Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 10
10 E SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Rafmagnsverkfræðingur eða tæknifræðingur Umsækjandi þarf að hafa reynslu hjá verkfræðistofu ( hönnun raflagna og sérkerfa fyrir stærri byggingar. Leitað er að manni með þekkingu á iðnstýringum. • Almenn tölvuþekking er nauðsynleg þar sem viðkomandi mun sjá um rekstur tölvukerfis fyrirtækisins. Tölvukerfið er NT-server með Windows 98 útstöðvum. • Þekking á teikniforritum er ekki nauðsynleg þar sem viðkomandi vinnur náið með tækniteiknara. • Leitað er að starfsmanni sem hefur áhuga á að vinna hjá upprennandi fyrirtæki á sviði raflagnahönnunar. Fyrirspurnum er ekki svaraö í síma en þeirsem hafi áhuga sendi inn línur á heimasíöu okkar www.viking.is VEF^FRÆÐIFYRIRTÆKIÐ VIKINGURf Skipholti 25, 3.hæð • 105 Rvk. J Störf á tæknisviði Vegna vaxandi umsvifa óskar Visa ísland eftir starfsfólki í eftirtalin störf á Tæknisviði: Tæknideild RÁS-þjónustu - Sérfræðingar Visa ísland annast umsjón RÁS kerfisins (posar, kassakerfi, o.fl.) fyrir hönd banka og sparisjóða, þar með taldar úttektir og vottun hugbúnaðar sem gerður er af öðrum. Mikil gróska er í þessum geira og mörg spennandi verkefni framundan. Starfsmenn koma til með að hafa um- sjón og eftirlit með kerfum sem notuð eru í rafrænni greiðslumiðlun á íslandi. Um er að ræða umsjón og eftirlit með sérkerfum, aðstoð við hugbúnaðarhús sem skrifa hugbúnað tengdan móttöku greiðslukorta svo og ýmis tæknileg vinna við rekstur kerfisins. Leitað er að vel menntuðum starfsmönnum sem hafa góðan tæknilegan bakgrunn og þekkingu. Þeir þurfa að vera mjög nákvæmir og fylgnir sér í þeim verkefnum sem þeim eru falin. Umsóknir og fyrirspurnir Með umsóknirog fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. Nánari upp- lýsingar veitir Júlíus G. Óskarsson, forstöðumaður Tæknisviðs. Umsóknir berist Visa íslandi, Álfabakka 16, 109 Reykjavík, fyrir 10. nóv. n.k. merkt “Tæknisvið”. Greiðslumiðlun hf. • Álfabakka 16 • 109 Reykjavík • sími 525 2000 • fax 525 2020 BORGARBYGGÐ Auglýsing um stöðu félagsmálastjóra Borgarbyggð framlengir umsóknarfrest um stöðu félagsmálastjóra til eins árs frá 1. janúar 2001. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi háskóla- menntun á sviði félagsráðgjafar eða hliðstæða menntun og reynslu af stjórnunarstörfum. Félagsmálastjóri er yfirmaður félagsþjónustu Borgarbyggðar og heyrir undir bæjarstjóra. Áformað er að sameina félags- og skólaþjón- ustu bæjarfélagsins innan tíðar og síðar einnig fötlunarþjónustu. Verkefni næstu missera verða m.a. að móta þessa sameinuðu starf- semi. Félagsþjónusta Borgarbyggðar er með samninga við nágrannasveitarfélög um að ann- asttiltekna þjónustu við íbúa þeirra. Auglýsing um stöðu félagsráðgjafa Borgarbyggð auglýsir eftir félagsráðgjafa í fulit starf frá 1. desember 2000. Umsækjandi þarf að vera félagsráðgjafi að mennt. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu af starfi í félagsþjónustu. Starfsreynsla á sviði málefna fatlaðra er einnig æskileg. í boði er áhugavert og fjölbreytt starf, sem er í stöðugri uppbyggingu. íbúar Borgarbyggðar eru nær 2.500, með Borg- arnes sem helsta þjónustukjarna. Svæðið er rómað fyrir fegurð og í þægilegri fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Umsóknarfrestur um bæði störfin ertil 10. október 2000 og skulu skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendar skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 11, 310 Borgarnesi. Nánari upplýsingar veitir Brit Bieltvedt, félags- málastjóri Borgarbyggðar, í síma 437 1224. Bæjarstjóri Borgarbyggðar. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi Vilt þú leysa hana Hrönn af? • Gefandi og skapandi vinnuumhverfi • Spennandi verkefni • Framsækið þróunarstarf við mótun þjónustunnar • Ábyrgð og tækifæri til að vaxa í starfi • Þátttaka í lærdómsfyrirtæki Okkur vantar þroskaþjálfa til að leysa forstöðu- mann af í eitt ár á skammtímavistheimili fyrir fatlaða í Hnotubergi í Hafnarfirði. Nýr forstöðumaður mun taka þátt í framsæknu þróunarstarfi við mótun þjónustunnar og mæta spennandi áskorunum í starfi. Þá mun nýrfor- stöðumaðurtaka þátt í víðtæku samstarfi við aðra stjórnendur hjá Svæðisskrifstofunni og fá öflugan faglegan stuðning í starfi. Við óskum eftir áhugasömum þroskaþjálfa. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi góða samstarfshæfileika og starfsreynslu í málefn- um fatlaðra. Laun eru samkvæmt kjarasamn- ingum Þ.í. Umsóknarfrestur ertil og með 23. okt. Æskilegt er að nýr forstöðumaður geti hafið störf sem allra fyrst. Nánari upplýsingar um ofangreint starf er veitt í síma 564 1822 á skrifstofutíma. Umsóknar- eyðublöð eru á skrifstofunni, Digranesvegi 5 í Kópavogi og á heimasíðu Svæðisskrifstofu; http://www.smfr.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.