Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 22
22 E SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 ------------------------------- MORGUNBLAÐIÐ Menntamálaráðuneytið Styrkir vegna upplýsinga- 'tækni í almennings- bókasöfnum Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 36/1997, um almenningsbókasöfn, leggur ríkissjóður um fimm ára skeið fram fé til að stuðla að því að almenningsbókasöfn verði fær um að bjóða þjónustu sem styðst við nú- tímaupplýsingatækni og til að greiða fyrirteng- ingu bókasafna landsins í stafrænt upplýsing- anet. Menntamálaráðherra tekur ákvörðun um úthlutun framlaga að fengnum tillögum ráð- '^jafanefndar um máiefni almenningsbóka- safna. Samkvæmt reglum um styrkveitingar sam- kvæmt þessu lagaákvæði (reglur nr. 765, 29. desember 1997), má veita styrki m.a. til kaupa á tölvubúnaði, endurmenntunar bókavarða, samningar og útgáfu fræðsluefnis fyrir almenn- ing um nýtingu nýrrar upplýsingatækni og til verkefna sem lúta að tölvutengingu bókasafna. Styrki má einnig veita til annarra þróunarverk- efna í þágu almenningsbókasafna, einkum á sviði rannsókna og fræðslu. Heimilt er að binda styrk skilyrði um að mótframlag fáist úr hlutað- eigandi sveitarsjóði eða sveitarsjóðum. Að ,öðru jöfnu ganga þau bókasöfn fyrir um styrk til tölvu- og hugbúnaðarkaupa, sem þegar hafa tryggt sér slíkt mótframlag. Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki á árinu 2001. Forstöðumenn almenningsbóka- safna, bókasafnsstjórnir, bókaverðirog samtök bókavarða geta sótt um styrk. í umsókn skal gera ítarlega grein fyrir verkefninu og áætla tímamörk og kostnað við framkvæmd þess. Jafnframt skal koma fram hvaða aðilar muni vinna að verkefninu, ef við á, og hvaða bóka- ->safn/bókasöfn standi að því, svo og áætlun um fjármögnun. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2000. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneyt- inu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið, 19. september 2000. www.mrn.stjr.is Höfundastyrkir til leikmynda- og búningahöfunda Félag leikmynda- og búningahöfunda auglýsir hér með lausa til umsóknar fjóra IHM-styrki að upphæð kr. 50.000. Umsókn skal fylgja skrá yfir verk viðkomandi og starfsaldur. Einnig er laus til umsóknar jafn- hár styrkur til fræðistarfa tengdra faginu. Skilafrestur er til 20. október. Umsóknum skal skila í pósthólf 1603, 121 Reykjavík. Stjórn Félags leikmynda- og búningahöfunda Menntamálaráðuneytið Styrkir til háskólanáms í Þýskalandi Þýska sendiráðið í Reykjavík hefurtilkynnt íslenskum stjórnvöldum að boðnir séu fram eftirtaldir styrkir handa íslendingum til náms og rannsóknarstarfa í Þýskalandi á námsárinu 2001-2002: a) Allt að fjórir styrkirtil háskólanáms. Umsækj- endur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára há- skólanámi, vera yngri en 32 ára og ekki hafa dvalið lengur en eitt ár í Þýskalandi. b) Allt að þrír styrkir til að sækja þýskunám- skeið sumarið 2001. Umsækjendur skulu vera komnir nokkuð áleiðis í háskólanámi, vera yngri en 32 ára og leggja stund á nám í öðrum