Ný félagsrit - 01.01.1850, Side 22
22
LM FJÍARHAG ISI.ANDS.
þegar selt var Hóla stóls góz, voru seld meí)
})ví nokkur kirkju-kúgildi, sem presttim voru goldnar
leigur eptir. Til endurgjalds fyrir þetla er nú goldií)
960 álnir árlega, og má meta þaö til 148 rbd. 36 sk.,
en í peníngum er goldib 65 rbd. 60 sk.
2. atr. Annar kennari hefir eptirgjaldslaust bústab
í skólahúsinu.
Communitets-sjóburinn vií) háskólann í Kaupmanna-
höfn geldur þar ab auki 240 rbd. í ölmusur handa
lærisveinum prestaskólans.
Oktobr. 1580) scm hann skipti niður á fátækustu brauð í
stiptinu, og þaraðauki fckk hann prestum til ábúðar 6 dóm-
kirkju jarðir. Upp frá þessu fengu því Skálholts stiptis
prestar engin tillög þángaðtil 1754, en Ilóla stiptis prestar
fengu 100 rdd., fyrst specie og síðan í krónum frá því 1707
(hland i del 18. Aarh. 292). Finnur biskup sótti um, þcgar
hann tók biskupsvigslu, að fá handa prestum sinum tekjur af
nokkrum jörðum, sem þá guldust eptir 284 rd. 32 sk., og bauð
stjórninni klóklega, að prestar skyldi borga sanngjarnlega
eptir jarðirnar — þegar þær væri komnar fullkomlega til
með nýju ,,innréttíngunum“ og akurirkjunni, sem þá var verið
að stofna. Rentukammerið lagði samt á móti ,,vegna eptir-
dæmisinsi(, en stakk uppá að veita 200 rd. í krónum til
Skálholts stiptis , ,,einsog prestar í Hóla stipti fá 100 rd.
í krónum frá fornri tíð‘k, — því rcntukammerið hefir ekki
vitað, að Skálholtsstiptis prestar voru búnir að taka sína 200
(240) rd. út í góðum jörðum —1 og þetta veitti konúngur í
úrskurði 13- Mai 1754. — þegar Gísli iMagnússon Uólabiskup
heyrði, hversu heppinn Finnur hafði verið með presta sína,
þá beiddi hann um nokkuð líka , en honum hcppnaðist ekki
að fá nema 100 rd. í krónum árlega um 2 ár, auk binna fornu
100 dala (konúngsúrskurður 19- Maí 1755)« Síðan þau 2 ár
liðu mun hið forna tillag hafa haidizt til Ilóla stiptis, og þó
mun því ekki hafa verið skipt niður eptir boði tilskipnnar 21
Marts 1575, sem það er bygt á.