Morgunblaðið - 11.07.2000, Side 61

Morgunblaðið - 11.07.2000, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ I DAG ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 61 BRIDS Umsjón Guðmundur l'áll Aruai'Min ÞEGAR trompásinn er hjá vörninni í slemmu er ljóst að ekki má gefa slag til hliðai'. Suður er í sex laufum og þarf einhvern veginn að komast hjá því að gefa slag á spaða til hliðar við laufásinn: Suður gefur; allir á hættu. Norður <k D83 v K ♦ KG95 ♦ KG1065 Suður *Á7 »ÁD ♦ ÁD103 + D9732 Vestur Norður Austur Suður - _ _ llauf Pass 21auf* Pass 2tíglar Pass 3 tíglar Pass 6 lauf Pass Pass Pass * krafa Vestur spilar út hjarta- gosa og nú er spurt: Hvemig í ósköpunum er hægt að komast hjá því að gefa spaðaslag? Ekki eru svo sem miklar líkur á að það takist, en vissulega gæti spaðakóng- urinn verið blankur. Nei, varla; hitt er sennilegra að laufásinn sé stakur. Og þá er nokkur von ef sami mót- herji er líka með spaða- kóng: Norður * D83 »K ♦ KG95 + KG1065 Vestur Austur * G95 + K10642 v G10976 * 85432 ♦ 862 ♦ 74 + 84 *Á Suður + Á7 V ÁD ♦ ÁD103 * D9732 Sagnhafi gengur hreint til verks og spilar upp á draumaleguna. Hann tek- ur báða hjartaslagina og spilar tígli tvisvar. Og þá fyrst er trompi spilað. Austur lendir inni á blönk- um ás og kemst hvergi út án þess að gefa slag. Það er búið að loka útgöngu- leið hans í tígli, og hjarta í tvöfalda eyðu gefur slag, og að sjálfsögðu spaði frá kóngnum. Þetta er sannarlega heppileg lega, sem sést oftar á blaði en á borði. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sin- um að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningnm og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúm- er. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík Arnað heilla ÁRA afmæli. Laug- ardaginn 15. júlí verður fimmtugur Önundur Björnsson, sóknarprestur á Breiðabólstað, Fljótshlíð. Eiginkona Önundar, Harpa Viðarsdóttir lyfjafræðing- ur, varð 35 ára 5. júlí sl. Þau hjónin taka á móti gestum á heimili sínu á afmælisdag Önundar, 15. júh nk., milli kl. 18 og 21. Veislan verður haldin í hlöðunni að Breiða- bólstað og þeim sem hug hafa á að líta til með afmæl- isbömunum er bent á að vera í skjólgóðum fatnaði. GULLBRÚÐKAUP. í dag, þriðjudaginn 11. júlí, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Unnur Ágústsdótt- ir kennari og Páll Guð- mundsson, fyrrverandi skólastjóri Mýrarhúsa- skóla. Þau dvelja nú í Bjarnabúð á Súðavík, en munu halda upp á daginn með vinum og vandamönn- um á Isafirði þar sem þau voru gefin saman 11. júlí 1950. SKAK Ilmsjón Ilelgi Áss Grétarsson Hvítur á leik Alþjóðaskáksambandið, FIDE, hyggst í nóvember og desember halda heims- meistarakeppni sem fram á að fara í Nýju-Delhí á Indlandi og Teheran í Ir- an. Svæðamót eru sem óð- ast að taka enda, en efstu skákmennirnir þaðan öðlast þátttökurétt á HM. Staðan er frá svæðamóti 1.5. sem haldið var í Jerevan í Armeníu fyrir nokkru og hafði gríski al- þjóðlegi meistarinn Hristos Banik- as (2535) hvítt gegn Tyrkjan- um Selim Gurcan (2306). 20. Hxf7!! Rxc3 Svörtum voru einnig allar bjargir bannaðar eftir 20...Kxf7 21. Dc4+ Kf8 22. HD + Bf6 23. g3 Dh5 24. De6 21. bxc3 Kxf7 22. Dc4+ Ke8 23. Dg8+ Bf8 23...Ke7 gengur ekki upp sökum 24. Bc5+ Kf6 25. Hfl + Kg5 26. Be3+ og hvítur vinnur. 24. Hfl De7 25. Bg5 og svartur gafst upp. UOÐABROT HEIM TIL ÞÍN, ÍSLAND 1974 Heim th þín, Island, ættjörð vor og móðir, vér börn þín einum huga hverfum öh í dag, á meðan niður ellefu alda fer þungum söng um þögn vors myrka blóðs. Því land vort kallar. Upp úr aida svefni í minningum og sögu rödd þess rís og þræðir innstu einstigu vors hjarta, jafn gömui mold og grjóti ahrar jarðar. Já, þökk sé Guði, er geymdi oss þetta land, með reisnarsvip, er hæfir stórum höfum, og heldur víðan vörð um norðurhvel. Því handan tímatals og breiðra sæva það beið síns fólks í ósnortinni einsemd, og enn var langt til sjónmáls þeirrar sögu, sem leit sín ríki rísa og hrynja í grunn og ódauðlegan orðstír gróf í gleymsku. Samt vakti ísland eftir sinni þjóð og aðeins hollum vættum björg sín byggði. Oft fram á nætur fjöll þess ræddust við sem himintungl, er