa sig fyrir þá sérstöku
tegund af skák sem skákforrit
tefla og lenda því alltof oft í vand-
ræðum gegn forritunum. Ein-
staka skákmenn hafa þó tekið
tíma í slíkt og náð góðum árangri
fyrir vikið. Almennt virðast skák-
menn þó mun áhugasamari og ein-
beittari þegar þeir undirbúa sig
fyrir mannlega andstæðinga sína
heldur en skákforrit. Það vantar
algjörlega sálfræðilega þáttinn í
slíkar viðureignir og sigur gegn
skákforriti felur enga ánægju í sér
nema úrslitin sjálf. Eftir tap gegn
skákforriti fara menn varla að
eyða miklum tíma í að undirbúa
sig fyrir næstu viðureign við for-
ritið, því „hefnd“ gegn því hefur
enga þýðingu. Þetta er bara tölva
sem tapar sumum skákum, vinnur
aðrar og gerir engan greinarmun
á þessu tvennu.
Skákforritið sem teflir á Dort-
mund Sparkassen-mótinu heitir
Deep Junior og teflir á afar öfl-
ugri PC-tölvu með mörgum ör-
gjörvum. I fyrstu umferð gerði
Deep Junior jafntefli við Bareev,
eftir að sá síðarnefndi hafði þurft
að beita meistaratöktum til þess
að bjarga sér frá tapi. í annarri
umferð átti forritið við þýska stór-
meistarann Robert Hiibner, en
þetta var fyrsta viðureign hans við
skákforrit. Hubner, sem hafði
svart í skákinni, tefldi franska
vöm og virtist ná að jafna taflið. í
19. leik lék Deep Junior Kgl-hl,
leik sem varla er góður. Anand
hafði á orði að þetta þýddi að
skákforritið væri í „leikþröng“,
þ.e. hefði ekki hugmynd um
hvernig ætti að tefla þessa stöðu.
Eftir 19. leik Deep Junior var
þessi staða komin upp:
Hér valdi Hiibner að leika
19...Dd7 og bauð jafntefli. Skák-
forritið var hins vegar fljótt að sjá,
að þrátt fyrir að svartur hefði haft
um fjölmarga góða möguleika að
velja, þá var þetta kannski ekki
einn af þeim. Stjórnandi Deep
Junior kaus því að hafna jafntefl-
isboðinu. Leikurinn sem skákfom-
itið sá sem svar við 19...Dd7 var
20. dxcð og svo virðist sem hvítur
vinni peð vegna 20...bxc5 21. Re4.
Málið er þó ekki alveg svo einfalt,
því eftir 21...Híb8 nær svartur að
halda jafnvæginu. Það má því
heita með öllu óskiljanlegt hvers
vegna Hiibner kaus að gefa skák-
ina.
Staðan á mótinu að loknum
þremur umferðum er þessi:
1. Viswanathan Anand 2'Æ v.
2. Michael Adams 2 v.
3. Deep Junior 2 v.
4. Vladimir Kramnik 2 v.
5. Peter Leko 2 v.
6. Evgeny Bareev VÆ v.
7. Vladimir Akopian 1 v.
8. Alexander Khalifman 1 v.
9. Jeroen Piket 'Æ v.
10. Robert Hiibner 'Æ v.
Daði Öm Jónsson
Anand
Viswathan
ÍDAG
VELVAKAIVDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Mannvernd
MANNVERND er stórt
orð! Og þeim sem að sér
tekur að vera málsvari sam-
taka sem gefa sér slíkt nafn
er falin mikil ábyrgð. Þegar
fjölmiðlar fjalla um ís-
lenska erfðagreiningu er
oft leitað til fulltrúa sam-
taka sem kalla sig „Mann-
vemd“. Sá er þetta ritar
hefur það óþægilega á til-
finningunni að fulltrúar
„Mannverndar" hafi ekki
sérstakar mætur á Is-
lenskri erfðagreiningu og
telji þetta fyrirbrigði held-
ur af hinu illa. Gagnrýni og
skoðanaskipti eru af hinu
góða en spurningin er ein-
faldlega þessi: Hverjir
standa á bak við samtökin
„Mannvernd“? Hver kýs
stjórn samtakana? Eitt er
víst að undirritaður hefur
ekki falið þessum samtök-
um að vernda sig og mun
hann þó maður talinn þótt
einfaldur sé.
