Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Blaðsíða 9

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Blaðsíða 9
9 lega syndgað með því að sækjast fram úr liófi eptir jarðneskum gæðum. Sparnaðarsjóðir eru til mikils gagns fyrir þá, er lifa í ykkar stöðu, og þeir eru hyggn- astir, sem færa sér slíkar stofnanir í nyt, og geyma sér þar nokkuð, er þeir geti tekið til í viðlögum, t. a. m. þá, er veikindi bera að höndum og í ellinni. Iðjusemi er lofsverð, og mikil vanvirða að letinni; en á því ríð- ur, að vér ekki rænum neinu frá sálinni í umhyggjunni fyrir vorri tímanlegu velgengni. Konan: Að ræna frá sálinni, segið þér,— hvernig er það að skilja? Ferðamaðurinn: Guð gaf oss einn dag af hverj- um sjö, til þess vér skyldum verja honum sálum vorum til lieilla, til að ávinna oss arfleifð á himnum, er ekki getur glatazt. En þegar þið verjið öllum æfidögum ykkar, — helgum sem virkum — fyrir þennan heim einungis, þá rænið þið, að ætlun minni, frá sálinni því sem henni ber. Konan: En þér getið ekki með réttu kallað mig vantrúaða; því eg trúi á guð. Ferðamaðurinn: Guðs orð heimtar af oss miklu meira en það, að trúa því einungis að guð sé til. Djöflarnir trúa því líka og skelfast; af því þeir vitalíka að guð er dómari. Trúaður — að því, er ritningin kallar, — er sá, sem finnur, að hann er syndari og verðskuldar reiði guðs. Hann veit, að hann getur ekk- ert það boðið guði, er bætt geti fyrir syndir hans; en hann þyggur með gleði það hjálpræði, er guð býður honum fyrir Jesúm Iírist, er kom til að leita hins glat- aða og frelsa það. Þér segið, að þér hafið syndgað, og það höfum vér allir gjört; en ef þér tryðuð þessu í sannleika, og eins því, að guð muni hegna yður fyrir

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.