Morgunblaðið - 11.07.2000, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 11.07.2000, Qupperneq 72
 Eignaskipti Itf7 Ráðgjöf ew Gerð eignaskiptayfirlýsinga Sími5886944 MORGUmABW,KRISGLUNSIl,mREYKJAVÍK,SÍm569im,SÍMBRÉFB69im,PÓS’mÓLF3MO, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: HnBTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 11. JULI2000 VERÐ ILAUSASOLU150 KR. MEÐ VSK. Tölvumyndir með 75%ínýju hugbúnaðarfyrírtæki Stærsta sinnar tegundar í heimi NÝTT fyrirtæki á sviði hugbúnaðar- gerðar fyrir sjávarútveg, MTS, hef- ur verið stofnað í kjölfar sameining- ar viðskiptalausnasviðs Tölvumynda hf. og norska hugbúnaðarfyrirtækis- ins MarEx í Ósló. Að sögn forsvarsmanna hins nýja fyrirtækis verður það hið stærsta sinnar tegundar í heiminum, með starfsstöðvar í fimm löndum og alls um eitt hundrað starfsmenn. Auk þess á fyrirtækið ráðandi hlut í Vis- ion Software í Færeyjum. Tölvumyndir eru stærsti hluthafi í MTS, með 75% eignarhlut. Stefnt er að skráningu hlutabréfa fyrirtækis- ins á norskan hlutabréfamarkað inn- an árs og skráning hlutabréfa Tölvu- mynda á Verðbréfaþing íslands er einnig væntanleg á næsta ári. Fyrsta skrefíð Friðrik Sigurðsson, forstjóri Tölvumynda, segir að sameiningin sé aðeins fyrsta skrefið í alþjóðavæð- ingu MTS. „Verið er að skoða frek- ari sameiningu í Noregi, sérstaklega með tilliti til fiskeldisfyrirtækja, og stefnt er að kaupum á eða samein- ingu við fyrirtæki í Suður-Ameríku, enda hefur MarEx til dæmis verið með ágæt sambönd í Chile. Við mun- um einnig sækja inn á Danmörku og meginland Evrópu fljótlega." ■ Hundrað starfsmenn/19 --------------- ÚA birtir afkomu- viðvörun ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa sendi í gær frá sér afkomuviðvörun vegna komandi hálfsársuppgjörs. I henni segir að afkoman verði lakari fyrri hluta yfirstandandi árs en áætlanir gerðu ráð fyrir. Arið 1999 nam hagnaður félagsins á fyrri hluta ársins 180 milljónum króna. Nú þykir sýnt að félagið verði rekið með töluverðu tapi á fyrri hluta ársins og veltufé frá rekstri verði einnig lakara en árið áður. Meginástæðurnar fyrir lakari af- komu er sagðar vera verulegt geng- istap, sölutap eigna, lækkandi af- urðaverð og birgðasöfnun. ■ Afkoma ÚA/20 ■ . Setflutning- ar í Mývatni Á NÆSTU dögum er von á úrskurði skipulagsstjóra um frekara mat á áhrifum kisilgúrvinnslu á lífríki Mývatns. Einn umtalaðasti þáttur hugsanlegra umhverfisáhrifa hefur verið áhrif á svokallaða setflutn- inga í vatninu. Mýflugulirfur mynda skán á botninum, sem er uppistaða fæðis fyrir lífríki vatnsins. Verk- smiðjan getur haft áhrif á það hvað verður um það efni sem rofnar upp. Ljósmynd/Náttúrurannsóknastofan við Mývatn Þingvallanefnd skrif- aði biskupsembættinu Beðið með auglýsingu um em- bætti sókn- arprests ÞINGVALLANEFND _ hefur farið fram á að biskup íslands auglýsi ekki að svo stöddu embætti sóknarprests á Þing- völlum, sem jafnframt er stað- arhaldari í þjóðgarðinum, og óskað viðræðna um framtíð embættisins. Séra Heimir Steinsson, sem gegndi em- bættinu síðast, lést 15. maí síð- astliðinn. Karl Sigurbjörnsson biskup tjáði Morgunblaðinu að fallist hefði verið á ósk Þingvalla- nefndar. Hann hefði falið prestum á biskupsstofu að þjóna Þingvallaprestakalli til skiptis í sumar meðan viðræð- ur færu fram um framtíð em- bættisins. Séra Guðný Hall- grímsdóttir