greinum en þýsku. Einnig þurfa þeir að hafa góða undirstöðukunnáttu í þýskri tungu. c) Nokkrir styrkir til vísindamanna til námsdval- ar og rannsóknarstarfa um allt að sex mánaða skeið. Umsóknir, ásamt staðfestum afritum prófskír- teina og meðmælum, skulu sendar mennta- málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykja- vík, fyrir 27. október nk. Sérstök umsóknareyð- ublöð og nánari upplýsingar fást í ráðuneyt- inu. Menntamálaráðuneytið, 22. september 2000. www.mrn.stjr.is ÝMISLEGT Próf í verðbréfa- miðlun 2000-2001 Prófnefnd verðbréfamiðlunar stendur fyrir prófum í verðbréfamiðlun sem hér segir: Próf vegna 1. hluta verða haldin 13., 15. og 18. nóvember, próf í 2. hluta verða dagana 29., 31. janúar og 3. febrú- ar og próf í 3. hluta verða haldin 21., 23., 26. og 28 apríl. Lengd hvers prófs er allt að 4 klukkustundir. Um prófin fer samkvæmt reglugerð nr. 301/1999 um próf í verðbréfamiðlun. Einkunnir í prófum eru gefnar í heilum og hálfum tölum frá 0 til 10. Til þess að standast verðbréfamiðlunarpróf þarf próf- taki að hljóta a.m.k. 7,0 í meðaleinkunn úr þeim prófum sem hann hefur þreytt. Próf- taki telst ekki hafa staðist einstök próf hljóti hann lægri einkunn en 5,0. Prófgjald vegna hvers prófs er 8.000 kr. Innifalið í prófgjaldi er óafturkræft skrán- ingargjald að upphæð kr. 2.000 vegna hvers prófs. Skráning í prófin fer fram hjá Endur- menntunarstofnun Háskóla íslands í síð- asta lagi viku fyrir próf. Prófgjöld skulu greidd við skráningu. Námsefnislýsingu er hægt að nálgast á heimasíðu viðskiptaráðuneytisins www.stjr.is/ivr (leyfisveitingar/2 upplýs- ingar um starfsleyfi) eða á www. endur- menntun.is. Að öðru leyti er þátttakend- um bent á að hafa samband við Endur- menntunarstofnun, sími 525 4444 Reykjavík, 22. september 2000. Prófnefnd verðbréfamiðlunar. Diskótek Sigvalda Búa Tek að mér öll böll og uppákomur. Allar græjur og tónlist fylgja. Diskótek Sigvalda Búa, nýtt símanúmer er 898 6070. Fíladelfía FÉLAGSLÍF Hvítasunnukírkjan Fíladelfía Almenn samkoma kl. 16.30, ræðumaöur Robert Maasbach forstöðumaður frá Englandi. Allir velkomnir. Mán.: Marita samkoma kl. 20.00. Fim.: Kynningarfundur fyrir Alfa -Jinámskeið kl. 19.00. Fös.: Unglingafundur kl. 20.30. Lau.: Bænastund kl. 20.00. Bænastundir alla virka morgna kl. 06.00. www.gospel.is Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. □ HELGAFELL 6000092519 VI JL □ MlMIR 6000092519 I Fjhst. I.O.O.F. 19 = 1819258 = 4° 0 F- 3 = 1819258 8.40.0 Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Fjölskyldusamkoman fellur niður. Samkoma kl. 20.00. Michael Cotton predikar. Allir hjartanlega velkomnir. Minnum á haustfagnaðinn föstudaginn 30 sept. Allir vel- komnir. Upplýsingar á skrifstofu okkar í síma 564 2355. www.vegurinn.is. hlu verkið á nýrri öld II hlubcrklJCq botmaH.com KROSSINN Sunnudagur: Almenn sam- koma kl. 16.30. „Jörðin mun verða full af þekk- ingu á dýrð Drottins". Þriðjudagur: Samkoma kl. 20.30 full af dýrð Guðs. Miðvikudagur: Bænastund kl. 20.30. Fimmtudagur: Unglingarnir kl. 20.00. Laugardagur: Dýrðarstund kl. 20.30. