Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 16
„ 16 E SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Nýkaup Kringlunni Nýkaup auglýsir eftir fólki í effirtalin störf í versluninni í Kringlunni: 1. Aukavinna seinnipart dags og um helgar Við ieitum að duglegu fólki í afleysingar seinni part dags og um helgar í eftirtalin störf: - Ostabúð - Rómarkaffi - Bakarí - Eldhús 2. Aðstnðarsvæðisstjóri í grænmetístorgi Leitað er að ábyrgðarfullum og reglusömum einstaklingi í fullt starf aðstoðarmanns svæðisstjóra grænmetistorgs. Nánari upplýsingar veita Kári Tryggvason verslunarstjóri og Jónína Sigurðardóttir aðstoðarverslunarstjóri á staðnum. Þar er einnig hægt að nálgast umsóknareyðublöð. Nykaup I’nr san fenklcikinn hýr Er stofan þín heimilisleg? Heimilislega auglýsingastofu vantar menn til starfa: grafisk hönnun við erum annars vegar að leita eftir góðum grafískum hönnuði sem vill vinna fjölbreytt verkefni á sem flestum sviðum fagsins. Og hins vegar vantar okkur starfs- mann með þekkingu á margmiðlun. Fyrirtækið er á hraðri leið inn í heim margmiðlunar og vinnur vandaða vinnu fyrir nýja miðla jafnt sem sígilda auglýsingamiðla. Verkefnin eru fjölbreytt og vinnuaðstaðan tæknilega fullkomin en jafnframt heimilisleg. margmiðlun Upplýsingar veitir Bjöm Valdimarsson í síma 562 3135, Umsóknir óskast sendar, skriflega, fýrir 1. október til Næst, Skipholti 50B, 105 Reykjavík. n œ s ffl www.naest.is Næst veitir alla þjónustu við auglýsingagerð og margmiðlun. Stofan er tæknilega mjög vel búin, rekur m.a. stafrænt myndver og litgreining- arþjónustu. Boðin er full þjónusta við birtingar í öllum fjölmiðlum, gerö birtinga- og auglýsingaáætlana og þjónusta við markaðsmál. Sölumaður Stór heildsala í Reykjavík, með leiðandi vörumerki í sælgæti, óskar eftir að ráða sölumann til starfa sem fyrst. Starfssvid: Sala og þjónusta til viðskiptavina. Frágangur og eftirfylgni söluáætlana. Hæfniskröfur: Skipulagshæfni. Sjálfstæð vinnubrögð. Þjónustulund. Hæfni í mannlegum samskiptum. Áhugasamir vinsamlegast sendi umsóknir til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „Sölumaður — 10144", fyrir 2. október nk. 6 w Bóksala stúdenta er eina bóka- verslun sinnar tegundar á landinu. Meginmarkmið hennarerað útvega háskóla- stúdentum náms- efni og önnur aðföng til náms. Auk þess býður hún háskólasam- félaginu, sérfræði- bókasöfnum, framhaldsskólum og öðrum skólum á háskólastigi marg- þætta þjónustu. Bóksalan er ein af rekstrareiningum Félagsstofnunar stúdenta sem er sjálfseignastofnun með sjálfstæða fjárhagsábyrgð. Að henni standa stúdentar innan Háskóla íslands, HÍ og menntamála- ráðuneytíð. Vinsamlegast sendið skriflega umsókn til Atvinnumið- stöðvarinnar, Stúdentaheimiiinu v/Hringbraut, 101R., eða tölvupóst til atvinna@fs.is, fyrir 2. október n.k. bók/ðJA. /túderxtð. Bóksala stúdenta óskar eftir starfskrafti í verslunina í starfinu felst m.a. afgreiðsla og ráðgjöf til viðskiptavina. Krafist er almennrar menntunar, þekkingar og áhuga á bókum auk góðrar tungumálakunnáttu. Starfskrafturinn þarf að vera dugmikill, fróðleiksfús, reiðubúinn að kynna sér háskólasamfélagið og þarfir þess og viljugur að leggja sig fram við að þjóna kröfuhörðum viðskiptavinum. Upplýsingar eru veittar hjá Atvinnumiðstöðinni ísíma 5 700 888. ATVINMUMIOSTðÐ STÚDENTA atvinna@fs.is - ^ | . Læknaritari Sjálfstætt starfandi læknastofa óskar að ráða læknaritara. Starfssvið: • Innsláttur upplýsinga. • Skjalavarsla