Fjölnir - 01.01.1845, Blaðsíða 33
33
allan, í hvaöa máli sem það finnst; og ef það væri
gjört, f)á gæti mnnnrinn á tungunum (að því lejti, sem
hljóðaeign og hljóðasctningii snertir) hvorki sýnzt meiri
eða minni, enn liann er í raun og veru. Ætti nú eitt
letur að ganga yfir allan Iieiminn, j)á væri sjálfsagt ekkert
letur hæfara tii þess, enn latínuletrið, og ekkert eins
liæft.
Nú kann sumum að sýnast, sem rómverska talan
eigi að fylgja rómverska letrinu, svo menn verði að taka
upp töluna líka, ef letrið sje tekið upp; en jþess ber að
gæta, að hjer er ekki mælt fram með latínuletrinu, af
því það er rómverskt, lielilur af því, að það hefur mikla
kosti til að bera; en um töluua rómversku er allt öðru
ináli að gegna, því liún er svo ófullkomin og stirð með-
ferðar, að hún getur ekki komizt í neinn samjöfnuð við
indversku töluna (I. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 1). ().), og er
fyrir þá sök hvergi við höfð á vorum dögum, nema
endur og sinnum, fyrir tilbreytingar sakir og annara
smá-nauðsynja.
3