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 I kvöld kl. 20.00: Hjálpræðissamkoma í umsjón majórana Turid og Knut Gamst. Allir hjartanlega velkomnir. Sunnudagskvöld Fjölskyldusamkoma kl. 17.00. Guðjón Ingi Guðmundsson þjónar. Þriðjudagskvöld kl. 20.00 Bibliuskóli. Miðvikudagskvöld kl. 19.00 Alfa námskeið. Föstudagskvöld kl. 21.00 Styrkur unga fólksins. Dans, rapp, predikun, tónlist og mikið fjör. Kl. 23.30 Trúboð í miðbænum frá Grófinni 1. Allir velkomnir. KIRKJAN 1/KluThk fríkirkja Bíldshöfða 10 Morgunguðsþjónusta kl. 11.00. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Samkoma kl. 20.00. Edda M. Swan og Vilborg R. Schram tala. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Allir hjartanlega velkomnir. www.kristur.is Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Samkoma í dag kl. 17.00. Yfirskrift: Silfur og gull á ég ekki, en það sem ég hef gef ég þór. Upphafsorð og bæn: Þórdís Ágústsdóttir, formaður KFUK í Reykjavík. Upphaf vetrarstarfs barna- og æskulýðsdeilda KFUM og KFUK. Ástríður Jónsdóttir segir frá starfi á meðal eldri stúlkna í KFUK i Grafarvogi. Tómas Ingi Torfason segir frá starfi æskulýðsnefndar KFUM og KFUK í Reykjavík. Ræðumaður: Helgi Gíslason, æskulýðsfulltrúi KFUM og KFUK. Heitur matur eftir samkomuna á vægu verði. Allir hjartanlega velkomnir. KIRKJA JESÚ KRISTS hinna Síðari daga hciiögu Ásabraut2 Garðabæ Samkomur á sunnudögum Sakramentissamkoma kl. 11:10 Sunnudagaskóli kl. 12:30 Aðildafélög og prestdæmi kl. 13:20 Allir velkomnir Mán.: Fjölskyldukvöld í heimahúsum Þri.: Pilta og stúlkna félög kl. 18:00 Mið.: Ættfræðisafn frá kl. 20:00 TILKYNNINGAR Frá Sálarrann- 'f \ sóknarfélagi 1 Rey kjavíkur Miðlarnir og huglæknarnir Lára Halla Snæfells, Þórhallur Guðmundsson og Bíbi Ólafs- dóttir starfa hjá Sálarrannsókn- arfélagi Reykjavíkur og bjóða fé- lagsmönnum og öðrum uppá einkatíma. Upplýsingar um fólagið, einka- tíma og tímapantanir eru alla virka daga kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á sím- svara félagsins. Auk þess er lika hægt að senda okkur fyrirsþurnir með tölvu- pósti. Netfang okkar er: mhs@vortex.is. Sálarrannsóknarfélag Reykjavík- ur starfar m.a. í nánum tengsl- um við Sálarrannsóknarskólann á sama stað. Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, sími 588 6060. DULSPEKI Huglækningar/heilun Halla Sigurgeirsdóttir, andlegur læknir. Uppl. í síma 895 8260. Miðlun — spámiðlun Lífssporin úr fortíð í nútíð og framtíð. Tímapantanir og upplýsingar í símum 692 0882 og 561 6282 Geirlaug. Rubý Grey er stödd hér á landi og verður með námskeið í andlegri leið- sögn, eflingu og næmni um helgina 30. sept. og 1. okt. Upplýsingar í síma 899 8241 og 588 8530. Einnig eru námskeið í leiðsögn í heilun og tarotlestri. ■4IJHWAMW Rómantískur og skemmtilegur maður óskar eftir að skrifast á við íslenska konu jafnvel með frekari kynni í huga. Hefur gaman af kvikmynd- um og skíðaiðkun. Áhugasamar skrifi til: Dietmar Weber, box 2372, Salmon Arm. B.C. VIE 4 R3, Kanada.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.