Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 1
ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER BLAÐ íj ATVINNUAUGLÝSINGAR A thyglisferlism eð- ferð, áhugavert starf ÓSKAÐ er eftir tveimur sérhæfðum starfsmönnum til starfa 12-14 tíma á viku við alþjóðlega athyglismeðferð, t.d. nema í sálarfræði eða manneskju með BA-próf í sálar- fræði. Góð laun eru í boði og tækifæri til að öðlast einstaka reynslu í meðferð, sem unnin er undir yfirstjórn þekktrar bandarískrar stofnunar. Byggingarverk- fræðingur/bygging- artæknifræðingur VERKFRÆÐISTOFAN Burður ehf. óskar eftir að ráða byggingarverkfræðing eða -tæknifræðing. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af hönnun og eftirliti. Starfssvið Verk- fræðistofunnar Burðar er sagt fjölbreytilegt og vinnur stofan fyrir sveitarfélög, opinbera aðila, fyrirtæki og ein- staklinga. Borgarbyggð aug- lýsir stöðu félags- málastjóra í eitt ár BORGARBYGGÐ auglýsir eftir félagsmálastjóra sem er yfirmaður félagsþjónustu Borgarbyggðar og heyrir undir bæjarstjóra. Umsækjandi þarf að hafa háskólamenntun á sviði félagsráðgjafar eða hliðstæða menntun og reynslu af stjórnunarstörfum. RAÐAUGLÝSINGAR Styrkir til náms í Þýskalandi ÞÝSKA sendiráðið auglýsir styrki handa íslendingum tU náms og rannsóknarstarfa í Þýskalandi. Veittir verða fjórir styrkir til háskólanáms og þrír styrk- ir til að sækja þýskunámskeið auk nokkurra styrkja til vís- indamanna til námsdvalar og rannsóknarstarfa í sex mán- uði. Námskeið í trésmíði og trérennismíði Auglýst eru kvöld- og dagnámskeið í trésmíði og tré- rennismíði í Handverkshúsi Þ.Þ á Kársnesbraut í Kópa- vogi, sem hefjast 21. september. Höfundastyrkir til leikmynda- og búningahöfunda FÉLAG leikmynda- og búningahöfunda auglýsir lausa til umsóknar fjóra IHM-styrki að upphæð 50.000 hvern. Einnig er laus til umsóknar jafnhár styrkur tU fræði- starfa sem tengjast faginu. __________SMÁAUGLÝSINGAR Morgunguðsþjón- usta hjá Islensku Kristskirkjunni ISLENSKA Kristskirkjan er með morgunguðsþjónustu kl. 11 í dag og fræðslu fyrir börn og fullorðna. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, og Konráð Alfreðsson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs sjómanna, handsala samninginn en þeim á hægri hönd er Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri sjóðsins. Lífeyrissjóður sjómanna semur við Kaupþing LÍFEYRISSJÓÐUR sjómanna hefur gert samstarfs- samning við Kaupþing um rekstur á séreignadeild sjóðsins. Samstarfinu verður þannig háttað að Kaupþing mun annast móttöku iðgjalda, skráningu og ávöxtun fjármuna séreignadeildarinnar, en upplýsingar, ráðgjöf og bein tengsl við sjóðfélagana verða jöfnum höndum hjá lífeyrissjóðnum og Kaupþingi. I fréttatilkynningu frá Kaup- þingi segir að með samningnum sé Lífeyrissjóður sjómanna að nýta sér reynslu og þekkingu Kaup- þings til að efla séreignadeild sjóðsins, en í samningnum er m.a. fjallað um uppbyggingu á verð- bréfaeign sjóðsins samkvæmt fjár- festingarstefnu sem stjórn Lífeyr- issjóðs sjómanna markar hverju sinni. Kaupþing sér jafnframt um markaðs- og kynningarmál fyrir hönd sjóðsins, en öll þjónusta Kaupþings við sjóðfélaga verður í nafni Lífeyrissjóðs sjómanna. Sjóðurinn er fimmti stærsti lífeyr- issjóður landsins og nema eignir hans rúmum 40 milljörðum króna. Teymi hf. semur við Háskólann íReykjavík og Tækniskólann TEYMI hf. hefur gert samstarfssamning við Háskólann í Reykjavík annars vegar og Tækniskóla íslands hins vegar. Teymi lætur skólunum í té Oracle-hugbúnað og kennsluefni sem skólarnir hyggjast nota við kennslu í gagnagrunnsfræðum. Teymi útvegar Tækniskóla Islands einn- ig kennara. Samstarf Teymis og skólanna tveggja er hluti af alþjóðlegu verkefni Oracle Corporation sem ber nafnið Oracle Aca- demic Initiative. í fréttatilkynningu kem- ur fram að í því felst að Oracle útvegar skólum hugbúnað og kennsluefni í gagna- safnsfræðum. Þetta samstarf nær nú til á annað þúsund háskóla um heim allan. „Mikill skortur er þessa dagana á fólki með menntun á upplýsingatæknisviði á íslandi og allar spár benda til þess að vöntunin aukist enn á næstunni. Þess má geta að í nýlegri könnun um samkeppni- hæfni ríkja kom í Ijós að ísland er í 52. sæti af 59 ríkjum þegar tengsl háskóla og atvinnulífs eru skoðuð. Samningurinn stuðlar að því að nem- endur læra um nýjustu kenningar og tækni á sviði gagnagrunna og koma því vel undirbúnir út í atvinnulífið," segir í tilkynningunni. Markmið Teymis með samningunum við skólana tvo er fyrst og fremst að tryggja það að á vinnumarkaði verði tiltækur menntaður mannafli í gagnasafnsfræðum til að mæta þeirri þörf sem er til staðar. Tækniskóli íslands mun nýta framlag Teymis til kennslu í upplýsingatækni- fræði sem er sjö anna nám á háskólastigi og lýkur með B.Sc. gráðu. Fyrstu nem- endur í upplýsingatæknifræði hófu nám haustið 1999 og fjölgaði nemendum um- talsvert í haust eða um 260%, þar af eru konur um 1/3 nemenda. Háskólinn í Reykjavík mun nýta Oracle-gagnagrunnin í tveimur gagna- grunnsnámskeiðum. Auk þess nota nemendur gagnagnmnskerfi í verkleg- um námskeiðum. Til viðbótar verður Oracle-hugbúnaðurinn notaður við rannsóknir kennara tölvunarfræði- deildar. Kvótaþing rekið áfram hjá Skýrr KVÓTAÞING íslands og Skýrr hf. hafa undirritað samning um að Skýrr sjái áfram um rekstur Kvótaþings, en rekst- urinn felur m.a. í sér skráningu tilboða í gagnagrunn, útreikning viðskiptaverðs, upplýsingamiðlun, umsjén með bókhaldi og innheimtu, auk reksturs á tölvubún- aði þingsins. Rekstrarsamningurinn felur í sér að ekki er þörf á sérstakri skrifstofu né starfsliði hjá Kvótaþingi, en Fiskistofa annast móttöku tilboða, yfirferð þeirra og framskráningu á tölvutækt form. Að sögn Tómasar Ara Kristinssonar, stjórn- arformanns Kvótaþings, télur stjórnin að þetta fyrirkomulag hafi tekist vel sfð- ustu tvö árin og að öryggi rekstrar og gagna hafi verið í fullkomnu lagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.