og læknabréf. i> • Ýmis tölvuvinna. Við leitum að læknaritara sem á auðvelt með að vinna sjálfstætt, hefur góða almenna tölvukunnáttu og Ijúfa I framkomu. Starfshlutfall er 50-80% ÍUmsóknir óskast sendar til Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers merktar „Læknaritari" h fyrir 2. október nk. Upplýsingar veitir Jóney Hrönn Gylfadóttir. Netfang: joney.h.gylfadottir@is.pwcglobal.com I PricewaTerhouseQopers Höfðabakka 9 • 112 Reykjavík • Sími 550 5300 Bréfasími 550 5302» www.pwcglobal.com/is m, ra VERKFRÆÐISTOFAN Byggingar- verkfræðingur/ byggingar- tæknifræðingur Verkfræðistofan Burður ehf. óskar eftir að ráða byggingarverkfræðing eða tæknifræðing. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í hönn- un og eftirliti. Starfssvið Verkfræðistofunnar Burðar er fjölbreytilegt og vinnur stofan fyrir sveitarfélög, opinbera aðila, fyrirtæki og ein- staklinga. Farið verður með umsóknir og fyrirspumir sem trúnaðarmál. Skila skal umsóknum til Verkfræðistofunnar Burðar ehf., Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi, fyrir 15. október 2000. MJÓLKURSAMSALAN Okkur vantar öflugan sölumann! Mjólkursamsalan í Reykjavík leitar að dugmikl- um og framsæknum sölumanni til starfa. Aðalverksvið sölumanns er forsala og sölueftir- lit á vöruflokkum Mjólkursamsölunnar í ver- slunum og á öðrum endursölustöðum. í boði er starf hjá traustu fyrirtæki í góðu umhverfi. Leitað er að ungum, sjálfstæðum einstaklingi sem er tilbúinn til að axla ábyrgð. Áhersla er lögð á góða samskiptahæfileika. Starfsreynsla við svipuð störf er æskileg en ekki nauðsynleg. Yngri en 20 ára koma ekki til greina. Nánari upplýsingar veitir sölustjóri í síma 569 2273 næstu daga frá kl. 9.00—11.00. Umsóknir berist til starfsmannahalds MS, Bitruhálsi 1, í síðasta lagi 29. september nk. Mjólkursamsalan er stórt deildaskipt þjónustu-, framleiðslu- og dreifingarfyrirtæki sem býður starfsfólki sínu upp á reyklausan vinnu- stað. Hjá Mjólkursamsölunni og dótturfyrirtækjum starfa um það bil 250 manns. SVÆÐISSKRIFSTOFA MÁLEFNA FATLAÐRA - REYKJAVÍK Þroskaþjálfar og annað jákvætt fólk Langar þig til þess að vinna með jákvæðu, samhentu fólki sem vinnur faglegt og metnað- arfullt starf? Á sambýlinu Holtavegi búa fimm jákvæðir, ungir einstaklingar sem þurfa aðstoð við at- hafnir daglegs lífs. Nú er svo komið að okkur vantar þroskaþjálfa eða annað gott starfsfólk í vinnu. Við bjóðum upp á starfsþjálfun, fræðslu, stuðning og jákvæðan starfsanda. Vinnutími og starfshlutfall eftir samkomulagi. Frekari upplýsingar veitir Valborg Helgadóttir forstöðuþroskaþjálfi, í síma 553 1188. Umsóknarfresturertil 9. okt. nk. en umsóknir geta gilt í allt að 6 mán. Skriflegar umsóknir sendist Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Suðurlandsbraut 24,108 Reykjavík, á eyðublöðum sem þar fást. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum ríkisstarfsmanna. Kokkurí Kringlunni Úr eldhúsi verslunar okkar í Kringlunni hafa verið framreiddir Ijúffengir matréttir sem orðlagðir eru fyrir bragðgæði og gott verð. Við leitum að hæfum eintaklingi til að sjá um framreiðslu á heitum mat fyrir viðskiptavini okkar. Leitað er að ábyrgum, nákvæmum og reglusömum einstakiingi til að sjá um eldhús verslunarinnar. Upplýsingar um starfið veitir verslunarstjórinn, Kári Tryggvason, á staðnum næstu daga og í síma 568 9300. Nykaup />.ri sem fershleikinn být

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.