Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Page 14

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Page 14
14 á tvær hættur mcð líf sitt. En líöhmig sagði, að það væri alveg hættulaust með sinni aðferð. Hann hafði ekki getað annað en verið sífellt að hugsa um það, bæði dag og nótt, að ná líkunum upp úr brunninum; hafði hann brotið heilann þangað til einni slundu eptir miðnælti á aðfaranótt föstudagsins, að honum kom hin rétta aöferð til hugar. Föstudagsmorguninn liafði hann styrkt sig með nautn heilagrar kvöldmáltíðar, og var nú kominn til Poniká, í guðs nafni, lil þess að bjóðast til þess, að grafa bræðurna upp. »Jeg vil ekki«, sagði hann »hafa neina borgun fyrir mína vinnu, ef verka- mönnum þeim, sem eg þarf með mér að hafa, verður borguð þeirra vinna. Við kornum okkur líklega sam- an um þetta, prestur góður?« Nú rann nýr vonar geisli upp í sálu prestsins. Hann vísaði valmenni þessu til sveilarsljórnarinnar. Húu gekk að tilboði Böhmigs, er hún hafði heyrt hvernig hann ætlaði að að fara. Prestur gekk einnig að því með mestu gleði, og nú kom honum aptur þetta til hugar: »Enginn getur fært mér sönnur fyrir því, að þeir hljóti að vera dauðir«. Gargararnir og nirflarnir í sókninni fóru nú reyndar aptur að mögla og álasa sveitarstjórninni fyrir það, að hún væri að baka sveitinni þenna óþarfa og árangurs- lausa kostnað, og sögðu það óþarfa, að stofna lífi manna í hættu fyrir slíkt. Prestur fékk þá þegar yfirvaldsskip- un frá hinu konunglega þingliúsi í Grossenhain; hún var á þessa leið: »Með bréfi þessu skyldast söfnuður- inn til þess, að láta steinmeistara Böhmig reyna til þess með aðferð þeirri, er hann hefir hugsað sér, að grafa upp lík manna þeirra, er brunnurinn lirundi á«. Til þess að þagganiður í nirflunum, lýsti móðir bræðranna

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.