Virðingarfyllst,
Jón Sigurðsson,
Kt 180252-3639.
Til kristnitökunefndar
og þjóðarinnar
MIG LANGAR að byrja á
því að þakka fyrir hátíð
allra kristinna manna á
Þingvöllum og hversu vel
hún tókst, en þó að einu
undanskildu: Það vantaði
betra skipulag fyrir fatlaða
að komast á milli svæða.
Eg, maðurinn minn og
bróðir hans fórum þarna
sunnudaginn 2. júlí, en
bróðir hans er lungnaveik-
ur, mikið fatlaður og á erfitt
með gang. Honum reyndist
erfitt að þurfa að arka á
milli svæða. Hann fékk hins
vegar rútuferð frá bíla-
stæðunum.
Við vorum ánægð að öðru
leyti og ekki spillti veðrið
fyrii' því skaparinn sjálfur
sá um þær aðstæður; sól
hans skein á alla gestina.
Einnig ætla ég að minn-
ast á annað varðandi vernd
Guðs yfir landi okkar. Allir
ættu að þakka Guði fyrir
vernd hans í jarðskjálftun-
um að undanförnu og að
enginn slasaðist alvarlega.
Að lokum vil ég votta fólki
samúð mína sem missti hús
sín og eigur á Suðurlandi.
Guð blessi ykkur öll.
Eygló Karlsdóttir,
Hvassaleiti 10,
Reylq'avík
Frétt um
vændiskonur
LAUGARDAGINN 8. júlí
síðastliðinn var frétt um
vændiskonur í Rúmeníu í
Morgunblaðinu. Eg má til
með að benda á að um
svona böl talar maður ekki í
gamansömun tóni eins og
gert var í þessari frétt.
Þetta er ekki eina dæmið
heldur virðast þessi mál
ansi oft meðhöndluð sem
eitthvað „fyndið“. Vissu-
lega segir það þó meira um
þá sem um þau fjalla. Ég
bið fólk að hugleiða þessi
mál. Takk fyrir.
Sylvía.
Margir verða
af aurum apar...
eða hvað?
NU er Kristnihátiðin yfir-
staðin og eflaust anda
margir léttar. Peningar
okkar skattgreiðenda hafa
farið í hátíð sem greinilega
var ekki mikill áhugi fyrir.
Hátíðin sem slík var ágætis
hugmynd en mér finnst
frekar kaldhæðnislegt að
halda upp á kristni í 1000 ár
þar sem hún kom inn í land-
ið með þvílíkum eldmóði að
fólk var drepið ef það tók
ekki kristna trú. Kristin trú
á að boða kærleika en ekki
dráp og ég get þvi ekki séð
neitt fallegt við innreið
kristinnar trúar í landið.
Ekkert hefur drepið jafn-
marga menn og blessuð
trúin, þótt hún sé í formi
kristinnar eða annarrar
trúar. Er þá ekki meira við-
eigandi að halda sorgar-
messu eftir 1000 ár til að
syrgja alla þá sem hafa fall-
ið á grundvelli trúar sinnar,
t.d. gyðinga?
Samt verð ég að segja að
mér finnst peningunum
betur varið í hátíð þessa en í
jarðgangagerð úti á landi,
þar sem byggð er hvort sem
er að leggjast í eyði. Þar og
hér finnst manni og öðrum
tilgangslaust að bora jarð-
göng fyrir örfáar hræður á
meðan tryggingafélögin
hækka tryggingamar hér í
bænum vegna aukinnar
slysatíðni. Borgarstjóri vor
segir að ekki séu til pening-
ar fyrir gatnamálum hér en
samt eru til milljarðar fyrir
skitnum jarðgöngum! Þeir
sem stjórna fjárstreyminu
hér á landi ættu að fara í
endurmenntunarstofnun
HI og taka kúrsinn „vitur-
leg fjárútlát" í staðinn fyinr
að taka kúrsinn „heimsku-
legeyðslá'.
Ég spyr: „Verða ekki
margir af aurum apar?“
Ein í hugleiðingum.
