Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Page 13
13
hluti safnaðarins heimtaði með frekju, að brunnurinn
væri fylltur upp aptur, svo að ekki leiddi fleiri vandræði
af þessu. Langt var síðan að ættingjar þeirra Traugotts
og Vilhjálms grétu þá sem þeir væru dauðir, og gáfu
því jákvæði sitt til þess, að þetta væri gjört. Samt vildi
prestur gefa verki þessu hátíðlegt snið, eins og vana-
legum greptrunum, og milda þannig lítið eitt hið ótta-
lega, er honum fannst vera í því, að fylla upp brunn-
inn og jarða mennina þarna. Hann ætlaði líka að gjöra
þann reit að nokkurskonar kirkjugarði á prestsseturs-
lóðinni, og láta reisa krossmark eða eitlhvert annað
minningarmark á leiði bræðranna. Samt reyndi hann
til, af einhverjum óljósum hvötum, að fresta þessarihá-
tíðlegu athöfn um nokkra daga. Loksins var samt á-
kveðið, að athöfn þessi skyldi fara fram sunnudag-
inn hinn 16. dag desembermánaðar tveim slundum ept-
ir hádegi. Samt gat hann ei hindrað það, að nokkrir
menn væri fyrir laugardag falaðir til þess að byrja upp-
fyllinguna.
Undirbúningurinn til þessarar greptrunar var sár og
bitur. Preslurinn var búinn að semja æfiágrip bræðr-
anna, er sandurinn gróf; þá kom steinmeistari llöhmig
föstudaginn hiun 14. dag desembermánaðar til prests-
sctursins, 6 dögum eptir að óhappið vildi til. Böhmig
þessi átti heima í Ortrand; hann banðst nú til að grafa
líkin upp. uDauðir eru þeim sagði hann »dauðir eru
þeir; en þeir hafa báðir áður fyrri unnið fyrir mig, og
eg vildi fúslega styðja að því, að þeir yrðu skipulega
greptraðir«. Prestur sagði honum, að þó að sig lang-
aði einnig innilega til hins sama og hann, hefðu menn
samt ei vogað að gjöra fleiri tilraunir, af því námu-
mcnnirnir hefðu sagt, að þeir, sem reyndu það, tefldu