Fjölnir - 01.01.1845, Blaðsíða 15
15
8. atr. Opið brjef 18. d. ágúst-m. 1786 kveður svo
á i 19. gr., að til þess freguir geti borizt milli Islands
og annara landa Danakonungs í Norðurálfunni, skuli póst-
skip fara til Islands hvert ár, og vera þar á vetrum, en
lara þaðan snemma á vorum. I samkomuhúsi verzlunar-
manna í Kaupmannahöfn var það mörg ár í sífeilu falið
þeim á hendur að senda skip í ferðir þessar, er það
vildi gjöra fyrir minnst verðj en í seinustu 5 áriu, 1849
—1844, hefur fjelag nokkurt í Reykjavík, er stofnað var
1339, lekið að sjer póstskipsgöngurnar, og hafa því ver-
ið goldnir fyrir það 1659 rdd. á ári hverju; er þetta
meðaltala þess, er goldið var í leigu eptir skipið í 20
ár, frá því 1819, þangað til 1838, auk 64 skk. fyrir lest
hverja í umsjónargjald handa skipherra, og tveggja þrið-
junga af leiðsögupeningum. Að ári komanda mun þeiin
aptur líklega verða falin á hendur póstskips-sendingin,
sein vill taka hana að sjer fyrir minnst verð. Árið
1843—1844 var alls goldið 1724 rdd. 52 skk. til póst-
skips-göngunnar.
9. og 10. atr. Til gjalda þeirra, er þurfti til mæl-
ingar Islands og uppdráttar, var ætluð leigan af sjóði
þeim, er safnað var lianda Islendingum árið 1783 (De
islandske Collect'penge)•, 31. d. december-m. 1843 var
reikningur gjörður yfir fje þetta, og samþykktur afkonungi
25. d. júlí-m. 1844, og var sjóðurinn þá 28,165 rdd. 24 skk.
Eptir þessnm sama konungs-úrskurði skal verja upp í
þær 12,000 rdd., er ætlaðar eru til skólahússins í Reyk-
javík, mjölbótasjóðnum, er svo er kallaður, sem er
7500 rdd.; en það sein ])á vantar, 4500 rdd., á að taka af
fjársafninu 1783. Standa þá eptir á leign í ríkissjóðnum
23,665 rdd. 24 skk., og er svo til ætlað, að þetta fje skuli
geyma til þarfa íslands meö leigum ogleiguleiguin ogsjóður
þessi skuli heita aðstoðarsjóðurlsland s(Undersföt-
telsesfond for Island), og má ekkert af honum taka, nema
konungur leyfi. Eptir þessu er svo á kveðiö, að fje það,