Þakklæti
ÉG vil koma á framfæri
þakklæti til starfsmanna á
OLIS-bensínstöðinni á
Húsavík. Ég var á ferðalagi
17. júní og barn sem var
með mér í bíl gleymdi
peysu á bensínstöðinni. Við
vorum á leiðinni i sumar-
búðir og ég gat ekki sótt
peysuna sjálf en einhver
hjálpsamur, einn eða fleiri,
kom peysunni til sumar-
búðanna. Ég gat ekki þakk-
að viðkomandi því ég hitti
hann ekki en sendi mínar
bestu þakkir.
Þórunn Ósk
Guðmundsson.
Morgunblaðið/Golli
Víkverji skrifar...
BRIDS
IJ111 s j 6 n A r n « r G.
Ragnarsson
Sumarbrids
Úrslit síðustu kvölda í Sumarbrids
má sjá hér á eftir (efstu pör):
Mánudagur 3.7.
Vilhjálmur Sigurðss,- Þórður Sigfúss. 266
Hrólfur Hjaltas. - ísak Öm Sigurðss. 265
Geirlaug Magnúsd. - Torfi Axelss. 253
Kristjana Steingr.d. - Sigrún Pétursd. 247
Þriðjudagur 4.7.
SigmundurStefánss.-JúlíusSnorras. 195
Alfreð Kristjánss. -Friðrik Jónss. 170
Gylfi Baldurss. - Gísli Hafliðas. 164
Baldur Bjartmarss. - Guðm. Þórðars. 162
Miðvikudagur 5.7.
Kristinn Karlss. - Gylfi Baldurss. 238
ísak Öm Sigurðss. - Ómar Olgeirss. 236
Guðmundur Baldurss. - Sævin Bjarnas. 235
Steinberg Ríkarðss. - Guðbjöm Þórðars. 233
Afreð Kristjánss. - Loftur Þ. Péturss. 233
Fimmtudagur 6.7.
Norður-suður
Guðlaupr Sveinss. - Páll Þ. Bergss. 307
Kristjana Steingrímsd. - Jóna Magnúsd. 248
Albert Þorsteinss. - Auðunn R. Guðm.s. 235
Austur-vestur
Hallur Símonars. - ísak Örn Sigurðss. 255
Garðar Jónss. - Ingibjörg Ottesen. 236
Stefán Stefánss. - Hróðmar Sigurbj.s. 231
Föstudagur 7.7.
Norður-suður
Pétur Steinþórss. - Úlfar Kristinss. 254
Jón Þorvarðars. - Hrólfur Hjaltas. 248
Alda Guðnad. - Kristján B Snorras. 241
Austur-vestur
Guðm. Skúlas. - Vilhjálmur Sigurðss. 245
Hrafnhildur Skúlad. - Jömndur Þórðars.234
Friðrik Friðrikss. - Jóhannes Ágústss. 232
Eftir tvímenninginn var að venju
spiluð sveitakeppni og lauk henni að
þessu sinni með öruggum sigri stór-
sveitar Árna Hannessonar (Vil-
hjálmur Sigurðsson jr„ Guðmundur
Skúlason og Elvar Hjaltason). Isak
Örn Sigurðsson vann vikuverðlaunin
eftir harða keppni við Vilhjálm Sig-
urðssonjr.
Spilað er í Þönglabakkanum öll
kvöld nema laugardagskvöld og
hefst spilamennskan alltaf klukkan
19:00. Skráð er á staðnum og hjálpað
er til við myndun para. Nýjustu úr-
slit úr má jafnan finna á síðu 326 í
textavarpinu og öll úrslit ei'u auk
þess skráð á íþróttasíðu mbl.is. Slóð-
in þangað er http:/Avww.mbl.is/
sport/sumarbrids/.
Aðalfundur Bridsfélags
Reykjavíkur
Aðalfundur Bridsfélags Reykja-
víkur verður haldinn þriðjudaginn
11. júlíklukkan 17:00. Dagskráfund-
arins verður venjuleg aðalfundar-
störf þar sem gefin verður skýrsla
um starfsemi félagsins síðasta ár og
kosning nýrrar stjómar.
