Morgunblaðið - 11.07.2000, Page 72

Morgunblaðið - 11.07.2000, Page 72
 Eignaskipti Itf7 Ráðgjöf ew Gerð eignaskiptayfirlýsinga Sími5886944 MORGUmABW,KRISGLUNSIl,mREYKJAVÍK,SÍm569im,SÍMBRÉFB69im,PÓS’mÓLF3MO, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: HnBTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 11. JULI2000 VERÐ ILAUSASOLU150 KR. MEÐ VSK. Tölvumyndir með 75%ínýju hugbúnaðarfyrírtæki Stærsta sinnar tegundar í heimi NÝTT fyrirtæki á sviði hugbúnaðar- gerðar fyrir sjávarútveg, MTS, hef- ur verið stofnað í kjölfar sameining- ar viðskiptalausnasviðs Tölvumynda hf. og norska hugbúnaðarfyrirtækis- ins MarEx í Ósló. Að sögn forsvarsmanna hins nýja fyrirtækis verður það hið stærsta sinnar tegundar í heiminum, með starfsstöðvar í fimm löndum og alls um eitt hundrað starfsmenn. Auk þess á fyrirtækið ráðandi hlut í Vis- ion Software í Færeyjum. Tölvumyndir eru stærsti hluthafi í MTS, með 75% eignarhlut. Stefnt er að skráningu hlutabréfa fyrirtækis- ins á norskan hlutabréfamarkað inn- an árs og skráning hlutabréfa Tölvu- mynda á Verðbréfaþing íslands er einnig væntanleg á næsta ári. Fyrsta skrefíð Friðrik Sigurðsson, forstjóri Tölvumynda, segir að sameiningin sé aðeins fyrsta skrefið í alþjóðavæð- ingu MTS. „Verið er að skoða frek- ari sameiningu í Noregi, sérstaklega með tilliti til fiskeldisfyrirtækja, og stefnt er að kaupum á eða samein- ingu við fyrirtæki í Suður-Ameríku, enda hefur MarEx til dæmis verið með ágæt sambönd í Chile. Við mun- um einnig sækja inn á Danmörku og meginland Evrópu fljótlega." ■ Hundrað starfsmenn/19 --------------- ÚA birtir afkomu- viðvörun ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa sendi í gær frá sér afkomuviðvörun vegna komandi hálfsársuppgjörs. I henni segir að afkoman verði lakari fyrri hluta yfirstandandi árs en áætlanir gerðu ráð fyrir. Arið 1999 nam hagnaður félagsins á fyrri hluta ársins 180 milljónum króna. Nú þykir sýnt að félagið verði rekið með töluverðu tapi á fyrri hluta ársins og veltufé frá rekstri verði einnig lakara en árið áður. Meginástæðurnar fyrir lakari af- komu er sagðar vera verulegt geng- istap, sölutap eigna, lækkandi af- urðaverð og birgðasöfnun. ■ Afkoma ÚA/20 ■ . Setflutning- ar í Mývatni Á NÆSTU dögum er von á úrskurði skipulagsstjóra um frekara mat á áhrifum kisilgúrvinnslu á lífríki Mývatns. Einn umtalaðasti þáttur hugsanlegra umhverfisáhrifa hefur verið áhrif á svokallaða setflutn- inga í vatninu. Mýflugulirfur mynda skán á botninum, sem er uppistaða fæðis fyrir lífríki vatnsins. Verk- smiðjan getur haft áhrif á það hvað verður um það efni sem rofnar upp. Ljósmynd/Náttúrurannsóknastofan við Mývatn Þingvallanefnd skrif- aði biskupsembættinu Beðið með auglýsingu um em- bætti sókn- arprests ÞINGVALLANEFND _ hefur farið fram á að biskup íslands auglýsi ekki að svo stöddu embætti sóknarprests á Þing- völlum, sem jafnframt er stað- arhaldari í þjóðgarðinum, og óskað viðræðna um framtíð embættisins. Séra Heimir Steinsson, sem gegndi em- bættinu síðast, lést 15. maí síð- astliðinn. Karl Sigurbjörnsson biskup tjáði Morgunblaðinu að fallist hefði verið á ósk Þingvalla- nefndar. Hann hefði falið prestum á biskupsstofu að þjóna Þingvallaprestakalli til skiptis í sumar meðan viðræð- ur færu fram um framtíð em- bættisins. Séra Guðný Hall- grímsdóttir þjónar