Fjölnir - 01.01.1839, Page 29

Fjölnir - 01.01.1839, Page 29
b r ó ð u r þú vei'tst m i n n m i s s i r og m í 11 a þ ö r f, eg bið þig Ijá mjer þína ögsi”, sem á íslendsku væri: bróðir minn ; þú þekkir missir minn og þörf mina, láttu að bæn minni og Ijáðu mjer ögsi þína. j>ó slik breíting sje ekki stór, gjeta þó allir funilið, sem samríndir eru nokkuð anda ís- lendskunnar, að þessí orðaskipan á betur við hana. Við slíkum málviiium gjeta allir spornað, því þær liggja so í augum uppi; og ótal fleíru er hægt að vara sig á og sneíða hjá, með því að hugsa sig dálítið um, so sem þessum orðum: að forsóma, ifirvega, dempa, passa uppá, launar sig; að ógleímdum orðunum: að gjefa til kinna, meðdeíla, o. s. fr., sem látin eru gánga sjer til húðar alstaðar, þar sem þeíin verður komið að. |>að er lirst af öllu, að þeír, sem læra vilja ís- lendsku, beri sig að komast að því, hvað hún á til af góðum orðum og orðsháttum, og slægjast ekki hjer, heldur enn annarstaðar, eptir hinu útlenda, meðan hið innlenda endist; mun það virðast, nm það allt er fram komið sem hún hefir til, að ekki sje hún so fátæk sem ætlað er; og eíns og það væri gott, að til væri orð um hvurn hlut, so aldreí þirfti sama orðið að vera nema í eínni merkíngu, so er það ekki nema til erviðleika, að mörg orð þíði sama, og er þá best að ríma út lakari orðunum, sem ofaukið er, ei'ns og óþarfa bókstöfunum, so þau sjeu ekki í graut á milli hinna, sem betri eru, og inerkja hið sama. J>annig hefir Sunnanpósturinn á sömu blaðsíðunni í sömu merki'ngu: að betala og borga, útgjöld og útgift, þarsem nóg var aö halda á því orðinu eínu, sein betra var af hvurutveggju þessum oröum. Enn eíns og velja verður orðin með aðgjætni, so verður líka að gjæta þess, að orðaskipanin verði íslendskuleg, og hugsa sig um, hvurnig í fornritum vorum mundi hafa verið komið orðum að því, sem ekki er grunlaust um, að í daglega mátinu sje með nírri tíma hætti; að skjera úr þessu, er miklu erviðast; og þó orðin sjeu viðsjárverð, er þó miklu torveldara að vara sig á orða- og grei'na-skipaniuni útlendu,

x

Fjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölnir
https://timarit.is/publication/61

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.