þjónar embættinu um þessar mundir en aðrir prestar á biskupsstofu sem taka það að sér eru sr. Þor- valdur Karl Helgason, sr. Sig- urður Árni Þórðarson og sr. Bernharður Guðmundsson. Sóknarbörn Þingvalla- prestakalls eru aðeins fáeinir tugir en undir embættið hafa fallið verkefni á vegum þjóð- garðsins sem í dag er einkum skipt á milli framkvæmda- stjóra Þingvallanefndar og staðarhaldara. Hefur sóknar- prestur sinnt síðarnefnda starfinu en í því felst m.a. að annast móttöku gesta og segja frá staðnum. Fyrirhugaðar eru viðræður milli forsætisráðu- neytis, en undir það heyrir Þingvallanefnd, og biskupsem- bættisins en samkvæmt upp- lýsingum biskups hefur ekki verið settur ákveðinn tíma- frestur til að ná niðurstöðu um málið. VIS hækkaði iðgjöldin um 30% i . ÍÍi|J ACO flytur í Skaftahlíð 24 Verslun ACO, skrifstofur og verkstæði er flutt i Skaftahlíð 24 við gamla Tónabæ. Komdu og kynntu þér úrval hágæða tölvubúnaðar í nýrri og glæsilegri verslun. Opið 9-18 virka daga. Skaftahlíð 24 • Sími 530 1800 Fax 530 1801 • www.aco.is VÍS, Vátryggingafélag íslands hf., hækkaði lögboðin tryggingaiðgjöld um að meðaltali 30% í gær. Þá hækk- aði félagið kaskótryggingar um 17,8% að meðaltali. Iðgjaldabreyt- ingarnar tóku gildi í gær við töku nýtrygginga, en við næstu endurnýj- un þeirra trygginga sem eru í gildi. VÍS fylgir í kjölfar Sjóvár-AI- mennra sem tilkynntu viku áður um 29% hækkun lögboðinna bifreiða- trygginga og 15% hækkun kaskó- trygginga. Samhliða iðgjaldahækkunum ger- ir VIS breytingar á áhættusvæðum, líkt og Sjóvá-Almennar. Landinu verður skipt í þrjú áhættusvæði fyrir lögboðnar ökutækjatryggingar, en ekki tvö eins og hingað til, og tvö svæði fyrir kaskótryggingar. Mörg landsvæði sem áður voru á 2. áhættusvæði falla í 3. flokk, en nokk- ur svæði í þéttbýli færast á 1. svæði. Mest hækkun á Akranesi og í Árnessýslu Þar hækka því iðgjöld meira en annars staðar. Mesta breytingin verður á Akranesi og þéttbýlisstöð- um í Árnessýslu, en iðgjöld þar verða þau sömu og á höfuðborgar- svæðinu. Selfoss, Hveragerði, Þor- lákshöfn, Eyrarbakki og Stokkseyri færast á áhættusvæði 1. Afslættir af iðgjöldum lögboðinna ökutækja- trygginga einkabifreiða verða hækk- aðir hjá þeim viðskiptavinum VÍS sem eru með F plús og Kjama fjöl- skyldutryggingar. Breytingar á kaskótryggingum felast í því að áhættusvæðin verða tvö í stað eins áður. Við það hækka kaskóiðgjöld utan höfuðborgarsvæð- isins meira en á því. Þá hækka ið- gjöld á kaskótryggingum einkabif- reiða hjá ungum vátryggingatökum á aldrinum 17-21 árs meira en ann- arra, þár sem tekið verður upp aldurstengt álag á iðgjöld. Um leið verður hækkaður afsláttur á iðgjöld- um þeirra ungmenna sem sækja um- ferðarfundi hjá VÍS. „Tjónatíðni, sem er mæling á fjölda tjóna sem hlutfall af heildar- fjölda tryggðra ökutækja, hefur auk- ist stöðugt. Hefur tjónatíðni hjá fé- laginu aukist um 13,2% í tjónum ökutækja í ábyrgðartryggingu, 18,6% í kaskótryggingum og 10,6% í slysum á fólki sl. 2 ár. Þessi aukna tjónatíðni frá árinu 1997 fram til 1999 eykur m.a. tjónakostnað VÍS um 360 milljónir króna á árinu 2000. Þessu til viðbótar hefur kostnaður við hvert tjón hækkað frá því sem gert var ráð fyrir við endurskoðun iðgjalda vegna nýrra skaðabótalaga vorið 1999,“ segir í fréttatilkynningu VÍS.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.