embættinu um þessar mundir en aðrir prestar á biskupsstofu sem taka það að sér eru sr. Þor- valdur Karl Helgason, sr. Sig- urður Árni Þórðarson og sr. Bernharður Guðmundsson. Sóknarbörn Þingvalla- prestakalls eru aðeins fáeinir tugir en undir embættið hafa fallið verkefni á vegum þjóð- garðsins sem í dag er einkum skipt á milli framkvæmda- stjóra Þingvallanefndar og staðarhaldara. Hefur sóknar- prestur sinnt síðarnefnda starfinu en í því felst m.a. að annast móttöku gesta og segja frá staðnum. Fyrirhugaðar eru viðræður milli forsætisráðu- neytis, en undir það heyrir Þingvallanefnd, og biskupsem- bættisins en samkvæmt upp- lýsingum biskups hefur ekki verið settur ákveðinn tíma- frestur til að ná niðurstöðu um málið. VIS hækkaði iðgjöldin um 30% i . ÍÍi|J ACO flytur í Skaftahlíð 24 Verslun ACO, skrifstofur og verkstæði er flutt i Skaftahlíð 24 við gamla Tónabæ. Komdu og kynntu þér úrval hágæða tölvubúnaðar í nýrri og glæsilegri verslun. Opið 9-18 virka daga. Skaftahlíð 24 • Sími 530 1800 Fax 530 1801 • www.aco.is VÍS, Vátryggingafélag íslands hf., hækkaði lögboðin tryggingaiðgjöld um að meðaltali 30% í gær. Þá hækk- aði félagið kaskótryggingar um 17,8% að meðaltali. Iðgjaldabreyt- ingarnar tóku gildi í gær við töku nýtrygginga, en við næstu endurnýj- un þeirra trygginga sem eru í gildi. VÍS fylgir í kjölfar Sjóvár-AI- mennra sem tilkynntu viku áður um 29% hækkun lögboðinna bifreiða- trygginga og 15% hækkun kaskó- trygginga. Samhliða iðgjaldahækkunum ger- ir VIS breytingar á áhættusvæðum, líkt og Sjóvá-Almennar. Landinu verður skipt í þrjú áhættusvæði fyrir lögboðnar ökutækjatryggingar, en ekki tvö eins og hingað til, og tvö svæði fyrir kaskótryggingar. Mörg landsvæði sem áður voru á 2. áhættusvæði falla í 3. flokk, en nokk- ur svæði í þéttbýli færast á 1. svæði. Mest hækkun á Akranesi og í Árnessýslu Þar hækka því iðgjöld meira en annars staðar. Mesta breytingin verður á Akranesi og þéttbýlisstöð- um í Árnessýslu, en iðgjöld þar verða þau sömu og á höfuðborgar- svæðinu. Selfoss, Hveragerði, Þor- lákshöfn, Eyrarbakki og Stokkseyri færast á áhættusvæði 1. Afslættir af iðgjöldum lögboðinna ökutækja- trygginga einkabifreiða verða hækk- aðir hjá þeim viðskiptavinum VÍS sem eru með F plús og Kjama fjöl- skyldutryggingar. Breytingar á kaskótryggingum felast í því að áhættusvæðin verða tvö í stað eins áður. Við það hækka kaskóiðgjöld utan höfuðborgarsvæð- isins meira en á því. Þá hækka ið- gjöld á kaskótryggingum einkabif- reiða hjá ungum vátryggingatökum á aldrinum 17-21 árs meira en ann- arra, þár sem tekið verður upp aldurstengt álag á iðgjöld. Um leið verður hækkaður afsláttur á iðgjöld- um þeirra ungmenna sem sækja um- ferðarfundi hjá VÍS. „Tjónatíðni, sem er mæling á fjölda tjóna sem hlutfall af heildar- fjölda tryggðra ökutækja, hefur auk- ist stöðugt. Hefur tjónatíðni hjá fé- laginu aukist um 13,2% í tjónum ökutækja í ábyrgðartryggingu, 18,6% í kaskótryggingum og 10,6% í slysum á fólki sl. 2 ár. Þessi aukna tjónatíðni frá árinu 1997 fram til 1999 eykur m.a. tjónakostnað VÍS um 360 milljónir króna á árinu 2000. Þessu til viðbótar hefur kostnaður við hvert tjón hækkað frá því sem gert var ráð fyrir við endurskoðun iðgjalda vegna nýrra skaðabótalaga vorið 1999,“ segir í fréttatilkynningu VÍS.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.