HIÐ nýja hafrannsóknaskip okk-
ar Islendinga, Ámi Friðriks-
son, er nú að halda af stað í sinn
fyrsta rannsóknaleiðangur. Það er
mikilvægur áfangi í hafrannsóknum
við ísland að svo glæsilegt og velbúið
skip sé komið í eigu okkar. Rann-
sóknir á auðlindinni okkar eru mikil-
vægasti þáttur í efnahagslífi þjóðar-
innar og nauðsynlegt að vel sé staðið
að verki og ekkert til sparað til að
sem beztur árangur náist.
Við þennan áfanga vaknar sú
spuming hjá Víkveija, hvert hlut-
verk forvera hins glæsilega skips,
Árna Friðrikssonar eldri, verður.
Það er enn í eigu Hafrannsókna-
stofnunar og finnst Víkverja kjörið
að finna því einhver verkefni á sviði
eftirlits, rannsókna og fræðslu.
Skipið mætti nota til rannsókna á
afmörkuðum svæðum á grannslóð
jafnframt sem það mætti nota til að
fylgjast með veiðum annarra skipa
og reyna að meta í hve miklum mæli
hið umdeilda brottkast á fiski kann
að vera. Það mætti jafnframt nota
sem skólaskip að einhverju marki og
fiskurinn sem fengist gæti þá gengið
upp í útgerðarkostnaðinn. Það er
ljóst að eftirlits og rannsókna er þörf
á miðunum umhverfis Island og sjálf-
sagt að nota skipið til slíkra verk-
efna.
x x x
BROTTKAST á fiski hefur verið
mikið til umræðu að undan-
fömu og kannski kann einhverjum
að virðast það vera að bera í bakka-
fullan lækinn að Víkverji blandi sér í
þá umræðu. Ljóst er að fiski hefur
alla tíð verið hent í sjóinn, bæði fyrir
og eftir kvótakerfi en ákaflega erfitt
hefur reynzt að festa hendur á því í
hve miklum mæli svo er gert um
þessar mundir. Upp á síðkastið hafa
komið fram raddir þess efnis að
menn séu neyddir til að kasta minni
þorskinum og lakari í sjóinn vegna
þess að svo dýrt sé að leigja sér
heimildir til veiðanna. Leiguverð á
þorski er nú um 106 krónur en það
hefur farið mun hæma. Rök þessara
manna eru þau að leiguverðið sé svo
hátt að ekkert þýði annað en að koma
með stærsta þorskinn í land, eigi eitt-
hvað að fást út úr dæminu.
Víkverji kemur þessu ekki heim og
saman. Ef leiguverð á þorski er of
hátt til að veiðar borgi sig, ættu
menn einfaldlega ekki að róa. Það er
næga vinnu að fá í landi. Það, að
reksturinn gangi illa, getur að mati
Víkverja ekki réttlætt lögbrot. Svona
framferði er ekki aðeins lögbrot, það
er sóun á verðmætum og það brengl-
ar þann grann sem fiskifræðin bygg-
ist á. Að mati Víkverja er það mikil
skammsýni að auki að fleygja fiski.
xxx
AÐ fer óendanlega í taugamar á
Víkveija hve orðið aðili er mis-
notað í íslenzkunni. Orðið söluaðili
trölhíður auglýsingum í öllum fjöl-
miðlum. Orðið aðili er þama algjör-
lega óþarft. Orðið seljandi segir allt
sem þarf. Víkverji hefur áður bent á
orðskrípið samkeppnisaðili sem notað
er í stað keppinautar og gerir svo enn,
enda er góð vísa sjaldan of oft kveðin.
Af sama toga er ofnotkun á sögn-
inni að framkvæma. Oftar en ekki
heyrir Víkverji 1 lýsingum á kapp-
leikjum í boltaíþróttum að þessi eða
hinn framkvæmi vítaspyrnuna eða
framkvæmi innkastið. Það er eins og
menn skilji ekki eigið tungumál. Þeg-
ar Víkverji var að sparka bolta, tók-
um við víti og köstuðum boltanum
inn, en framkvæmdum ekki neitt.
Það létum við vertakana um, en þeir
hafa auðvitað fengið nýtt heiti í
smekkleysunni: Framkvæmdaaðil-
ar! Þvílíkt og annað eins.