talast við í öldum, og horfðu á, er ungir skógar lögðu land undir fót í fylgd með gróðri þeim, sem land sitt hefur borið fyrir brjósti af mestri þolinmæði, ást og auðmýkt, en það er grasið grænt og mosinn hlýr, sem móðurlegast mold og eldhraun vefur. Þá voru fuglar himins einir enn til frásagnar um fjarlæg undralönd. Á vængjum, sem ei veröld þekkir grennri, þeir báru með sér heila himna af vori og fylltu landið söng og sumardýrð. Svo var það dag einn fyrir ellefu öldum að fyrir sjón hins fyrsta landnámsmanns úr reginhafi, jökulskjöldum skarað og hvítt af morgunsól, úr bláum bylgjum reis ísland, verðug háborg himinguða. - Með þeirri dýrðarsýn vor saga hefst. Tónms Guðmundsson. STJÖRNUSPA eftir Frances Drake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Pú ert kraftmikill einstakl- ingur og lætur fátt standa í vegi fyrir þér. Þú mættir sýna ögn meiri tillitssemi. Hrútur (21. mars-19. apríl) Hafðu sérstakar gætur á fjár- málunum. Það er með ólík- indum hvað peningamir renna út, ef ekki er haldið fast um budduna. Óstjórn leiðir th falls. Naut (20. apríl - 20. maí) Fátt er tilviljunum háð, þegar betur er að gáð. Maðurinn uppsker eins og hann sáir. Sýndu öðrum það viðmót, sem þú vht að þeir sýni þér. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Vertu öldungis viss um hverju þú lofar. Það er svo hvimleitt, þegar misskilning- ur kemur upp og menn fara að deha um það sem átti að verða til góðs. Krabbi _ (21. júní-22. júlí) Syndin er lævís og lipur. En með góðum hug má standast allar freistingar. Það er þó óþarfi að gerast einhver meinlætamaður. Meðalhófið er bezt. Ljón (23. júh - 22. ágúst) m Stundum skjóta upp kohinum mál, sem þú heldur að þú haf- ir afgreitt endanlega fyrir löngu. Láttu þau ekki raska ró þinni. Þau hjaðna aftur. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) Þér hættir th þess að sanka að þér of mörgum verkefnum í einu. Reyndu að verða þér úti um aðstoð áður en allt fer í handaskolum hjá þér. Vos tctk (23.sept.-22.okt.) Þótt hlutirnir líti vel út á pappírnum er ekki þar með sagt að þeir séu borðleggj- andi gróði. Farðu þér hægt og kynntu þér smáa letrið vel. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Þótt þér finnist mikið liggja við og nauðsyn á hreinskipt- um orðræðum, skaltu reyna að haga máli þínu svo að eng- inn verði sár þess vegna. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) ClO Oft er eins og hvað eina rekist á annars horn. Seztu niður og gaumgæfðu allar hliðar mála. Smám saman kemstu að nið- urstöðu um það sem rétt er. Steingeit ^ . (22. des. - 19. janúar) aF Það verður þér bara hindrun í starfi, ef þú ætlar að hunza nýjustu tækni. Breyttu um sth og taktu tæknina í þína þjónustu; þá stendur enginn þér á sporði. Vatnsberi r , (20. jan. -18. febr.) Cím Þótt einhver ummæli komi ekki heim og saman við skoð- anir þínar, skaltu fara þér hægt í fordæmingunni. Líttu vandlega í eiginn barm. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er enginn önnur leið th í lífinu en að halda áfram. Þú þarft að vinna úr allri þinni reynslu og sækja í þann lær- dóm styrk th framhaldsins. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 30-60% AFSLÁTTUR KA BVLON LAUGAVEGI 55 SÍMI 561 3377 ALA tiskuverslun v/Nesveg, rnarnesi, sími 561 1680. Opið daglega kl. 10-18, í laugardaga kl. 10-14. Fræðsluauglýsing frá Landlæknisembacttinu www.landlaeknir.is Lífið er línudans Okkur getur auðveldlega skrikað fótur á lífsins leið, en þurfa ekki að vera alvarlegar, því mikill munur er á fífldirfsku og fyrirhyggju. Áhætta er eðlileg í daglegu umhverfi okkar. Hafðu vaðið fyrir neðan þig og hugsaðu um afleiðingar gerða þinna: • Snertu ekki fíkniefni. Ein tilraun getur gert útaf við þig ’ Spenntu beltin og aktu hægar en þig langar til • Njóttu kynlífs með fullri meðvitund og notaðu smokkinn • Óvissuferðir eru frábærar en ekki án fyrirhyggju • Reykingar eru aldrei áhættunnar virði ’ Ef þú notar áfengi notaðu það í hófi • Ekki gleyma hvíldinni, reglubundinn svefn er öllum nauðsynlegur Lifðu lífinu lifandi og njóttu þess! I I Landlæknisembættið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.