Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Side 2

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Side 2
2 svo mörgum ? l*að var því eigi að þarflausu, að Auers- wald prestur loksins stakk upp á því, að grafa einn brunn enn þá á prestssetri sínu. Iíirkjustjórnin og sveitar- stjórnin féllust á það, og var þegar búið að semja við Sonntag steinmeistara, er bjó þar í nágrenninu og liafði graíið margan brunn, um að vinna verk þetta, er bræð- ur þrír frá Poniká sóltu um, að mega sitja fyrir með að vinna það, þar þeir væru vinnulausir sem stæði, og hefðu opt áður fengizt við líkan starfa. Sonntag var fús á að sleppa rétti síuum til þess að vinna verk þetta, svo að bræðurnir voru til þess teknir. Bræður þessir hétu: Traugott Muschter, þrítugur að aldri, kvongaður og tveggja barna faðir, Christof Muschter, 29 ára, nýkominn lieim, heill á hófi, úr orr- ustunum við Gitschin og Iíöniggrátz í síðasta ófriðnum milli Prússa og Austurríkismanna; Wilhjálmur Muschter, þriðji bróðirinn, hafði tvo um tvítugt, og var steinmeist- ari. Allir höfðu þeir gott orð á sér og þóttu vera væn- ir menn og áreiðanlegir, enda voru þeir kunnir að því, að vera mjög kirkjuræknir. Móðir þeirra lifði enn þá árið 1867 og 5 systkyni þeirra, ein systir og fjórir bræður, er fleslir voru yngri en þessir þrír; áttu þau öll heldur bágt; faðir þeirra var fyrir löngu dáinn. 20. dag nóvemberm. 1866 í birtingu var byrjað á starfa þessum. íJað var markað fyrir brunnstæðinu. Christof bar fyrst niðr með exi sinni með þessum orðum: »með guðs aðstoð«, síðan fóru bræðurnir inn í prestssetrið til morgunbæna. l’eir sungu saman og báðu drotlinn sameiginlega, og tóku síðan til verka, og unnu rösk- lega. Fyrstu 6 álnirnar, sem þeir grófu, var leir og sandur til samans. Næstu 6 álnirnar niður var ein- tómur fastur móleitur leir; þar fyrir neðan var aptur

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.